Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Qupperneq 10
SIMAVBÐTALIÐ .
Módelsmicin er
— 20680.
— Landssmiðjan.
— Er Sigurður Jónsson mód-
elsmiður við?
— Hann er í trésmíðavinnu-
stofunni. Augnablik. Ég skal
gefa samband.____
— Sigurður Jónsson?
— Já, það er hann.
— Lesbökin hérna megin.
Okíkur langar að heyra eitt-
hvað um módelsmíði. Forstjóri
landlheigisgæzlunnar sagði okk-
ur um daginn, að þú værir
bezti módelsmiður á íslandi,
sá eini sem eittihvað stundaði
hana.
— Ég hef verið við módel-
smíði siðan ég kom til Lands-
smiðjunnar fyrir 29 áru.m.
Lærði módelsmíði hjá Árna
Hver er
uppáhaldsmatur
eiginmannsins
Imgibjörg Guðmundsdóttir,
kona Þorvaldar Guðmunds-
sonar hótelstjóra, Hótel Sögu
svarar:
Þorvaldur er mest fyrir
allan óbreyttan mat, þannig
matreiddan, að sem minnst
af bætiefnum hans fari út
um þúfur í matseldinni.
Hversdagslega matreiði ég
handa honum allan algengan
íslenzkan árstíðamat, en auð
vitað á stórhátíðum Og tylli-
dögum, breyti ég til og um
jólin þætti honum það þunn-
ur þrettándi að fá ekki hangi
kjöt og rjúpur.
Þó að kjarni hverrar mál-
tíðar sé auðvitað matur-
inn sjáUur, leggur maðurinn
minn ekki síður áherzlu á, að
framreiðslan sé sem smekk-
legust, borðið fallega búið.
En svo ég snúi mér að ein-
hverjum uppáhaldsmat Þor-
valdar smelli ég hér upp-
skrift á rétti, sem honum hef
ur alltaf þótt ágætur og fljót
legt er að útbúa:
í þennan rétt nota ég soðin
rauðsprettuflök, sem ég læt
í eldfast ílát og helli yfir þau
hvítvínsósu og rifnum osti,
baka þetta inni í ofni í um
það bil 10 mín. Með þessu
er ágætt að hafa hrísgrjón,
blómkál, gulrætur og soðnar
kartöflur.
trésmiði Jónssyni á Nýlendu-
götunni; sem var snillingur á
öllum sviðum og_ kenndi alls
konar smiðum. Á námsórum
mínum setti „Hamar“ upp
fyrsta módeiverkstæðið. Ég
fór í aðra vinnu að námi loiknu,
en lenti í Landssmiðjunni árið
lí)33 með þetta í huga. Mér
féll módelsmíði vel og hef ver-
ið við hana síðan — nema eina
sex mánuði eftir að Lands-
smiðjan seldi trésmíðadeildina,
þangað til hún keypti hana
aftur.
— Varla smíðarðu skipalík-
ön fyrir Landssmiðjuna?
— Nei, hér er öll módel-
smíði fyrir málmsteypu — alls
konar hlutir sem fara forgörð-
um og þarf að endurnýja.
Þetta var auðvitað sérstaklega
mikið á stríðsárunum, þegar
erfitt var að fá varahluti. En
það er líka orðinn siður nú til
dags að kasta gömlum hlutum,
sem áður fyrr var reynt að
nota.
— Og svo fórstu að smíða
skipamódel. Var það frístunda-
vinna?
— Já, eiginlega. Ég byrjaði
á að smíða módel af síldarleit-
arskipinu „Fanney" fyrir sjáv-
arútvegssýningu í Listamanna-
skálanum. Man ekki hvaða ár
það var. Svo kom „Vörður“
frá Grenivík fyrir iðnaðarsýn-
ingu í nýja Iðnskólanum; nú,
og síðan kom Pétur Sigurðsson
í landhelgisgæzlunni með sín
skip og sinn mikla áihuga. Fyrir
hann er ég búinn að smíða
fimm módel og er að ljúka við
það sjötta af nýja „Óðni“.
— Er þetta ekki tímafrek
iðja?
— Jú, hún er anzi tímafrek.
Þegar ég gerði módelið af gufu
skipinu „Óðni“ tók það mig
600 tíma, að mig minnir.
tímafrek
— Og þú vinnur auðvitað &
timakaupi?
— Já, ég vinn allt í tíma*
vinnu. Þessar módelsmíðar
verða tímafrekari af því ég
verð að vinna að þeim í ígrip-
um samhliða daglegum störf-
um. Ég er til dæmis búinn að
vera ár með módelið af síðasta
skipinu, varðskipinu „Óðni“.
En það er mjög gaman að
þessu, ef maður má vera í
friði.
— Þú hefur snemma fengið
áhuga á þessu?
— Já, strax í bernsku. Ég
ólst upp í Hallgeirsey í Land-
eyjum, og við strákarnir höfð-
um stöðugt fyrir augum bát-
ana frá Vestmannaeyjum. Bát-
ar voru okkar aðalleikföng, og
ég fór snemma að búa til báta
sem við sigldum á lónum og
tjörnum fyrir austan.
— Ég veit ekki um aðra
sem smíða skipamódel hér. Á
Akranesi er Ingimundur gamli
sem sýndi skipamódel eftir sig
hérna í Fiskifélagshúsinu í
fyrra. Aftur á móti eru nokkr-
ir menn hér í borginni sem
gera töluvert að því að smíða
módel af seglbátum, og eru
þeir þá einatt að gera tilraun-
ir með nýjar gerðir báta, sem
þeir reyna, jafnvel stundum
með fjarstýringu, eins og hann
Jón Eiriksson á símanum sem
var lengi loftskeytamaður á
togurum. Hann smíðaði fjar-
stýrða seglbáta.
— Til hvers er verið að gera
módel af skipum
— Ég held það vaki fyrir
Pétri að eignast líkön af öll-
um varðskipunum, búa til eins
konar sögulegt safn. Þess
vegna lét hann líka gera módel
af Vestmanaeyja-Þór, en við
smiði hans studdist ég bara við
myndir og svo minnið, því ég
sá hann í Vestmanaeyjum í
gamla daga. Þegar Jóhann P.
Jónsson sá líkanið, sagði hann:
„Ég held það sé bara alveg
eins, nema hvað það er miklu
fallegra“. Líkanið var þá ný-
málað.
— Hvað varð um Vest-
mannaeyja-Þór?
— Hann strandaði einhvers
staðar fyrir norðan og eyði-
lagðist.
— Og ertu bráðum búinn
með skipakost landhelgisgæzl-
unnar
— Nú eru eftir „Ægir“ og
„Þór“ af stærri skipunum, og
„María Júlía“, ef hún er tal-
in með skipum landhelgisgæzl-
unnar. Ég er búinn að fá
teikningar af „Ægi“.
— Svo þú vinnur mest eft-
ir teikningum ?
— Já, ég verð að hafa teikn-
ingar svo allt sé rétt, fyrst og
fremst línuteikningu, sem
markar af hvernig lögun skips
ins er — þá er hægt að hafa
það 100% nákvæmt. Svo fæ ég
líka fyrirkomulagsteikningu
sem sýnir hvernig öllu er fyr-
ir komið á dekki. Þó er afar-
margt sem ekki sést þar, og
þá verður maður bara að fara
um borð og mæla það sem á
vantar.
— Málar þú módelin líka?
— Nei, það gerir Helgi Vet-
urliðason. Hann málaði öll
módelin. Við verðum að hafa
nána samvinnu og taka þetta
í áföngum, því hann verður
að ljúka við að mála ýmislegt,
t. d. ganga og sali, áður en ég
get haldið áfram að smíða.
— Er ekki mikið kvabbað á
þér með ýmsar viðgerðir.
— Ójújú, það bíður t. d.
hérna maður sem vill að ég
geri við pípuhaus fyrir sig.
Ætli ég verði ekki að fara og
sinna honum.
% HUNDALÍF *
©PIB Ó
---- — ____ f9f>9
— Stattu ekki þarna, étandl
fisk, beint fyrir augunum á
litla gullfiskinum!
Þið sjáið hvernig Ali Baba krækir sér í kjötið hér til
vinstri. Margur sjómaðurinn vildi sjálfsagt haf. þann úr-
ræðasnjalla gárunga um borð til að aðstoða við síldveiðarn-
ar. Fn þessir, sem bíða löndun ar á Baufarhöfn, þurfa senni-
lega ekki að beita neinum töfrabrögðum við vciðarnar.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. tölublað 1962