Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 52T Fyrsta kona á forseta- stóll Alþing- is: Frú Ragn- hildur Helga- dóttir. i honum þar sem verið var að setja nýa vél i hann (3.) Nokkrir fjárskaðar hafa orðið I Snæfjallahreppi í N-ís. i stórviðri þar (4.) Hrafnkell Valdimarsson, bóndi að Hofi í Vopnafirði, veiktist hastarlega í göngum og varð að flytja hann í sjúkraflugvél til Akureyrar (4.) Vél Blátinds GK bilaði skammt frá Færeyum. Var hann dreginn þar til hafnar (7., 10.) 6. okt. höfðul480 bílaárekstrar orð- ið hér í Reykjavík frá áramótum á móti 1355 á sama tíma árið áður (8.) Stórtjóni var forðað með snarræði, er eldur kom upp í Niðursuðuverk- smiðjunni á ísafirði (10.) ísólfsskáli, sumarbústaður dr. Páls ísólfssonar á Stokkseyri, brann til grunna og í honum m.a. 100 ára gam- alt orgel og handrit dr. Páls (10.) Fimm ára drengur, Gísli Pétursson á ísafirði, fótbrotnaði, er hann varð fyrir skurðgröfu, sem valt af .vagni (13.) Togarinn Haukur frá Reykjavík skemmdist nokkuð af eldi skammt frá Bremerhaven í Þýzkalandi (13.) Rafmagnslaust var í nokkrum hverfum Reykjavíkur um tíma vegna bilunar í spennistöð (14.) Húsið Hvoll á Reyðarfirði skemmd- ist i eldi (14.) Eldur kom upp í hlöðu á Leifshús- um á Svalbarðsströnd. Bónda tókst að halda eldinum i skefjum þar til slökkvilið kom (14.) Nokkrar skemmdir urðu á vörum, er eldur kom upp í Byggingarvöru- verslun Tómasar Björnssonar á Akur- eyri (14.) Eldur kom upp i 2000 hesta hlööu að Þórustöðum í ölfusi og eyðilagð- ist nokkuð af heyinu (17.) Theodór Welding, ýtustjóri, lézt ai áverkum, er hann hlaut, þegar hann klemmdist á milli kranabíls og ýtu á Miklubraut (15.) Um miðjan mánuðinn höfðu 18 manns meiðst, sumir illa, í umferðar- slysum í Reykjavík og nágrenni (17.) Lá við stórslysi á Hafnarfjarðar- vegi, er bíl var ekið þar út af vegin- um (17.) Brezkur togari kemur með þrjá slasaða sjómenn til Seyðisfjarðar (18.) Ungur maður slasaðist illa, er hann stökk upp á stuðara á bíl, sem siðan var ekið af stað (18.) Jóhann Jónasson, verkstjóri hjá Út- gerðarfélagi Akureyrar, meiddist mik- ið í umferðarslysi á Akureyri (20.J Minkur lenti í rafstöð að Bæ í Mið- dölum 1 Dalasýslu svo hún stöðvaðist (21.) 11 ára telpa, Sólborg Pétursdóttir, Dvergasteini í Hafnarfirði, varð fyrir bíl og slasaðist (21.) Drepa varð hest eftir að bíll ók á hann skammt frá Akureyri (21.) Bóndinn að Skógum í Vopnafirði brenndist illa á höndum, er hann vann að því að slökkva eld, sem kom upp í geymsluskúr við bæinn (21.) Danska flutningaskipið Ansula strandaði í Hornafjarðarósi, en skemmdir urðu ekki miklar (24.) Skot úr línubyssu varð John B. Henderson, skipstjóra á brezka togar- anum Ben Lui, að bana út af Aust- fjörðum (24.) Dýpkunarskipið Björninn slitnaði upp á Siglufirði og rak á land. Þá slitnuðu tvær trillur upp og brotnaði önnur (25.) Hlaða og útihús brunnu að önd- verðarnesi í Grímsnesi (26.) Brezki togarinn Kingston Agate H 489 strandaði á Seyðisfirði, en náð- ist út aftur lítt skemmdur (27.) Eldur hefir verið í heyi í hlöðu 1 Stangarholti í Borgarhreppi 1 heila viku (27.) Bíll stórskemmist eftir að honum hafði verið ekið í gegnum þrjá húsa- garða og loks á húshorn (27.) Brezki togarinn Starella kom með alvarlega slasaðan mann til Seyðis- fjarðar (29.) Jón Gestsson, rafveitustjóri á ísa- firði, 37 ára, beið bana, er hann fékk í sig háspennustraum (31.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.