Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Qupperneq 2
a JfVfTik æUIIiIí A SVIP- MVND t'YRIR réttum fimmtíu ár- um, sunnudagskvuld eitt að haustlagi, hafði Ernest Ruther- ford, prófessor í eðlisfræði við Manchester-háskóla, nýlokið við kvöldverðinn þegar hugmynd sló niðri í honum: hugmynd sem þegar hefur breytt yfirbragði veraldar- innar í pólitískum skilningi og á eftir að gera það í efnahagslegu tilliti. Af niðurstöðu einfaldrar til- raunar dró hann þá ályktun, að atómin væru ekki agnarsmáar bill- jardkúlur, heldur meir í ætt við okkar eigið sólkerfi, og hefðu að miðdepli þungan kjarna sem svaraði til sólarinnar. Það féll í hlut ungs, d a n s k s eðlisfræðings, Niels Bohrs, sem kom til Manchester árið 1913, 27 ára gamall, að taka upp þessa ómeltu og almennu getgátu og þróa úr henni kenninguna um eðli og byggingu kjarnans, sem öll nútímaeðlisfræði bygg ir á. — Á liðnu hausti heimsótti Niels Bohr Manchester ásamt syni sínum, Aage, sem einnig er kunnur eðlisfræðingur, og tilefnið var hátíða- höld vegna 50 ára afmælis hinnar merku hugmyndar, sem breytti rás Rauðhærðar Eru rauðhærðar konur ekki heið- virðar? Það álítur frú Charlotte Wohlston frá Middleton í Connecticut greinilega að sé raunin. Hún er dökkhærð. en hárgreiðslu- kona nokkur litaði hár hennar rautt af hreinum mistökum. Nú krefst hún kringum 700.000 króna í skaðabætur og gefur eftirfarandi skýringu: „Rauða hárið hefur skapað mér mikil vandræði og beinlínis skömm, því fólk lítur greinilega svo á, að ég sé laus í rásinni. Og þetta er því bagalegra sern ég er gift presti 1“ Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480. s OHR mamikynssögunnar. Hátíðina sótti heil kynslóð af ungum kjarneðlisfræðingum hvaðanæva úr heiminum. Hlutverk Bohrs í sögu atómsins er í vissum skilningi hrein tilviljun. Eftir að hann hafði lokið doktorsprófi gerði hann sér vonir um að fá starf í Cam- bridge, en það heppnaðist ekki. Hins vegar leið ekki á löngu þangað til hann var kominn til Manchester og farinn að vinna með Rutherford. Sá síðar- nefndi var mjög van trúaður á getgátur og kenningar hinnar fræðilegu eða bók- legu eðlisfræði, en Niels Bohr var af- burða knattspyrnu- maður og bróðir hans, Harald, heims- frægur á því sviði, og þetta virðist hafa vakið traust Huther- fords á hinum unga vísindamanni. Ekki leið á löngu þar til Niels Bohr var far- inn að líta á Ruther- ford sem annan föð- ur sinn. Arið 1916 var túlkun Rut herfords og Bohrs á eðli atómsins viður- kennd, og Bohr fór aftur heim til Dan- merkur, þar sem hann hélt áfram að velta fyrir sér og þróa kenninguna um atómið og varð brátt þjóðhetja Dana við hliðina á H. C. And- ersen. Án eigin vilja eða vitundar átti Niels Bohr þátt í því að kjarnorkusprengjan var framleidd. Fyrir stríð hafði hann komið fram með þá hugmynd, að kjarninn kynni að hegða sér eins og vatnsdropi. Nokkrum árum seinna sýndi Otto Frisch, sem vann hjá Bohr í Kaupmannahöfn, fram á að það væri raunverulega þetta sem gerðist, og að stór „dropi“ eins og úraníum-kjarninn mundi klofna í tvennt. Bohr fór sjálfur með þessar fréttir til Bandaríkjanna, og brátt voru rannsóknarstofnanir um allan heim famar að vinna að tilraun- um með klofningu kjarnans. Me feðan á heimsstvrjöldinni stóð kaus Niels Bohr að vera um kyrrt í heimalandi sínu. En þegar Þjóðverjar fréttu árið 1943 að móðir hans væri gyðingur, fyrirskipuðu þeir handtöku hans. Bohr komst undan til Svíþjóðar og var talinn á að fara til Englands. Þangað fór hann með Mos- quito-sprengjuflugvél og hafðist við í sprengju-geymslunni á leiðinni! Bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum reyndust Shugi hans S stjðrnmSlum og gleymska hans' oft harla erfið viður- eignar og ollu stundum hálfgerðum vandræðum. Hann krafðist þess að Rússar fengju aðgang að leyndarmál- um kjarnorkunnar, og hann var svo gleyminn að öryggisvörðum lá ósjald- an við örvæntingu. Niels Bohr er orðinn 76 ára gamall, og hann er enn hetja allra eðlisfræð- inga heimsins. En þrátt fyrir ljóma heimsfrægðar og almennrar aðdáunar er hann maður lítillátur og hlédrægur, alúðlegur í viðmóti við aðra, hefur mikl ar áhyggjur af kjörum flóttamanna og óslökkvandi áhuga á bættu hlutskipti þeirra. Hins vegar er hann harður í horn að taka og hopar hvergi þegar deilt er um eðlisfræði og stærðfræðL Trident kosfar 720 krónur á mínútu SÍÐASTA farþegaþota Breta er nú A reynzlustigi, en BEA mun bráðlega taka hana í notkun. Þetta er þriggja hreyfla þota, Trident frá de Havilland- verksmiðjunum. Hreyflunum er komið fyrir aftast á búknum, eins og á Cara- velle hinni frönsku, og virðist þróunin i flugvélasmíðinni öll í þá átt. En það er ekki tekið með sitjandi sæld- inni að smíða flugvélar. Verkinu er ekkl lokið, þegar flugvélin rennur út úr verk. smiðjunni, því fyistu 2—3 þotunum verð. ur að fljúga í 800—1,000 klst. til þess að þær öðlist viðurkenningu loftferðayíir- valda. Flugmennirnir, sem annast reynzlu- flugið, voru búnir að ,,fljúga“ Trident í 18 mánuði áður en fyrsta þotan komst á loft — þ.e.a.s. þeir æfðu sig í nákvæmri eftirlíkingu af þotunni —• á jörðu niðri. Og núna, þegar farið er að reyna Trident á flugi, hafa þeir meðferðis þrjú tonn af alls kyns mælitækjum, sem tengd eru öllum hlutum þotunnar. minnstu gallar eða missmíði eiga ekki að geta farið fram hjá flugmönnunum. Framleiðendur verða vitanlega a8 standast straum af öllum kostnaði — og það kosfcar sem svarar 720 krónum á minútu að fljúga Trident. Gunnar Gunnarsson skrifar um: FlugnahÖíÖingjann 4Í bókum þeim sem bor- izt hafa á fjöru mína síðasta áratuginn eru það einkum tvær, sem orðið hafa mér minnisstæðar: „La Chute“ eftir Camus, sem loksins er komin út á íslenzku, og önnur saga álíka fyrirferðarlítil og kynóralaus. „Lord of the Flies" eftir William Golding lætur ekki mikið yfir sér, en leyn ir á sér. Að hægt sé að segja betur sögu er mér til efs. Það er hvorki meira né minna en framtíð mann- kynsins á örlitlum hnetti í ótilkvæmu rúmi, óræðu á flesta lund og takmark- lausu, sem um er fjallað. Kétt mun að geta þess að höfundurinn gekk í brezka flotann í byrjun stríðsins, endaði skeið sitt þar sem skipstjóri, gerðist síðan skólameistari í Salisbury. - Uppistaðan í „Lord of the Flies“ er sú, að í skógar- Bók sem mér er minnisstœð þykkni á eyðieyju eða öllu heldur hólma einhvers stað ar á hitabeltissvæðinu, hef ur brezkum börnum verið varpað niður úr flugvél, sem skotið hafði verið á, er hún alelda straukst yfir trjátoppana og á haf út með áhöfninni og öðrum fullorðnum. Standa því krakkarnir einir uppi aleinir strákar á aldrin- um 6 til 12 ára, og er efni sögunnar átök þeirra við að koma á og halda uppi lögum og reglu og reyna að vekja á sér eftir- tekt skipa, er kynnu að sigla framhjá, með því að kynda eld og láta rjúka vel en sú er eina lífsvonin. Það sem fyrir Golding vakir er að sýna hve þunn sé sú skurn menn. ingar, mannúðar, vitsmuna og þegnskapar, sem umlyk- ur mannkindina um miðbik tuttugustu aldarinnar. Áhrif' af ritum sviss- neska heimspekingsins C. G. Jungs, m. a hvað snert- ir skilgreiningu hans á erfðasyndinni: blóðþorsta frummannsins, er brýzt fram í grimmdaræði þá minnst vonum varir, koma ljóslega fram. Tel ég það sízt til lýta. Að endursegja „Flugna- höfðingjann" kemur vitan- lega ekki til mála, enda Penguin-útgáfan auðfengin hverjum sem kærir sig um. Sagan er hroðaleg: glögg endurspeglun þess mann- heims, sem okkur er áskapað 1 að lifa. Álitamál mun hvort þaS rýrir ekki listgildi sögunn- ar að hún endar skaplega. Gunnar Gunnarsson. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.