Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 11
 Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIk HOMO V ] AT O R M L"-S aður á vegi, vegfarandi, maður á ferð, þetta er alkunn sjálfsmynd mannsins í hugsjónasögunni. Vér hittum þessa mannlífsmynd víða fyrir í sjálfsvitnisburði hugsandi manna, í fornum, kínverskum fræðum, í Hávamálum, í heimspeki fornaldar og miðalda, í mörgum verkum vorrar eigin aldar. Og vér hittum fyrir mynd vegfarandans í sögu Guðs lýðs í báðum testamentum. Vegurinn er eldra nafn á trúarbrögðum vorum en orðið kristindómur, enda segir Frelsari vor um sjálfan sig að hann sé Vegurinn í einstæðum skilningi. Vor eigin þjóð hefur einnig verið vegfarandi, þrátt fyrir langa einangrun öldum saman „á hjara hins byggilega heims“. Ljómi hvílir yfir landnámsöldinni í upphafi sögu vorrar: „Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu, austan um hyldýpis haf, hingað í sælunnar reit“. Og það mæla sumir athugu’ir menn að um nokkurt skeið hinnar fornu sögu vorrar muni þjóð vor hafa verið meðal hinna farsælustu í Evrópu á þeim tímum. E n þjóð vor þurfti ekki að fara úr landi til þess að leggja leið sína inn í þrældómshúsið. Það gengur greiðlega að selja frelsið þegar það er boðið fram af litlum og andlega fá- tækum eiganda. Aldalöng var þrældómsgangan, löng og erfið varð leiðin út úr ánauðinni. Það er aðeins liðin lítil stund síðan staldrað var við á hinum síðasta stóra áfangastað. Ekki eru þjóðir einar vegfarendur í sögunni. Mannkynið allt er á vegferð og einn og einn erum vér vegarins menn og eigum vora eigin sögu. Vera má að hún sé ekki glæsilegri en ganga þræls í auðnum Afríku eða Arabíu — t. d. þegar mað- urinn er eign eigna sinna eða ánauðugur undir einhverju lífs- eyðandi máttarvaldi. Óumdeilt er þó að sú leið er séð verður, liggur frá fæðingu til dauða. Upphaf vegarins og endir eru tveir punktar, sem fáir heilbrigðir menn deila um. Hagstofa og skattstofa ruglast hér sjaldan í ríminu, átta sig yfirleitt á því hvort sálin sé í líkamanum eða ekki, með aðstoð sérfróðra manna. V sra má að vér eigum alla ævi heima á sama bæ eða í sama húsi við sömu götu. Lífið er samt vegferð, aldrei verður aftur snúið í sviði tímans, hversu oft sem vér göngum sömu götuna í sviði rúmsins. Hvort sem vér erum ung eða öldruð, er hinn ófarni hluti vegarins allt af að styttast. Og það er ljóst að ekki 'viljum vér sætta oss við að öllu sé lokið við síðari leiðarendann, dauðann og gröfina. Ekki hættum vér að hugsa eða tala um samferðamenn vora á veginum, þótt dánir séu. Að vísu er einfaldast að ætla að öllu sé lokið með dauðanum. En þá hættir maðurinn að vera homo viator og verður homo animalis, mann-dýr eða- dýrmenni. Það liggur í mennskunni — humanitas — að vilja ekki gefast upp. HJONIN Guðrún Sörensen og Ólafur Pálsson, byggingarmeist ari, Kleifarvegi 8, segja frá: Okkur gafst ekki tími til að lyfta okkur upp á síðasta sumri svo að við ákváðum að taka sumarfríið með haustinu og bregða okkur til útlanda, suður á bóginn. Okkur datt helzt í hug Mallor'ca, töldum okkur viss um að fá þar gott veður þótt áliðið væri. Við leituSum upplýsinga hjá Njáli Símonarsyni í ferðaskrif- stofunni Sögu og hann ráð- lagði okkur að fara flugleiðis til Kaupmannahafnar og slást þar í hóp hjá danskri ferða- Ferðin mín skrifstofu, sem hann mælti mjög með. Við höfum aidrei farið fyrr í hópfeyð t'il útlanda, vorum á báðum áttum, en tókum þó ráðum Njáls. Og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Þetta stóð allt eins og stafur á bók. Alla farseðla keyptum við hjá Sögu og eftir að við vorum komin i hópinn hjá Jörgensens ferðaskrifstofunni dönsku var séð fyrir okkur í smáu sem stóru. Þetta var átta daga ferð til Mallorca, flogið báðar leiðir, dvalizt á fyrsta flokks hóteli í Palma, legið á ströndinni suma daga, farið í stuttar skemmtiferðir inn á eyjuna aðra daga — alltaf í sól og sumri, í miðjum nó-vember- mánuði. Ógleymanlegt. Með dönsku ferðaskrifstof- unni kostaði ferðin rétt lið- lega 5000 krónur íslenzkar fyrir manninn, allt innifalið, ferðir til og frá Kaupmannahöfn, gist- ing og matur á Mallorca, en skemmtiferðirnar borguðum við fyrir aukalega. Leiðsögumenn ferðaskrifstofunnar voru alltaf til taks, tilbúnir að leysa hvers manns vanda og enginn þurfti að láta fara illa um sig. Maturinn var ■ að vísu ekki sá, sem við áttum að venjast, frekar en annars staðar í út- löndum, én hann var góður. Staðarmönnum þótti orðið kalt, en okkur íslendingum þótti hlýtt og notalcigt í Mið- jarðarhafinu. Og næturlífið var mikið í borginni fyrir þá, sem þess vildu njóta. Við fórum einungis til að njóta veðurblíðunnar og nátt- úrufegurðar. Aðrir vilja verzla í leiðinni og okkur virtist leður vara, skór og töskur, svo og skartgripir á mjög hagstæðu verði. Svo ekki sé minnzt á spænsku vínin, sem eru hlægi- lega ódýr. í ferðalokin vorum við harð- ánægð og erum sammála um það, að næst, þagar hugsað verður til utanlandsferðar, þá förum við að vori eða hausti til að missa ekki af okkar stutta sumri hér heima — og ef við förum á nýjar slóðir, þá förum við í hópi ferðaskrif- stofu. Þannig fær maður mest út úr ferðinni, þarf ekki að standa í endalausum snúning- um, því leiðsögumenn bjarga öllu. Og síðast en ekki sízt: Útgjöldin verða þá lanigtum minni. lÐ tilhlutan Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna voru sl. fimmtudag gefin út ný frímerki í rúm- lega S0 löndum þar á meðal gaf íslenzka póststjórnin út tvö ný frímerki, 5 kr. og 7,50 kr. með mynd af löndun úr síldarbát. Á næstu mánuð- um munu fleiri lönd bæt- ast í hópinn Og er gert ráð fyrir að um 100 lönd. muni 'gefa út frímerki á þessu ári tileinkuð herferðinni gegn hungursneið. Þetta er þriðja skiptið, sem Sam- einuðu þjóðirnar beita sér fyrir sameiginlegri fri- merkjaútgáfu. Fyrst var það 1960 að gefin voru út frímerki í tilefni af alþjóða- flóttamanna-árinu. Urðu þau merki mjög vinsæl meðal safnara um tíma, en áhugi fyrir þeim hefur dofnað vegna þess hve erfitt er að ná þeim komplet. í fyrra beittu S.Þ. sér fyrir sér- útgáfu vegna baráttunnar gegn malariu. Áhuga fyrir söfnun þeirra gætti mjög lítið hér á landi, bæði vegna þess hve lönd þau, er malar- ian er í eru fjarri okkur og svo vegna þess að ekkert af nágrannalöndum okkar gaf út malariumerki. Nú erum við aftur með í sameigin- legri útgáfu og má því vænta þess að einhverjir hafi hug á að safna þeim mei-kjum er út verða gefin í heiminum í þessu tilefni. Þeir sem hafa hug á því skulu þó verða við því bún- ir að þurfa að greiða allt að 15 þúsund krónur fyrir heilt safn, ef allar blokkir og ótökkuð merki verða tekin með. Af innlendum frímerkja vettvangi er heldur lítið að frétta. Áhuginn fyrir frí- merkjasöfnun hefur nú aftur tekið að aukast, en eins og söfnurum er kunnugt hefur verið heldur dauft yfir frí- merkjasöfnun hér undan- farin tvö ár. Verð á íslenzk- um frímerkjum fer ört hækkandi sérstaklega þeim eldri og aðeins tímaspurs- mál hvenær þau stórhækka. Þeim sem safna íslenzkum merkjum og ónotuðum og vantar enn merki útgefin 1920—1940, skal bent á Lýð- veldismerkin 1944, Alþingis- húsið og Flugmerkin 1952 og mörg fleiri. Nýlega er lokið sam- keppni þeirri er efnt var til um teiknun á nýjum Evrópu merkjum og varð Norðmað- ur hlutskarpastur. Mun ís- lenzka póststjórnin gefa út að venju íslenzk Evrópu- merki. Um önnur ný ís- lenzk frímerki er einungis vitað um Rauða kross merki sem gefin verða út í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóða Rauða krossins. FK. 11. tölublað 1963 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.