Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 6
dýpi glsepa. Maðurlnn einn gat fundið til syndar, hinnar tragísku sektar — sem hann átti i rauninni enga sök á, en fann samt til hennar ..... Maður- inn einn gat heimt verðmæti úr hinu sýnilega tilgangsleysi, þjáningu og sundrung og flækjum, dregið fram í dagsljósið tilgang og samhengi. í þessu hlýtur að felast eitthvað mikilsvert og frjósamt fyrir lífið“. Fyrir efahyggjumenn má hér draga fram til gamans prófessor Kuckuck í skáldsögu Thomasar Manns um refja- manninn Felix Krull, prófessorinn sem heldur því fram að þrjár skapanir hafi átt sér stað: fyrst hin ólífræna náttúra, síðan lífið og loks maðurinn. En er það, þegar á allt er litið, nokkurt undrunar- efni að tveir miklir húmanistar skuli víkja að sömu hugsun? Og nú skiljum við kannski betur hinar tvær þekktu Ijóðlínur úr ljóðabókinni „Hjartats sángar (Söngvar hjartans): Jag vördar intet av det os blev givet, jag vördar mánskan, föraktar livet. (Ég dái ekki neitt af því sem oss var gefið, ég dái manninn, fyrirlít lífið). —OoO— að hefði samt verið óþarft að bera kvíðboga fyrir því, að Par Lager- kvist ætti eftir að gleyma sér yfir ein- tómum vangaveltum. Sjálfsævisagan „Gast hos verkligheten" (Gestur veru- leikans) ber vitni um skarpt raunskyn, og smásagnasafnið „Onda sagor“ (Ljót- ar sögur) afhjúpar djöfullega kald- hæðni. Er það t. d. ekki mikill létt- ir að fá að vita, að nú er búið að laga helvíti eftir nýjustu tízku, þannig að það er ekki lengur likaminn sem þar kvelst, heldur einungis sálin? „Guði sé lof fyrir það“, segir nútímakona sem óvænt hefur lent þar. Að vísu er „Mann- en, der fick leva om sitt liv“ (Maður- inn sem fékk að lifa lífi sínu aftur) heimspekilegt leikrit um frelsi viljans, en lesið það og gerið ykkur innlífa skó- vinnustofuna þar sem hið mjög tak- markaða frelsi ríkir, og kynnizt ein- fætta betlaranum Boman, sem fyrirlít- ur lífið. Og rétt er það, leikritið „Kon- ungen“ á sér stað í Babýlon hinni fornu þar sem svallsamar helgiathafnir þóttu sjálfsagðar — en allt í einu erum við staddir í rússnesku byltingunni og finn- um til greinilegrar samúðar með því sem gert var áður en Stalín kom til sögunnar. Það er eftirtektarvert að Par Lagerkvist lætur þegar frá líður mál- efni dagsins æ meir til sín taka, þó hann sé í rauninni með vissum hætti ótíma- bundið skáld. Og hann hitti í mark. Ár- ið 1933 tók Adol'f Hitler völdin í Þýzka- landi. Og árið 1933 kom „Böðullinn" út. Gaman væri að sjá hvaða dóma oókin iékk í Svíþjóð á þeim tíma. Við sjáum böðulinn í tvenns konar aðstæðum, í þjóðfélagi miðalda og í þjóðfélagi nazismans, tveir stórkostleg- ir kaflar sem allir ættu að lesa. Hér skal aðeins bent á lítið, ópólitískt atriði, því það bendir fram á veginn til seinni bóka Lagerkvists. Þegar böðullinn hefur krossfest Krist, verður hann leiður á iðju sinni, og að hætti margra persóna Lagerkvists fer hann út í geiminn til að spyrja guð, hvort það hafi verið sonur hans sem var tekinn af lífi. En guð er ekki lengur góðlátlegi maðurinn með sögina, hann hefur steinrunnið og augu hans stirnað, hann gefur engin svör. Ekki gat Kristur verið sonur hans. Hann hlýtur að hafa verið maður. A næstu árum voru það að sjálf- sögðu verkin sem fjölluðu um málefni líðandi stundar, sem vöktu mesta at- hygli. „Den knutna naven“ (Kreppti hnefinn) er á yfirborðinu safn af ferða- lýsingum frá Grikklandi og Palestínu, en kreppti hnefinn er Akrópólis sem steitt er framan í einræði og ofbeldi Persíu. Smásagnasafnið „I tiden“ hefur að geyma hina beisku sögu „Det lilla falttoget", sem er illkvittið háð um Hitl- ersæskuna. Leikritið „Mannen utan sjal“ (Sálarlausi maðurinn) fjallar um þá sem urðu fórnarlömb nazismans, ekki með því að þola pyndingar og morð, heldur með því að fá upptöku í flokk- inn. Loks má nefna ljóðasafnið „Strid och sáng“ með hinu gullfallega ljóði „Det sörgande Norden“: Ej lyfter gládjen sin cymbal att livets Ijuvhet prisa, tyst ligger sommarns högtidssal och vinden glömt sin visa. —OoO—- En þegar orð skáldsins fengu ekki afstýrt ósköpunum, kemst Pár Lager- kvist að þeirri niðurstöðu í seinni heims- styrjöldinni, að mikilvægara væri að kryfja vandamál illskunnar, hinna nei- kvæðu afla í manninum, og sneri sér aftur að efni sem hann hafði ekki fjall- að um síðan 1920 í skáldsögunni „Det eviga leendet". Árið 1944 kom frá hon- um skáldsagan „Dvergurinn", snilldar- verk, djöfullega snilldarlegt. Það er dvergurinn sjálfur sem segir söguna í gagnorðum og illkvittnum stíl, sem hrein nautn er að lesa. Dvergurinn tilheyrir renessansahirð í borgríki á Norður-Ítalíu. Hann dáir furstann og getur þess með mikilli ánægju að hann sé rammfalskur. Hann hefur dálæti á styrjöldum og morðum, og þegar furst- inn gefur honum skipun um að drepa nokkra gesti á eitri, þá er það honum sérstök ánægja að geta gengið skrefi lengra og myrt fleiri en aétlazt var til. Það er aðeins einn maður sem hann skilur ekki, og sá er málarinn, Meistari Bernardo (Leonardo da Vinci). í fari hans finnur hann ekkert vanskapað, og skrifar um hann í forundruðu skiln- ingsleysi: Hann er ekki falskur. -Og á . því andartaki fær lesandinn meðaumkurt með ókindinni. Hvers hlýtur hann ekki að hafa farið á mis! Og þó kynlegt sé, minnir bókin hvað eftir annað á ein- kennilegasta erindi sem Pár Lagerkvist hefur nokkurn tíma ort. Það er í ljóða- bókinni „Genius": Kanske det onda har en evig boning ett fjárran rede, ödsligt, otillgángligt, dár det förgáves lángtar til försoning; som sjálva Ijuset nágot oförgángligt. Iíéðan í frá varð skáldsagan eftir- lætisform Lagerkvists. Hann hóf þegar að kljást við stærstu vandamál lífs síns: vandamál Krists og guðshugmyndina. Af þeim átökum varð til þrenningin „Barra- bas“ (1950), „Sibyllan" (1956) og „Ahas- verus död“ (1960). Franska þýðingin á „Barrabasi" vakti þvílíka athygli Nóbels- skáldanna André Gides og Martin du Gards, að þeir lögðu til að Lagerkvist fengi Nóbelsverðlaunin, hvað og varð árið 1951. Skáldsögurnar þrjár fjalla um menn- ina tvo Barrabas og Ahasverus, sem hafa séð Krist — en „það er engin ánægja að sjá guð“, eins og segir í „Sibyllan“. Þegar Barrabas hefur verið látinn laus, finnur hann hjá sér sterka þörf til að fylgja Kristi til Golgata. Hann lifir krossfestinguna og formyrkv- unina. Hann laðast að gröfinni og lifir það, að kona sér engilinn velta stein- inum frá. Sjálfur sér hann ekkert. Hann laðast að lærisveinum Krists, en skilur ekkert af því sem þeir eru að blaðra um að „elska hver annan.“ Þess vegna fer hann aftur á fund gömlu félaganna, en reynist ekki lengur hæfur til ræn- •ingja-iðjunnar. Mörgum árum síðar er hann fluttur sem þræll í koparnámu á Kýpur, hlekkjaður við Grikkja sem er kristinn. Vegna reynslu Barrabasar í Jerúsalem verða þessir tveir menn ná- komnir, og Barrabas skilur a.m.k. að Kristur muni brátt koma aftur og ver- öldin farast í eldi og brennisteini. En þegar þeir eru spurðir hvort þeir séu kristnir, neitar Barrabas. Grikkinn er krossfestur einn. Með sína kristnu brennutrú kemur Barrabas til Róma- borgar, og þegar hann sér nótt eina hvar æsingamenn eru að kveikja í húsum, heldur hann að Kristur sé kominn aft- ur, kveikir í húsum sem óður sé, er handsamaður, játar að hann sé kristinn og verður þannig orsök nýrra ofsókna á hendur kristnum mönnum. Hann deyr á krossi með þessum orðum: „í þínar hendur fel ég anda minn“. Var að furða þó André Gide ræki uppi stór augu? Hinn maðurinn, sem hefur séð Krist, er gyðingurinn eilífi Ahasverus. Þegar Kristur var að sligast undir kross- inum á leiðinni til Golgata ætlaði hann að halla sér sem snöggvast upp að húsi Ahasverusar, en Ahasverus meinaði ho'num það og kallaði með því yfir sig þá bölvun Krists, að hann mundi lifa tdl dómsdags. Mörgum árum seinna heimsækir hann véfréttina í Delfí til að spyrjast fyrir um örlög sín. Völvan get- ur ekki gefið honum nein svör. En betlari nokkur vísar honum til. eldgam- allar völvu sem býr uppi í fjöllunum ásamt fimmtugum syni sínum, forkunn- arfögrum fávita. Hann heimsækir hana, en hún getur engin svör gefið, heldur segir honum frá ævi sinni. Meðan hún var ung mey varð hún völva við véfrétt- ina. Apollon var kynlegur guð. Upp í hofinu var hann bjartur og geislandi. Niðri í hellinum, þar sem hún lá í leiðslu á meiriháttar hátíðisdögum, var hann hins vegar dýrslegur og af honum lagði geitaþef. Þegar hún tók sér ástmann, drap hann ástmanninn og nauðgaði henni, og níu mánuðum síðar setti hún þennan goðkynjaða fávita í heiminn sér til stórrar hneisu. Meðan hún segir sögu sína hveríur hins vegar hinn goðborni sonur hennar, og þegar þau fara að leita hans sjá þau í snjónum að hann hefur orðið uppnuminn til himna. Auðvitað út í geiminn eins og svo margar af per- sónum Lagerkvists! Ef þið lesið „Sibyll- an“, munuð þið komast að raun um að þessi trúárlega æsisaga, sem byggir á þeirri gnostísku hugmynd að guðdómur verði að sameina guð og djöful, er mjög trúverðug, einkanlega ef þið hafið áður kynnzt guðinum Abraxas í skáldsögunni „Demian“ eftir Hermann Hesse. JL „Ahasverus död“ er gyðingur- inn eilífi loks kominn fram til miðalda og hittir á pílagrímagististað ræningja með kláðugan hund. Þessi ræningi er í rauninni á leið til Jerúsalem, því einu sinni fann hann þennan hund í þorpi þar sem allir voru dauðir úr drepsótt og hjá honum lík af kvenmanni sem bar sáramerki Krists. Af einskærri heimsku hafði hann þá heitið að fara pílagríms- för til Jerúsalem, en nú er hann að nið- urlotum kominn. Þá skeður það, að Ahasverus leggur svo nærgöngular spurningar fyrir ræningjann, að hann verður öskuvondur og sparkar í hund- inn, svo hann hlýtur bana af. í sárri iðrun finnst ræningjanum nú hann vera bundnari af heiti sínu en nokkru sinni fyrr, en Ahasverus finnur sekt sína og er þannig líka bundinn ræningjanum. Þeir eru báðir jafnkynlega bundnir Kristi eins og Barrabas. Þeir halda því báðir áfram ferðinni til Jerúsalem ásamt hermannahóru, sem er gömul vinkona ræningjans. En ekkert þeirra kemst á áfangastað. Hvers vegna fær þá Ahas- verus að deyja? Af því hann sér að bölvunin, sem á honum hvílir, er ekki 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS komin frá bróður hans, Jesú, heldur frá hinum óttalega guðdómi Jehóva fyrir munn mannsins Jesú. Hann finnur að fyrir hönd mannsandans hefur hann sigrazt á hinum tvíræða guði. Frásögn sem aðeins stiklar á stærstu steinum gefur enga hugmynd um fyll- ingu þessara þriggja skáldsagna, um hina ótrúlegu mannþekkingu, sem þar kemur fram, um kímnina, kaldhæðnina, kærleikann, djöfulskapinn og hinar ljósu lýsingar sem gæða sögurnar töfr- um. Par Lagerkvist situr uppi á hátind- um, guðleysingi sem hefur komizt þang- að upp sökum óstöðvandi trúarlega hugarflugs. I SViPMYND | Framhald af bls. 2 en Wilson harðneitaði því og sagðist mundu fara með sigur af hólmi — sern hann og gerði. Þetta voru svik í augum vinstra armsins, en hægri armurinn leit á það sem upphaf miðstefnu af hálfu Wilsons. Sjálfur leit hann á það sem sjálfstæða afstöðu. Upp frá þessu átti hann á hættu, að allt sem hann gerði yrði túlkað á a.m.k. tvo vegu. Hvenær sem hann andæfði Gaitskell, var litið á það sem valdabaráttu eða eftirsókn eftir hylli kjósenda. F ins og stendur er þessi duli mað- ur í hópi svipmestu manna í brezka þinginu. Ræður hans glitra af kímni og eru fljúgandi mælskar — stundum ber kímnin jafnvel mælskuna ofurliði. Minni hans er haft að orðtaki, og samt er það ekki sjónminni eða myndrænt, heldur minni á tölur, dagsetningar, ártöl og nöfn. Harold Wilson er að mörgu leyti óvenjulegur leiðtogi, mjög ráðþæginn, samt fullur sjálfstrausts, ákaflega. iðinn og dálítið hégómagjarn. Hann hefur mjög mikinn áhuga.á vísindum og tækni. Margir aðdáendur hans líta á hann eins og nokkurs konar heimatilbúinn Kennedy — eða kannski öllu heldur sambland af raunsæi og róttækum við- horfum Kennedys, lýðskrumi Lloyds Georges og örlitlum skammti af var- færni og heilbrigðri dóingreind Attlees. Haraldarnir tveir, sem stjórna stærstu flokkum Bretlands, eiga að mörgu leyti vel saman. Þeir eru beztu atvinnumennirnir á leikvelli stjórnmál- anna og eiga fleira sameiginlegt en hvor um sig átti við Gaitskell. En þegar um lorustu þjóðarinnar er að ræða, á Wil- son eftir að eyða einni efasemd. Hefyr hann hæfileika til hugkvæmrar og djarfrar forustu? Oft er sagt að hann hafi engar sannfæringar, en sé jafnan að leita að jafnvægispúnkti í flokknum. Það gæti leitt hann í ráðherrastólinn í Downing Street, en það mundi ekki gera setu hans þar eftirminnilega. Þeir sögðu... „Óhjákvæmilegt skilyrði frelsisins er miáttur til þess að varðveita það gegn eyðilegigin-gu.“ — Douglas MacArthur, hershöfðingl „Hin ósveigjanlega framvinda rraann- kynssögunnar bíður þess ekki, að þjóð- irnar útkljá innbyrðisdeilur sínar.“ — Thomas E. Dewey. „Vinum þínum þykir vænt um þig, en taka þig eins og þú ert gerður. Konan þín elskar þig — og eir sífellt að reyna að breyta þér.“ G. K. Chesterton 11. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.