Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
523
Veröídi
in
Þótt skuggamáttur skelfi lönd og höf,
og skini Ijóss sé tíöum búin gröf.
á völlum hraöar vonarblómiö grœr,
t veldi þess, er enginn sigraö fœr.
Og þar, sem fjólu fellir kál á grund,
eru frœ, sem dafna eftir skamma stund.
Þar vaxa aftur voldug fögur blóm,
og vökukyndlar lýsa rökkurtóm.
Hilmar Jensson.
gætum hitað nóg aí vatni i eldhús-
inu. Svo lofaði eg að við skyldum
ganga vel um meðan þær væri að
heiman.
— Hvaða vitleysa, sagði ekkjan.
Við förum ekkert að heiman.
— Auðvitað gerum við það ekki,
sagði önnur stúlkan, og hver ætti að
aka yður í vagninum mínum ef eg
væri ekki heima?
Þetta reið baggamuninn.
Seinni hluta dags fór eg með menn
mína niður undir skotgrafirnar, og á
leiðinni sýndi eg þeim húsið, svo að
þeir vissu hvert þeir ætti að fara
með særða menn. I skotgröfunum til-
kynnti eg hvar menn mínir væri svo
að hægt væri að grípa til þeirra þegar
er á reyndi. Þeim var skipað í flokka
með nokkru millibili bak við víglín-
una. Með seinasta hópinn fór eg til
Walmer kastala. Það var komin rign-
ing og farið að skyggja og þoka kom
í dræsum utan af hafinu. Skyndilega
mættum við flokki hermanna ogkomu
þeir sem draugar út úr þokunni. Þeir
voru allir með byssur, en mérhnykkti
við þegar eg sá, að þeir voru ekki
í enskum sjóliðabúningum, heldur 1
gráum einkennisbúningum eins og
þýzka fótgönguliðið. Eg held að eg
hefði lagt á flótta hefði eg verið
einn. En nú stöðvaði eg menn mína
og kallaði þrumandi raust: „Stað-
næmist! Hverjir eru þar?“
Þeir staðnæmdust og eg átti von
á kúlnadrífu. En svo kom svarið: „Við
erum vinir. Sjálfboðaliðar frá Dover!“
Eg sagði þá eins rólega og eg gat:
„Komið nær vinir, svo að við getum
séð ykkur“. Og fram úr hópnum gekk
aldraður maður og sagði að þeir ætti
að verja ströndina fyrir sunnan okk-
ur. Þeir höfðu gengið heldur langt í
þokunni.
Þetta var í fyrsta skipti sem eg sá
sjálfboðaliða. Liturinn á einkennis-
búningum þeirra var ekki ósvipaður
litnum á þýzkum hermannabúningum.
Eg sagði þeim hvar þeir ætti að vera.
Þetta voru allt aldraðir menn, fyrr-
verandi kennarar og kaupmenn. Þrír
þeirra dóu af lungnabólgu, sem þeir
fengu af kuldanum um nóttina.
Það var kalt, grenjandi stormur af
hafi og sjógangur mikill. Sá Þjóð-
verji, sem hætti sér á vélbáti yfir
Ermarsund í nótt, hlaut áreiðanlega
að eiga skilið jámkrossinn, eða æðsta
heiðursmerki þeirra. Eg var í úlpu
úr úlfaldahári innan undir frakkan-
úm og þó var mér illkalt. Eg sá að
menn mínir skulfu af kulda. Eg sneri
mér að einum þeirra og spurði: „Hvað
ertu gamall?“ — „Átján ára, læknir“,
svaraði hann. — „Já, eg veit að þú
hefir sagst vera átján ára þegar þú
gafst þig fram til herþjónustu, en
hvað ertu gamall?“ — „Afsakið", sagði
hann þá, „en eg verð bráðum sextán
ára“.
Eg fór þá með þá heim að Walmer
kastala og hringdi dyrabjöllunni.
Asquith forsætisráðherra átti þá kast-
alann, en hann var ekki heima. En
húsvörðurinn leyfði góðfúslega að
menn mínir mætti vera í eldhúsinu
um nóttina. Eg skipti þeim þannig
að tveir og tveir, skyldi til skiptis
halda vörð fyrir utan. Alla nóttina
var húsvörður að færa þeim kakó
og kökur.
Eg fór heim í húsið til ekkjunnar
og fekk kvöldmat þar. Síðan ók unga
stúlkan mér í bíl sínum til þess að
vitja um hina mennina. Kolsvarta
myrkur var úti og ekki mátti kveikja
á bílljósunum. Eg ætlaði varla að
rata þangað er eg hafði skipað mönn-
um mínum að vera.
Skyndilega sást einhver myrkvi
framundan, svartari en nóttin. Stúlk-
an beygði laglega út af veginum. Um
leið þaut gríðarstór og ljóslaus flutn-
ingabíll fram hjá okkur.
„Hvað var þetta?“ spurði hún.
„Það voru 20.000 sprengikúlur frá
yfirherstjóminni", sagði eg.
„Nei, en hvað það er spennandi!“
sagði hún.
Morguninn eftir komu hermejm-
irnir til skála sinna og við sváfum
allir fyrra hluta dagsins. En þegar
leið á daginn voru mennimir aftur
reknir í skotgrafirnar og voru þar
alia næstu nótt.
Daginn þar á eftir var hringt frá
flotamálaráðuneytinu í London og
spurt hvemig á því stæði að ekki
kæmi hinar daglegu tilkynningar. Var
þá brugðið við og rituð skýrsla um
allt sem gerzt hafði og send með
hraðboða til flotamálaráðuneytisins.
Flotamálaráðuneytið símaði til yfir-
flotaforingjans. Hann hafði þá ekki
hugmynd' um þessa yfirvofandi árás,
og hringdi til hermálaráðuneytisins.
Hermálaráðuneytið vissi ekkert, en
flotamálaráðuneytið stóð á því fast-
ara en fótunum að það hlyti að vita
eitthvað um þetta.
Og tveimur klukkustundum síðar
uppgötvaði hermálaráðuneytið hvern-
ig í öllu lá. Nokkrum dögum áður
hafði það sent svofellda tilkynningu
til yfirherstjómarinnar: ,,Það eru allar
líkur til þess, að njósnarar óvinanna
reyni að komast á land milli North
Foreland og Dover. Þeir verða I
brezkum einkennisbúningum og tala
ensku".
Við afritun hafði þetta víxlast
þannig, að óvinimir væri að gera
innrás, og þess vegna hafði her-
stjórnin gert sínar fyrirskipanir —
ýtarlegar að vanda.
Til athugunar fyrir imgar konur:
Kossar endast ekkert á móts við mat-
reiðsluna.