Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
519
ig stendur á þessu geislavirka ryki
eða úrfalli (fall-out) eins og það
er einnig kallað? Hér skal sleginn
varnagli. Lesandinn má ekki ætla
að þetta geislavirka ryk sé mold-
ryk, sem þyrlist upp og verði
geislavirkt við sprenginguna. Það
er annað, sem kemur til greina.
En áður en við höldum lengra,
skulum við slá fram annarri
spurningu: Hvað er geislavirkni?
í sambandi við kjamorkuna
hefur verið mikið talað um úrani-
um. Þetta er „þungt“ frumefni. í
úraníumkjarnanum eru 92 protón-
ur og 146 nevtrónur. Úraníum er
geislavirkt, þ.e.a.s. það geislar frá
sér kjarnaeindum og rafeindum.
Það má orða þetta svo, að það
sé að ,brenna út“. Þegar úraníum
er „útbrunnið“ hefur það breytzt
í radíum, en það er einnig geisla-
virkt, eins og margir vita. Það er
notað til lækninga, en það er
hættulegt, sé ekki rétt með það
farið, eins og öll geislavirk efni.
Við sprengíngu kjarnasprengju
myndast geysimikið magn af
geislavirkum efnum, þar á meðal
radíum. Reiknað hefur verið út,
að við sprengingu 20 megatonna
vetnissprengju myndist geisla-
virkni innan einnar mínútu, sem
nemur 8.2xl014 curies að geisla-
magni, en ein curie jafngildir einu
grammi af radíum. Heildar-
geislavirknin mundi jafngilda
hundrað þúsund milljón kílógr.
af radíum! Við sprenginguna
myndast fjöldinn allur af geisla-
virkum isotopum, en það eru
geislavirk afbrigði frumefnanna,
og sum frumefnin hafa fleiri en
einn isotop. Athugun leiðir í ljós,
að eftir eina klukkustúnd frá
sprengingunni hefur geislavirknin
minnkað úr 8.2xl014 niður í 6.0x
101* curies. Eftir einn sólarhring
•niður í 1.3xlOu; eftir einn mánuð
niður í 2.3x10”; eftir eitt ár í l.lx ■
10s; eftir tíu ár niður í 8x10*. —
Þetta sýnir að eftir tíu ár frá
sprengingunni er geislavirknin
8.000.000 curies. Þessi minkun
geislavirkninnar fer eftir því hve
„langlífir" isotoparnir eru, sem
myndast við sprenginguna. Vitað
er um lífsskeið allra isotopa, en
það miðast við þann tíma, sem þeir
eru að geisla frá sér helming
geislaorkunnar. Sumir tapa helm-
ing geislaorkunnar á nokkrum
mínútum, aðrir ekki fyrr en eftir
hundruð ára. Við sprenginguna
losnar einnig talsvert magn af
nevtrónum, og fari sprengingin
fram hátt í lofti, myndast geisla-
virkt kolefni, carbon-14 (C14), en
hálf ævi þess er 5600 ár. Við
sprengingu einnar megatonna
vetnissprengju losna 10 kg. af
nevtrónum, og ef nokkur hluti
þeirra gengur í samband við
köfnunarefnið (nitrogen) í loftinu,
geta myndazt 280 kg. af radio-
carbon, C14. Reiknað hefur verið
út, að í andrúmsloftinu, háloftun-
um og höfunum hafi myndazt um
80.000 kg. af C14 fyrir áhrif geim-
geisla. í andrúmsloftinu eru talin
vera um 1200 kg (1.5%). Af þessu
verður ljóst að ekki þarf ýkja
mikið til að tvöfalda magnið af
C14 í andrúmsloftinu. Það er ekki
ósennilegt að það sé þegar orðið.
Þegar C14 sameinast súrefni, oxy-
geni, loftsins, myndast geislavirkt
carbon dioxyd. Nú er það vitað
að við myndun blaðgrænu í plönt-
um (photosynthesis) taka plöntur
í sig carbon dioxyd úr loftinu, og
það jafnt hvort sem það er geisla-
virkt eða ekki. í gegnum plöntur
og grænmeti getur geislavirkt kol-
efni borizt inn í líkama manna
og dýra, en kolefni er nauðsyn-
legt í öllum lífrænum efnasam-
böndum og fyrir alla vefi líkam-
ans. Geislavirkt kolefni getur þess
vegna verið ákaflega hættulegt
komist það í hin lífrænu efna-
sambönd frumulitninganna og
kynfrumanna, en það getur haft
skaðvænleg áhrif á afkvæmið. Við
komum að þessu atriði síðar.
Við kjarnorkusprengingu þeyt-
ast hin geislavirku efni, sem eru
í loftkenndu ástandi, upp í hin
efri lög andrúmsloftsins, en það
skiptir engu máli hversu hátt þau
fara. Þau taka fljótlega að þétt-
ast, hlaða utan um sig vatni, og
falla til jarðar. Úrfallið byrjar
fljótlega eftir sprenginguna. Þau
geislavirku efni, sem berast upp
í troposferuna, falla til jarðar á
lengri tíma, og það kannski allt
í tíu ár frá því sprengingin átti
sér stað. Flest hinna geislavirku
efna, sem myndast við sprenging-
una hafa stutt „lífsskeið", og eru
útbrunnin áður en þau ná til
jarðar. Þó eru þeir isotopar nokk-
uð margir, sem tapa ekki helm-
ing geislaorku sinnar innan hálfs
árs. Skulu hér nokkrir nefndir:
Krypton — 85 ..
Rubidium — 87 ..
Strontium — 90
Ruthenium —. 106
Cesium — 137 ..
Cobalt — 60 ....
Manganese .......
. 10 ár
. ð.lxlO10 ár
. 28 ár
. um 10 mánuðl
. 33 ár
. 5 ár
. um 1 ár
Þeir isotopar eru sérstaklega
hættulegir. sem eiga langt lífs-
skeið, tíu ár ög meira, og má þar
nefna strontium - 90, cesium -137
og rubidium - 87. Þessi geisla-
virku efni komast í jarðveginn og
þaðan í ýmis matvæli manna.
Menn hafa haldið því fram, og
halda því fram enn í dag, að eng-
in hætta stafi af geislavirku úr-
falli. Halda þeir því fram, að hin
geislavirku sprengiefni dreifist um
háloftin og auki ekki að neinu
ráði hina eðlilegu geislavirkni í
náttúrunni, og að þau efni, sem
falli til jarðar, séu svo dreifð og
óveruleg, að af þeim stafi engin
i
<