Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Side 6
ARNIÖLA: GOMUL NIÍSIREYKJAVIK
BJARNI riddari Sivertsen átti aldrei heima í
Reykjavík, en hann kom þó nokkuð við sögu
bæjarins, því að hann rak verzlun hér, og keypti hús og
seldi
Árið 1797 fékk hann útmælda lóð .,á milli lóða þeirra
Isachsens og Jacobæusar“. (Isachsen var þar sem seinna
var Zimsensbúð, en Jacobæus þar sem seinna var Ný-
höfn). Á þessari lóð reisti Bjarni þá tvö hús. Var annað
þeirra einlyft og fremur lágt hús, er sneri frá vestri til
austurs, en hitt var geymsluhús vestan við það og sneri
út og suður; það hús keypti Thomsen seinna, og þar
sem það stóð reis norðurendinn á hinu mikla húsi hans
við Lækjartorg.
Eystra húsið var verzlunar- kS
hús og íbúðarhús. Voru
útidyr á miðri norðurhlið og var
verzlunin í öðrum enda en íbúð
verzlunarstjóra í hinum endanum.
Var það jafnan nefnt Sivertsens-
hús fram að seinustu aldamótum. Það
stendur þarna enn, að vísu mikið breytt,
og er elzti hluti þess nú orðinn 165 ára
gamall. Eftir að Thomsenshús (Hekla)
var rifið er það nú orðið einangrað úti
á Lækjartorgi, og getur þess ekki ver-
ið langt að bíða að það verði að hverfa.
Það eru því seinustu forvöð að segja
ágrip af sögu þess, meðan menn hafa
það enn fyrir augum.
í þessu húsi verzlaði Bjarni riddari
run nokkur ár. Hann átti heima í Hafn-
arfirði og hafði því verzlunarstjóra hér,
fyrst Sigurð Guðlaugsson er síðar var
settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu,
þá Filippus Gunnarsson, bróðurson
konu sinnar, þá Símon Hansen frá
Básendum. En það varð brátt of
þröngt um verzlunina í þessum húsa-
kynnum. Árið 1810 keypti Bjarni svo
hús og lóð Isachsens og lét reisa á
henni nýtt hús norðan götunnar, þar
sem nú er Járnvörudeildin, og verzl-
aði þar síðan. Upp frá því var Sivert-
senshúsið haft til íbúðar. Árið 1819
tók Sigurður sonur Bjarna við verzl-
uninni. Hann var ekki jafnoki föður
síns og fór verzluninni fremur hnign-
andi smátt og smátt. Og árið 1848
seldi Sigurður verzlunina og Isach-
senslóðina. Kaupandinn var C. Fr.
Siemsen. En Sigurður hélt ílbúðarhús-
inu og bjó þar til æviloka (1866)
ásamt konu sinni, Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, systur Helga biskups.
Fjórir voru synir þeirra:
IBjarni, sem talinn var mikill
gáfumaður og mesta mannsefni.
Hann andaðist úr berklum 1844 og
var þá nýbyrjaður á embættisprófi í
klassiskri málfræði. Varð hann mörg-
um harmdauði. — Á árunum 1829—32
var Lárus Sigurðsson, vinur þeirra
Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar
Sæimundi9S0’nar heimiliskennari hjá Sig-
urði Sivertsen og kenndi tveimur
elztu drengjunum undir skóla. Lárus
dó úr berklaveiki 1832 og er ekki
ósennilegt að Bjarni hafi smitazt af
honum.
2Guðmundur Theodór. Hann gekk
í Bessastaðaskóla og var langt
kominn með nám 1835, er Gaimard
ferðaðist hér. Varð það þá úr, að
hann fór með Gaimard til Frakklands
og kostaði franska stjórnin hann til
náms í Metz. Var svo látið heita að
þetta væri gert í viðurkenningarskyni
vegna þess hvað íslendingum hefði
farizt vel við franska sjómenn. Guð-
mundur nam læknisfræði og varð síð-
ar major í læknaliði Afríkuhers
Frakka. En ekki varð honum þetta til
gæfu. Hann fleygði sér út um glugga
á húsi í Neapel á Ítalíu og beið af
því bana, en ekki eru heimildir um
hvaða ár það hefir verið.
3Pétur bóndi í Höfn, faðir Sig-
urðar P. Sivertsens prófessors.
4Hans Anton verzlunarstjóri og
bæjarfulltrúi. Hann gerðist fyrst
verzlunarmaður hjá Knudtzon í Hafn-
arfirði, en Knudtzon hafði þá keypt
verzlun afa hans þar. Þar kvæntist
hann tvítugur Caroline dóttur Linnets
gamla og var hún þá 18 ára. Til
Reykjavíkur fluttust þau svo 1866 og
gérðist Hans þá verzlunarstjóri Knudt-
zons hér, og bjuggu þau í verzlunar-
húsi hans þar sem nú er Edinborg.
Komst Hans brátt í mikið álit hér og
var kosintn í bæjarstjórn 1867 og for-
seti hennar þegar Jón Guðmundsson
hætti. En Hans lézt 1872, aðeins
fimmtugur að aldri. Þau hjónin áttu
tvær dætur. Hin eldri var Regina (f.
1847), er varð fyrri kona séra Benedikts
Kristjánssonar á Grenjaðarstað; sonur
þeirra er Bjarni fyrrum kaupmaður og
póstafgreiðslumaður á Húsavík, er
dvelst nú í Reykjavík í hárri elli.
Hin dóttir Caroline og Hans Antons
var Rannveig, sem giftist fyrst Georg
Thordal, en skildi við hann og varð
síðan þriðja kona Þorsteins Egilsson-
ar kaupmanns í Hafnarfirði.
Nú er að geta þess, að presta-
skólinn var stofnaður með kon-
ungsbréfi 21. maí 1847 og tók til
starfa þá um haustið. Fékik skólinn
inni í Latínuskólanum — eina kennslu-
stofu og svefnherbergi fyrir 10 nem-
endur. En brátt þótti honum þar of-
aukið og var honum bolað burtu
þ'aðan haustið 1851. Fékk hann þá
inni í Sivertsenshúsi, en þau hjónin
héldju samt áfram að búa þar. Þarna
var svo skólinn um 20 ára skeið og
þóttu húsakynni mjög þröng. Seinast
neituðu guðfræðingar algjörlega að
sækja tíma þar. Þetta var 1872 og var
skólinn þá fluttur í stiftamtmanns-
húsið í Austurstræti (Haraldarbúð), en
það losnaði vegna þess að þá var
nýja hegningarhúsið komið, og þangað
var flutt bæarþingstofa, landsyfirréttur
og svarthoiið, sem allt hafði verið í
stiftamtmannshúsi. Síðan var presta-
skólinn á þessum stað fram til 1911,
er háskólinn var stofnaður.
au Sigurður Sivertsen og Guðrún
kona hans voru jafnan talin
meðal merkustu hjóna hér í bæ með-
an vel gekk. En seinni hluta ævinn-
ar áttu þau við þröng kjör að búa.
Tók frú Guðrún sér þá fyrir hendur
að steypa kerti og selja og vann þann-
ig fyrir þeim. Þetta er ofurlítið dæmi
upi, að þá var öldin önnur en nú er.
Þá var ekki kostur betri ljósa en
kertaljósa, og þau voru notuð ein-
göngu í íbúðarhúsum og verzlunar-
húsum kaupmanna. Steinolíulampar
fóru ekki að flytjast hingað að neinu
ráði fyrr en um 1870. Þess vegna var
brennt miklu af kertum, og þess
vegna gat maddaman í Sivertsenshúsi
unnið fyrir sér og bónda sínum með
því að steypa kerti og selja.
Sigurður kaupmaður andaðist 1866
og síðan bjó Guðrún í húsinu þar til
hún andaðist 1871. Næsta ár eru þar
svo leigjendur, og það ár andaðist
Hans Anton verzlunarstjóri. Árið eftir
fluttist svo Caroline ekkja hans í
Sivertsenshús og lét stækka það, setja
nýa hæð Qfan á það. Hafði húsið þá
fengið þann svip, er það hefir enn í
dag. Þarna bjó svo Caroline til dán-
ardags 1898 og lifði á því að selja
fæði og hafa leigjendur. Meðal leigj-
enda hjá henni má nefna Indriða Ein-
arsson rithöfund, Eggert Gunnarsson
kaupmann, Steingrím Johnsen cand.
theol., Axel V. Tulinius síðar sýslu-
mann og ýmsa stúdenta. Rannveig
dóttir hennar fluttist með henni í
húsið og giftist Thordal 1876 og áttu
þau þar heima fram til 1889 að þau
skildu, og Rannveig síðan til alda-
móta. En aldamótaárið fluttist Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri i húsið.
Fram til 1886 hélzt sú tölusetning
á húsum í Hafnarstræti er upphaflega
hafði verið gerð, og var Sivertsens-
hús þá nr. 2 við þá götu. En á þessu
ári skiptir svo um í kirkjubókinni, að
tölusetningu er sleppt og húsin öll
kennd við menn, og byrjað að telja
þau að vestan. Heita þau þá þessum
nöfnum: Brydeshús, Steingrímshús,
Þorlákshús, Knudtzonshús, Hotel Alex-
andra, Jónshús, Sivertsenshús, Thom-
senshús og Zimsenshús.
Árið eftir (1887) eru svo komin ný
númer á húsin (talið að vestan) og
þá er Sivertsenshús orðið nr. 22, eins
og það er enn.
Eftir aldamótin var neðri hæð
hússins breytt í búð og hóf
Smjörhúsið Irma þar verzlun. Eftir
það breytti húsið um nafn. Var nú
hætt að kalla það Sivertsenshús, en í
þess stað kallað Smjörhúsið og helzt
það nafn við meðan sú verzlun var
þar, og þó nokkuð lengur í daglegu
tali. Seinustu árin hafa verið þarna
verzlanir niðri og skrifstofur á efri
hæð. Lágreistar byggingar hafa verið
gerðar smám saman á lóðamörkum
sunnan við húsið og var þar fyrst
bifreiðastöð, Aðalstöðin, og síðan verzl-
anir. En þessi hús fengust aðeins reist
mieð því skilyrði að þau skyldu rifin
og flutt burt með 3 mánaða fyrirvara,
hvenær sem bærinn krefðist þess.
Og nú mun komið að því að þessar
byggingar hverfi og eins gamla Sivert-
senshúsið, eins og áður er sagt.
Á. Ó.
undarins Charles Dickens, annað hvort
á frummálinu eða í rússneskum þýð-
ingum, þó fæstir þeirra viti sennilega
að haldið var upp á 150 ára afmæli
hans fyrir skömmu. Strax í gagnfræða-
skólum eru nemendur hvattir til að
lesa bækur hans á rússnesku, og stúd-
entar sem sérmennta sig í enskri tungu
eru látnir lesa verk hans í heild, sem
er ekkert smáræði ,og líta á liann sem
einn helzta höfund enskrar tungu.
Rússar líta einnig á Dickens sem eitt
mesta leikskáld Breta, og kemur það
samlöndum hans óneitanlega skrýtilega
fyrir sjónir. Það er ýmsum ráðgáta,
hvers vegna Dickens nýtur svo mikill-
ar hylli í Sovétríkjunum, því hann er
ekki sérlega vinsæll í Vestur-Evrópu,
enda að ýmsu leyti sérkennilega „brezk
ur“ höfundur.
Sennilega mundu margir Rússar verða
hissa, ef þeir vissu að Dickens fæddist
fyrir 150 árum, því þeir hafa vanizt
þeirri vitneskju, að lýsingar hans eigi
við England síðustu áratuga. Frá sjón-
armiði valdhafanna í Sovétríkjunum er
hann kjörinn „gagnrýnandi“ auðvalds-
skipulagsins í Evrópu og þess vegna
þarfur „uppfræðari“ sovézkrar alþýðu.
Þó mundi þetta eitt ekki nægja til
að skýra vinsældir Dickens í Sovét-
ríkjunum. Rússar setja hann í samband
við sína eigin bókmenntahefð og líta
á hann sem stallbróður Maxims Gorkis,
sem lýsti ójöfnuði og grimmd þjóðfé-
lagsins af hreinskilni og ríkri kímni-
gáfu. Auk þess eru persónurnar í sög-
um Dickens furðulega líkar hinum hefð
bundnu persónum rússneskra bók-
mennta, eins og við þekkjum þær t.d.
úr smásögum Tsékovs og skáldsögum
Gorkis. Það sem okkur finnst væmið og
afkáralegt í bókum hans er fullkom-
lega eðlilegt í augum rússneskra les-
enda. ____________________
Félogi
Dickens
NÆR allir menntaðir Russar hafa
lesið skáldsögur brezka rithöf-
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS