Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 5
 Marek Hlasko og þýzka leikkonan Sonj a Ziemann, sem liann kvæntist árið 1961. L íst Hlaskos er alvarlegt fyr- irbæri í menningarlífi Póllands. Hann varð fyrstur til að „gera hark“ um hinn herfilega sannleik, hann lýsti aðstæðum, sem nauðsynlegt var að benda á, sýndi okkur alvarleg sár, sem gerðu hávær viðvörunar- hróp nauðsynleg. Og jafnframt vöktu þessar ungu bókmenntir um- ræður. Því alvarlegri sem þessar umræður urðu, með þeim mun meiri alvöru verðum við að meta verð- leika þessa rithöfundar.... Þetta er útdráttur úr grein, sem pólska skáldkonan Janina Preger birti í tíma- ritinu „Trybuna literacka“ í ársbyrjun 1957 til varnar Marek Hlakso, 24 ára gömlum vörubílstjóra, sem hafði skömmu áður hlotið mestu bókmennta- viðurkenningu Póllands, verðlaun bóka- útgefenda, fyrir smásögur sínar (safnið „Fyrsta skrefið í skýjunum" og söguna „Attundi dagur vikunnar"). Hann var á því skeiði talinn nokkurs konar braut ryðjandi meðal hinna umdeildu og að nokkru leyti „vestrænu" rithöfunda Pól- lands — og í samræmi við það var fjall- að um hann í þeim hluta pólskra blaða og bókmenntatímarita, sem nokkrum mánuðum eftir „byltingu" Gómúlka haustið 1956 komust aftur í hendur ein- sýnna flokkskreddumanna frá Stalíns- tímanum. Hiasko var ekki beinlínis fallinn til hlutverks sem legði honum á herðar pólitíska forustu í andlegu lífi þjóðarinn- ar. Hann var yfirleitt ekki þannig vax- inn, að hann gæti komið fram í nafni neins nema sinna eigin bitru viðbragða við vonzku tilverunnar og sinnar eigin gremju og andófs gegn mannúðarleys- jnu i þjóðfélagi, sem var bundið á klafa skriffinnskunnar og gagnsýrt af póli- tískri spillingu. Það var með öðrum orð- um óhjákvæmilegt og í þessu tilviki ekki að tilefnislausu, að brátt var farið að nota um hann tízkuglósu þessa tímabils og kalla hann hinn „reiða unga mann'* Póllands. Hlasko var fús til að andæfa komm- únismanum á ferðalagi sínu um Vestur- Evrópu árið 1958 — og hann var ef þvl var að skipta fús til að andæfa öllum hugsanlegum þjóðfélagskerfum í heimin um. Opinská ummæli hans á blaðamanna fundum í Vestur-Evrópu urðu þess vald- andi, að hann fékk ekki vegabréf sitt endurnýjað í pólskum sendiráðum, þegar hann ákvað að hafa lengri viðdvöl vestan járntjaldsins, og enda þótt hann marg- ítrekaði, að þrátt fyrir óbeit sína á valdhöfunum í Póllandi ætti hann enga ósk heitari en hverfa þangað aftur („Rit- höfundur sem týnir föðurlandinu týnir sjálfum sér“, sagði hann), þá sá hann sig samt knúinn til að sækja um póli- tískt hæli í Vestur-Berlín, þar eð óvild- in í hans garð hafði orðið æ háværari og stórorðari í hinum pólsku stjórnarmál- gögnum. E- ftir þetta mátti enn i nokkra mánuði sjá nafn Hlaskos í fréttum dag- blaðanna. Bækur hans, sem bera sterkan keim af Hemingway, voru þýddar á flest- ar tungur Vestur-Evrópu (jafnvel á ís- lenzku — „Áttundi dagur vikunnar" birtist í tímaritinu „Birtingi"), og þær fengu yfirleitt góðar viðtökur. En í einka lífi sínu varð Hlasko sýnilega æ ó- hamingjusamari. Honum fannst hann ekki geta skrifað við hinar nýju og framandi aðstæður, hann þjáðist af þrá- látri heimþrá, og gerði loks tilraun til að vinna bug á vandamálum sínum með erfiðri líkamsvinnu á samyrkjubúi í Israel. En sú tilraun misheppnaðist með öilu. Honum tókst ekki einu sinni að semja sig að þeirri takmörkuðu sam- yrkju sem hér var um að ræða. Brezk- ur blaðamaður, sem hitti hann á hótel- herbergi í Tel Aviv eftir þessa misheppn uðu tilraun, skýrði frá því að hann hefði byrgt sig upp af konjaksflöskum og byndi nú síðustú vonir sínar í þessu lífi við umsókn um að mega snúa aftur heim til Póllands. Þessi umsókn var víst algerlega virt að vettugi af valdhöfun- um í Varsjá, og það var hljótt um Hlasko fram til sumarsins 1961, en þá var skýrt frá því í stuttu fréttaskeyti frá Lund- únum, að hann hefði gengið að eiga leik- konuna Sonju Ziemann, sem hann hafði ra sig og sjd affra. Þjóhátíöar- dagurinn % ár var bjartur og jagur, og Reyk vífcingar nutu sýnilega í rík- um mœli þessa árlega tilefnis til aö safnast saman í miö- bœnum, sýna Þjóöhátíöin setur óneitanlega sérstœöan svip á þjóff- lífiö og ber nafn meö rentu. Óvíöa í heiminum mun vera álmennari þátttaka í slíkum UátíöaJiöldum, og er gott til þess aö vita, að íslend- ingar geta þennan eina dag ársins látiö allar erjur liggja í láginni og sameinazt um gleöskapinn — jafn- vel aö nýlokinni kosningahríð. Mér er ekki kunnugt um hve miklu fé er variö til undirbúnings þjóö- hátíöarinnar í höfuöstaönum, en hef fyrir satt að þaö sé mjög álitleg fúlga. Þess vegna mœtti œtla, aö þau skemmtiatriöi, sem boöiö er upp á, væru ekki af verri endanum, einkanlega þegar haft er í huga aö heilt ár er til undirbúnings hverri liátíö. Aö sjálfsögöu hljóta hátíöa• höldin aö veröa meö svipuöum blæ ár frá ári. Þaö er elcki endálaust hœgt aö koma fram meö nýstárlega eöa bráðsnjálla hluti. Heföin hefur skapaö hátíðinni ákveöiö form, sem sjálfsagt er aö hálda sér viö — jafnvel þó hátíöarœöurnar veröi dá- lítið keimlíkar og hvimleiöar eftir því sem árin líöa. Hitt œtti aftur á móti aö vera lágmarkskrafa, aö skemmtiatriöin séu nokkurn veginn skammlaus og viö hœfi þeirra, sem œtlunin er aö veita skemmtun. Sú varö ekki reynd- in í ár. „Barnaskemmtunin“ á Arn- arhóli var ekki nema aö hálfu leyti viö barna hœfi og í flestu tilliti leiöinleg. Grínþátturinn var t.d. bæöi furöulega þunnur og átti aö efni til álls ekkert erindi viö börn. Kvöldskemmtunin var að því leyti skárri, aö þar komu fram nokkrir góöir söngvarar og tóku lagiö, þó ekki fœri ýkjamikiö fyrir „þjóöleg- heitum“ % þeim dagskrárliö. Ég veit ekki betur en viö eigum þaö mikiö af frambærilegum íslenzkum sönglögum, aö viö gœtum látiö þau nœgja þennan eina dag. Hvers veg?ia táka íslenzkir söngmenn sig ekki til og endurvekja einhver af hinum gömlu og gullfállegu tvísöngs- lögum, aö ég nú ekki minnist á rímnastemmurnar, sem margar eru bœöi fallegar og skemmtilegarf Lokaþáttur kvölddagskrárinnar um Ingólf Arnarson var meö þvílíkum fádæmum, aö þaö gengur krafta- verki nœst aö leikararnir skyldu fást til aö flytja hann. Og þó — hvaö gera menn ekki fyrir pe?únga nú um stundir? Kímni hefur aö vísu áldrei veriö mjög áberandi þáttur í fari ísle?id- i?iga, en ég vil ekki aö óreyndu trúa aö' sú ágæta gáfa hafi meö öllu týnzt x góðœrinu, og heiti þvi á þjóðhátíðar?iefnd aö hefjast þegar ha?ida og leita meö logandi Ijósi aö þemi fáu mömium sem e?in eiga neista?in, svo aö 20 ára afmœlis- hátíö lýöveldisins veröi meö dálítiö skemmtilegri og men?ú?igarlegri blœ en siöasta þjóöhátíö. s-a-?n. 11. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.