Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 6
506 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Úr lífi alþýðunnar Gvendur „dobbari" aðeins þá að finna er vissu höfðu um framhaldslíf eftir dauðann (sumir voru þeir beinlínis spírit- istar), heldur var þarna líka bamslega trúað fólk (trúði víst á svipaðan hátt og ég gerði alt til átta ára aldurs), og það átti ekki von á að heyra ex cathedra að það mætti ekki trúa á guðlega for- sjón. Það hafði látið skíra og jafn- vel ferma börn sín. Og nú var þetta alt orðið að hringavitleysu. Nei, það var eitthvað bogið við þetta, þó að það stæði þarna svart á hvítu í Morgunblaðinu, komið þangað beint frá ríkisstjórninni í Moskvu. Það var satt að segja mikið bogið við það, að fara að boða hér trúna á trúleysið, en þó um fram alt við boðskapinn um eilífa útslokknun við líkamsdauð- ann. Og úr því að þessi kenni- setning „kommúnismans“ var örugglega ekki annað en fjar- stæða, gat þá ekki verið eitthvað athugavert við fleiri atriði í kenn- ingunni? Þegar einn hleðslu- steinninn fellur úr veggnum, er hætt við að um fleiri kunni að losna. Sarmleikurinn um „kommúnist- ana“ okkar mun vera sá, að þeir eru um flest rétt eins og við hin- ir. Og ekki er til neins að segja okkur að þeir séu lakara fólk en við, og ekki heldur heimskari; til þess þekkjum við of margt ágætt og ágætlega greint fólk úr þeirra hóp. En hvorki ættum við að reyna að „umvenda“ þeim né heldur þeir okkur. Síðari viðauki. Þegar ég skrifaði grein þessa höfðu Rússar að vísu hafið — en aðeins hafið — á ný atómspreng- ingar sínar, og að því örþrifaráði er lítillega vikið í greininni. Á þeim vikum sem síðan eru liðnar, hafa gerst mikil og óskapleg tíð- GUÐMUNDUR hét hann Asbjörnsson. Ekki er mér kunnugt um hvernig nafnið „dobbari" festist við hann, en imdir því nafni gekk hann oftast í umtali manna á milli. Hann var fæddur 1830, í Ketildalahreppi við Amarfjörð. Þar var hann búandi á Uppsölum I Selárdal. Var þar hjá honum á sveitaframfæri stúlka, sem eg kynntist, er hún var á efri árum. Lýsti hún honum þannig, að hann hefði verið lágur vexti, dálítið þrek- inn, lotinn í herðum og íbygginn á svip. Taldi hann sig gáfumann mik- inn. — Mun það frekar hafa verið hans eigið mat, heldur en samtíðar- manna hans. Sú sögn gekk manna á milli, að hann hefði beitt ýmsum brögðum til að ná ástum þeirrar stúlku sem hann festi hug á. Leitaði hann í vandræðum sínum til „kunnáttu- manns“ sem hann þekkti. Sá réði honum til að útvega sér bót af grá- um seglastriga og nudda með því kinnar sínar áður en hann færi á fund stúlkunnar. En hann hafði gjört þetta svo kröftuglega, að hann bar þess menjar á andlitinu meðan hann lifði. En stúlkuna fekk hann fyrir konu. Bjuggu þau saman nokkur ár, í sárri fátækt. indi, og vegna þeirra mun ég nú orða sumt í grein minni á annan veg. Þetta eru tíðindi sem vakið hafa langstærstu hatursölduna sem nokkru sinni hefir risið á þessari jörð, en nú logar um hana alla og beinist hvarvetna að einu og sama markinu: rússneskri rík- isstjórn. Ég á vitanlega engin orð er lýsi hryllingi mínum og and- stygð á þeim óheyrilegu ódæðis- verkum sem þessi ríkisstjórn hef- ir nú um skeið verið að fremja gegn öllu mannkyni og öllu lífi á jörðinni, enda mundi það engu fá um breytt þó að ég eða ein- A þeim tímum, sem hér um getur, var siður að nota tréílát — aska og trékönnur — undir spónamat. Sögukona mín, sem Helga Jónsdótt- ir hét, og var eins og fyr segir, hjá þeim hjónum á sveitarframfæri, sagði að eitt sinn hefðu matarílátin verið þvegin upp úr bæarlæknum og lát- in til þerris á baðstofuvegginn, en höfðu gisnað þar, af of mikluní þurki, svo þau láku mjólkinni sem í þau var látin til kveldverðar. Kallaði þá einhver til húsbóndans og segir: „Hvemig á að fara að þessu?“ — „Flýtið ykkur að sötra í ykkur mjólk- ursopann og fáið mér svo ílátin“, segir karl. — Fór hann svo með þau út að fjóshaug og klíndi kúamykju í rifurnar. Kvað hann það mundi duga, þar til þau þéttust aftur. Helga sagðist oft hafa verið svöng meðan hún var á Uppsölum. Vakti hún yfir túninu á vorin. Prestkonan, sem þá var í Selárdal, Ingveldur, kona séra Benedikts Þórðarsonar, var henni góð og gaf henni oft bita, ef hún var send heim á „staðinn". Samd- ist með þeim að hún prjónaði fyrir frúna „húfu“ á íleppa, sem prest- konan hafði prjónað á miðjuna, og fengi Vi part af flatköku fyrir hverja hver annar ætti orð sem glæpa- verkum hennar hæfðu. Aldrei fyr sá heimurinn slíkt djöfulæði verða að verknaði. En á íslenzk tunga nokkur orð til þess að út- mála þá grátlegu raun og niður- lægingu að vera skuli hér á landi svo afvegaleiddar mannkindur að þær líta á þessa tryllingu með samþykki og, að því er virðist, velþóknun? Eflaust ekki. Hið eina sem okkur öllum sæmir nú, er að biðja fyrstu bænarinnar sem heyrðist ofan af krosstrénu á Gol- gata. Sn. J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.