Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 531 deya úr bólusótt og holdsveiki. Lík þeirra eru þegar borin niður að Ganges og fleygt í ána. Eg sá tvær líkfylgdir á leið minni til brennslustaðarins. Við- höfnin er ekki mikil. Bandi hafði verið brugðið um hálsinn á líkinu og öðru um fæturna og svo var það hengt á bambusstöng. Tveir ættingjar báru það svo á öxlum sér ög þuldu bænir. Eg kom á brennustaðinn á und- an þeim og stóð þar nokkra stund og horfði á reykina, sem lagði í loft upp af nokkrum bálköstum. Þá heyrði eg aftur bænasönginn í líkfylgdinni. Þeir gengu hægt niður þrepin að ánni og létu hinn framliðna fá seinasta baðið í hinu helga vatni. Skildu þeir svo líkið eftir með fætuma niðri í ánni, en tóku nú að hlaða bálköstinn. Venjulegur bálköstur, úr greinum og staurum er um fjögur fet á hæð og kostar um 5 dollara.. Þessi bálköstur var þannig. Svo var líkið lagt þar ofan á og þurrum kúaskánum hlaðið ofan á brjóstið. Ekkjan gekk þá þangað er hinn heilagi eldur var geymdur og sótti eld til að kveikja í kestinum. Ein af hinum heilögu kúm kom vaggandi niður þrepin og fór að maula sefböndin, sem bundið var utan um líkið. Konan beið meðan hún var að því. Svo stráði hún hnefafylli af mjöli á munn líksins, gekk fimm sinnum kringum bálköstinn og kveikti svo í honum rétt við hálsinn á líkinu og varð ekki séð að hún tæki það nærri sér.. Eldurinn magnaðist óðfluga og hvað eftir annað skaraði konan í hann og einhver karlmaður líka, til þess að logarnir nyti sín sem bezt. Þegar bálkösturinn var brunninn, tók konan leifar manns síns og fleygði þeim út á Ganges. Svo var hún sjálf leidd niður á árbakkann. Þar tóku menn af henni armhringa og öklahringa og fleygðu þeim í ána. Því næst fyllti konan krukku með hinu heilaga vatni úr ánni, bar krukk- una á öxl sér upp að brennu- staðnum og skvetti úr henni aftur fyrir sig yfir glæðurnar. Svo helt hún áfram, án þess að líta við, gekk upp þrepin, og mun aldrei framar koma að skoða þennan stað. • 0O0 Það var fagran morgun í Bom- bay. í glaða sólskini gekk eg frá gistihúsinu til Apollo Bunder. Fram undan er Malabarhæðin, hæsti bletturinn í borginni. Yfir henni svifu gammar, hátt á lofti. Nú var útfarartími í Þagnar- turni og það fundu gammarnir á sér og þess vegna komu þeir svíf- andi frá fjöllunum til að hremma bráðina. Eg horfði á þá um hríð, og skyndilega renndu þeir sér all- ir niður og hurfu. Þá vissi eg að líkfylgdin mundi vera þar í nánd. Eg fekk mér vagn og ók sem hrað- ast til Þagnarturnsins á Malabar- hæð. Sá siður Parsa, að bera lík út fyrir gamma, er að minnsta kosti 3000 ára gamall. Frá þeirra sjón- armiði er þetta einfaldasta og þrifalegasta ráðið til þess að losna við lík. Eldurinn er í þeirra aug- um svo heilagur, að ekki má saurga hann með því að brenna lík í honum. Jörðin er líka heilög, og þess vegna má ekki grafa lík. En hér var fundið bezta ráðið. Þarna eru fjórir slíkir turnar. Þeir eru sívalir og hér um bil 25 fet á hæð. Þeir standa þama í fögrum garði á hæðinni. Einar dyr eru aðeins á hverjum, lokað- ar með járnhurð. Eru nokkur fet upp í þær, en þrep að þeim. Þar er pallur og á honum nokkur steintrog, sem lík eru lögð í. Þessi trog eru í þremur röðum og eru tákn hinna þriggja siðaboðorða Zoroasters: „Góð verk. Góð orð. Góðar hugsanir“. Yzta röðin er fyrir karlmenn, sú næsta fyrir konur og hin þriðja fyrir börn. Enginn lifandi maður kemur nokkuru sinni inn í turnana, nema hinir hvítklæddu Nasasalars, sem veita hinum framliðnu síðustu þjónustu. Allt um kring á veggj- unum sitja gammarnir, horfa á og bíða. Líkið er látið nakið í stein- trogið — og eftir eina klukku- stund er ekkert eftir nema bein- in. Þau eru síðan látin þorna í sólskininu þar til þau eru orðin drifhvít. Þá eru þau tekin og kastað í lind, sem þar er, og þar leysast þau brátt upp. (Ripley). ^^(★>---------- ÆÖastíflur ÞVÍ hefir verið haldið fram, að það væri undir því komið hve mikið væri af „cholesterol" í blóðinu, hvort menn fengi æðakölkun eða æðastíflu. En fyrir nokkru rannsökuðu tveir kanadiskir læknar þetta, og þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu, að svo væri ekki. Þá höfðu þeir krufið 190 lík manna, sem létust af æðastíflu og æðakölkun. Og þar kom í ljós, að „cholesterol“-magnið í blóðinu virtist ekki hafa úrslitaþýðingu, því að það var geisilega mismunandi og lágt hjá öllum fjöldanum. Læknarnir sögðu að þessum athugunum loknUm, að æðastíflur og æðakölkun virtist koma jafnt fyrir hjá þeim, sem hefði lítið „cholesterol“-magn í blóðinu. v__^( ★ >>---- Leiðrétting. Misprentazt hefir í síðasta (32.) tölublaði Lesbókar, grein Snæbjarn- ar Jónssonar, efstu línu miðdálks á bls. 506: „mun ég nú“, fyrir „mundi ég nú“. r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.