Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 10
SIMAVIÐTALIÐ Sálfræbingur prófar hjá Flugfélaginu — 16600. — Flugfélag íslands. — Voruð þið ekki að aug- lýsa eftir flugmönnum? Hvier er uppáhaldsmatur eiginmannsins Spurningunni svarar í dag Madame J. Z. Cappelen, eig- inkona norska ambassadors- ins á íslandi: „Maðurinn minn vill helzt liafa nýjan fisk á borðuim daglega. t>að er ekki hægt að segja að hann sé mat- vandur, en samt viU hann að vel sé vandað til hverr- ar máltiðar. Er þetta ofur skiijanlegt, þar sem hann, stöðu sinnar vegna, situr oft matarveizlur. Vegna þess ttieif ég jafnan gott úrval matreiðsliuibóka í fórum miín um og kynni mér þær gaum- gæfilega. Okkur finnst fiskurinn á Islandi alveg eins góður og í Noregi en þar e.t.v. meira úrval tegunda en hér. Einn- ig finnst okikur saltfisbur- inn ágætur og hér á eftir er portúgölsk uppskrift að saltfiskrétti, ostaterta sem Æel'lur okkur vel í geð og loks uppskrift að Ijúffengu hvítvínalilaupi, frá tengda- móður minni: Bacalhao „Gomes de Sa": Ca. Vz kg saltfiskur, ca. 1 kg kartöflur, 1 stór laukur, 1 bolli ólífuolía, salt og pipar, 1 harðsoðið egg, pétursselja. Fiskurinn er útvatnaður eftir þörfum og síðan soð- inn og sömuleiðis kartöffl- urnar. Laukurinn er skor- inn í sneiðar og steiktiur Ijósbrúnn í olíunni. Þegaæ fiskurinn og kartöflurnar eru soðin er hvort tveggja skiorið í bita og látið í pott- inn með lauknum og látið sjóða i nokkrar minútur. Ef nauðsynlegt er að láta vatn x pottinn er bezt að nota dálítið af soðinu. Kryddið með salti og pipair eftir smekk. Rétturínn er borinn fram roeð niðursneiddu harð soðnu egginu, hakkaðri pét- ursseljunni og ef til er, svört um ólífum. „Quiclie Lorraine" (Osta- terta); Tertudeig úr 2 bollúm hveiti, Vz bolla smjör eða smjörlíki, Vz tsk. salt, 1 bolli vatn. — Deigið er hnoðað og fflatt þunnt út og látið í smurt pie-mót, stingið deigið í botninn með gafffli. — Jú, það held ég. — Hver er það, sem hefur þau mál með höndum? — Það er Jóhann Gíslason, Fylling: Ca. 250 gr magurt beikon, 1 bolli rifinn ostur, 3 egg, 1 Vz bolli mjólk, ea.lt og pipar. Beiikonið er skorið í sneið ar og steikt, en ekki lót- ið verða stökikt og aðeins látið renna af því á pappír. Þvi næst er það látið í fonm ið, rifnum ostinum stráð yf- ir. Eggin eru þeytt vel og mjólkin látin út í þau, krydd að með salti og pipar eftir smekk. Síðan er þessu hellt yfir ostiran og kakan bökuð í vel heitum ofni. Látið hana vera meðet í ofninum til þess að hún verði stökk. — Þetta er hentugur xéttur því Ihægt er að útbúa kökuna löngu áður en hún á að fram reiðast að undanskildu því að ekki má þej4a eggin fyrr en rétt áður en hún fer í ofninn. Hvítvínshlaup: Uppskriftin hljóðaði upp- hafilega upp á 5 fl. af hvít- víni og 1 fL af sherry, þax sem fj öisky Idu veizlu rnar voru svo mannmargar í gamLa daga. En hlaup má búa til í eftirfarandi hiut- föilum: Á móti 1 flösku af hvít- víni er 1 sítróna, ca 200 gr af sykri, 1 eggjahvíta og 10 blöð af matarlími. Vinið, börkurinn og saft- in úr sitrónunni, matarlímið, sykurinn og stífþeyttar eggja hvítumar ailt hitað vel í potti, síðan látið tærast. forstöðumaður flugrekstrar- deildar. Ég skal gefa yður samband við hann. — Takk. — Jóhann! — Jú, þetta er á Morgun- blaðinu. Þið auglýsið eftir flugmönnum? — Já. — Og hafið þið fengið marg- ar umsóknir? — Á milíi 30 og 40. — En hve marga ráðið þið? —■ Þeir verða sennilega fjór- ir. — Er ekki erfitt að vinza þá beztu úr þessum fjölda? — Jú, það má til sanns veg- ar færa. Við höfum líka tryggt okkur tæknilega aðstoð. — Nú? Hvers konar maskína er það? — Það er nú kannski ekki xétt að kalla það maskínu. Þetta er sænskur prófessor í sálfræði, Arne Trankell, frá Stokkhólmi. Hann prófar alla nýliða hjá SAS — og líka ný- liða hjá flugherjum Svía, Norð- manna og Dana. Við höfum not ið aðstoðar hans síðan 1961 og árangurinn hefur orðið góður. Mér er ekki kunnugt um að nokkurt annað íslenzkt fyrir- tæki viðhafi slíkt við ráðningu starfsmanna og þess vegna eru það tiltölulega fáir, sem vita hvernig við förum að. — En hvaða skilyrði verða flugmannsefnin að uppfylla? — Umsækjendur verða að hafa lokið atvinnuflugprófi á- samt blindflugi og loftsiglinga- fræði. — Og svo er inntökuprófið? — Já, við prófum þá í dönsku, ensku og reikningi — en síðan tekur prófessor Tran- kell við. Hann hefur skrifleg próf, síðan ræðir hann eins- lega við hvern umsækjanda — og skrifar síðan skýrslu um hvern og einn og gerir grein fyrir niðurstöðum — og gefur eihkunnir. — Og í hverju prófar hann þá helzt? — Það sem hann leggur einkum áherzlu á, er að kanna andlegan þroska, sjálfstraust, háttprýði, samstarfshæfni, sjálf- stæði, dómgreind, viðkvæmni fyrir gagnrýni, viðbrögð, þegar skyndileg hætta steðjar að, tæknilegan skilning, skipulags- hæfileika og hæfni til að hugsa um marga hluti samtímis. — Svo gefur hann einkunn- ir, segið þér? — Já, frá 0 og upp i 10. Og hann ráðleggur jafnframt, að ekki séu ráðnir flugmenn, sem ekki ná 5 í meðaleinkunn — og þeirri reglu fylgjum við. — En hver er reynslan á Norðurlöndum? — Fyrstu árin sem prófess- orinn annaðist þetta verkefni fyrir SAS fór félagið ekki í einu og öllu eftir úrskurði hans, heldur tók líka mikið til- lit til umsagnar fyrri vinnu- veitenda umsækjenda. Reynsl- an varð hins vegar sú, að lið- lega 73% þeirra, sem ráðnir voru gegn ráðum prófessors- ins, voru látnir hætta strax á byrjunarnámskeiði hjá félag- inu vegna skorts á hæfileik- um. Hins vegar heltust telj- andi fáir af þeim, sem prófess- orinn mælti með, úr lestinnL SAS varð brátt ljóst, að pró- fessorinn hafði í rauninni lyk- il að lausninni — og nú eru engir ráðnir nema að þeir nái 5 í meðaleinkunn hjá prófessor Trankell, bæði sem aðstoðar- flugmenn og flugstjórar, því prófessorinn gerir greinarmun þar á í niðurstöðu sinni. —• Og svo fylgdu flugherir Norðurlandanna fordæminu? — Já, og öll helztu flugfélög heims njóta nú orðið aðstoðar sálfræðinga við val á nýjum flugmönnum. Og ég held, að flestum beri saman um það, að af þessu sé ómetanlegur hagn- aður — að öllu leyti, þó þessar prófanir séu félögunum dýrar. — Þið teljið ykkur fleyta rjómann ofan af því, sem á boðstólnum er — með því að viðhafa þessa aðferð? — Já. Við teljum rétt að not- færa okkur vísindin til þess að stuðla að auknu öryggi í flug- inu — og að því vinnum við alla tíð. Óvíða ríður t.d. meira á, að samvinna tveggja gangi snúðrulaust — en flugmanna í stjómklefa flugvélar. Sé ekki um gagnkvæmt traust og nána samvinnu að ræða er hættunnl' vísvitandi boðið heim. Sam- starfshæfni og andlegt jafn- vægi flugmannsins er því mjög mikilvægt atriði, svo dæmi sé nefnt. — Þar að auki verður öll þjálf- un léttari og allt auðveldara 1 vöfum, þegar lögð er áherzla á þau atriði, sem prófessorinn leggur til grundvallar. ( — Já, þjálfunin er kostnað- arsöm? — Ætli Flugfélag íslands hafi ekki varið rúmum tveimur, milljónum króna í þjálfun á- hafna á síðasta ári. Það er ærið fé á okkar mælikvarða, en það er skoðun forráðamanna Flug- félagsins að því fé sem varið er til aukins öryggis og betri þjónustu við viðskiptamenn fé- lagsins sé vel varið. t, — Hve margir verða flug- liðarnir í sumar? '. — Sennilega um 80, þar af 26 flugfreyjur. Við ráðum 14 nýjar flugfreyjur í vor, þær; eru á námskeiði sem stendur. í því sambandi má vel segja frá því, að við fáum kennara úr flugfreyjuskóla franska fé- lagsins Air France hingað í vor til þess að athuga alla okkar þjónustu og leiðbeina flugfreyj- unum frekar. - SIGGI SIXPENSARI - ^ •— Kerlingin er búin að banna honum að fara í ölstof una., 's 10 8. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.