Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Side 7
ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS FIMMTIU ÁRA
Iþróttasamband íslands á
50 ára afmæli um þess-
ar mundir. Þúsundir æsku
manna hafa á liðnum ára-
tugum æft íþróttir undir
merkjum sambandsins. ÍSÍ
hefur stefnt að því á
margvíslegan hátt að efla
táp og fjör æskufólksins
í landinu. Það er löng og
merk saga, sem eigi verð-
ur sögð hér. Við vildum
þó minnast þessara tíma-
móta og gengum því á
fund nokkurra manna, sem
fyrr og síðar hafa komið
við sögu sambandsins.
íþróttir gefa gullið tækifæri
FYRST fórum við á fund for-
seta f. S. í., Benedikts G.
Waage. Hann er löngu þjóð-
kunnur fyrir störf sín í þágu
íþrótta. Hefur hann setið leng-
ur í stjórn I. S. I. en nokkur
annar og er enn fullur eldmóðs
©g áhuga á málefnum íþrótta-
tnanna.
Bóklestur
og félagslíf
ÍT» E IR eru fáir, sem ekki
hafa nokkurt yndi af lestri
góðra bóka, ef þeir ná að
kynnast þeim að nokkru
ráði. En þau kynni má auð-
vitað öðlast eftir ýmsum
leiðum. Sumir vilja helzt
kúra í sínuhorni ogima sér
bezt út af fyrir sig. Aðrir
eru s^o félagslyndir, að
þeim fellur bezt að deila
allri skemmtun og ánægju
með öðrum. I»að er ekki
hvað sízt unga fólkið, sem
kýs að halda hópinn. Af
þeim sökum hafa sprottið
upp á seinni árum alls kon-
ar klúbbar, þar sem æsku-
fólk kemur saman til að
njóta ánægjulegrar samveru
og iðka ýmiss konar tóm-
stundagaman. Ritklúbbur-
inn, sem nú er í uppsigl-
ingu, verður vonandi at-
hvarf þeirra, sem áhuga
liafa á ritlist og lestri bóka
og blaða. I>eir unglingar,
piltar og stúlkur, sem á-
huga hafa á bókmenntum,
geta þá komið saman við
og við, lesið upp úr bókum
og blöðum — eða jafnvel
j eigin verkum, og rætt síð-
an um þau sín á milli.
Við íslendingar eigumnú
jlæsilegri fylkingu skálda
»g rithöfunda en nokkru
sinni fyrr. Allir voru þeir
heiðursmenn einu sinni á
æskuskeiði. Eftir því ætti
að vera áhættulaust að slá
því föstu, að meðal þeirra,
sem cnn eru á unga aldri,
leynist einnig einstaklingar,
sem ekki muni láta sitt eft-
ir liggja á þeim sviðum, þeg
ar að þeim kemur. Væri
þeim ekki hollt og gagnlegt
að hcfja skeið sitt í hópi
fafnaldra, kynnast sjónar-
miðum þeirra og læra hver
af öðrum?
í þessum þætti verður
framvegis rætt um allt, sem
við kemur bókum, blöðum
og ritlist almennt, jafn-
framt því sem reynt verð-
ur aö hafa sem nánast sam-
starf við áhugasamt æsku-
fólk. — Erlcndur Jónsson.
„Þegar f. S. í. var stofnað hér
i höfuðstaðnum 28. jan. 1912
var töluverður áhugi á íþrótt-
um. þótt félög-
in væru fá. Að
stæður allar
voru þá miklu
verri en nú.
Mestur áhugi
var þá á
glímu, sundi og
knattspyrnu.
Hver eru sterkustu áhrifin,
sem þú telur, að f. S. í. hafi
haft á þroska æskufólksins
þessi 50 ár?
„Að sameina æskufólkið í
landinu til íþróttaiðkana undir
merkjum í. S. í. Að kenna því
íþróttir og leikreglur hinna
ýmsu íþróttagreina. Jafnframt
hefur verið reynt að brýna fyrir
æskunni nauðsyn bindindis og
hófsemi í öllum greinum, dreng
skap og prúðmennsku í leik og
starfi. Loks að mennta æsku-
fólkið og manna í félagslegu
starfi, svo að bað yrði sem hæf-
ast til að taka við og efla þessi
menningarstörf".
Hver eru brýnustu framtíðar-
verkefnin og þín eigin afmælis-
ósk á þessum tímamótum 1
Ávallt verður það meginverk-
efni að brýna fyrir æskunni
uppeldisgildi íþróttanna fyrir
einstaklinginn og þjóðarheild-
ina. Æskan á að velja sér fögur,
góð og gagnleg tómstundaverk-
efni og íþróttirnar gefa þar ein-
mitt gullin tækifæri.
Við þökkum forsetanum skýr
svör og næst liggur leið okkar í
Arnarhvál, þar sem ýmsar
stjórnardeildir hafa aðsetur
sitt. Hér tökum við tali
Brynjólf Ingólfsson, ráðuneytis-
stjóra. Hann var um skeið í röð
beztu millivegahlaupara okkar
og síðar forustumaður í sam-
tökum frjálsíþróltamanna.
„Begðu okkur. Brynjóifur,
hvar og hvernig hófst iþrótta-
ferill þinn“?
„Ég ólst upp á Seyðisfirði og
þar var mikið um knattspyrnu.
Ég man t.d. keppni Seyðfirð-
inga við sjóliða danska herskips
<$■%
tottnar
JLESBÓK æskimnar er ætl-^
að það megin hlutverk aði
vera vettvangur æskulýðs-
málefna. Sr. BRAGI FRIÐ-
RSKSSON sér um síð-
una fyrir Lesbók. Mun hann
gera það í náinni samvinnu
við æskuna sjálfa. Við liöf-(
usii bví ákveðið að stofna
RITKLÚBB
ÆSKUFÓLKS
Æskufólk á aldrinum 14
—25 ára getur tekið þátt í
störfum klúbbsins. Stofn-
fundur verður haldinn í
Tómstundaheimili Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur,
Bræðraborgarstíg 9 (5. h.),
suunud. 18. febr. 1962, kl. 4
e. h. Væntanlegir félagar
utan Reykjavíkur sendi
nöfn sín, aldur og heimilis-
föng merkt: „Lesbók æsk-
unnar“, Morgunblaðið,
Reykjavík. Svo skal og
merkja spurningar og ann-
að efni sent til okkar. Við
væntum góðs og mikils
árangurs af starfi þessa
klúbbs og hvetjum því allt ’
æskufólk, sem áhuga liefur
á þessum málefnum að fjöl-
menna á stofnfundinn eða
senda nöfn sín til okkar.
ins Niels Juel 1926, þótt ég væri
þá aðeins sex ára gamall. Það
var mikill viðburður.
Árið 1940 voru valdir nokkr-
ir Menntaskólapiltar á Akur-
eyri til að skipa lið Akureyr-
inga gegn Siglfirðingum í bæja
keppni. Komst ég í liðið. Við
stóðum okkur eftir atvikum vel,
tókst að sigra í tveim greinum.
Ég held, að þessi fyrsta
keppni min sé mér minnistæð-
ust allra á iþróttaferli mínum.
Ég á íþróttunum mikið að
að þakka. í hópi íþrótta-
manna eignaðist ég marga
beztu og tryggustu vini mína og
smaverustundirnar gleymast
ekki. í keppni í frjálsum íþrótt-
um venst maður á að treysta á
sjálfan sig. Klukkan og mál-
bandið eru harðir dómarar,
sem leyfa enga sjálfsblekkingu.
En það er hryggðarefni, þeg-
ar efnilegir íþróttamenn hverfa
frá lífsstarfi sínu og. slást í hóp
þeirra manna, sem hugsa um
það eitt“ „að éta, sofa, æfa og
keppa“, svo að notuð séu orð
Sókratesar."
Við kveðjum Brynjólf í vissu
þess, að orð þessara tveggja
reyndu og áhugasömu leiðtoga
muni vekja athygli ungra
íþróttamanna. En við viljum
líka hitta hina ungu og virku
íþróttamenn. Og þar er vandi
að velja. Tilviljunin fær því að
ráða. Uppi í Gufunesi vinnur
einn okkar snjöllustu körfu-
knattleiksmanna, Birgir Örn
Birgis. Við náðum fundi hans
og spyrjum:
„Og telur þú, að íþróttaiðk-
un þín hafi orðið þér að varan-
legu gagni“? „Já, hiklaust.
íþróttirnar hafa orðið mér vörn
gegn ýmsu því miður holla, sem
ég ella hefði ef til vill látið eftir
mér. Þær hafa gefið mér betri
heilsu og hraustari líkama, góða
vini og fjölmargar ánægjustund
ir í þeirra hópi“.
í Vesturbænum slitu margir
sínum fyrstu knattspyrnu- eða
hlaupaskóm. Og enn er þar ið-
andi líf fjörugra drengja og
tápmikilla telpna eins og svo
víða um landið, þar sem neist-
inn frá 1912 hefur orðið að
á'hugaeldi um iðkun íþrótta.
Brynjólfur Ingólfsson sigrar
i 800 m hl. 1946.
Á helgri stund ^
MEÐ hverju getur ungur maöur haldiö vegi sínum
hreinum?
Meö því aö gefa gaum aö oröi þinu.
Ég leita þín af öllu hjarta,
lát mig eigi villast frá boöum þinum.
Ég geymi orö þín i hjarta mínu,
til þess aö ég skuli eTcki syndga gegn þér.
Lofaöur sért þú ,Drottinn,
kenn mér lög þín.
Meö vörum þínum tel ég upp öll ákvœöi munns þíns.
Yfir vegi vitnisburöa þinna gleöst ég
eins og yfir alls konar auöi.
FyrirmœU þin vil ég íhuga og skoöa vegi þína.
Ég leita unaös t lögum þínum.
Gleymi eigi oröi þinu.“ — (Sálm. 119:9—16).
Æskumaður, gleymdu ekki helgum stundum £ lífi þínu. Það
er reynsla þúsunda meðal æskufólks, að þvi aðeins geti hinir
ungu haldið vegi sínum hreinum, að þeir gefi gaum að orði
Guðs og leiti Hans af öllu hjarta. Þær stundir verða okkur
helgar, er við leitum til Guðs, íhugum fyrirmæli Hans og skoð-
um vegu Hans og vilja. Lesbókin vill hjálpa þér, ungi lesandi,
til þess að eiga Helga stund og því munum við annað veifið
birta kafla úr Ritningunni í þeirrri von og bæn, að Orð Guðs
verði ljós á vegi þínum og aflvaki fyrir vilja þinn til alls þess,
sem er fagurt og gott. •
Birgir Örn í körfuhtdta.
Guðmundur Haraldsson, ungur
K.R.-ingur, er einn þar í hópi.
Hann segir
okkur, að hann
hafi níu ára
gamall byrjað
I að æfa knatt-
spyrnu. Og
ennfremur tjá-
ir hann okkur,
að frá unga
aldri hafi hann
haft sérstakar
mætur á og tekið sér til fyrir-
myndar langbezta knattspyrnu
manninn, Þórólf Beck. „Hvers
vegna iðkar þú íþróttir, Guð-
mundur?“, spyrjum við þennan
unga pilt. „Ég held, að flestir
æfi til þess að auka þrek sitt
og félagslyndi. Ég er í félagi,
sem hefur mjög þroskað-
an félagsanda. Og líka er það
mikið atriði, að byrjandinn fái
rétta kennslu frá upphafi og
öðlist þannig réttan skilning og
áhuga á íþrótt sinni“.
Göngu okkar er lokið. Við
höfum rætt við fjóra íþrótta-
menn, sem allir lögðu stund á
íþróttir, en við misjöfn skil-
yrði og aðstæður En hjá þeim
öllum var sama grundvallar-
sjónarmiðið. Við iðkum íþróttir
til eflingar líkama okkar og
persónulegs proska.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7