Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 13
| SMÁSAGAN I Framhald af bls. 3 Hinir kinkuðu kolli. Kuldinn hafði hrakið stríðið á flótta. H VERSVEGNA ÁTTI þessi dag- ur og þessi smávægilegi atburður eftir að standa mér enn ljósar í minni en þær skelfingar, er ég reyndi á tímum hernáms og hins algera ósigurs ættlands míns? Ég veit það ekki. Ég veit bara það eitt, að ég gat aldrei gleymt Þjóð- verjanum, sem ég drap ekki — Þjóð- verjanum með andlitið, sem ég fékk aldrei að sjá. Ég sá alltaf fyrir mér hnakkann á honum, með svarta ullar- trefilinn, sem eitt andartak hafði verið mark riffilkúlunnar minnar. Eitt vetrarkvöld árið 1943 stóð ég á brautarstöðinni í Montaubau og beið eftir lestinni. Löng flutningalest kom inn á stöðina og stanzaði. Ákvörðunar- staður hennar var augljós: Fangabúð- irnar. Þýzkir hermenn tóku sér stöðu, til að halda vörð um lestina. Nístandi óttakennd greip mig, þegar ég tók eftir Þjóðverja í fimmtíu metra fjarlægð. Undir stálhjálminum hafði hann þykk- an ullartrefil, sem huldi hnakkann á honum. Hann var líkur varðmanninum, sem ég hafði gefið líf. Já, þetta var hann. Ég var alveg viss um það. Ég sá beisklega eftir því, að ég skyldi ekki hafa skotið hann daginn, sem ég hafði líf hans í mínum höndum. Oftar en einu sinni á hinum myrku hernámstímum fann ég til þessa sama samvizkubits og ég sá eftir þvi, í magnvana reiði, að ég skyldi hafa leyft þessum manni að halda lífi. Meðan við þræluðum í hinni þýzku ánauð endur- tók það sig aftur og aftur, að ég starði eins og dáleiddur á hnakka undir stál- hjálmi: „Þarna er hann! Og það varst þú sem lézt hann lifa!“ En tíminn hefur liðið og friðurinn hefur gert hinn fyrri óvin að góðum ná- granna. Hvorki mér né öðrum er hann lengur táknmynd illsku, grimmdar og miskunnarleysis, eins og hann var þá. Á alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin var nýlega í Schwarzwald, hitti ég í fyrsta skipti eftir stríðið þýzka rithöf- unda og aðra menntamenn. Og kvöld eitt í garðboði, sá ég allt í einu einn af okkar fyrri fjandmönnum standa ör- skammt frá mér. Hann sneri við mér baki, og hnakki hans var hulinn þykk- um, svörtum hálstrefli. Ég starði eins og bergnuminn á þennan hnakka. Mig svimaði. í sömu andrá kom góður vinur minn og leiddi mig til Þjóðverjans, til að kynna mig fyrir honum. Nú sá ég and- lit hans í fyrsta skipti. Það var andlit menntaðs manns, virðulegt, örlítið ang- urvært, en eins og upplýst af innri ró- semi. Eins og svo margir okkar, líktist hann manni, sem lifað hafði ógnþrúngn- ar skelfingar. Við samræður okkar varð ég þess brátt var að við áttum sameiginlegar skoðanir á mörgu og samskonar áhugamál. Við urðum fljótt góðir vinir. IVleðan við töluðum saman, varð skyndilega einhver djúptæk breyting innra með mér. Gamla samvizkubitið, vegna þess að ég hafði ekki drepið fjandmann minn, þessi sjálfsásökun, sem hafði ásótt mig svo miskunnarlaust öll hin illu hernámsár — allt þetta hvarf gersamlega og í þess stað fylltist ég djúpri gleði við tilhugsunina um það, að e.t.v. hefði ég þyrmt lifi þessa manns. Mér varð ljóst, að hefði ég þá þekkt hann jafn vel og nú, hefði ég aldrei getað drepið hann. Hvílíkur leikur ör- laganna, að hann skyldi þá reyna að fá örlítinn hita í líkamann, með því að sveifla handleggjunum, og að sú hreyf- ing skyldi verða til þess að vekja hjá mér tilfinningu mannlegs sameiginleika. Hinn nístandi kuldi, sem þjáð hafði okkur báða, hafði gert okkur að bræðr- um. Hver okkar getur drepið náunga sinn, ef hann þekkir hann? Maður getur drepið hermann úr óvinaliði, ef hann er í einkennisbúningi, framandi vera, án andlits, án nafns. En getur maður drepið handverksmann, bónda, lista- mann eða vísindamann, mann sem á börn, eiginkonu, móður — mann sem er svangur og kaldur, sem hefur sinar sorgir og sínar vonir — mannlega veru, sem er alveg eins og maður sjálfur? M inningin um þýzka hermann- inn, sem ég hætti við að skjóta á þess- um kaldasta degi ævi minnar, hefur sannað mér það, að ef hver einstakur okkar gæti kynnzt meðbræðrum sínum persónulega — bæði góðum eigin- leikum þeirra og illum — þá yrði aldrei framar stríð. líkur á að sálarlifið (hugsun og ástríða) mótist af andanum, en ef allt logar þar í þeim ófrjóu átökum milli skoðana, sem deilur nefnast. Sálarstríð er gott svo lengi sem það er borið uppi af lifi og anda, en leiðir til upplausnar, ef græðgin verður ráðandi afl. Hvort það er græðgi í völd, eignir, viðurkenningu eða líkamsnautnir skiptir engu máli. Heilbrigð uppfylling sálarlegra og lík- amlegra langana og þarfa þarf ekki að vera á kostnað andans heldur samverk- ar að heilbrigði þeirrar starfsheildar, sem maður nefnist. í þeirri starfsheild eru þrír þættir, líkami, sál og andi, og má engan þeirra vanrækja, ef vel á að vera. Þessir þrír þættir geta ekki unnið rétt saman nema fyrir tilverknað þess raunveruleika, sem trúarbrögð nefna Guð. Ég sagði, að Jesús frá Nazaret leiddi lærisveina til þekkingar á stað- reyndum. „Á staðreynd,“ hefði eins mátt segja. Málfræðileg hugtök eins og eintala og fleirtala hafa enga merk- ingu, þegar rætt er um staðreyndina, sem stendur að baki orðsins „guðs“. Það er sá veruleiki, sem lærisveinarn- ir fá að lifa sig inn í, en misjafnlega djúpt. Hver eftir þeim mæli, sem hon- um er mældur. Jr etta má hártoga endalaust mál- fræðilega, merkingalega og skoðana- lega. Það má velta því endalaust upp úr ástríðufullri eftirsókn í slúður og blóðlausum lífsleiða. Það má ata það alls hins lægsta í manneðlinu — samt stendur staðreyndin eftir hrein og sönn, sú staðreynd, sem lýsir í lífi þeirra manna, sem þora að ganga götu kær- leikans á jörðinni. Þeir eru vegarins menn. Eitthvað hlýtur að vera bogið við þá listamenn, sem þurfa að leita að verk- efnum eða skapa sér viðfangsefni. Slíkt er einkenni andlausra eftirapenda, en ekki sannra listamanna. Hinir síðar- nefndu fá ekki frið fyrir þeim verk- efnum, sem á þá leita. Annað er það, sð menn horfi í kringum sig eftir því túlkunarformi, sem hentar þeirri upplif- un eða innlifun, sem þeim liggur á hjarta. Eitt hörmulegasta fyrirbrigði, sem gerzt getur í lífi þjóðar, er það að listamennirnir gangi til þjónustu við á- sókn fólksins í slúður. Þetta gerist því aðein3 að þeim liggi svo fátt á hjarta, eð þeir hafi tíma til að sinna slíku fá- ný ti þjóð sinni til smánar. Með þessu 11. tölublað 1963 --------------------- hjálpa þeir skoðanasjúkum stjórnmála- mönnum og andlausum prestum til þess að skapa andlega hungursneyð í land- inu. Sannir listamenn eru salt jarðar, en glata þeir seltu sinni eru þeir stórmik- ið ógeðslegri og þaðan af óhollari en saltlaus hafragrautur. En hvað er það, sem ekki er talið hey í harðindum. ”ilL, hvað mér leiðist þetta,“ hugs- aði ég um daginn. Þá sat ég með sveitt- an skallann yfir skattskýrslunni anda mínum til armæðu og sálinni til niður- dreps. Ég er annars ekki vanur að blóta, en í þetta sinn kreppti ég hnefann og barði í borðið hvæsandi út úr mér svo- felldum orðum: „Fjandinn eig-i það! Maður fær ekki einu sinni að lifa líf- inu eins og karlmaður!" Eitt augnablik sáröfundaði ég forfeður mína, sem bjuggu í hellum og gengu út til veiða. Svo rann sleði hugsunarinnar af stað á gönuskeið lífspeki þeirrar, sem fjallar um tilgang lífsins og nefnist á máli finna manna metafysik. Þau fræði eru oftast afgreidd með fyrirlitningu í svip og axlayppingu. Ef andsvarið á að vera verulega flott er fitjað upp á trýnið, varirnar dregnar fram í stút, og eftir fáeinar krampakenndar hreyfingar fram gengur af þeim fæðingarvegi hið vís- dómsfulla orð: „Tja....“ Hér með er syndin meðgengin: Ég fór að hugsa um tilgang lífsins. Og ég er að hugsa um að láta slag standa og hætta því ekki fyrst um sinn, því að nú hefur sprottið eitt góðverk upp af hinni metafysisku þróun minni frá villmennsku hellisbú- ans. Ég er sem sagt hættur við að gera mér sérstaka ferð til að lumbra á skatt- stjóranum og öllum hinum köllunum, sem nauðga karlmönnum til að útfylla það hörmungafyrirbrigði menningar- nauðungarinnar (lærði þetta orð hjá prófessor Jóhanni), sem skattskýrs.a nefnist. Og svo verðum við ofan í kaup- ið að skrifa undir drengskaparyfirlýs- ingu til þess að sú forsmán sé fullkomn- uð að við karlmennirnir, sem erum skapaðir til að vera hetjur og fullhug- ar, sigurvegarar á jörðinni og riddarar í augum kvenna, látum hafa okkur til þess að vera þrælar innantómrar sið- menningar! Já, en hvers vegna hætti ég við að lumbra á köllunum? Jú, mér datt í hug sá vísdómur, að þeir fyndu sama þrældómsokið hvíla á sjálfum sér, og að karlmennska þeirra leitaði útrásar í því að þvinga öllum þessum djöfulskap upp á okkur hina. — En karlmennska þrátt fyrir allt. Öfugsnúin karlmennska, en betri en engin — hugsaði ég. Samt er þetta gal- ómögulegt svona, og við verðum að finna leið út úr því. Svo datt mér í hug á eftir, að leiðindin yfir skatt- skýrslunni væru kannski guðleg ráð- stöfun til að drífa mig burt frá dauð- anum og til lífsins. Kannski væri mér sérlega bölvanlega við skattskýrsluna og skýrslur yfirleitt, af því að þær minntu mig á dulvitaða staðreynd — eitthvað sem ég væri sekur um. Mað- ur er nú ekkert yfir sig spenntur fyrir að láta minna sig á eigin sekt og van- rækslu! Ó, þessi sálfræði! Jú, það er svo sem augljóst, hvað veldur: mann- dáðaskýrslan er enn óútfyllt. Svona má hún ekki ganga til skattstjórans mikla! Þetta er saga inspírasjónarinn- ar, sem orsakaði það, að skattskýrsl- unni var fleygt út í horn, þrátt fyrir allan hótanir um sektir og yfirgang í trássi við öll mannréttindaplöggin, sem veifað er, þegar fegurst er galað á hanagól stjórnmálanna. Og nú var ort! G L f M A Er vængjatak vaknandi ástar vonum lyftir mót sól er huggun að himininn blár 'hvelfist grálofti ofar. Við svífum svo lengi sem lofar lulckunnar Parísarhjól. En þú, sem ert þolinmóður þankahjóls mins og vituður vandræða minna: Ég skil að hver veraldarvegur verður að enda í gröf. Ég veit að heimurinn hangir yfir helgjá á veikri nöf. Ég sé þessar vængstýfðu vonir sem velkjast um endalaus höf. Skal mér þá skemmtan að þvl að skugganum ofar lýsir þitt ljósa hvel? Skal ég þá gleðjast við gull meðan góðvinir svelta í hel? Því geng ég til glímu að ég get ekki annað þó að það væri þúsund sinnum í biblíu bannað — og kostaði hundrað helvítisvistir! — Sárlega sál mína þyrstir. En dulur er sær djúpt á svari við hafnargarð tímans hugur í vari. Og meinsemd í muna ég ber: ég man eftir Hiro-shima. Svipirnir sækja að mér um svartnætti rúms og tíma I manninum mæti ég þér. — Mannlíf er Jakobsglíma. Vegleysufjöllin á vinstri hönd. Ófæruhafið á hina. Að baki æskunnar óskhyggjulönd yndið í hvirfingu vina. Framundan engist Stórkarlaströnd í stríði við eilífðina. Bylgjurnar ýfast er þjóð hatar þjóð og þyrpast að fjallanna rótum. Himinn yfir sem eldur og blóð ymur í sárþungum nótum. Enn er þó jörðin gömul og góð og gleðst undir léttstígum fótum. Ég rólegur horfi um hávaðans svið og hjarandi veraldar gengi og vildi svo feginn leggja því lið sem leikur á blíðari strengi. — Min ævi er farin að breytast í bið. Við bíðum hér flestir of lengi. Þeir segja hér sumir að lífið sé list en lifa með sprengfulla blöðru. Svo segjast þeir trúa kannski á Krist en kannast þó aðeins við nöðru. Hið fyrsta er síðast, hið sizta er fyrst og svona fer hvað eftir öðru. Ég vil ekki mæta þér, moldarskafl, með manndáðaskýrsluna auða. Hví horfi ég enn á hið ógnþrungna tafl sem alheimur þreytir til dauða? Ég veit þó í mönnum það óvíga afl sem opnaði Hafið hið rauða. Það skiptir víst litlu hvar ber ég mín bein en bregðast — það vil ég eigi! Æ, sál mín er dauð eins og dagblaðsgrein drukknuð í prentsvertulegi! En hjartað — það lifir, ástin mín ein og ætlar að ryðja þér vegi! tílfur Ragnarsson. Aths. S.A.M. er eliki ritstjóri Les- bókar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.