Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 16
ar torfur karfa úr Vestur-Atlants-' hafi. Laxar, sem eru nýkomnir í ár til að hrygna bera á sér sjó-sníkju- dýr, en svo deyja þau smám saman og í stað þeirra koma ferskvatns- sníkjudýr; þannig getur tegund sníkjudýra gefið til kynna, hve lengi hinn eða þessi laxinn hafi verið í fersku vatni. Að rata Hinar reglulegu komur fisktorf- anna á hrygningarsvæðin, sem oft eru langt frá átusvæðunum hafa vak- ið þá spurningu, hvernig fiskarnir rati til þessara staða. Hin geysilega mergð í torfunum og hinn reglulegi göngutími, gerir það mjög ólíklegt, að fiskarnir hitti á hrygningarsvæð- in fyrir einhverja tilviljun. Sann- leikurinn er sá, að fiskimenn safnast Hrygningarferðir norska Norður- íshafs þorsksins. Hrygningarsvæð- in eru sýnd með örvum — hin stærstu liggja innan við Lófót- eyjarnar í Vesturfirði. FYRIR meira en 2300 ár- um, á dögum Aristótel- esár og Pliniusar, vissu fiski- menn við Svartahafið, hvenær þeir máttu búast við. að túnfisk- urinn kæmi úr Asovshafinu til veiðisvæðanna, sem kennd voru við hina fornu borg Sinope og Trabezon. — Hvert fara fiskarnir? Fyrir tæpum 90 árum þekktu menn ekki uppeldisstaði þorsksins, sem veiddur var um hrygningartím- ann við Lófót. Fiskimenn höfðu það fyrir satt, að þessi fiskur væri lík- lega hluti af torfum, sem væru á reiki um Norður-Atlantshaf, allt til Nýfundnalandsbankanna, en líka væri það til — og á þeirri skoðun voru einnig vísindamenn — að hann tæki fæðu sina rétt úti fyrir land- grunni Noregs, og synti siðan hina tiltölulega stuttu leið inn í Vestfjörð- inn, til þess að hrygna. Þetta er eitt dæmi um hinar ólíku skýringar, sem menn koma fram með á því, hvað verði af fiski, þegar hann hverfur, tíma og tíma, af fiskimiðunum. Það var ekki fyrr en 1913, að rétt vit- neskja fékkst um göngur fisksins frá svæðunum kring um Bjarnarey og undan Murmansk-ströndinni til hrygningarsvæðanna við Lófót og sannaðist með fiskmerkingum. — (Mynd 1.) Vitneskja Merkingar voru notaðar þegar á 17. öld, til þess að sýna fram á, að fullorðinn lax sneri aftur í sömu árn- ar og hrygningin hafði farið fram í. Merking virðist vera einföld og ör- ugg aðferð til að athuga göngur fiska, . en merki finnast ekki aftur, nema þar sem veiðar eru stundaðar í at- vinnuskyni, svo að endurheimtin sýn- ir helzt ekki annað en veiðimagnið * og ferðalög fisksins inn á óþekkt svæði koma hvergi fram. Hegðun fiskanna getur líkt breytzt eftir árs- tíðum, svo að ekki sé alltaf jafnauð- velt að veiða þá — togarar veiða ekki mikið af hrygndum þorski við Nor- egsstrendur af þvi að þessi fisktegund hefur það til að yfirgefa botninn og synda norður eftir hærra uppi í sjón- um. Þrátt fyrir þessa galla eru merkingarnar mikilvægar og á síð- astliðnu ári einu saman merktu brezkir sjómenn yfir 10.000 fiska. Sjálfgerð merki Sumir fiskar eru þannig, að ó- framkvæmanlegt er að merkja þá; sumar tegundir eru „sprungnar“, þegar upp á yfirborðið kemur, en aðrar þarf að fara mjög varlega með, svo að þær missi ekki mest allt hreistrið. Vísindamenn hafa því snú- ið sér að þeim merkjum, sem fisk- urinn ber á sér sjálfur. Oft má þekkja fiska sundur á ýmsum sér- kennum, t. d. á hreistri og kvörnum, sem eru eitthvað sérkennilega vax- in, og á liðafjölda í hrygg, og eins geta bein í uggum verið mismunandi, og öll þessi einkenni hafa verið notuð til að aðgreina fiskaflokka. Fiskar hafa og mismunandi blóð- flokka, alveg eins og maðurinn og blóðeinkenni hafa verið notuð til að fylgjast með ferðum vissra ætta tún- fiska, laxa og sardina. Sníkjudýr eru og eðliieg merki, því að fiskar frá mismunandi svæðum bera á sér mismunandi snikjudýr, svo sem heil- saman og bíða viðbúnir komu fisks- ins, og frávik frá komu hans, eru nægilega sjaldgæf til þess að þykja tiltökumál. Er það eðlisvísun? Menn álykta oft sem svo, að fisk- ar og fuglar rati fyrir einhverja „eðlisávísun“, en það er engin skýr- ing á þeim hvötum, sem stjórna eftir A. D. Woodhead ferðum þeirra. Margir sjófiskar hrygna fljótandi hrognum, sem svo berast með yfirborðsstraumum í sjón- um, og þegar svo unginn kemur úr hrogninu, getur hann verið margar mílur frá hrygningarstaðnum. Seiði, sem eru að þroskast, synda oft yfir svæði þar sem þau hafa aldrei kom- ið fyrr (nema þá sem fljótandi hrogn), en samt koma þau að lokum á hrygningarstaðinn. Stundum hefur því verið haldið fram, að eldri fisk- ar, sem rata, kunni að vísa hinum yngri veginn, og víst er um það, að gömlu fiskarnir koma oft fyrstir til hrygningarsvæðanna — t.d. síldin við Noreg, þorskurinn í Barentshafinu og kolinn í Norðursjónum. Það hefur verið gefið í skyn, að fiskar gangi eftir mismunandi hita- stigi og seltu, úti á hafi, og margir fiskar eru furðuiega næmir og geta merkt hitamismun, sem ekki er nema 0.03°C. og seltubreytingar, sem nema aðeins 0.02%. En þessar breytingar eru oft mjög litlar — þannig getur þorskurinn í Barentshafinu farið úr kaldari sjó í hlýrri og hitamismunur- inn þó ekki verið nema um 7°C., á 700—800 mílna leið, svo að fiskur- inn getur hafa orðið að synda að meðaltali um 30 mílur, til þess að skynja lágmarks-hitabreytinguna, sem hann getur merkt. Þetta sama gildir, og ef til vill ennþá meir, um seltubreytingu. Þefvísi Næmasta skilningarvit fiska er ilm- anin, og hjá sumum tegundum mjög næm. Álar hafa verið æfðir í því að finna þef af einhverju efni, sem hef- ur verið þynnt í billjón hlutum af vatni, og ýmsir fiskar geta gert greinarmun á vatninu úr hinum ýmsu ám.jafnvel þótt það hafi verið hlandað nokkur þúsund sinnum. Ilmanin getur hjálpað göngulaxi til að finna heimaána sina; sé hann fluttur í aðalána, ratar hann von bráðar í heimaána, en ef nasahol- unum er lokað með bómul, geta margir fluttir laxar misst þennan hæfileika, og að því er virðist vegna þess að þeir geta ekki þefað uppi heimaána. En lyktin af heimaánni hlýtur að berast margar mílur út í sjóinn við ströndina, og göngulax- inn hefur það til að synda fram og aftur með ströndinni, þangað til hann finnur þessa lykt. Vegna hinna löngu ferðalaga laxins, er ratvísi hans al- veg sérstaklega áberandi (enda þótt margir villist vitanlega og hrygni á öðrum óm), en um 30 aðrar fiskteg- undir hafa sýnt sig að rata þannig heim, enda þótt í minna mæli sé. Sjófiskar kunna líka að geta þekkt hrygningarsvæði sín af einhverri sér- stakri lykt, og þetta gæti t.d. útskýrt þá staðreynd, að koli frá þremur að- al-hrygningarsvæðunum sunnan til í Norðursjónum kemur stöðugt á sama svæði aftur. Á sama hátt er lítill mismunur á sildinni, sem hrygnir á grunnunum kring um Doversund — þar virðist sama tegund síldar hrygna á sömu grunnum. Þetta gæti gefið til kynna, að nægi- lega mörg smáatriði um leiðina fest- ist fljótt í minni hinnar ungu síldar, til jbess að hún geti síðar haft forustu. Menn hafa uppgötvað sams konar „lærdóm“, en í miklu smærri stíl hjá öðrum fiskum — og á sama hátt læra ungar dúfur miklu fljótar að skila sér heim, ef þeim er fyrst sleppt með eldri og reyndari fuglum. Samt koma fiskar, sem eru að hrygna í fyrsta sinn, fyrstir á vettvang í sumum fiskastofnum, svo sem síldin, sem hrygnir skammt frá Dover og eins þorskurinn í Barentshafinu, sem ferð- ast fyrst frá Spitzbergengrunninu til Lofót, til að hrygna, en snýr oft eftir hrygninguna til strandgrunnanna við Murmansk og verður þannig að kynn- ast nýrri leið til Lófót. Álar og Kyrra hafslax hrygna aðeins einu sinni, en deyja síðan, svo að ekki verða nein- ir gamlir fiskar eftir til að vísu veg- inn á hinum löngu hrygningarferð- um. Af þessum ástæðum vlrðist það einfaldara að falla frá þessum kenn- ingum og leita að einhverjum öðrum reglubundnum atriðum í umhverfinu, sem gætu vísað göngufiskinum leið- ina. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.