Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. tölublað 1962 SSMAVIÐTALIÐ Norsku strákarnir alvarlega taka þetta — 19888! — Halló! — Hjá Karli Guðmundssyni? — Já! — Er hann við? — Já (Pabbi, síminn — sím- inn, pabbi)! — Karl, hérna. — Morgunblaðið, velkominn heim. — Takk fyrir. — Góð ferð? Hver er uppáhaldsmarur eiginmannsins SPURNIN GUNNI svarar í dag frú Ólöf Stella Guð- mundsdóttir, eiginkona Ró- berts Arnfinnssonar, leik- ara. Róbert er yfir höfuð mjög nægjusamur maður í mat, svo lengi sem fiskur kemur ekki nálægt honum. En auð- vitað verð ég að pína fisk í hann svona af og til. Bezti hversdagsmatur sem hann fær er soðið saltkjöt með soðnum kartöflum. 1 staðinn fyr-ir jafninginn höfum við soðið spaghetti með bræddu smjöri og mik- ið af rdfnum osti. Bezti hátíðarmatur sem hann fær er sveppasúpa, hamborgarhryggur soðinn í rauðvíni og síðan steiktur með púðursykri á í ofni, mikið grænmeti með og gjarnan franskar kartöflur. Sítrónufromage er hans bezti ábætir. Allar kökur mega fara lönd og leiðir fyrir Róbert, ef hann fær aðeins sinn skammt af þeirri tertu sem hann hefur nefnt Sælu- tertu. En hún er búin til úr: 6 þeyttum eggjum, 150 gr. sykur, 150 gr. rifið súkku- laði og 150 gr. malaðar möndlur (með hýðinu). Bökuð í tveim botnum og borin fram með þeyttum rjóma milli laga og ofan á. — Já, mjög góð, prýðileg! — Þú varst í Sande .... — Já, Sandeíjord. Það er allstór bær við Oslóarfjörðinn, þrifalegur og fallegur, útgerð- arbær með mikinn knattspyrnu áhuga. Geysimikinn. — Ekki sami bær og þú varst áður í? —Nei, ég var tvö sumur í Lilleström, þetta var fyrsta sumarið í Sandefjord. — Stóð liðið sig vel? .— Síðari hluta sumars sótti það sig og ég var all ánægður með árangurinn í heild. Þeir stóðu sig vel í meistaraflokki og annar flokkur varð „kreds- meistari" í Vestfold — og það þykir okkur góður árangur. — Ætlarðu aftur í vor? — Alveg ákveðið, en ef ég fer, þá verð ég aftur hjá Sande- fjord. Ég hef líka fengið tilboð frá Lilleström, þar sem ég var áður, og Steinkjær, sem er eitt af sterkustu liðum Noregs. En mér líkaði svo vel í Sandefjord, þar leið okkur svo vel og þar var áhuginn svo mikill, að ég gaf loforð um að fara þangað aftur, ef ég kæmi því við að fara utan á annað borð. — Eru aðstæður í Noregi til þjálfunar ólíkar því sem hér er? — Já, fyrst og fremst vegna þess, að áhuginn er miklu meiri. Norsku strákarnir taka þetta alvarlega, þeir éru fullir af áhuga, þeir leggja sig alla fram — og þar þekkist ekki að dekstra menn til þess að koma á æfingar eða kappleiki. Þar er það keppikefli að mæta og ná sem beztum árangri, andinn er allur annar, þjálfarinn getur beitt sér meira og árangurinn verður betri. Og það sama gildir um íþróttaforystuna þar. Almennur áhugi er líka meiri og það skapar auðvitað mikið aðhald. — Þú hefur ekki tekið þér neitt annað fyrir hendur þar ytra í sumar? — Jú, ég neita þvi ekki. Ég kenndi á unglinganámskeiði, sem norska knattspyrnusam- bandið efndi til. Við vorum þar fjórir -þjálfarar, tveir Norð menn og einn Breti, sem var áður landsþjálfari Norðmanna. Þangað komu 50—60 efnileg- ustu ungu knattspyrnumenn Noregs. Þeir komu úr öllum landshlutum og í lok námskeiðs ins var unglingalandsliðið valið úr hópnum. — Og fleira, — Já, ég skrapp með fjöl- skylduna til Þýzkalands um mitt sumar og var í sjö daga á þjálfaranámskeiði í Köln. Það var knattspyrnusamband Evrópu, sem efndi til þessa námskeiðs, en tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að þjálfarar skiptist á skoðunum, segi frá nýjustu aðferðum og hiður- stöðum síðustu rannsókna á sviði þjálfunar og svo fram- vegis. Þarna voru saman komn- ir 50—60 þjálfarar frá flest öll- um Evrópulöndum — og flestir þeirra voru landsþjálfarar við- komandi landa með aðstoðar- menn sína. — Einhverjir frægir? — Já, allir þessir frægustu. — Þetta hefur verið fróð- legt? — Já, mjög lærdómsríkt að vanda. Það er alltaf eitthvað nýtt sem maður heyrir og lærir á þess konar námskeiði. Ég sótti annað sams konar nám- skeið, sem Knattspyrnusam- band Evrópu efndi til í fyrra í Sviss — og voru flestir sömu mennirnir sem sóttu bæði þessi námskeið. — Þú hefur ekki hug á að setjast að ytra? — Nei, ekki í bráð. Það væri vissulega gaman að geta tekið tilboðum þess efnis — og verið ytra í nokkur ár a.m.k., en það er margt, sem bindur mann heima — og m. a. það, að ég vildi gjarnan geta orðið að ein- hverju liði, líka hérna heima. Botnlaust tap hjá BOAC HINGAÐ og ekki lengra, segja brezku blöðin núna. Ástæðan er sú, að tap brezka flugfélags- ins BOAC er nú orðið botn- laust. Á síðasta ári nam rekstr- artapið hvorki meira né minna en £15,000,000, en þar að auki námu afskriftir £35,000,000. — Útlitið er því allt annað en gott. — BRITANNIA skrúfuþoturnar voru reknar með £22,000,000 tapi, einfaldlega vegna þess, að „þær komu of seint á mark- aðinn“, eins og framkvæmda- stjóri félagsins orðaði það. Ef þessi flugvél hefði komið á markaðinn 4—5 árum fyrr, þá hefði hún gegnt sínu hlut- verki. En hún var á eftir Um- anum og er þegar orðin „göm- ul“, þó hún sé í rauninni ný. COMET þotur félagsins voru afskrifaðar um £7,800,000 og langdrægu Comet-þoturnar, sem notaðar eru á Norður-At- lantshafsleiðunum og öðrum hliðstæðum, bera ekki nógu marga farþega til þess að skila nægilegum hagnaði. Þær eru of litlar og hafa orðið undir í samkeppninni við Boeing 707. Heildartap félagsins ásamt afskriftum síðustu tvö árin hefur orðið £64,400,000 og þykja horfurnar nú meira en lítíð slæmar. „Við verðum að endurskoða allt kerfið“, sagði framkvæmda stjórinn, sem er nýkominn til fyrirtækisins og dregur ekki dul á það, að félagið sé rang- lega byggt upp frá grunni. En það verður erfitt að „skera niður.“ Á til dæmis að fækka flug- leiðum? Erfitt, segja þeir, því þá yrðu þær leiðir, sem búið er að verja miklu fé til — og eru fyrst að byrja að sýna á- góða, fyrst fyrir niðurskurðin- um. Auk þess verður BOAC að halda uppi heiðri Englands úti í hinum stóra heimi, fyrst og fremst í samveldislöndunum — og Englendingar geta ekki haft forgöngu um að draga úr samgöngum við samveldislönd- in. — Auk þess fæli fækkun flug- leiða í sér stórfellda fækkun starfsfólks. Líba óvinsæl ráð- stöfun. Og á félagið að vanrækja brezka flugvélaframleiðslu, kaupa aðeins þær flugvélateg- undir, sem vinsælastar eru eða hagkvæmastar hverju sinni. Nei, það er ekki hægt. Brezkt flugfélag styður brezkan flug- vélaiðnað. Það er því sem stendur ó- björgulegt um að litast hjá BOAC. - <!/ÍTí?uP > HUNDALIF * ©4>IB ( ( Er komið stríð, eða hvað?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.