Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 10
Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins SÍMAVIÐTALID Ferðalög enginn lúxus lengur á ýmsum sviðum. Þetta gildir jafnt um íslendinga sem aðra. Og ferðamannastraumur- inn hingað vex hratt, þess er ég fullviss. En ný löggjöf varð- andi móttöku erlendra ferða- manna er óhjákvæmileg, við erum gersamlega óundirbúnir. Hér þyrfti að gera eina heildar- áætlun um by.ggingu hótela og sómasamlegra vega. Þetta fé yrði fljótt að koma aftur, eng- inn vafi á því. — En er Útsýn nokkuð í þess konar hugleiðingum, nokkurn áhuga á erlendum ferðamönn- um? — Já, Útsýn er nú orðin al- menn ferðaskrifstofa, sem veit- ir alla venjulega þjónustu. Við tökum að okkur erlenda ferða- menn jafnskjótt og breyting verður gerð á löggjöfinni. Það er margt ógert — og slæmt að geta ekki notað tímann betur, því bylgjan kemur yfir okkur von bráðar og þá ráðum við ekki við neitt, ef við förurn. ekki að undirbúa okkur vel. VÍSMÞÁTTUH ÞESSAR stökur sendi Valdi- mar Benónýsson Einari Þórðar- syni frá Skeljabrekku: Við að telja birgðir braga bækur velja semja skrá beitir elju alla daga Einar Skeljabrekku jrá. Milli bólca og blaða sinna bóndinn tók mér höndum tveim útsýn jók það augna minna eftir krókaleiðum þeim. Gott er hlýju hans að njóta hans ég flý því löngum til drungaskýin þá burt þjóta þar ég bý við góðan il. SPURNINGUNNI svarar í dag frú Kristín Nikulásdótt- ir, eiginkona Árna Tryggva sonar, hins kunna leikara. þarf ekki langan um- hugsunarfrest til þess að svara þessari spurningu, því eftirlætisréttur Árna er sig- inn fiskur, en það verður að vera þorskur sem er veiddur og siginn fyrir norð an, úr Hrisey, en þaðan er Árni ættaður. Okkur finnst við aldrei fá góðan siginn fisk hér fyrir sunnan, því hér er fiskur að öllum lík- indum látinn síga á landi en miklu mun betra er að láta hann síga við sjóinn. Einnig þykir Árna góður bútung- saltaður þyrsklingur, helzt veiddur og verkaður af hon um sjálfum. Þegar Árni hef- ur tíma til förum við norð- ur í Hrísey þar sem hann unir sér við veiðar." — 23510 — Útsýn — Ingólfur? — Það er hann — Morgunblaðið hér. Hvern- ig gengur? — Takk bærilega, það er að minnsta kosti nóg að gera. Maður fer ekki úr frakkanum og tekur ekiki ofan hattinn þessa dagana, þeytist um allan bæ í útréttingum og alls konar fyrirgreiðslu. — Er mikill áhugi á utan- landsferðum, meiri en í fyrra? — Já, meiri en nokkru sinni áður, virðist mér. Ég er búinn að vera við þetta í 12 ár og ég held að áhuginn hér heima á utanlandsferðum hafi aldrei verið jafnmikill og almennur. Fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum hyggur á utanlands- ferðir. Það er nær upppantað í allar okkar ferðir, svo eru ýmsir aðrir með skipulagðar ferðir. Ég held að það gangi alls staðar vel. — Þetta stefnir þá í rétta átt? — Að ýmsu leyti. Fleiri hafa SPILIÐ, sem hér fer á eftir, er mjög óvenjulegt, einkum vegna þess, að varnarspilararnir lenda í miklum vandræðum í byrjun og vinnst spilið af þeim sökum. A G9 V 9 4 ♦ ADG843 + 973 + 10 8 7 6 +D2 4 3 V KD 10 V Á 2 6 3 + 952 +K10 76 + 42 * D 10 + ÁK5 V G875 ♦ — + ÁKG865 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1 hjarta dobl. pass 2 tiglar pass 3 lauf pass 3 tiglar pass 4 lauf pass 5 lauf pass pass pass Vestur lét í byrjun út laufa 4 og sagnhafi tók tvo fyrstu slag ina á tromp og þar með voru andstæðingarnir tromplausir. Nú lét sagnhafi út hjarta 5 og Vestur drap með ás. Vestur var í miklum vandræðum með út- spil og af þeim sökum lét hann út hjarta 2 og Austur fékk slag á drottninguna. Ef spilin eru nú athuguð kemur í ljós, að sama er hvað Austur lætur út, spilið vinnst alltaf. Ef spaði er látinn út verður gosinn í borði góður. Ef hjarta er látið út verður gos inn hjá sagnhafa góður og ekki má Austur láta út tígul, því þá fær sagnhafi aukaslag á drottn- inguna eða gosann. nú efni á að ferðast en áður — og með auknum fjölda íerða- manna er hægt að skipuleggja íjölbreyttari hópferðir, en það er miklu hagkvæmara og ódýr- ara að fara í hópum en einn á báti, ef menn fara utan til þess að sjá sig um í heiminum, til þess að fá sem mest út úr hverri krónu. Hins vegar má segja, að æskilegra væri, að fólk veldi ekki hásumarið til ferða suður í lönd. Við eigum að njóta sumarsins hér heima, þeð er ekki svo langt að mað- ur hafi efni á að missa einn einasta dag. Svo ættu menn heldur að fá sér sumarauka, ef þeir ætla að ferðast á annað borð, og fara þá suður í lönd. Þá er farið að kólna, mestu hitarnir við Miðjarðarhafið gengnir um garð og loftslagið bærilegt fyrir okkur íslend- inga. — Er Miðjarðarhafið eftir- sóttast? — Ja, Suður-Evrópa, held ég. Spánn, Portúgal og Ítalía. Flestir íslendingar vilja fara þangað — og það er ofureðli- legt. Þangað liggur straumur- inn í vaxandi mæli. Og þaðan á straumurinn eftir að liggja til okkar. — Viss um það? — Ég er viss um að gesta- komur eiga eftir að aukast stórlega hér á næstu árum. Ferðalög eru hætt að vera lúx- us hjá fólki, sem lifir við sæmileg kjör. Það er blátt áfram nauðsynlegt fyrir hvern Og einn að ferðast við og við, það er nauðsynleg tilbreyting, upplyfting — og blátt áfram stórt menntunaratriði. Ferða- lög víkka sjóndeildarhring manna og auka skilning þeirra wáf NY J A B ■■■IPPI "SS- v .• ••_' ' * ' % - -v. ^ , , föggi -fr 's W' Sigrún Ragnars og Alfreð Clausen: Fyrr var oft í koti kátt og fleiri lög: Fyrir hálfu ári kom út hljómplata á vegum íslenzkra Tóna, þar sem þau Alfreð Clausen og Sigrún Ragnars sungu nokk ur gömul og vinsæl lög. Plata þessi náði miklum vin- sældum og heyrðist í hin- um ýmsu óskalagaþáttum útvarpsins hvað eftir annað, einnig seldist hún mjög vel og er vafalaust komin í hóp söluhæstu hljómplatna okk- ar. Þar sem platan var fyrsta tilraun í þessa átt mátti ýmislegt að henni finna, sem líklega lagað yrði á næstu plötu. Og nú er næsta platan í þessum flokki komin, þau Sigrún og Alfreð eru aftur á ferð með aðra lagasyrpu, að þessu sinni fimmtán lög. Síðari platan er jafnvel enn verr unnin en hin fyrri, sérstaklega er söngurinn slappur, og texta- framburður oft og tíðum slæmur. Undirleikur hljóm- sveitarinnar er hlutlaus en kórinn, sem syngur með nýt- ur sín engan veginn, hann heyrist meira og minna í fjarska. Upplýsingar um lagahöfunda og textahöfunda eru mjög ófullkomnar, og lögin á þessari plötu ekki nærri eins vel valin og á hinni fyrri, þó ekki væri þar allt upp á hið bezta. En enginn má við margn- um, sennilega á þessi plata eftir að heyrast enn oftar í óskalagaþáttum útvarpsins en hin fyrri, og því þá að vera að nöldra! essg. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.