Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Side 4
r
M
TARGUR listamaðurinn —
og raunar fleiri — hefui
kvartað sáran yfir því, að það
sé jafn erfitt að hitta á Ragnar
í Smára og komast undir regn-
hogann — þó hafa nokkrir hitt
á óskastund.
ÍSLENZK
HEIMILI
IIJA FORUSVEIiil
LISTARINNAR
Mbl. gekk illa að hafa uppi á þessum
förusveini listarinnar. Hann hefur ekk-
ert skrásett símanúmer, þ. e. a. s. í
símaskrá. Bókaútgéfa hans, Helgafell,
hefur að vísu númer í skránni, en kurteis
rödd svarar ævinlega því sama:
Hann er ekki
við. Er von á hon- ___________________
um? Það er ómögu
legt að segja.
Hvaða leyninúm-
er hefur hann?
Það segist ekki; þá
væri það ekki
leyninúmer.
Það er að vísu
hægt að biðja
röddina að taka
skilaboð, en það
má alveg eins
henda flösku-
skeyti fyrir borð
á skipi einhvers
staðar úti á Atl-
antshafi og vona
að það berist ein-
hvern tíma að
ströndum hans.
Ekki þýðir heldur
að auglýsa eftir
honum í útvarpi,
því hann hlustar
ekki á það.
Þó er hægt að
komast að því —
með lagni — hvar
hann á heima. En
er hann þá nokk-
urn tíma heima?
Já, alltaf. Nema
þegar hann er á
tónleikum, mál-
verkasýningum,
leiksýningum, á
skrifstofunni, í
jeppanum, o. s.
frv.
Það hlýtur sam-
kvæmt ofan-
skráðu að teljast
til meiri háttar
tíðinda, að hann
skuli sjálfur koma
til dyra, þegar
Mbl. hringir bjöll-
unni á Reynimel
49 eitt kvöld á
öndverðum Mör-
sug.
Erindið? Sjá og
sýna hvernig hann
býr. Það er ósköp
sinfalt: 100 ferm.
Ibúð á annari hæð,
3 herbergi og eld-
hús Og smákomp-
ur uppi á lofti Sys.turnar Erna 0g Auður og mynd eftir Kjarval. Ljósm. S.Þ.
tyrir krdKKðnci 3ö
hringa sig í Og
lesa undir skólann — og þriðjung af ár-
inu austur við Álftavatn.
En er það svona einfalt; segja tölur Og
nafnorð nokkuð um tilfinningu manns-
ins fyrir heimili? Ragnari virðist líða
vel með fjölskyldu sinni innan þessara
veygja; ókunnugur fær það á tilfinning-
una, þar sem hann situr og sötrar kaffi
og spjallar um heima og geima, einkum
heima, því Ragnar stendur föstum fót-
um á þessu plani — eða plönum.
Hann býr nákvæmiega eins og hann
Fjölskyldan: Björg, Ragnar, Auður, Erna og Jón Óttar
vill búa: enginn íburður, látlaus hús-
búnaður, en smekklegur. Allir veggir,
dyrafaldar og hurðir málaðar beingrá-
um lit, til þess að málverkin njóti sín.
Þetta er að dómi Ragnars nauðsynlegt
til að skapa heimili (fyrir utan
konu og börn): málverk, því þau stækka
jbúðina, nema burt veggina; nógar
bækur til að lesa, því þær stækka hug-
ann; og hljómlist og aftur bljómlist, því
hún eykur tilfinninguna — og allt. Ann-
ars er ekkert gaman að lifa.
Þegar hann gaf
öll málverkin fyrir
nokkru — stærsta
safn í einkaeign —
tæmdist íbúðin
nærri því, en síðan
hefur þeim fjölg-
að aftur, því þau sækja til manna, sem
þykir vænt um þau — svo vænt um
þau, að þeir geta gefið þau öðrum.
Sum þessara nýju málverka hefur
hann keypt, önnur eru fengin að láni
— sum hafa listamennirnir gefið honum.
Þau eru a. m. k. 15 í stofunum: eftir
Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím, Þor-
vald, Scheving, Engilberts, Jóhann
Briem, Kristján Davíðsson, Svavar.
Þegor hann átti sem mest skipti hann
um vor og haust, en nú gerist þess varla
þörf um sinn.
Eitt þessara málverka gæti hann
aldrei hugsað sér að iáta: Brim, ein-
hvers staðar á mörkum Stokkseyrar og
Eyrarbakka (mörkum Ragnars og Páls)
sem Jón Stefánsson var yfir tvo ára-
tug-i að mála. Þetta eru allt frummynd-
ir, en hann getur vel hugsað sér að
hafa eftirprentanir, en þær verða þá að
vera í stórum og djúpum römmum; þá
njóta þær sín bezt.
Þarna eru einnig höggmyndir eftir
Sigurjón og Ásmund. Bækurnar eru i
skápum uppi á lofti, flestar. Hann situr
oft og les og hlustar á tónlist. Það fer
vel saman að hans dómi, þótt einhverj-
um muni ef til vill finnast það draga
hvað frá öðru; truflandi.
Hann getur engan dag lifað án þess
að hlusta á tónlist. Einhvern hluta dags
ekur hann heim í jeppanum, kemur sér
vel fyrir og setur fóninn af stað, gleym-
ir önnum dagsins og auglýsingum — og
hlustar á eilífðina í hljómum. Það er
eins konar bænastund, þótt fónninn sé
hátt stilltur, mjög hátt.
Þarna er líka góður flygill, sem son-
ur hans , Jón Óttar, leikur á. Það er
ennþá betra, því þótt fónninn sé góð-
ur, skilar hann ekki öllu. Það er álíka
munur og á dagsljósi og rafmagnsljósi.
Dætur hans, Erna og Auður, spila
á fiðlu og klarínett. Systkinin eru í
meimtaskóla, þriðja, fimmta og sjötta
bekk — og mynda þai tríó. Næsta sum-
ar ætla þau að ferðast saman um land-
ið í jeppa með svefnvagni og — ekki
sp'la — heldur selja Helgafellsbækur.
Þau hlakka mjóg til þeirra stunda.
Þeim kippir greinilega í kynið.
Erna trúlofaðist nýlega, en ætlar ann-
ars að verða innanhússarkitekt. Hun
segist gjarnan vilja hafa sitt heimili
líkt þessu. Nema ekki svona mörg mnl-
verk. Þó er þetta hátíð hjá því sem var
einu sinni. Þá voru þau hvorki meira
né minna en hundrað á veggjunum.
Síðan hefur hún hálfgert ofnæmi fyrir
málverkum. Það þurfti sérfræðing
(Ragnar) til að koma þeim öllum fynr.
Eivt hlýtur að vekja athygli gesta fyrr
eða síðar: það er ekkert útvarp í
íbúðinni — og verður ekki meðan Ragn-
ar er husbóndi á sínu heimili. Útvarpið
er nefnilega að eyðileggja heiminn —
og sjónvarpið iýkur áreiðanlega við
það. Það gengur næst kjarnorkusprengj-
unni að eyðileggingarmætti.
Kona hans, Björg Ellingsen, er ekki
á sama máli, þótt þau séu búin að vera
gift í 24 ár (eða kannski vegna þess),
en hún getur bara haft saumaklúbb
í staðinn, prjónað eða lagt kabal. Ann-
ars er Ragnar fynrmyndar eiginmað-
ur að hennar dómi.
Svo er það sumarbústaðurinn við
Álftavatn; umkringdur 200 tegundum
af runnum og trjám, sem Ragnar hefur
ræktað með eigin höndum (gekk í
garðyrkjuskóla hjá Kristmanni). Hann
biður fjölskyldunnar og sumarsins — og
gesta, því Ragnar vill líf í kringum
sig, þótt hann vilji ekki stórt um sig;
annars væri hann búinn að byggja villu.
Það er eins með heimili og hljómleika-
sali og leikhús: nógu lítið, svo allt verði
náið og nervurnar komist til skila;
taugasamband.
En þangað til vOrar verður fjölskyld-
an að láta sér nægja að horfa á lit-
myndirnar, sem Ragnar hefur tekið af
sumarlandinu. Myndataka er eitt af
mörgum áhugaefnum hans.
Nú er kominn tími til að hypja sig;
hjónin ætla á tónleika í Háskólabíói.
Það væri syhd að hafa þá af þeim,
Auður, yngri dóttirin (of falleg til að
vera ólofuð lengi) ekur þeim í jeppan-
um, en Erna bíður eftir bréfi frá unn-
ustanum, sem er við nám í Englandi.
Jón Óttar æfir sig á flygilinn. — i.e.s.
„Ég safna kosningaloforðum — og
efndum þeirra“.
Þannig komst John F. Kennedy eitt
sinn að orði í kosningaræðu, og átti
við. að nú skyldi bundinn endi á allt
bruðl í Hvíta húsinu og öllu óþarfa-
liði sagt upp. Yrði hann valinn, mundi
hann svo sannarlega láta hendur
standa fram úr ermum í þessum efn-
Jæja, ekki verður því neitað að
hann hafi efnt þetta loforð sitt. Á
tímum Eiseinhowers voru starfsmenn
í Hvíta húsinu 416 talsins, en nú eru
/ þeir aðeins 412 i
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS