Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Blaðsíða 15
A biðsfofunni
Frarahald af bls. 3.
„Er annars nokkur læknir í stofnun-
Inni-?“ spyr ioks konan í horninu og er
aftur full efa. „Eitthvað er það að
minnsta kosti skrýtið, að hann skuli
aldrei sjást“.
„En það er víst alltaf verið að skera
upp“, svarar hin konan í efalausri trú-
girni sinni, „og svo er sagt að hann sé
hér“.
„Ja, eins og maður viti nokkurn
tima, hverju maður á að trúa“, segir
konan í horninu. „Það er nú svo margt
sagt, og hvernig er hægt að vita, hver
krukkur í þessa veslinga? En það er
nú kannski ögn annað kandidat eða
iæknir“,
Drengurinn tekur upp hjá sér vasa-
hók og blýant. „Ég skal ráða krossgát-
una“, segir hann allt í einu.
Sjómaðurinn kinkar kolli, en enginn
annar í biðstofunni virðist gefa þessu
gaum. Afsteypurnar hallast hvor upp
að annarri, og pilturinn hefur tekið
upp lítinn hníf og snyrtir með hægð á
sér neglurnar.
„Jesús minn“, segir stúlkan allt í
einu og opnar nú loks augun til fulls.
„Ertu með hníf?“
„Sérðu ekki, að ég er að snyrta á
mér neglurnar?“
„Nú eins og það sé nokkuð mikið?“
„Mikið“, segir stúlkan, færir sig í
sætinu og horfir nú á piltinn úr fjar-
lægð. „Hugsa sér. Ja, sá er þó svei
mér góður“.
„Ætli hann taki úr nokkrum ann-
að en það sem skemmt er?“ svarar pilt-
uriim ólundarlega en lætur þó niður
hnífinn.
„Hver getur svo sem vitað, hvað kann
að vera skemmt. Sumir deyja bara á
skurðarborðinu, og kannski er það
vegna þess, að þegar læknirinn er
búinn að kraka úr þeim alla skemmd
er ekkert eftir“, segir stúlkan og er
aftur orðin þreytt.
Við þessu virðist hin afsteypan ekk-
ert svar eiga. Og konan í horninu
heldur áfram að prjóna. Rauður hnyk-
ilpaufinn hennar veltist æ hraðar og
er bráðum ekki neitt.
Allir líta upp, þegar aðstoðarstúlk-
an kom aftur í dyrnar. En hún
nefnir alls ekki ákveðið nafn eins
og vænzt var og bætir síðan við:
Gerið þér svo vel. Nei, hún er alls
ekki komin í þeim tilgangi. Hún seg-
ir aðeins að læknirinn sé enn vant
við látinn og tilkynnir, að sjúkling-
arnir séu beðnir að bíða.
Annað segir hún ekki og er farin.
„Ja, ég á nú hreint ekkert orð til
lengur“, segir konan í liominu og
andvarpar. Rauði hnykilpaufinn hennar
er rétt á þrotum.
og ég sá
augum
hans, þegar hann sagði: „Fyrst lækn-
irinn er í stofnuninni, þá kemur
hann“. Síðan hélt hann áfram að fást
við krossgátuna. En við höldum áfram
að bíða, afsteypurnar, sem hallast hvor
að annarri eins og göngustafir að
vegg, konan í hominu, sem prjónar,
sjómaðurinn og við hin. En fótatak
fólksins bergmálar á gangstéttinni, og
ljóskerin varpa birtu á það um stund
meðan bílarnir mála formlaus og flýj-
andi andlit í malbikinu.
En mitt í þessu öllu glímir dreng-
urinn við krossgátuna.
Blinduð af snjóbirtu
Framhald af bls. 9.
að Jóhönnu, svo boðberanum var vel
fagnað.
Þess má geta, að daginn sem faðir
minn fór upp að Þuríðarstöðum var
komin hlý suðvestan gola. Rann því
snjór mjög og vötn uxu til muna. Var
þá kominn krapavaðall yfir alla Eski-
fjarðarheiði. Hafði faðir minn aðeins
heimagerða leðurskó á fótum sér, eins
og algengt var í þá daga og þurfti
hann þannig að vaða krepjuna mest
alla leið. Var hann því orðinn hart
leikinn af fótakulda, þegar hann komst
á áfangastað.
Talið var, að hefði Jóhanna
ekki komizt niður af heiðinni
morguninn, sem hún kom að Veturhús-
um, hefði verið úti um hana, vegna
þess hve umferðin versnaði og vötn
ultu fram. Jóhanna dvaldi sér til hress-
ingar í hálfan mánuð að Veturhúsum,
en fór þá til Mjóafjarðar, en þar var
heimili hennar. Ekki veit ég með vissu,
hverra manna stúlka þessi var. Þykir
mér þó mjög fyrir því að geta ekki
kynnt liana betur fyrir lesendum, svo
frábæran dugnað og hreysti, sem hún
sýndi í þessu ferðalagi.
Skrifað eftir minni og frásögn móð-
ur minnar, Þorbjargar Kjartansdóttur,
að Eskifjarðarseli 5. desember 1956.
Bergþóra Pálsdóttir
frá Veturhúsum.
Jóhanna þessi átti )>á heima að Fjarðar-
koti í Mjóalirði, systir Matthildar Þorvalds-
dóttur, konu hóndans þar sem Bjarni hét.
Bjuggu þau hjón þar aðeins nokkur ár, en
fluttu þaðan til Vopnafjarðar og siðan til
Ameríku. Stefanía Þorvarðsdóttir, kona Ólafs
Davíðssonar, verzlunarmanns á Vopnafirði,
var ein þessara systra og voru þær systur
hins afar þrekmikla manns G ísla Þorvarðs-
sonar 1 Papey. Þorvarður Gíslason, faðir
þeirra systkina, bjó að Pagurhólsmýri i Ör-
æfum, og kona hans var Ingibjörg Jónsdótt-
ir, frá Hrauni 1 jLandbroti.
Sögn Katrinar Ólafsdóttur frá Firði i Mjóa-
firði. p. p#
Rússneski geimfarinn Júrí Gagarín
var í góðu skapi um síðustu áramót
og fannst hann geta verið dálítið
örlátur:
„Við skulum bara láta önnur ríki
keppa við okkur. Það er nóg rúm
úti í geimnum handa okkur öllum.“
„Hú, ég er hrædid við hmf“, segir
Btúlkan og hryllir sig í herðunum. „En
Sú andstyggð að vita lækninn fara að
Þa leit drengurinn upp,
kraka innan i sér með hníf, hoj bara“.aftur vorblámann í ungum
■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15