Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 2
 SVIP- MVND Bandaríski skopleikarinn og grínistinn Bob Hope varð sextugur 29. maí s.l., sama dag og John F. Kennedy Bandaríkjaforseti vexð 46 ára. Þrátt fyrir þennan ald- ur hefur Hope varðveitt ungæðis- íega gamansemi sína fram á þennan dag. Hann heldur því fram, að hann hafi sagt fleiri brandara um ævina en nokkur annar maður. í blaðavið- tali árið 1957 sagði hann: „Ég held ég hafi sagt a.m.k. 250.000 brandara. Og séu endurteknir brandarar tekn- ir með í reikninginn — þ.e.a.s. brand arar sem ég hef sagt oftar en einu sinni við ólíka hópa á ferðum mín- mn — þá skiptir talan milljónum." „Ég efast um, að nokkur maður ann- ar hafi sagt jafnmarga brandara/ sagði hann, og bætti síðan við glottandi: „Hver annar hefur fengið taekifæri til þess?“ c ennilega kemst enginn grínisti í hálfkvisti við hann að því er snertir reynslu 1 skopleikjum, útvarpi og sjón- varpi, kvikmyndum (yfir 50 talsins) og stjórn á veizlum, góðgerðasamkomum og ýmsum ððrum mannfundum. Auk reglulegrar vinnu í kvikmyndum, út- varpi og sjónvarpi kom hann að jafnaði fram einu sinni í viku hverri hér og þar í Bandaríkjunum, og þegar Hope kom fram var hann ekki ánægður fyrr en áheyrendur í heild bókstafiega vein- uðu af hlátri. í seinni heimsstyrjöld ferðaðist hann um heim allan og skemmti bandarísk- um hermönnum. I Kóreu-stríðinu kom hann líka á vettvang og létti löndum sínum á vígstöðvunum erfiðar stundir. Eftir heimsstyrjöldina hefur hann farið víða og skemmt bandarískum hermönn- um erlendis, einkanlega um jólin. A.rið 1961 lagði Stuart Symington fram þingsályktunartillögu I öldunga- deiid Bandaríkjaþings þess efnis, að forsetanum yrði falið að láta gera sér- stakan gullpening handa Bob Hope, þar eð hann væri „mest metni og vinsæl- asti sendiherra Bandaríkjanna í víðri veröld." Symington benti á, að Hope hefði eytt 18 jólum á bandarískum her- stöðvum erlendis. Á heimsstyrjaldarárunum ferðaðist Bob Hope hátt í tvær milljónir kíló- metra til að skemmta bandarískum hermönnum, allt frá Norður-Afríku til afskekktra eyja á Kyrrahafi. Alls stað- ar létti hann mönnum lífið með gaman- sögum og bröndurum, sem virtust óþrjót andi. Hann hafði sérstakt lag á að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér, og var það mjög vinsælt. Ein af eftirlætissög- um hans er um heimsókn á hermanna- sjúkrahús. Þegar hann kom inn í eina sjúkrastofuna, tók hann eftir því, að ungur hermaður gaf honum nánar gæt- ur. „Herra Hope“, sagði pilturinn að lok- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um, „þér græðið mikla peninga, er það ekki?“ Hope vissi ekki á hverju hann mátti eiga von næst en svaraði játandi og kvað laun sín mega teljast góð. „Hvers vegna í ósköpunum látið þér þá ekki klippa yður?‘‘ H lutverkið sem Hope lék bezt og átti mestum vinsældum að fagna meðal hermannanna var saklausi einfeldningur inn, sem sífellt var að rata í ógöngur og hættuleg ævintýri, en bjargaðist jafn- an á síðustu stundu með því að fremja enn meiri axarsköft. Árið 1958 hélt Bob Hope upp á 25 ára afmæli sitt sem „stjarna" með því að koma í fyrsta sinn fram í sjónvarpi í leiknum sem gerði hann frægan á Broadway árið 1933, „Roberta". Þar end- urtók hann brandarann sem varð vin- sælastur 25 árum áður. í leiknum er tízkusýning, sem Hope stiórnar, og við eitt tækifæri segir hann: „Síðir kjólar valda mér engum áhyggjum — ég hef gott m,inni.‘‘ F yrir störf sín á stríðsárunum hlaut Bob Hope margháttaða viðurkenn- ingu bæði frá hernum og skemmtanaiðn aðinum bandaríska. Haustið 1947 komu um 1400 leiðtogar skemmtanaiðnaðar- ins saman í Hollywood til að hylla Hope með veglegu hófi. Þar voru haldnar fjölmargar lofræður og margir góðir brandarar sagðir. Kay Kyser komst svo að orði, að Hope hefði dregið styrjöld- ina á langinn, þar sem hann hefði látið undir höfuð leggjast að heimsækja sex herbúðir. Jack Benny kvaðst hafa þekkt Hope á erfiðleikatímum hans, áður en hann kynntist Bing Crosby, „þegar hann hafði aðeins tíu textahöfunda.“ í þakkarræðu sinni kvaðst Hope ekki hafa trúað að nokkur mennskur maður gæti verið eins góður og fram hefði komið í ræðum vina sinna, en þeir hefðu þó að lokum sannfært sig! Margir evrópskir blaðamenn virtust undrandi, þegar Hope sagði þeim, að kvikmyndir hans, sjónvarpsþættir og önnur verkefni útheimtu átta textahöf- unda. Þegar hann sá undrun þeirra sagði hann: „Gieymið því ekki, að forseti canaanKjanna hefur fjóra textahöfunda til að hjálpa sér með ræðurnar — og hann þarf ekki að vera fyndinn." Þó margir hendi gaman að texta- höfundunum, sem Bob Hope styðst við, er hitt alkunnugt, að hann er mjög hug- myndafrjór og fljótur að kasta fram bröndurum af litlu tilefni. Hann er alltaf „á sviðinu.'1 fjob Hope og Bing Crosby voru nákomnir vinir, léku saman golf, ferð- uðust saman, héldu sameiginlegar sýn- ingar og rifust þegar svo bar undir. Þeir fengu þá snjöllu hugmynd að fara með glettur sínar upp á kvikmyndatjaldið, og varð úr því „The Road to Singapore“, fyrsta kvikmyndin í samstæðum flokki, sem hlaut miklar vinsældir og færði þeim mikið fé. Aðrar slíkar „Road“- myndir fjölluðu um Zansibar, Marokkó og jafnvel Útópíu. f öllum þessum kvik- myndum fór Dorothy Lamouc með kven- hlutverkið. Þó Bob Hope sé mikill galgopi, er hann líka séður kaupsýslumaður. Auk þeirra gífurlegu tekna, sem hann hefur af kvikmyndum, sjónvarps- og útvarps- þáttum, á hann hlutabréf í ýmsum góð- um fyrirtækjum sem gefa af sér mik- inn arð. B 5k Hopes, „I Never Left Home' sem kom út árið 1944, seldist í rúmlega 1.600.900 eintökum, og ágóðinn af henni nam 175.000 dollurum, sem fóru til góð- gerðastarfsemi. Þessi bók fjallaði um ferðir höfundar meðan hann skemmti hermönnum víða um heim. „So This Is Peace“ (1946) var líka metsölubók. Hún er safn af skrýtlum og skopsögum um ástandið sem ríkti, eftir að friður komst á og menn urðu aftur að semja sig að gömlum venjum. Sjálfsævisaga Hopes, „They Got Me Covered", kom út árið 1941. Hin miklu afköst Hopes eiga greini- lega rætur að rekja til þess, að hann kann að slappa af og njóta hvíldar. Hann vinnur mikið og fljótt, en gætir þess að láta engan hlut raska jafnvægi sínu. K ob Hope, sem upphaflega hét Leslie Townes Hope, er Breti að ætt- erni. Hann fæddist í Eltham í Englandi árið 1903 og var einn af sex systkinum. Árið 1907 fluttist hann með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og settist að í Cleveland. Meðan hann var í mennta- skóla lærði hann steppdans, en sneri sér síðan að hnefaleik til að halda vext- inum. „Ég hélt vextinum, en það gerði nefið á mér ekki,‘‘ sagði hann síðar. Að loknu menntaskólanámi fékk hann atvinnu hjá bílasölu og kveðst hafa haldið henni vegna þess hve létt honum var um tungutak. Fyrsta tækifærið til að koma fram á leiksviði fékk hann, þegar kvikmyndaleikari, sem var að sýna í borginni, auglýsti eftir auka- þætti á sýningu sinni. Hope fékk einn vin sinn til að æfa með sér dansþátt, og þeir höfðu tveggja vikna sýningu upp úr krafsinu. Síðan fengu þeir starf hjá farandleikflokki, og loks var Hope fal- Framh. á bls. 6 Utgefandi: HL Arvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Siguróur Bjarnason frá Vicur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: AðalstræU 6. Simi 22480. 21. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.