Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 2
Æt^
SVIP-
MVND
r yrrverandi forsætisráðherra
og utanríkisráðherra Frakklands,
Robert Schuman, er einn atkvæða-
mesti maður í stjórnmálasögu Evr-
ópu á síðustu áratugum. Hann átti
frumkvæðið að kola- og stálsam-
steypunni og varð þannig einn helzti
forvígismaður evrópskrar efnahags-
samvinnu. Nú hefur þessi aldraði at-
kvæðamaður dregið sig í hlé og yf-
irgefið vettvang stjórnmálanna, af
því honum fellur þungt hver þróun-
in hefur orðið í pólitísku lífi álfunn-
ar síðustu mánuðina. Þar með er
horfinn af sjónarsviðinu merkilegur
Evrópumaður og mjög sérkennileg-
iu: persónuleiki.
Robert Sohuman var ekki einn hinna
miklu mælskumanna, ekki einn þeirra,
sem hrópa hátt á götum og gatnamótum.
Hann var þvert á móti mjög hæglátur
maður, og óbifanlegt jafnvægi hans var
1 frásögur fært, svo á vígvelli stjórnmál-
anna gat hann jafnvel sýnzt heldur lit-
laus bardagamaður.
Eigi að síður átti það fyrir honum að
liggja að draga athygli umheimsins til
sín, þegar til stóru kastanna kom. Hann
varð vinsælt viðfangsefni franskra og
síðar evrópskra skopteiknara, enda sér-
kennilegur í útliti, mjósleginn og lát-
laust klæddur, með myndarlegt nef, sem
var fyllilega samkeppnishæft við hið
fræga nef bandaríska kvikmyndaleik-
arans Jimmy Durantes.
S kýringin á því að Robert Sehu-
man varð einn atkvæðamesti stjórnmála-
maður Evrópu, liggur meðal annars í
uppruna hans. Hann fæddist árið 1®86
x stórhertogadæminu Luxemborg, en var
af gamalli Lorraine-ætt og settist að í
Metz á unga aldri.
Franska var hans hjartans mál, en
hann var alinn upp við þýzku, stundaði
lögfræðinám sitt við háskólana í Bonn,
Munchen og Berlín, og varð jafnvel að
gegna herþjónustu í Þýzkalandi.
Hann hóf málfærslustörf í Metz og
hafði þar fast aðsetur, þangað til héraðið
var aftur sameinað Frakklandi árið 1918,
en þá var hann reiðubúinn að kasta sér
út í hringiðu franskra stjórnmála.
Hann var þegar kosinn í fulltrúadeild
franska þingsins fyrir Moselle-kjördæm-
ið, en tæplega verður sagt að hann hafi
vakið á sér sérlega mikla eftirtekt fyrst
í stað.
Hann þurfti að geymast eins og sum,
hinna góðu frönsku vína — og það var
honum á engan hátt skaðlegt. í kyrrþey
gat hann velt fyrir sér þeim hugsunum
og hugmyndum, sem hann átti síðar eft-
ir að hrinda í framkvæmd.
U pp úr hinni gráu fylkingu stjórn-
málamannanna skaut honum í rauninni
fyrst árið 1940, þegar Paul Reynaud, for-
sætisráðiherra, skipaði hann í embætti
ráðherrans, sem fór með mál flótta-
manna.
Eftir uppgjöf Frakka fluttist Sóhuman
aftur til Metz — og ekki leið á löngu þar
til Þjóðverjar fengu pata af honum, því
hann var óþreytandi og óhræddur við að
andmæla athöfnum þeirra.
Þetta gat jafngilt því að hann yrði
sendur í þrælabúðir nazista, en ógnin af
þeim hræddi hann ekki. Hann kaus
heldur að lenda þar en taka þátt í sam-
starfinu sem Þjóðverjar buðu honum
upp á.
Eða eins og orðaði það sjálfur með
sínum opinskáa hætti: _ „Ég veit ekki
hvað þrælabúðir eru. Ég veit bara að
þær eru engin rök.“
Hann var hins vegar svo heppinn
að komast undan. Duibúinn sem barna-
kennari flúði hann til þess hluta Frakk-
lands, sem ekki var hersetinn. Þar gekk
hann strax í neðanjarðaihreyfinguna og
varð einn af athafnasömustu mönnum
frönsku andspyrnunnar.
Hann áræddi jafnvel eitt sinn að tala
í grafhvelfingu undir kirkju einni í Lyon.
Viðstaddir voru 1500 tilheyrendur, allir
frá Lorraine, og á sinn hægláta, sann-
færandi hátt skýrði Sohuman fyrir þeim
með sterkum rölcum, að Hitler gæti með
engu móti unnið styrjöldina.
„Sé nokkuð sem þið megið treysta,
þá er það þetta,“ sagði hann.
Hann slapp heill á húfi frá þessum
glæfraiieik, en Gestapo fékk skýrslu um
fuhdinn, og sett var stór fjárfúlga til
höfuðs honum.
Á þennan hátt fékk Robert Sohu-
man alveg nýja aðstöðu innan franskra
stjórnmála eftir fall Þýzkalands. Hann
ávann sér traust meðal allra stjórnmála-
flokka, og honum var veitt hvert ráð-
herraembættið á fætur öðru. Það fór
smám saman að líta svo út, að óhugs-
andi væri að mynda franska ríkisstjórn
án Sóhumans.
£Xann bomst lfltia þegar frá leið upp
á tindinn, varð bæði forsætis- og utan-
ríkisráðherra. Það var í embætti utan-
ríkisráðherra sem hann hóf fyrir alvöru
baráttuna fyrir kola- og stálsamsteyp-
unni á árunum kringum 1950 („Schu-
man-áætlunin“ var hún nefnd), og þá
jafnframt fyrir nýrri evrópskri samvinnu
og einingu. Ekki má gleyma því, að það
var Sóhuman ®em gerði fyrsta alvarlega
átakið til að koma á endanlegum sættum
milli Frakklands og Þýzkalands — þrátt
fyrir þá fortíð, sem var honum enn í
fersku minni.
Það var einnig á þessum árum, sem
Frakkar fóru að fá áhuga á Schuman
fyrir merkilegan „meinlætalifnað“ hans.
Óhætt mun að segja, að sú manngerð sé
ekki tiltakanlega algeng á þeim breidd-
argráðum.
Þegar hann tók við embætti forsæt-
isráðherra af Bidault og fluttist í hinn
íburðarmilkla ráðttierrabústað, var fyrsta
verk hans að taka niður flesta glóðar-
lampana í skrautlegum ljósakrónunum
af sparnaðarástæðum. Og að því er snerti
sjálfan bústaðinn, sem sómt hefði kon-
ungum, lét hann loka öllum sölum hana
og herbergjum nema borðstofunni og
svefnherberginu. Obbinn af þjónaliðinu
varð að draga sig í hlé, og við stjórn húss
ins tók hin sjötuga bústýra hans, „Marie“
sem var nafnkennd í Frakklandi og
þekkti hina ströngu lifnaðarhætti hús-
bóndans. Hann afsalaði sér líka ráð-
herrabílnum og varð trúfastur viðskipta
vinur neðanjarðarbrautarinnar í París.
Hann reykir hvorki né drekkur, og
ferðataskan, sem hann hefur meðferðia
á innlendar eða alþjóðlegar ráðstefnur,
er ekki miklu stærri en skólataska.
Georges Bidault, sem þekktur var
að lífsgleði og munaði, gaf honum þegar
í stað viðurnefnið „Kufllausi munkur-
inn“, og á það að mörgu leyti vel við
hann. Eins og gera má ráð fyrir af lifn-
aðarlháttum hans, er hann ókvæntur,
hefur alla tíð verið staðfastur pipar-
sveinn. Það var einn þeirra þátta sem
skrýtluhöfundar og gamanvísnaskél<i
gerðu sér mikinn mat úr. Skrýtlurnar
um hann voru óteljandi. Hér er ein sem
þótti góð:
Sárþjáður eiginmaður spurði hann
eitt sinn:
— Hver er leyndardómurinn við það
að þér hafið gebað haldið áfram að vera
piparsveinn fram á þennan dag?
— Jú, svaraði Sohuman og setti upp
bros sem minnti á Voltaire. Það er
mjög einfalt mál. Piparsveinn er ein-
faldLega maður, sem komizt hefur hjá að
gera sömu vitleysuna í fyrsta sinn.
F
Jhi n þó Schuman lifl eins og Spart-
verji og bústýran verði að berjast eina
og ljónynja til að fá hann til að kaupa
sér ný föt, þegar þau sem hann gengur
í eru að detta í sundur, þá er hann ekki
sparsamur á einu sviði. I hinni bláu bók
Frakklands nefnir hann tómstundaiðjui
sína og hún er „bókasöfnun.“
Og það er víst ekkert vafamál, að
hann sé bókasafnari. Hann er meðal
fastagesta hjá fornbókasölunum á Signu-
bökkum, og á einkheimiii sínu getur
hann reikað um meðal bókaskápa sem
geyma 8000 bindi og gott betur..
•— Hvers vegna ætti maður að
kvænast, spyr hann, þegar maður á
svona margar ástrneyjar? Hann safnar
bókum um guðfræði og sagnfræði, en
þessar hátíðlegu bækur eiga sitt sér-
kennilega mótvægi í bókaskápunum, þvl
hann er sérfræðingur í Verlaine og
Rabelais, tveimur lífslystarmönnum, sem
með gleði tæmdu þau glös, sem Robert
Schuman lætur ósnert. Sagt er að hann
eigi stærsta Rabelais-bókasafn í öllu
Frakklandi, og mesta stolt hans eru
frumiútgáfurnar af verkum hins miikla
skáldjöfurs.
Nú er svo komið, að Schuman
finnst þróunin stefna í gagnstæða átt við
hugmyndir hans og hugsjónir. En hann
hefur á langri ævi lifað svo margar
breytingar og byltingar, að hann hlýlur
í hjarta sínu að trúa því, að dagar Schu-
man-hugmyndanna renni upp á ný.
TJtgefandl: HJ. Arvakur. ReykjavQc.
Framkv.stJ.: Slgfús Jónsson.
Kitstjórar: Valtýr Stefánsson (
Siguröur Bjarnason frá Vlgur.
Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konróð Jónsson.
Auglýslngar: Arnl Garöar Kristlnsson.
Ritstjórn: Aöalstrætl 6. Sími 22480.
8. tölublað 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS