Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Side 9
- og horfðu á listaflug Ludwigs IMorgunblaðinu 15. júlí 1938 getur að lesa eftir- farandi frétt: „MIKIÐ VAR UM AÐ VERA HJÁ SVIFFLUGFÉLAGI ÍSLANDS í GÆR Á SANDSKEIÐI TIL UND- IRBUNINGS UNDIR FLUGSÝN- INGARNAR Á SUNNUDAGINN KEMUR. EINN ÍSLENZKUR SVIF- FLU GMAÐUR, KJARTAN GUÐ- BRANDSSON, HÉLT SÉR 5 KLST. I LOFTINU í SVIFFLUGU OG MARGIR AÐRIR NAÐU ÁGÆTUM ÁRANGRI..... FYR'STUR HÓF SIG TIL FLUGS KJARTAN GUÐ- BRANDSSON......... LEIFUR GRÍMSSON FÓR NÆST UPP í SÖMU FLUGU OG FLAUG I 22 MÍNÚTUR........ Á MEÐAN KJARTAN FLAUG LANGFLUGIÐ SKEÐI MARGT Á SANDSKEIÐ- INU. LEIFUR FLAUG'TVÖ FLUG í 6 MÍN. HVORT OG HAFÐI ÞANNIG LOKIÐ PRÓFI SEM KALLAÐ ER MEIRA C. NÆSTUR FLAUG BJÖRN PÁLSSON OG NÁÐI C PRÓFI I ANNARI AT- RENNU, ÞÁ MEÐ 12 MÍN. FLUGI. ÞÁ HAFLIÐI MAGNÚSSON, SEM TÓKST AÐ NÁ C PRÓFI í FYRSTU ATRENNU MEÐ 34 MlN. FLUGI.......“ EINN HENGDI SIG Arið 1938 var sennilega stærsta ár ið í sögu svifflugs á íslandi. Það ár kom hingað þýakur svifflugleiðangur frá „Aero-club von Deutschland", og var leiðangursstjóri flugimaður að nafni Baumann, en auk hans í förinni Ludwig, þekiktur þýzkur svifflugkennari og þriðji maður, sem annaðist viðhald á vélunum o.s.frv. Lánaði þýzki klúbb- Önnur svifflugan, sem þeir Baumann og Ludwig komu með. Myndin er tekin á flugæfingu á Sandskeiði sumarið 1938 er lciðangurinn dvaldi hér. Helgi Filippusson urinn menn og vélar endurgjaldslaust, og var eini kostnaður íslendinga uppi- hald mannanna þriggja. Leiðangurinn dvaldist hér í tvo mán- uði og var kennt á Sandskeiði. Hápunkt- urinn var almennur flugdagur, sem hald inn var þar sunnudaginn 17. júlí 1938, og síðan verður nánar vikið að. Alils höfðu Þjóðverjarnir með sér tvær svifflugur og eina vélflugu af gerðinni Klemim 25. Fluigmálafélagið og ríkis- stjórnin keypbu Klemm vélina er leið- angurinn fór héðan, en Svifflugfélagið keypti aðra sviffluguna, Zöglin æfinga- flugu. Voru báðar þessar vélar í notk- un í rnörg ár, og koma mjög við söigu sviffluigsins hér. ★ A ★ R^aunar höfðu komið hér þýzkir svifflugmenn áður og kennt íslending- um. 1937 var staddur hér ai tilviljun þýzki leikarinn Herbert Böhime, sem einnig var svifflugmaður. Kenndi hann í hálfan mánuð við Sauðafell á Mosfelils heiði, en þar lágu svifflugmenn úti á meðan kennslan fór fram. Síðar sama ár kom hingað flugkennari að nafni Carl Reiohstein, og kenndi hér í nær eitt ár en örl'ög hans urðu þau að hann framdi sjálfsmorð sumarið 1938 hér í Reykjavík, stuttu áður en leiðangur þeirra Baumanns og Ludwigs kom. Þá má geba þess að 1939 kom hér þekktur þýzkur svifflugkennari, Fritz Sohauerte. Hafði hann meðferðds svifflugu af gerð- inni Grunau Baby, sem Sviffl'ugfélagið keypti. Schauerte fór héðan er styrjöld- in skall á. STÓÐU Á ÖNDINNI E n nú skulum við víkja aftur að leiðangrinuim 1938 og hinum sögulega flugdegi, sem þá var haldinn. „Flugsýn- ingin sú stórfeldasta, sem hér hefur sést. . . . Listflug Ludwigs verður mönnum ógleymanlegt", segir í fyrir- sögnum Morgunblaðsins, sem kom út eftir flugdaginn í fréttinni segir m.a. . „Talið er að um 5 þús. manns hafi horft á flugsýninguna, enda var veður ágætt þar efra; þótt þokuslæðingur væri hér í bænum og allstaðar í kring var sæmi- FANNST ÁRI SÍÐAR. E inn þeirra svifflugmanna, sem miikið kom við sögu þennan dag, var Leifur Grímsson, einn af stofnenöum Svifflugfélags íslands, nú skipasmiður í Landssmiðjunni og löngu hættur að fljúga. Flug hans, sem lýst var í upp- hafi þessarar greinar, var fyrsta C-prófs fkigið, sem lokið var við hér heima á íslandi. Tíðindamaður Lesbókarinnar ábti á dögunum tal við Leif um flug- daginn og leiðangurinn þýzka. — Ég átti að heita aðstoðarkennari leiðangursins, sagði Leifur, — og var þá eini Íslendingurinn, sem kenndi með Þjóðverjunuim. Þessi leiðangur var mik- ið mál á sínum tíma, og vel heppnaður, einkum þó flugdagurinn. Þá var veðrið prýðilegt, og t.d. módelflugið tókst svo vel að tvö módelin lentu í hitaupp- streymd og skrúfuðu sig þannig upp í loftið. Annað fannst ekki fyrr en ári síðar, niður hjá Gunnarsholti. — Ég flaug eitt renniflug þennan dag, en auk þess var sýnt flugtog og margt fleira. Baumann dró þá einu sinni tvær sviffl'uigur í einu á eftir vélflugunni og var það í fyrsta sinn, sem slíkt hafði sézt hér. Mér féll prýðilega við þýzku flugmennina, þeir voru mjög lifandi í þessu og við lærðum mikið af þeim, ekki aðeins varðandi flugið sjálft held- ur einnig viðgerðir. — Þið lentuð í einhverjum útistöðum við Bretana fyrst eftir komu þeirra hingað? — Ekki get ég beinlínis sagt það. Þeir höfðu að vísu horn í síðu okkar útaf komu Þjóðverjanna, svo og vegna þess að öll okkar tæki voru þýzk. Við áttum víst allir að heita nazistar í þeirra kokkabókum, en það var mikill misskilningur. Þarna voru allra flokka menn, kommúnistar ekki síður en aðr- ir. Bretarnir settu mann að nafni All- en til höfuðs okkur, og reyndi hann m. a. að taka myndir at okkur öliuin. Féll okkur þetta illa, og sáum svo um að hann náði aldrei myndunum. Frh. á bls. 13. lega bjart á Sandskeiðinu og líkast því, sem menn væru þarna staddir í stóru hringleikahúsi . . .“ Síðan komu lýs- ir.gar á viðburðum dagsins. Á Sand- skeiði voru ýmsir ráðherrar og fyrir- menn mættir, og fluttu m.a. ávörp Agn- Leifur Grímsson ar Kofoed-Hansen, og Skúli Guðmunds- son, þá saimgöngumálaráðherra og þökk- uðu þýzku flugmönnunum komuna. Þá tók einnig til máls þýzki sendiherrann í Kaupmannahöfn. Að ávörpum lokn- um hó'fst flugsýningin með sýningu flug modela, þá fóru fram ýmis renniflug og 1'0'ks sýndi Ludwig listflug, sem vakti undrun og aðdáun mannfjöidans. „Ógerningur er að lýsa þessu flugi, svo stórfenglegt var það og margbreytilegt. Flugan veltist þarna í loftinu, fór ótal kollhnýsa og gerði yfir höfuð allar hugs anlegar „kúnstir“. Áhorfendur stóðu bókstaflega á öndinni meðan þeir horfðu á þetta flug,“ segir í fréttum af sýning- unni. Að flugsýningunni lokinni hófst hringflug og fór forsætisráðherrafrúin fyrsta flugið með þýzku vélflugunni. 26. tölublað 1962 LESBÓK I.IORG JNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.