Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 4
REMBRANDT Framhald af bls. 1 unni, kömutmst við að því, að starfs- mennirnir þaa- höfð'U ekki búizt við okkur svona snejama, og kirkjan var lokuð og læst. Kistan var sett niður, meðan einhver fór til að ná í kirkju- vörðinn, og þarna stóðum við allir í litlum hóp, og okkur langaði til að segja eitbhvað, en vissum ekki hvað við áttum að segja, en þá ískraði allt í einu í slagbröndunum og dyrnar opn- uðust hægt og hægt, og inni fyrir var grafarþögn, en þó var einhver að berja, í nokkurri fjarlægð, hann var að gera við bekk sem hafði biiað. Ég leit á Rembrandt og sá, að hann hafði fölnað upp, rétt eins og menn hefðu rekið nagla í kistuna konunnar hans. Við grófum hana beint undir litla orgelinu. Athöfnin stóð ekki yfir nema nokkr- ar mínútur. Þykka, svarta klseðið, sem hafði hulið likkistuna, var nú brotið saman og gerðu það tveir atvinnu-lík- menn. Síðan var kistan sett ofan á tvo digra kaðla. Átta menn — fjórir hvorum megin — tóku í kaðlana. Prest- urinn gekk fram með heljarmikla Biblíu sem hann opnaði og lagði á litla tré- grind, sem hafði verið sett þarna fyxir athöfnina, og meðan hann las 103. sálm- inn, var Saskía látin siga, hægt og hljóðlega, niður i myrkradjúp opinnar grafarinnar. É i g hef verið við margar jarðar- farir og í hvert skipti hef ég fundið sárt til vanmáttar Lúthers- og Kalvíns- trúarinnar, til að láta í ljós tilfinning- ar sinar með einhverju meira en orð- unum tómum. Tónlistin í kirkjunum er andstyggileg, og söngurinn eyrna- raun. Við þekjum veggina með mörg- um lögum af kalki, við málum loftið grátt og ferniserum bekkina, þangað til þeir eru orðnir dökkbrúnir, og svo heimtuim við, að söfnuðurinn sitji kyrr á þessum ótrúlega óþægilegu sætum, meðan einhver er að rausa yfir honum. Seun dæmi vil ég nefna jarðarför Saskiu. Ef til er harmleikur, þá var það andilát þessarar yndislegu mann- veru. Hún var ung og — þangað til fáum mánuðum fyrir andlát sitt — yndisfögur. Hún var gift einum merk- asta manni samtíðarinnar, sem elskaði hana og hefði getað veitt henni ævi, fulla af fegurð og álhugamálum. Hún átti barn. Hún átti marga vini. Ef til vill hefur hún ekki verið neitt sérstakt gáfnaljós, en það fór heldur enginn fram á það, að hún færi að þýða Auveer i Iatnesk hexametervers. Og svo dó hún. Dó áður en hún hafði alveg náð þrítugsaldri. Dó og skildi eftir allt, sem henni þótti vænt um, til þess eins að verða númer í röð af óhugn- anlegum gröfum og rotna þar í snjáð- um líkklæðum, þangað til beinum henn- ar yrði rutt burt, til þess að rýma fyrir nýjum umsækjanda. Óhugnanlegur harmleikur, en dásam- legt tækifæri fyrir kirkjuna til að koma fram sam spámaður vonarinnar, til að halda þvi fram af djörfung, að lífið sé gott og dauðinn ekki annað en líf í annarri mynd, og láta þessum fullyrð- ingum sínum fylgja fagra helgisiði og almennilega tónlist, með teiknum, sem gætu borið hinum eilíía sannleika ó- vefengjanlegt vitni. unni. Þeir tóku nú kistuna, sem geymdi alla þessa fegurð, og með illa duldu „einn—tveir—þrír“ létu hana síga í snatri niður í steinbúrið. Svo sneru þeir sér við, til að bera líkbörurnar yfir í geymslukompuna, að baki kirkjunni, þar sem öll slík áhöld voru geymd, og flýttu sér svo til dyranna, til þess að taka við vikaskildingnum úr hendi aðstandenda hins lálna. Ég býst við, að sumir okkar hefðu gjarna viljað doka þarna við ofurlítið lengur — til þess að segja eitthvert síð- asta orð við þennan skugga, sem lá þarna við fætur okkar. En til þess feng- um við ekkert svigrúm. Presturinn fór. Kirkjuvörðurinn var þegar farinn að hringla lyklunum sínum. Það var ekki annað fyrir okkur að gera en hypja okkur. Við fórum því aftur heim í húsið í Anthonie Breestraat, og þar var uppbúið borð í sömu stofunni og líkið hafði verið borið út úr, klukkustundu áður — rudda legur ósiður, sem við höfum líklega erft frá villimönnunum, forfeðrum okkar. Þarna var okkur boðið inn að þiggja góðgerðir. Ég stóð þarna við nokkrar mínútur, því að það hefði vakið ofmikla eftirtekt, ef ég hefði farið alveg strax. Svo fór ég að svipast um eftir Rembrandt. Hann var þarna hvergi. Ég læddist á tánum upp á loft og inn í vinnustofuna hans. Rembrandt stóð þarna í sorgarklæðun- um og með svarta slæðu hangandi við hattinn og með hanzka á höndum, en gjörsamlega utan við umheiminn, og málaði af kappi. Ég gekk til hans og lagði höndina á öxl honum, en hann leit ekki einu sinni við og ég hugsa, að hann hafi alls ekki tekið eftir mér. Því að enn var hann að vinna að and- litsmynd af Saskíu — eins og hún hafði litið út daginn, sem hann gekk að eiga hana. * ★ * E, I stað þess las einhver ungur sveitamaður nokkur falleg vers, sem hann sjálfur virtist alls ekki skilja orð 1 Svo komu sextán menn, sem í dag- legu lífi voru öleklar og álaveiðarar, með hversdagsfötin sín illa hulin af síð- um hempum og þefjandi af bjórknæp- ig gekk út úr vinnustofunni, án þess að mæla orð af munni, talaði við fá- eina menn niðri, blaðraði einhver kurt- eisisorð, eins og tíðkast við svona tæki- færi, fór heim og hafði fataskipti og síð- an í sjúkrahúsið. Eftir kvöldverð sagði vinnukonan mér til mikillar furðu, að hr. van Rijn væri að spyrja um mig, og ég lét bjóða honum inn og spurði hann, hverskonar formfesta þetta væri að láta tilkynna komu sína, og hann svaraði eins og úti á þekju, að hann vissi það ekki, tók síðan stól og settist. Þá tók ég eftir því, að hann var enn í sömu svörtu fötunum, sem hann hafði verið í við jarðarförina og svipurinn á honum var eitthvað ruglaður. Ef einhver annar hefði átt í hlut, hefði ég hugsað: Þessi maður er drukkinn. En hann var gjörsamlega ódrukkinn. Það gat ekki verið nema ein önnur skýring á þessu útliti: hann var yfir sig þreyttur. Ég spurði hann, hvort hann hefði feng ið nokkuð að borða um daginn, hvenær hann hefði borðað síðast? Hann reyndi að muna það en tókst ekki. „Fyrir tveim ur eða þremur dögum“, sagði hann. Ég fór því fram í eldhús og bjó honum með eigin hendi máltíð úr linsoðnum eggjum og brenndu brauði og sendi stúlkuna út eftir mjólk, sem ég velgdi ofurlítið, og hann át þetta allt, og sagði síðan: „Ég er ógurlega þreyttur“. Þá fór ég með liann upp og varð næstum að afklæða hann, þar eð hann gat tæpast hreyft hönd eða fót, og svo setti ég hann í rúmið mitt, en fór sjálfur niður og bjó um mig á stólnum með púðum og notaði loks húsbiblíuna fyrir kodda. Ég slökkti ljósið, en ég hafði víst varla sofið meira en klukkustund, þegar ég heyrði baríð harkalega á framdyrnar, og vitanlega hélt ég, að þetta væri einhver sjúklingur og tók eftir því um leið, mér tirímestu furðu, að sólin var komin á loft, svo að klukkan hlaut að vera orðin milli átta og níu um morguninn. Ég opnaði svo dyrnar og þarna stóð þá fóstran hans Títusar litla, með hárið niðri í augum og fæturna bera í inniskóm. „Þetta er dáfallega farið með mann“, sagði hún, en ég sussaði á hana og bað hana að koma inn og sagði hvasst: — „Reyndu að tala eins og sæmilega kurteis manneskja!" „Er hann hérna?“ spurði hún. „Hann? Hvað áttu við með því?“ „Rembrandt". „Og síðan hvenær kallarðu húsbónda þinn skírnarnafni og kallar hann hann?“ „Ojæja, hann er nú engin ósköp, og það er heldur ekki viðeigandi að vera að heiman nóttina eftir jarðarför konunn- ar jiinnar. Það er skammarlegt! Ná- grannarnir eru þegar farnir að kjafta. Það er skammarlegt! Og hér er ég að þræla mér út, til þess að hafa allt í lagi, og ég bjó til bezta mat, sem nokkurn tíma hefur verið búinn til, eftir jarð- arförina, og hann kemur ekki einu sinni niður til að heilsa neinum af gestunum. Og svo gleymir hann að gefa mér aura til að kaupa bjór fyrir, svo að ég verð að borga hann úr eigin vasa og svo kemur hann ekki heim í mat og allir em farnir að kjafta um þetta“. Þannig hélt hún áfram í einni bunu, með móður- sýkislátum og sjálfsmeðaumkun. Jr að þýddi nú lítið að fara að rökræða þetta, svo að ég sagði henni, að illa hefði verið farið með hana, og ég skyldi tala við hann undir eins og hann hefði hvílt sig eftir áreynslu síðustu daga, og ég bað hana að fara heim og gæta barnsins, svo skyldi ég koma með húsbóndann eins fljótt og ég gæti. Og pilsvargurinn yfirgaf mig að lok- um og ég fór aftur inn í borðstofuna til að klæða mig og ákveða með sjálfum mér, hvað ég gæti sagt við Rembrandt, því að ég fann, að hann haíði þörf á hjálp einhvers, sem væri í andlegu jafnvægi og sæmilega hag- sýnn. Þegar svo Rembrandt kom nið- ur, klukkan rúmlega ellefu, át hann fyrst sem svaraði þriggja manna morg- unverði, og svo ýtti ég stólnum mín- um aftur á bak (það er skrítið, að mað- ur skuli ekki geta hugsað með fæturna undir borði?) og sagði: „Hlustaðu nú á mig, góði vinur. Þetta má ekki svo til ganga. Ég hef sagt þér það einu sinni og tíu sinnum tólf sinnum, að þessi kven- Hluti af sjálfsmynd eftir Remhrandt frá 1650. Málverkið er nú í Ríkis- listasafninu í Washington. maður verður að fara. Hún dugar ekki til neins. Hún er algerlega ábyrgðar- laus. Ég vil ekki beinlínis segja, að hún sé vitskert, en það vantar nú samt minnst á það. Greiddu henni kaupið hennar og láttu hana fara, en bara taf- arlaust, því að ef mér ekki skjátlast, er hún sem óðast að missa vitið, og getur endað með því að myrða þig og barnið þitt.“ Honum varð hverft við þetta og spurði: „Er þér raunverulega alvara með þetta, eða segirðu það bara af því, að þú getur ekki þolað hana?“ Þessu svaraði ég og ekki laus við ákefð, að persónuleg samúð mín eða andúð væri málinu óviðkomandi, og að um svona mál kynni ég vel að gera greinarmun á embættislegum og einkaskoðunum, en sem læknir, sem hefði gert það sem hægt væri til að bjarga konu hans og væri nú að gera sitt hezta til að bjarga syni hans, teldi ég það skyldu mína að vara hann við svona hættulegri per- sónu á heimilinu, og loks endurtók ég hvatningu mína: „Greiddu henni kaup- ið hennar og láttu hana svo fara“. Jl n hann svaraði þá, að þetta væri ekki eins auðvelt og það sýndist, og ég spurði hann hvers vegna. Samband húsbænda og hjúa var fastum reglum bundið í Amsterdam á þessum tíma, þannig, að ef staðið var við fjármála- legar skuldbindingar, önzuðu embættis- menn engu klögumálum reiðra þvotta- kerlinga, sem leituðu til þeirra. Þannig kynni hann að verða að greiða henni fullt mánaðarkaup, en þá gæti hann líka sagt henni að hafa sig brott sam- stundis — og verið feginn að losna við hana. En það var eins og allar þessar rök- semdir bitu ekkert á hann. Hann end- urtók æ í æ, að þetta væri ekki eins einfalt mál og það sýndist, og loks fór hann, en rétt þegar ég var að fylgja honum til dyra, sagði hann nokkuð, sem ég varð hissa á: „Þetta er rétt hjá þér og ég ætla að fara eftir því. Ég ætla að reyna að stappa upp peningana í dag“. „Stappa upp peningana, þó þó!“ .... tuttugu til þrjátíu gyllini, hátt reikn- að! „Stappa upp“ .... maður, sem bjó í stærsta húsinu í Jodenbreetstraat, keypti myndir eftir Rubens og Rafael, eins og það hefðu verið tíu aura glans- myndir, og vitað var um, að hafði geng- ið að eiga eina ríkustu heimasætuna 1 Fríslandi! „Reyna að stappa upp peningana 1 dag!“ Hingað til hafði þetta verið harm- leikur. En nú fór þetta að verða ráð- gáta. Og ég ákvað að tala alvarlega við hann þegar hann hefði náð sér eftir þessa síðustu daga. Maður, sem gat náð í fimmtíu þús- und gyllini í beinhörðum peningum, hvenær sem var og fyrirvaralaust (þvl að allir vissu, að svo mikið hafði Saskía átt til) var að tala um að „stappa upp‘* eitt mánaðarkaup vinnukonu .... nei, hér var eitthvað ekki í lagi! En það er nú ekki þægilegt að fara að spyrja nánar um slíkt sem þetta, svo að ég beið átekta, því að ég vissi, að þeg- ar menn hafa eitthvað þessu líkt á sam- vizkunni, þá annað hvort láta þeir þa3 uppskátt, fyrr eða seinna, eða þá missa vitið. Það var eins og Remhrandt ætti 1 harðri baráttu til að leyna vandræðum sínum. Dagamir urðu að vikum, en þá var það einn daginn, að ég kom heim úr sjúkrahúsinu og fann hann í vinnu- stofu minni. „Ég þyrfti að tala dálítið við þig“, sagði hann, án þess að heilsa mér eins og hann var vanur. „Ég er í dálítilli klípu. Geturðu lánað mér fimmtíu gyll- ini?“ Og svo sagði hann mér sögu sína, og hún var einkennileg, eins og við mun- um fá að sjá. 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.