Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 1
ílyzt til Reykjavíkur og ræðst þar i
stórkostlega ræktun og byggingar og
og rekur stórbúskap þar í mörg ár, sem
ekki verður frekar rakið hér í þessum
þætti, þó þar sé um merkilegt braut-
ryðjandastarf að ræða, heldur eingöngu
fjallað um búrekstur hans og brautryðj-
andastarf hans í Viðey, sem var upphaf
að nýrri framleiðslugrein — vinnslu
landbúnaðarafurða bænda.
Vera má, að einhverjir hafi gam-
an af að lesa þessar línur og líta til
baka til liðinna ára, þó ég viti, að fólk-
ið, sem þau árin var í Viðey, sé flest
horfið sjónum, svo og aðrir sem mundu
athafnabóndann og svipmikla glæsilega
heimilið þeirra hjóna, sem öllum varð
Jónas Magnússon, Stardal:
Búskapur Eggerts Briem
í Viðey
U M ^ «
— Eggert Briem buskap 1
ViSey. Eggert. var sonur Eiríks
Briem, prests, Steinnesi, Húna-
þingurn, og kona Eggerts var Katrín
ar Gísladóttur, héraðslæknis í Múla-
þingum, og kona Eggerts var Katrín
Pétursdóttir, Thorsteinsson, stór-
kaupmanns og útgerðarmanns,
Bíldudal vestra.
FYRSTI HLUTI
Síðan eru liðin 60 ár frá því að þessi
ungu og glæsilegu hjón settu saman,
é gamla höfuðbólinu Viðey, stórbúskap,
og þá með nokkuð öðrum hætti og
umsvifameiri en þá gerðist meðal bænda
almennt hér á landi.
Nú er samtíð þessa athafnabónda og
þeirra hjóna í Viðey að mestu liðin
undir lok þess tíma samtíðarfólks, sem
þá var komið til þroskaára, og þau
sjálf horfin fyrir löngu, sem settu svip
og glæsibrag á umhverfi sitt og samtíð
hvar sem þau komu með óvenjulegri
glæsimennsku og fágaðri framkomu.
M,
Leð nýjum tíma og nýrri kynslóð
breytist alltaf eitthvað — þó hægt hafi
farið fram eftir öldunum. Það koma
uýir heimilishættir og siðir í ýmsum
myndum, breytt búskaparlag og vinnu-’
Bðferðir. Allt var þetta á hæggengri
framþróun síðasta áratug nítjándu ald-
arinnar og fyrsta áratug þessarar aldar,
en upp frá því verður breytingin örari,
með meiri þekkingu, bættum búnaðar-
háttum og samgöngum, en aldrei þvílík
Btökkbreyting eins og nú, síðustu
áratugina, þegar vélatæknin og
þekking á þeim ruddi sér öndvegi í öll-
um atvinnu- og framleiðslugreinum
landsmanna, bæði til lands og sjávar, svo
og þeirri gjörbyltingu í öllum okkar
•amgöngumálum, sem hefur margfaldað
Eggert Briem — fyrstu búskaparárin í Viðey.
hraðann og þægindin, hvort sem er S
landi, sjó eða í lofti. Þarf því engan að
undra, sem man og lifað hefur hvort
tveggja, um aldamótin síðustu og næsta
áratug eftir þau, að vinnuaðferðir og
allar aðstæður við framleiðslu og aðra
atvinnuhætti þá, séu í augum yngri kyn-
slóðarinnar nú harla ólíkar — og næsta
ótrúlegar — og þá ekki sízt fyrir það,
hvað breytingin gerist á skömmum
tíma.
Þess vegna kemur mér í hug að bregða
upp lítilli mynd af búskap Eggerts
Briem í Viðey á hans fyrra búskapar-
skeiði þar, unz hann, vorið 1908,
eftirminnilegt sem þekktu það og kynnt-
ust því. En hafa verður það í huga —
þó ekki sé lengra á milli, að aðstæður
ei'u ólíkar því sem nú er. Þá varð allt
að vinna með höndum, á sama hátt og
undanfarin ár og aldir. Þá þurfti miklu
fleira fólk og lengri vinnutíma í stað
vélanna nú, en þá var líka gott að fá
fólkið, og jafnvel velja úr, einkum á
góðu heimilunum.
Með þessari frásögn minni um bónd-
ann í Viðey verða efninu þó ekki
gerð þau skil, sem vera ætti og verð-
ugt væri. Vil ég samt með þessu frá-
sögukorni koma þvi á blað, sem mér
er enn i fersku minni frá veru minni
þar — lýsa búrekstri og heimilishátt-
um þessa tímabils bóndans í Viðey, sem
var fyrsti brautryðjandi íslenzkra bænda
í mjólkurframleiðslu og vinnslu mjólk-
ur og daglegri sölu mjólkurafurða i
Reykjavík, áður en það verður með öllu
gleymskunni að bráð.
Gamla höfuðbólinu Viðey þarf ekki
að lýsa fyrir landsmönnum. Er 'hún
kunnug flestum íslendingum, sem komn-
ir eru til þroskaára, af sögu okkar um
aldaraðir. Þar sótu prestar og kenni-
menn fyrir árið 1200. Þar stofnaði
klaustur Þorvaldur Gissurarson um 1224.
Þar sátu líka munkar og ábótar til
siðaskipta árið 1550. Þar bjó um langt
skeið ein mesta frelsis- og bar-
áttuhetja í verzlunarsögu okkar íslend-
inga, framfara- og hugsjónamaðurinn
Skúli Magnússon. Eftir hann stendur
enn elzta og veglegasta bygging á Is-
landi frá þeim tíma (Viðeyjarstofa),
sem er meira en 200 ára gömul. Siðan
taka þar við Stephensenarnir hver eftir
annan, embættismenn og bjuggu í Viðey
raunsarbúskap.
Viðey er kostajörð og gagnauðug til
búskapar. Öll þakin grasi og gróðri. Þar
er mikið æðarvarp og gagnlegt, enda
hiynntu Viðeyjarbændur með mikilli
alúð að æðarvarpinu. Það þótti undra-
vert aðkomumönnum, einkum erlend-
um, sem komu til Viðeyjar, að telja
mátti, meðfram sjávargötu heim að
bænum, svo skipti hundruðum æðar-
kollna á hreiðrum sínum. Þetta voru
vinir húsbændanna í Viðey, sem þeir
höfðu bæði gleði og gagn af. í Viðey
er undrafallegt — og fagurt útsýni það-
an til allra átta. Þar fannst manni næst-
um aldrei koma vetur, og gróðurinn á
vorin kom þar fyrr en á nokkrum öðr-
um stað við Faxaflóa. Vorkvöldin í
Viðey hygg ég vera flestum ógleyman-
leg — þar iðar allt af fuglalífi og marg-
rödduðum söng þeirra. í Viðey er mikill
fjöldi fornra og merkra örnefna, sem
hvert um sig á sína sögu — eins og
flest gömul örnefni — og er vel að búið
er að skrásetja þau, og þar með varð-
veita þau frá glötun.
Þ egar Eggert Briem sezt að 1
Viðey um aldamót, eins og áður segir,
setur hann upp stórt kúabú, sem var
oftast um og yfir 70 kýr, og stundum
nokkru fleiri á sumrin. Jafnhliða er
sett á stofn dagleg mjólkursala í Reykja
vík með daglegum mjólkurflutningum
frá Viðey. Það þurfti mikið og stórt
að framkvæma í Viðey, til þess að geta
fullnægt svo stórum búrekstri sem þeg-
ar var hafinn þar. Þessar framkvæmdir
þoldu ekki nokkra bið og varð að fram-
kvæma þær samsumars.
Öll útihús í Viðey voru moldarkofar
— flest að falli komin, nema gamla
fjósið, sem notazt var við fyrstu árin.
en tók þó ekki þriðjapart kúnna, sem
voru látnir liggja úti þetta sumar.
Á fyrsta sumri var byggt fjós og
heyhlaða — hvort tveggja undir einu
þaki. Fjósið tók '48 kýr, og heyhlaðan
um 3000 hestburði. Þetta þótti mikil
bygging og vegleg, og talið hentugt
og praktiskt forrn og fyrirkomulag.
Þessi^ bygging stendur nokkru norðar
en íbúðarhúsið, undir lítilli hæðar-
brík, vestan megin fjóssins. Aðalbygg-
ingin var gerð út timbri og bárujárni.
Hlaðnir og steyptir grunnar og undir-
stöður. Steyptir flórar og safnþirær.
Hliðveggur fjóssins að vestan var hlað-
inn úr klofnu grjóti, með þéttri glugga-
röð úr járnrömmum' á þeirri hliðinni.
Yfir fjósinu var loft mikið og rúmgott,
með margföldu gólfi vegna einangrun-
ar fró fjósinu niðri. Fjósið var tvístætt,
með fóðurgangi til beggja hliða, og
einni jötu að endilöngu, án skilrúma.
Flórar voru eftir miðju fjósinu með
breiðri gangstétt á milli. Við suður-
enda fjóssins var inngangur. og afþilj-
að mjóikurhús og forstofa, sem kö-liuð
var. Þar var mjólkin geymd. Þar var
Framhald á bls. 11