Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 endanlega. Nýr ritstjóri kom að sunnudagsblaði „Journals" og hann hafði tekið eftir skemmti- legum teikningum eftir þýzka teiknarann Wilhelm Busch. Þessar myndir voru af tveimur prakkara- strákum, sem kallaðir voru Max og Moritz. Ritstjórinn réði nú að blaðinu ungan teiknara, sem hét Dirks, og bað hann að teikna svip- aðar myndir ,en hafa þó gula drenginn til hliðsjónar. Hinn 12. desember 1897 kom Dirks svo fram á sjónarsviðið. Hann lét sér ekki nægja að gera framhalds myndasögu með einni og einni mynd, heldur hafði hann fjórar eða fimm myndir saman, hverja aftur af annarir Og þar með hófust hinar raunverulegu myndasögur blaðanna. Óþekktarormarnir hans Dirks, sem stældir voru eftir Max og Moritz, lifa góðu lífi enn í dag og hafa farið um víða veröld und- ir ýmsum nöfnum. Hér eru þeir kunnastir undir nöfnunum Knold og Tot. Börn hafa mjög gaman að uppátækjum þeirra og svo er spenningurinn þegar þeim er refs- að. Uppeldisfræðingar sætta sig við að hvort vegi upp annað, hrekkjabrögð strákanna og refs- ingin, en sálfræðingar hafa ekki verið ánægðir með söguna. Það sýnir bezt vinsældir strák- anna, að Dirks var neitað um ársfrí 1912. Hann þóttist þó þurfa að fá hvíld frá þessu einhæfa starfi, svo að hann fór, hvað sem hver sagði. Þá var hann rekinn frá blaðinu. Nú sá Pulitzer sér leik á borði. Hann sat um Dirks og réði hann til sín fyrir geipi- kaup þegar er hann kom heim aftur. Og nú fluttust strákarnir yfir í „World“. Hearst var bál- vondur, en hugðist láta krók koma á móti bragði. Og fáum dögum seinna brá New York búum í brún, því að þá voru Knold og Tot í báðum blöðunum. Hearts hafði ráðið til sín nýan teiknara til þess að halda myndasögunni áfram. Nú komst allt í uppnám og málaferli. Því lauk svo, að Dirks fekk leyfi til þess að halda nöfnum strákanna, en Hearst fekk leyfi til þess að halda sögunni áfram, með því móti að breyta um nöfn á strákunum. Og síðan 1912 hafa því verið á gangi tvær myndasögur af þessum hrekkja- strákum Hér er eitt athyglisvert. Dóm- urinn í málinu var á þá leið, að teiknarinn ætti ekki rétt á mynda- sögum sínum, heldur blaðið, eða þá eitthvert félag, sem fengi þær í hendur. Verði teiknari og rit- stjóri saupsáttir svo að teiknar- inn fari frá blaðinu, á blaðið myndasögu hans og getur látið annan teiknara halda henni á- fram. Það getur því vel verið að Knold og Tot verði mörg hundr- uð ára gamlir, en teiknaðir af hinum og öðrum. Önnur blöð hófu brátt sam- keppni um myndasögur, og sköp- uðust nú ótal framhaldssögur í myndum. Sumar þeirra eru kunn- ar hér, svo sem Buster Brown og Anna litla. Svo var líka farið að koma með ýmsar dýrasögur. Merkust þeirra er sagan af Krazy Kat, sem varð fræg fyrir snilldar handbragð og efni, og hefir verið líkt við kvik- myndir Chaplins vegna frægðar sinnar. Þegar teiknarinn dó, þótti enginn hæfur til þess að koma í hans stað, svo að Krazy Kat var látinn deya líka. En í hans stað kom svo Walt Disney með hinar nafnkunnu myndasögur sínar af Mickey mús og Andrési önd. Upp af því spruttu svo síðar hinar heimskunnu teiknikvikmyndir hans. Myndasögurnar voru upphaflega ætlaðar börnum eingöngu. En svo kom að fullorðið fólk fór líka að hafa gaman að þeim. Og þá var kominn tími til að koma með myndasögur sem einnig væri við hæfi fullorðinna. Þær komu líka, og hin fyrsta þeirra var hinn nafnkunni Gyldenspjæt, sem hóf göngu sína 3. ágúst 1913, en kem- ur nú daglega í blöðum í öllum heimsálfum og með skýringum á 12 tungumálum. Hér kom alveg nýtt efni til sögunnar, sambúð 1 á i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.