Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Side 3
 Eftir Guðmund L. Fribfinnsson u M leið og ég hafði lokið upp dyrun um, skynjaði ég blámann í augum drengsins. Það var fleira fólk fyrir í biðstofunni og ég muldraði „góðan dag“ eins og gengur — fór síðan úr frakkanum og leitaði mér að snaga. Maðurinn og konan, sem sátu í horn- inu, voru undarlega mjó og minntu á göngustafi, sem höfð- ingjar reisa upp við vegg í fund- ©rherbergi til að hlýða á þá tala, Afsteypur hversdagsleikans, hugs- aði ég og kom óvart við mjóan fót stúlkunnar um leið og ég seildist til að hengja upp hatt- inn. Ég baðst afsökunar og gat ekki varizt því að sjá hreyifingu vöðvans í kálfa stúlkunnar u-m leið og ihún kippti snöggt að sér fœ-tin- um. Þótt þetta væri mjög hvers- dagslegt, nam hugur minn þó 6taðar við þessa örlitlu vöðva- hneyfingu eitt andartak eða svo. Meðan ég var að svipast um eftir sæti, hafði þó hjól huga míns snúizt svo, að ég var farinn að velta því fyrir mér, hverja þýð- ingu það hefði, ef manneskjan væri gædd þeim eiginleika að igeta séð sjálfa sig m-eð annarra eugum og skynjað annarra til- finningar nákvæmlega á sama Ihátt pg þeir. Allt í einu faunst mér, að þetta kynni að hafa mjög mikla þýðingu. Ég hafði rétt komið mér fyrir í auða stólnum í horninu annars vegar við gluggann og kippt lítið eitt í skálmarnar á buxunum mínum ofanvert við hnén, þegar sjómaðurinn birtist í dyrunum. Ég sá strax, að hann var sjó- maður. Það var yfir honum einhver frumstæður ferskleiki, og peysan hans kom í ljós óðar og hann hafði hneppt frá sér úlpunni. Hann gerði það með vinstri hendi, heldur ófimlega, og fór eér hægt. Hendur hans voru stórar, og vísifingur hægri handar var í miklum umbúðum og stóð út í loftið. Við horfð- um öll á hann, einnig þeir, er áður höfðu neglt augu sín við gólfið. Mað- urinn var ekki í jakka utanyfir peys- unni, og hann tók sér sæti á auðum stól við borðið gegnt drengnum, hélt undir hægri olnbogann, og íingurinn stóð sver og ánalegur út í loftið. Siðan gerðist ekki neitt. Drengurinn hélt áfram að skoða myndablöðin á borð- inu, og milli þess að dynur bílanna barst utan af götunni, heyrðist tístið í prjónum konunnar, sem sat í*horninu hinumegin við gluggann. Hún var að prjóna sokk — svolítið ömmuleg, og rauður hnykilpaufi veltist í tösku við fætur henni. Allir kepptust við að þegja. Dyr biðstofunnar stóðu opnar og af og til heyrist hurð falla að stöf- um einhvers staðar í stofnuninni, en hjúkrunarkona gengur fyrir dyrnar, hvít eins og rjúpa í vetrarfiðri. A ** llir stólar I biðstofunni eru nú setn- lr. Og þegar gráklædda konan með hlutlausa andlitið kom inn, var sjó- maðurinn fyrstur til að standa upp og bjóða sæti. Fyrst færði hann sig yfir að veggnum og stóð þar með veiku höndina eins og í fatla. Seinna kom hann að borðinu þeim megin sem drengurinn var og tók að gægjast í myndablöðin með honum. Drengurinn leit upp með langdegi í bláum augum, og ljósi hárlokkurinn, sem féll í mjúk- um bug niður á ennið yfir vinstri auga- brúninni færðist ofurlítið til um leið og hann hreyfði höfuðið. Síðan er enn haldið áfram að bíða og þegja. Blöðin eins og þetta hægt?“ spyr hún og lítur á konuna, sem situr við hlið henni. „Til hvers eru eiginlega læknar? Ann- ars er bara einn læknir fyrir mér. Ég leita aldrei annarra", bætir hún við og hnykkir höfði. Og konan með hlut- lausa andlitið samsinnir að þetta sé alls ekki hægt. „Mér var sagt að koma klukkan eitt og finnst þetta þó orðið Iiggja í óreglulegri hrúgu á borðinu: gamall Tími, Life, Famelie Journal, myndablöð og sitthvað fleira, sem ævinlega er á biðstofum og menn skoða yfirleitt út úr leiðindum. Hins vegar virðist drengurinn hafa sérstakt augnamið með öllu sínu grúski. Hann tekur ekki blöðin af handahófi, lítur aðeins á sum, en skoðar önnur vand- lega og leggur allt skipulega frá sér. Þannig líður tíminn, og afsteypurnar í horninu hallast hvor upp að annarri, stúlkan með höfuðið að öxl piltsins. Ef gengið er fyrir dyrnar líta allir upp, jafnvel þeir, sem annars einblína ofan í gólfið. En hvítklædda stúlkan, sem allir vænta að birtist í dyrunum til að nefna nafn einhvers og segja síðan: „Gerið þér svo vel“, hún kemur ekki. Stundum er sjúkravagni ekið eftir ganginum — dauf meðalalykt — sjúkl- ingurinn eins og gulnað lauf í fyrstu haustsnjóum og er samstundis horfinn. Loks heyrist einhver varpa öndinni mæðilega og segja um það bil í hálf- um hljóðum, að þetta sé þreytandi seta. Rétt undir eins samsinnir annar, að það sé þreytandi. „Ég skil bara ekkert í lækninum, ef hann fer ekki að koma“, heyrist loks í fullri raddhæð úr horn- inu. Allir líta upp. Manni finnst nær- því undarlegt að heyra talað x þessari stofu. Konan í horninu hættir að prjóna og lýsir því yfir, að sér hafi vei-ið sagt að mæta hér klukkan tíu í morg- un. „Bráðum fjórir tímar. Er nú annað nógu langt samt. Þér voruð sannarlega heppnar að hafa þó með yður verk- efni“. „Ég er nú bara hrædd um að hnykil- paufinn minn hrökkvi skammt, ef mað- ur á að sitja hér til eilífðarnóns", svar- ar konan í horninu og fer aftur að prjóna. •ætisvagninn hefur margsinnis numið staðar hjá ljósastaurnum hinumegin við göt allir hafa vænzt. Hún stendur í dyrum biðstofunnar hvítklædd, styður á hnapp í veggnum, og ljósið flæðir frá hvítu, kúlunni í loftinu um auða veggi þessa húss og þögul andlit fólksins, sem situr þar og bíður. Konan í hoi'ninu hættir að prjóna, lætur hendur hvíla í skauti sér og nefnir nafn ákveðins læknis —< spyr, hvort hann sé ekki enn til við- tals. „Eða er læknirinn ef til vill alls ekki í stofunni? Ég átti að mæta hér klukkan tíu í morgun og hef beðið síðan“, bætir hún við, og í röddinni er broddur af tortryggni og gremju. Jú, stúlkan fullyrðir, að læknirinn sé hér, en hann sé enn vant við látinn. „Ég skal láta lækninn vita af yður“, segir hún og er farin. Konan í horninu tekur aftur upp prjóna sina, verður enn ömmulegri en fyrr og segist hreint ekkert skilja i lækninum að segja fólki að koma mörgum klukkutímum áður en hann er tilbúinn að taka á móti. „Ó, eins og það sé ekki alla tíð svona hjá þessum læknum", segir kon- an við hlið henni og er einnig orðin umburðarlynd. „Ég held maður sé svo sem ekkert óvanur að bíða eftir lækn- um“. Rökkrið færist yfir, og bílarnir aka orðið með ljósum. í votu malbiki göt- unnar eru ljós þeirra eins og hrædd, formlaus andlit á eilífum flótta. Fólk gengur á gangstéttinni, og götuljósin varpa á það birtu sinni um stund, en eftir andartak er það komið inn í hús eða horfið fyrir húshorn, og ný Ijós skína ef til vill yfir því á annarri götu. Sjúklingi er en-n ekið eftir gangi stofnunarinnar, og tvær hjúkrunarkon- ur fylgja. Þær eru fallegar í hvítu búningunum sínum og minna á ham- ingjusaman draum, þegar þær líta rétt snöggvast við um leið og þær svífa fyrir dyrnar. Um leið og drengurinn lagði frá sér myndablöðin og tók úr barmi sér kross- gátuna slöngvaði hann fram þessari spurningu eins og af tilviljun og án þess að beina máli sínu til nokkux-s sér- staks: „Og ef læknirinn væri svo einnig að bíða‘. Hann hló lágt og hélt áfram eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Ef hann væri nú að bíða eftir því að sjúklingarnir séu tilbúnir að taka við lækningunni“. Svona barnaskap svaraði auðvitað enginn. Konan með hlutlausa andlitið saug upp í nefið, en afsteypurnar og konan í horninu litu með hluttekning- arsvip á drenginn. Kannski vantaði hann ekkert utan skeggið og húfuna til að vera jólasveinn í augum okkar allra. * íminn líður, og sokkurinn, sem kon- an í horninu prjónar lengist hægt og hægt. Loks hlykkjast hann í kjöltu hennar eins og rauð slanga. Framh. á bls. 15. una. Það heyrðist ískur í hemlum h-ans og síðan lágt surg, þegar hjólin dragast rétt snöggv ast við malbikið. fólk stígur út, en annað kemur í þess stað og tekur sér sæti eða stendur bara, þegar allt er orðið fullt, og held ur sér í málmpíp- urnax í lofti vagns ins. Brátt tekur litilshátt-ar a ð bregða birtu, og götuljósin, sem sýndust hlutlaus í dagsbirtunni eins og gleymd tungl, taka nú smám sam an að skýrast. Loks kemur stúlkan, sem Bandaríkin: Grafskriftir Eftir Ezra Pound Ftr í Fú í elskaði háfleyg ský og hæðir, æ, hann dó úr drykkju. Lí PÓ Lí Pó dó líka drukkinn. Hann reyndi að faðma tunglið í Gula fljótinu. Sig. A. Magnússon þýddi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.