Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Síða 2
rsvipl iMVNDj HINN nýskipaði seðsti maður NATO, Lyman L. Lemn- itzer hershöfðingi, er 62 ára gamall. — í augum margra Ameríkumanna liggur einkennileg refskák að baki því, að Lemnitzer tekur við af Nor- stad. — Kennedy forseti hefur aldrei ver- ið neitt sérlega hrifinn af þessum tveim mönnum, Norstad og Lemn- itzer, sem eru báðir arfur frá Eisen- hower-tímabilinu, en aftur á móti hefur Maxwell D. Taylor hershöfð- ingi, sem fyrir nokkrum árum varð móðgaður og sagði þá af sér, átt alla samúð hans. 'Síðan hefur forset- inn haft hann að hermálaráðunaut, en jafnan viíjað fá hann fyrir yfir- mann herforingjaráðsins. En nú hefur verið fsert svo slynglega til á skákborðinu, að Norstad á sér ó- vissa framtíð, Lemnitzer hverfur til Ev- rópu og Taylor tekur sæti hans. Engir galdrar — bara svolítil fingra- fimi! E n hvort sem það er staðreynd, að Kennedy hafi komið Lemnitzer af sér til Evrópu, er hitt jafnvíst, að um leið hef- ur hann fengið NATO að foringja mik- inn hæfileikamann — enda þótt hann sé nú enginn unglingur lengur. Hæfileika sína sýndi hann í heims- styrjöldinni í tilviki, sem ef til vill fáum er kunnugt, en mun þó varðveitast í sögunni. Árið 1945, þegar þýzku herirnir í ftalíu voru alveg að því komnir að gef- ast upp, var hann í foringjaráði Clarks hershöfðingja og þá var honum falið mjög svo sérkennilegt verkefni. Allan W. Dulles, sem síðar varð for- stöðumaður upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna, var á þessum tíma aðalræðis- maður þeirra í Ziirich, en jafnframt þessu embætti var hann tengiliður við andspyrnuhreyfinguna í Þýzkalandi. — Einn þeirra, sem vissi um þetta auka- embætti hans, var Karl Wolff, Waffen SS-General og lögreglustjóri í ítalíu. Hann hafði áður verið einn nánasti samverkamaður Himmlers, en hafði orð ið svo hneykslaður á grimmd hans — ekki sízt gegn Gyðingum, að hann sótti árið 1943 um lausn úr SS. Þetta hefði vel getað kostað hann lífið, en svo ein- 1 'ega vildi til, að Himmler flutti hdii.. aðeins til ítalíu, og það lét hinn sér vel líka. I ársbyrjun 1945 fékk þýzki sendi- herrann hjá jábræðrastjórn Mussolinis í Norður-ítalíu talið honum trú um, að Þýzkaland væri búið að vera, og þjóð- arinnar vegna væri nauðsynlegt að ljúka ófriðnum sem allra fyrst. Enda þótt hann vissi, að það gæti kostað hann lífið fyrir landráð, lét hann til leiðast að hitta Allan W. Dulles — og þessi fundur þeirra fór fram með dýpstu leynd í Zurich í marzmánuði. Allan W. Dulles skildist, að hér væri alvara á ferðum og kom sér tafarlaust í samband við aðalstöðvar Clarks hers- höfðingja, og bað um að senda fulltrúa, sem gæti haldið áfram samningum við Wolff. Clark benti hiklaust á Lyman L. Lemnitzer, því að hann vissi hann manna færastan í slíku leynimakki. — Hann var m. a. einn þeirra, sem hafði lagt líf sitt í hættu við að undirbúa landgöngu hers bandamanna í Norður- Afríku árið 1942. Svo mikið var áhrifa- vald Wolffs í ítalíu, að samningar þess- ara tveggja manna leiddu fljótlega af sér uppgjöf Þjóðverja í Norður-ítalíu —• svo fljótlega, að með ólíkindum mátti kalla. Hin grimmu örlög Wolffs síðar voru þessu mál algjörlega óviðkomandi, en stöfuðu hins vegar af bersögli hans í endurminningum, er hann ritaði nokkrum árum síðar um samband sitt við Himmler. tr ótt ekki hefði verið nema þessi sendiför ein, hefði hún nægt til að á- vinna Lemnitzer frægð í her Bandaríkj- anna, en eftir þetta átti hann auk þess glæsilegan starfsferil. Hann varð fyrst æðsti maður XV. hersins og síðar yfir- maður herforingjaráðs Alexanders marskálks. Eftir styrjöldina fluttist hann í her- foringjaráð alríkishersins og gat sér þar fyrst og fremst orðstír (1947—1949), sem forstöðumaður hins svokallaða „Nation- al War Academy" sem hafði það verk- efni að sjá um pólitíska fræðslu æðstu manna hersins. Velgengni hans í þessu starfi varð til þess, aið hann var fluttur í hermálaráðu neytið, og þar var það mikið honum að þakka, hve vel Bandaríkin voru undir- búin Kóreustríðið, er það hófst. Annars tók hann og þátt í því, sem yfirmaður 7. fótgönguliðsdeildarinnar, en var þó kallaður heim tiltölulega fljótt til þess að stjórna rannsóknum og áætlanagerðum fyrir hermálaráðuneyt- ið. Enn einu sinni var hann þó sendur til Kóreu, sem yfirmaður herja banda- manna og amerísks herstyrks í hinum fjarlægari Austurlöndum. Mr egar hann kom heim aftur 1957, var það sem varaforseti herforingja- ráðsins, undir stjóm Taylors hershöfð- ingja, sem nú kemur svo mjög við sögu. Það var sumarið 1959, sem hann varð „móðgaður“ og sagði af sér, af því að utanríkisráðuneytið vildi ekki fylgja stefnu hans — og þá varð Lemnitzer eftirmaður hans. En um neina stefnu- breytingu var ekki að ræða. Eins og forveri hans, hélt hann því fram, að Bandaríkin mættu ekki reka svo þröngsýna herpólitík, að þau þyrftu að vera að hóta kjarnorkustyrjöld, hversu lítil hætta sem á ferðum væri hverju sinni. Þau ættu að byggja her sinn þannig upp, að þau hefði jafnan nægan her tilbúinn, sem hægt væri að senda hvert sem væri á hnettinum. Jrað verður að gera ráð fyrir, að Eisenhower forseti hafi verið sömu skoðunár og hann, því að þegar forstöðu maður herforingjaráðs alríkishersins, Twing hershöfðingi varð að segja af sér af heilsufarsástæðum, síðla sumara 1960, skipaði hann Lemnitzer í embætti hans. Þetta er embættisskipun ,sem gildir til tíu ára, en hvað Lemnitzer snertir, er hún útrunnin 30. ágúst þessa árs. Með öðrum orðum hefur Kennedy forseti ekki viljað endurnýja hana. Ekki getur það verið vegna aldurs Lemnitzers —■ það sýnir bezt embættið, sem hann hef- ur nú verið skipaður í — en hvað þessa tvo menn hefur greint á, er ekki lýð- um ljóst. Hvað Norstad snertir hefur andstaða hans gegn kjarnorkupólitík Kennedys verið allþung á metunum — en hvað þá um Lemnitzer? Hér er um ráðgátu að ræða, sem engi'n hætta er á að þessir tveir menn fari að opinbera. Sem sagt er það mikið víst, að það er einn helzti hershöfðingi heims, sem nú tekur við af hinum dáða og virta NATO hershöfðingja. EFTIRFARANDI spil er gott dæmi um góða vörn og er því að mörgu leyti lærdómsríkt. Suður er sagnhafi í 4 spöð- um og vestur lætur út laufa 8. A D83 V 963 * Á4 * K 10 95 3 A Á 7 4 V K 10 8 5 ♦ G982 4» Á 4 A KG1095 V Á G 7 * K76 4> D G Laufa 8 frá vestur er gefin í borði og austur drepur með ás. Hvað á austur nú að láta út? Augljóst er að sagnhafi getur notað laufið í boði til að kasta í gjafaslögum í hjarta eða tigli. Þetta getur hann þó ekki gert fyrr en hann hefur tekið trompin af andstæðingun- um. Einnig er augljóst að meiri mögu leikar eru fyrir A-V að fá slagi á hjarta,, þ. e. 3 lág hjörtu eru í borði, heldur en á tigul. Austur velur því að láta út hjarta, en þá kemur spurningin: hvaða hjarta á að láta út? Ef austur reiknar með, að sagnhafi eígi ás og drottningu í hjarta, þá vinnst spilið sennilega allt- af. Austur verður því að reikna með að sagnhafi eigi ekki betra en ás og gosa í hjarta og helzt eitt lághjarta til viðbót- ar. Sé svo þá á austur að láta út hjarta 10. Nú er sama hvað sagnhafi gerir, austur og vestur fá alltaf 2 slagi á hjarta. Ef við hugsum okkur að austur hefði látið út t.d. hjarta 5, þá hefði sagnhafi gefið heima og vestur orðið að drepa með drottningu. Austur og vestur hefðu þannig aðeins fengið einn slag á hjarta. A 62 V D 4 2 + D 10 5 3 4> 8 762 Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Hitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Bitstjóm: Aðalstræti 6. Simi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.