Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS | BÚSKAPUR | Framhald af bls. 1 stór skilvinda, skrifborð og ýmis áhöld og hreinlætistæki, sem hafa þurfti. Heyhlaðan var meðfram öllu fjósinu, eustan megin, mjög stór og há og und- ir sama þaki, eins og áður segir. Fjós- loftið var feiknarmikill geymur með 2 m hóu porti. Þar voru allar fóður- vörur geymdar, öll verkfæri, amboð og reiðingar, svo og timbur, sem oft var mikið til af, og margt fleira. Eins var. ef þurfti að gera við bátana, þá var jþar bjart og rúmgott vinnupláss. Af miðri fjósloftshliðinni voru dyr út, víðar og verkmiklar, og breið bryggja frá dyrunum yfir á hæðarbrún, sem áður er lýst. öllu heyi var ekið og reitt að bryggjunni, og þaðan flutt þvert yfir fjósloftið í heyhlöðuna. Mik- ill vatnsbrunnur var grafinn niður og hlaðinn upp fremst í heyhlöðunni, úr klofni grjóti, múraður 12 álna djúpur. Var hann fyrir fjósið. Við hlið brunnsins var smíðuð upphækkuð brú í 2 m hæð. Þ'ar uppi var spil eða vinda, eem vatnið var halað upp á. Til þess var hafður 25 1 brúsi. Þar var hellt í rennustokk, og þaðan rann í stóran járnkassa fremst í fjósinu, sem var jafnstór einum básnum og hæðin upp ti! lofts. Vatnskassi þessi tók venjulega nóg vatn til tveggja mála. Talið var erfitt verk að hala upp vatnið, og urðu ævinlega tveir að vinna það samtímis. ” essi fjóss- og hlöðubygging var þá talin vönduð að vinnu og viðum, og eitt hið bezta fyrirkomulag,' sem þá þekktist á þeim tíma- í Danmörku, á Btærri kúabúum þar. Sama sumarið, og næsta ár á eftir, var íbúðarhúsið (Viðeyjarstofa) endur- bætt Og breytt að miklum mun. Settir voru á suðvesturhliðina allir kvistirnir, og járn á allt þakið. Forstofuinngang- inum var breytt. Ennfremur innrétt- ingu stofanna niðri ásam,t eldhúsi og búri, sem allt var gert að nýju. Nýir gluggar voru settir í allt húsið svo og allar húrðir nýjar. öll kvistherbergin á loftinu voru innréttuð og gerð að íbúðarherbergjum fyrir starfsfólkið, og einnig fleiri herbergi þar uppi, sem verkafólk bjó í. Grafið var niður fyrir dálítilli kjallarageymslu í norðaustur ihorni hússins. sem notuð var sem köld geymsla. Lítið var annað en taka innan úr, því veggir hússins standa niður á fast berg.. Að loknum þessum endurbótum og breytingum öllum var húsið allt mólað utan og innan. og lítur það enn út, að sjá, eins og þá var lokið við viðgerð þess, nema nú mun vera búið að færa forstofudyrnar á miðja suðurhlið stof- unnar, eins og óður hafði verið í upp- hafi, í tíð Skúla Magnússonar, land- fógeta. Flver sem séð hefur og skoðað Við- eyjarstofu undrast þá veglegu og sterku byggingu, sem tímans tönn virð- ist ekki geta unnið á. Einu sinni sagði séra Eiríkur Briem okkur til gamans úti í Viðey ,.að Við- eyjarstofa hefði kostað í byggingu 1200 kýrverð, og gætu þá allir reiknað eftir yerðlagsskrá á hverjum tíma“. En vissulega ber þjóð okkar skylda til að varðveita þessa elztu og merk- ustu byggingu hér á landi, og þess manns, sem fremstur stóð og mest kvað að, sinnar samtíðar, í baráttu fyrir verzlunarfrelsi þjóðar sinnar Og barðist gegn erlendu kúgunarvaldi, jafnhliða að koma á fót auknum at- Vinnugreinum og iðnaði. Byggingaríramkvæmdir, sem sagt er írá hér að framan, og lokið var að mestu samsumars, gengu fljótt og vel, enda margir verkamenn og smiðir, sem við þær unnu, auk heimilisverkamanna, sem gripið var tii, frá hinum föstu þeimilisverkum búsins. talsverð áhrif á sölu nýmjólkurinnar, ef hún kom ekki á réttum tíma. Þá keypti almenningur ekki mjólk í Reykjavík neitt svipað því sem nokkru síðar varð. Það var hvort tveggja, að lítil, eða nær engin, mjólk fluttist til Reykjavíkur, nema frá þeim sem áttu kýr í bænum, sem voru mjög fáir, e.t.v. lítils háttar vestan af Sel- tjarnarnesi — engir þó fyrir ofan Ell- iðaár, og bæjarbúar því yfirleitt ó- vanir mjólkurneyzlu, og svo hitt, að mjólkin var þá miklu dýrari neyzlu- vara en hún síðar varð — miðað við laun og kjör fólksins þá í Reykjavík og kaupstöðum. Þess vegna varð að vinna úr nokkrum hluta mjólkurinnar, sem gaf til muna óhagstæðara verð miðað v.ið nýmjólkursölu. En hún seld- ist ekki upp, þrátt fyrir það gæðaorð, sem Viðeyjarmjóikin og aðrar mjólk- urvörur þaðan fékk ævinlega hjá reykvískum húsmæðrum. Ég man það vel ennþá, að það var talað um Við- eyjarmjólkina í öðrum tón — ef gerð- ur var samanburður — hvað hún bæri af að gæðum, miðað við mjólk annars staðar frá. Hygg ég, að þessi dömur hafi haft við nokkur rök að styðjast, m. a. vegna þess að fóðrið, sem kúnum var gefið, var mjög fjölbreytt (sem síðar verður lýst), og að mjólkin kom alltaf ný í búðina — tveim og hálfum tíma eftir morgunmjöltun. Ýtrasta hreinlætis var gætt frá byrjun mjalta og þar til mjólkin var komin í sölu- búðina. Hvað myndu reykvískar húsmæður segja nú til dags — myndi þeim ekki finnast það harla ótrúlegt, að ekki hafi selzt upp neyzlumjólk nema frá einu búi, þó í stærra lagi væri, í sjálfum höfuðstaðnum Reykjavík, um 5—600 lítrar daglega, ef þær miða við allt það mikla mjólkurflóð nú, sem flutt er dag- lega í höfuðstaðinn til neyzlu; meira og minna úr 7 sýslum og flestum heim- ilum þessara sýsla. Vissulega hefur Reykjavík og ná- grenni hennar margfaldazt eða tug- faldazt síðan — ekki einasta að því er snertir mannfjölgun, heldur einnig og eigi síður hvað áhrærir fjárhagsgetu og afkomu fólksins, hún hefur stór- batnað með nýjum og bættum atvinnu- greinum. En svona var þetta þá. Og þó taldi Reykjavíkurbær þessi árin 7—10.000 manns. Eins og áður segir, kom ég, sem og aðrir Viðeyingar, í mjólkurbúðina á Uppsölum, þegar verið var á ferð í bænum. Ég sá þá oft þegar Guðrún, útsölukonan, var að afgreiða fólkið með mjólk. Oftast hálfur pottur eða einn peli. Sumar konur tóku heilan pott. Stundum einn pott af undanrennu í grauta eða bakstur. Skyr gekk ævin- lega vel út og þótti góð og vinsæl vara — og fengu færri en um báðu. Enda var skyrið alltaf nýtt af síjunni. Skyrmysa seldist alltaf nokkuð. Rjómi seldist oft vel, einkum um helgar, enda var hann þykkur og góður, en lítill skammtur var tekinn, þar sem hann mun hafa verið nokkuð dýr. Það var því oft lítil smjörgerð, og ekki nema úr afgangi rjómans, sem ekki seldist samdægurs. Enda var alltaf nóg af sveitasmjöri, sem kallað var þá í bæn- um. Þegar þetta er borið saman við það sem nú er, myndi flestum finnast það næstum ótrúlegt. Ekki voru börnin færri þá í höfuðstaðnum en nú, ti'ltölu- lega. Nú tekur hvert heimili í Reykja- vík 3—5 lítra af nýmjólk, og meira, auk annarra mjólkurvara. En það er líka mikill munur á verðinu þá og nú. Þá — á þeim árum — var nýmjólk seld á 18—20 aura potturinn. Þá fékkst ekki meira en einni og hálfur mjólkur- pottur fyrir einnar klukkustundarvinnu. Já — þegar vinna fékkst — og þá sjaldnast greidd í peningum, heldur I úttekt. Nú fáum við 5—6 lítra nýmjólk- Framhald á bls. 13 g vil þá næst lýsa hér rekstri búsins i Viðey, niðurröðun verka meðal fólksins, flutningi mjólkur til Reykja- víkur og sölufyrirkomulagi á henni þar. Eins og áður er sagt hér að framan, setur Eggert Briem upp í Viðey stórt kúabú og mjólkursölu í Reykjavík. Mjólkurbúðin var í húsi, sem heitir Uppsalir, syðst í Áðalstræti á neðstu hæð (kjallara). Þetta mun vera fyrsta mjólkurbúðin í Reykjavík. Þannig var Eggert Briem fyrstur bænda til að framleiða mjólk í stórum stíl og flytja daglega til sölu í Reykjavík. Þessi pinklum og þess háttar dóti komið, sem tii Viðeyjar átti að fara næsta dag með mjólkurpóstinum inn að Laugarnesi. Svo átti Guðrún til að gefa manni kaffisopa og „snúð“, sem þakksamlega var þegið í þá daga. Daglega var farið með mjólkina frá Viðey, snémma á morgnana, yfir sund- ið að Laugarnesi. Þar var þá bryggja, sem gott var að lenda við. Þangað kom, á sama tíma, mjólkurpósturinn úr Reykjavík með hest og vagn. Hann hét Guðmundur, og að mig minnir, maður Guðrúnar mjólkurbústýru á Uppsölum. Guðmundur þessi stundaði Gúðrún Jónsdóttir, mjólkurbústýra á Uppsölum. mjólkurbúð á Uppsölum var sérstak- lega innréttuð fyrir sölu mjólkur og mjólkurvinnslu, sem þá var smjör- og skyrgerð. Mjóikurbúðin var all-fúm- góð, með tilhe-yrandi hillum og borð- um undir þar til gerða mjólkurgeyma og' önnur áhöld, svo og skrifborð. Af- greiðsluborð, eða diskur, var fyrir fram an, nokkru innan við innganginn. Inn af búðinni var skyrgerðin Og önnur mjólkurvinnsla með þeim áhöldum sem tilheyrðu. Strokkur o. fl. Þar voru eiijn- ig brúsarnir látnir standa, aldrei í búð- inni sjálfri. Búðin, sem okkur Viðey- ingum fannst bæði fín og falleg, var öll hvítmáluð að innan. I búðinni var einnig köku- og brauðsala, og eitthvað fleira smálegt. Mjólkiurbústýran og sölukonan hét Guðrún Jónsdóttir. Ekki kann ég meira um hana að segja. Fullorðin kona, talin vel að ^ér í mjólkurmatargerð allri og vandláf með að brúsarnir væru hreinir og litu vel út. Sjálf var hún alltaf í hvítum sloppi, þegar hún var í búð- inni að afgreiða fólkið. öllum í Viðey þótti vænt um Guðrúnu á Uppsölum — hún tók vel á móti öllum, sem komu frá Viðey. Það var yfirleitt venja að koma til Guðrúnar. Þangað var öllum keyrsluvinnu í bænum jafnhliða þvi að sækja Viðeyjarmjólkina inn að Laugar- nesi. Þá var kominn allgóður vegur inn að Laugarnesspítala. Mjólkin þurfti helzt að vera komin á útsölustaðinn fyrir kl. 10 á morgnana, þó oft kæmi fyrir að út af brygði, eink- um á skammdegistímabilinu, þar sem ekki var farið yfir sundið nema í sæmi- legu veðri og hagstæðri átt. Þess vegna var ógjarnan farið yfir fyrr en farið var að birta nema í góðu. En mikið kapp var á það lagt að komast yfir með mjólkina á réttum tíma, sem oftast var, miðað við flutning á sjó. En það er oft gott á Viðeyjarsundi, og litil kvika, þó annað veður og sjólag sé utar. Mjólkin var sótt í búðina á morgn ana af flestum neytendum, og gat það haft áhrif á söluna, einkum nýmjólkur- söluna, ef hún kom ekki á réttum tíma. Þá var morgunmatur í Reykjavík, sem annarsstaðar hér á landi, á þeim árum, milli kl. 9 og 10. Þá var það talið nauð- synlegt reykvískum húsmæðrum, að mjólkin væri komin í búðina helzt fyrir þann tíma, um leið og farið var í bak- arí og annað eftir mat. Það hafði alltaf 8. tölublað 1963 J]

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.