Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 6
hltt ári áður í sambandi við kvikmyndun á sögu hans, „Áttundi dagur vikunn- ar“, en þar fór hún með aðalkvenhlut- verkið. c, •J íðan Hlasko kvæntist hefur hann ýmist búið í Múnchen eða St. Moritz. Hann virðist hafa sætt sig við hlut- skipti sitt og er fyrir löngu farinn að skrifa aftur. „Það var fsrael sem bjargaði mér“, hefur Hlasko sagt, og það er einmitt í ísrael sem síðasta skáldsaga hans ger- ist. Bókin hefur verið þrætuepli tveggja bókaútgefenda í Vestur-Þýzkalandi, og hefur spunnizt af því allóvenjuleg at- burðarás. Strax eftir komu sína til Vest- ur-Þýzkalands árið 1858 hafði Hlasko gert samning við Verlag Kiepenheuer & Witsch í Köln, en vegna misklíðar við þetta forlag sendi hann síðustu bók sína til annars útgefanda, sem st'rax lét snúa henni af pólsku, sem Hlasko skrifar bækur sínar enn á, og sendi hana á markaðinn fyrir nokkrum mánuðum undir nafninu „Peitsche deines Zorn“ (Svipa reiði þinnar). Skrifað var um bókina á nokkrum stöðum, áður en upplagið var allt kall- -að til baka yegna þess að á daginn kom, að Hlasko hafði rofið gerða samninga. Skáldsagan verður gefin út aftur í haust af Kiepenheuer & Witsch í nýrri þýð- ingu — og með nýju nafni, „Tod der Liebenden" (Dauði elskendanna). Út- gefendur halda því fram, að þær dálítið fálegu viðtökur sem.bókin fékk, þegar hún kom út fyrst, séu eingöngu að kenna mjög lélegri þýðingu á handriti Hlaskos — og þeir telja það óyggjandi, að eftir tíu ár verði Hlasko orðinn einn af mestu rithöfundum Evrópu. Iressi. nýja skáldsaga fjallar um tvo rússneska flugmenn, Isaak og Aba- karow, sem voru stríðsfangar Þjóðverja, en fóru að styrjöldinni lokinni til ísra- els í stað þesis að snúa aftur heim til Sov étríkjanna. Þeir eru nú flugmenn í þjón- ustu einkafyrirtækis í ísrael, en þeim hefur ekki tekizt að flýja frá þjáning- um.sínum í stríðinu og hatrinu, sem þá vaknaði með þeim. Isaak kemst á slóð fyrrverandi þýzks fangavarðar og drepur hann. Isaak er hins vegar rekinn í dauð • ann af hrokafullum pólskum yfirmanni. Vinur hans, Abakarow, hefnir hans með því að jafna reikningana við Pólverj- ann, og sagan gefur mjög opinskáa lýs- ingu á misheppnuðu ástasambandi Aba- karows við leikkonuna Katarinu. Ef marka má af þeim dómum, sem þegar hafa birzt, hefur Hlasko lagt mikla rækt við að lýsa störfum flugmannanna sem nákvæmast og sannsögulegast, enda hafði hann sjálfur tekið flugpróf og öðl- azt flugmannsréttindi í Sviss, áður en hann samdi söguna. Eftir langt og stormasamt útlegðar- skeið er ekki ósennilegt, að Marek Hlasko sé nú loks að finna sjálfan sig aftur og semja sig að aðstæðunum í nýju föðurlandi. Fyrir fimm árum var nafn hans nokkurs konar tákn í pólitísk um sviptingum menningarlífsins — ekki ósvipað Pasternak, IIja Ehrenburg og Évtúsénkó. í ár verður hann þrítugur, er orðinn vestur-þýzkur borgari og heim ilisfaðir í Múnchen — og nú loks sendir hann frá sér skáldsögu eftir fimm ára þögn, skáldsögu sem kemur út í endur- bættri þýðingu, eftir að fyrri þýðingin kom út hjá röngum útgefanda og vy heidur fálega tekið af gagnrýnendum. | SKÍRNIR I Framhald af bls. 1 þótt það gerðist að vísu ekki fyrr en rúmum tuttugu árum síðar. Heimflutn- ingur Skírnis og Bókmenntafélagsins er aðeins angi af sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga, og ber hvort tveggja vitni um vaxandi menningarlega getu heima fyr- ir. Hér var að vísu ekki um neina deilu við Dani að ræða, heldur um viðleitni til þess að skapa í landinu sjálfu þá að- stöðu, sem sjálfstæðu menningarríki var nauðsynleg. S kírnir breyttist ekki að formi né efni fyrst í stað við heimkomuna. En þess verður að geta, að árið 1880 hafði Reykjavíkurdeild félagsins hafið útgáfu á öðru tímariti, sem nefndist Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags. Frum- kvæði að stofnun þessa tímarits átti skáldið Og' stjórnmálamaðurinn dr. Grírri ur Thomsen. Riti þessu var ætlað mjöig víðtaekt verksvið, enda var það stund- um gagnrýnt fyrir, að það fylgdi ekki þeirri stefnu, sem því var mörkuð í upphafi. En hvað sem því líður, er ó- hætt að fullyrða, að ritið flutti margt merkra greina og gegndi mikilvægu hlutverki í. íslenzku menningarlífi. Tímaritið kom út í 25 ár (1880—1904), en þá. gerðust þeir atburðir, sem nú skal greina. 1\ aðalfundi Reykjavíkurdeildar Hins íslenzka bókmenntafélags 1903 var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd, sem ásamt stjórn félagsins átti að íhuga, „hverjar breytingar æskilegar væru á fyrirkomulagi og útgáfu Tíma- ritsins og hvað tiltækilagt væri að gera til þess að efla hag félagsins". Eftir nokkrar vangaveltur komst nefndin að niðurstöðu og samþykkti snemma árs 1904, ásamt félagsstjóminni, að steypa Skírni og Tímaritinu saman í eitt. Lagt var til, að þetta sameinaða rit kæmi út í 4 sex arka heftum árlega. Tillaga þessi var borin undir félagsfundi og hlaut samþykki í báðum deildum félagsins árið 1904. Var þá ákveðið, að ritið skyldi flytja almennar tímaritsgreinar, skýrsl- ur og reikninga félagsins, útlendar og innlendar fréttir, íslenzka bókaskrá, rit- dóma o.fl. Þá skyldu og myndir birtast í ritinu. Af þessu má sjá, að hið sam- einaða rit átti að gegna sama hlutverki og bæði tímarit félaigsins höfðu áður haft. í samræmi við það var því gefið nafn beggja ritanna og hét fullu nafni Skírnir. Tímarit Hins íslenzka bók- menntafélags. Hefir nafnið haldizt óbreytt síðan, en manna á meðal heitir ritið aðeins Skírnir. Skírnir konrí* út í fjórum heftum frá 1905—1920, að fjórum árum undan- skildum, en þá kom hann út í þremur heftum (1910, 1911, 1915, 1919). Síðan hefir hann komið út einu sinni árlega. Stærð ritsins hefir verið allmisjöfn. Fyrstu árin eftir sameininguna var hann 24 arkir, en stækkaði síðan og varð stærstur 28 arkir. Minnstur varð hann 10 arkir (1921), og stafaði það af fjár- hagsörðugleikum, sem Bókmenntafélag- ið átti í um þær mundir. En fram úr þessum erfiðleikum rættist brátt, og Skírnir varð 15' arkir, og hefir hann síðan jafnan haldið þeirri stærð eða verið aðeins stærri. 1961 var hann t. d. rúmar 18 arkir. Ekki er fyrirhugað að breyta stærð hans á næstunni. V ið sameiningu Skírnis og Tíma- rits Hins íslenzka bókmenntafélags fékk ritið vitanlega nokkuð af svip beggja fyrirrennara sinna. Fréttirnar urðu nú aðeins minni háttar atriði í efni ritsins, Og síðar voru þær alveg felldar niður. Efni Skírnis hefir frá 1905 verið marg- víslegt, og er það að sumu leyti spegil- mynd af áhugamálum ritstjóranna, en að öðru leyti hefir ha»n mótazt af menn- ingarþörfum íslenzks þjóðfélags. Um tíma flutti ritið nokkuð af smásögum og kvæðum. T. d. birtust þar fyrsta sinni sumar beztu smásögur Einars H. Kvarans, en hann var tvívegis ritstjóri Skírnis. Miklu minna er nú um fagur- bókmenntir í Skírni en fyrst eftir sam- eininguna, enda eiga íslenzk skáld oig rithöfundar nú miklu hægara um vik að koma verkum sínum á framfæri en þá var, svo að tímaritið lítur nú ekki á það sem sérstakt hlutverk sitt að sækj- ast eftir slíku efni í samkeppni við bókaútgefendur. Sameiginlegt öllum ritstjórum Skírnis hefir það verið, að þeir hafa haft ríkan áhuga á þjóðlegum efnum, enda hefir ritið birt fjölmargt merkra greina um norræn og íslenzk fræði. Skímir gerir yfirleitt þær kröfur, að ritgerðir, sem hann birtir, séu reistar á sjálfstæðri rannsókn viðfangsefnanna, og er hann af þeim sökum ekki alls kostar við al- þýðuskap. Hann hefir allt um það all- stóran lesendahóp, en sérstaklega ber þó að taka fram, að hann hefir góða og vandfýsna lesendur. Færustu menhta- menn landsins — einkum í hugvisind- um .— eiga í honum vettvang, þar sem þeir geta birt niðurstöður rannsókna sinna. Ef ritgerðir eru þess eðlis, að þær eru aðeins skiljanlegar örfáum vís- indamönnum, verða menn að leita til sérfræðitimarita, og slik rit eru nú nokk- ur til á íslandi. Skírnir hefir verið, er og hugsar sér í nánustu framtíð að verða tímarit greindrax alþýðu og menntamanna. Hann er auk þess eina íslenzka tíma-' ritið, sem um alllangt skeið hefir verið verulega kunnugt utan Islands. Forseti Hins íslenzka bókmenntafé- lags er nú Einar Ólafur Sveinsson prófessor, og ritstjóri Skírnis er Hall- dór Halldórsson prófessor. E ins Oig fram hefir komið í því, sem sagt hefir verið hér að framan, er Skírnir elzta tímarit á Norðurlöndum í þeim skilningi, að ekkert norrænt tíma- rit, sem nú er út gefið, hefir haldið sama nafni óslitið jafnlangan tíma. En „gamli maðurinn", Skírnir, er enn í fullu fjöri. Hann hefir hugsað sér að halda göngunni áfram og efla menntir og fræði á íslandi, vera verndari tungu oig bókmennta, yfirleitt vera þjóðlegur og framsýnn — framvegis sem hingað til. SVIPMYND Framhald af bls. 2 ið að leika svartan trúð í gamanleikhúsi. Nokkru síðar fékk hann fyrsta tæki- færi sitt á Broadway. ]VÍ eðan Hope var að leika í „Rob- erta“ á Broadway hitti hann Dolores Reade í næturklúbb í New York, þar sem hún söng, og bauð henni að koma og sjá sýninguna'. Hún þáði boðið og var meir en lítið undrandi, þegar hún komst að raun um, að pilturinn, sem hún hélt að færi með eitthvert auka- hlutverk, var sjálf „stjarna" sýningar- in-nar. Þegar hún fór til Flórida til að syngja þar, hafði hann samband við hana og lauk þeim kunningsskap með hjónabandi. Þau eru barnlaus en hafa ættleitt fjögur börn. í allmörg ár var Bob Hope meðal 10 tekjuhæstu leikara í Bandaríkjunum. Fyrir fjórum árum þjáðist hann af blæð- ingum í auga og var sagt að taka lífinu með ró framvegis, en hann gat ekki hugsað sér það, og að nokkrum vikum liðnum velt hann aftur önnum kafipn. Svimaköstin, sem hann fær við og við, virðast ekki fá á hann. „Ef ég á að fara að taka lífinu með ró, þá er það eins og einhver skipaði Elizabeth Taylor að hætta að umgang- ast karlmenn. Ef ég fæ ekki að heyra áheyrendur hlæja, get ég alveg ems dáið. Það er mesta heilsulind, stórkost- legasta læknislyf í heimi. Ég get ekki lýst með orðum, hvað það hressir mig. Mér þykir bara vænt um fólk. Eina starfið sem ég gæti kannski hugsað mér að leikhússtarfinu slepptu væri að eiga veitingahús. Ég held það gæti verið mjög gaman að heilsa fólki dag eftir dag“. H ope starfar enn af sama krafti og hann gerði fyrir 20 eða 30 árum. Senni- lega' mun hann hafa meira að gera í ár en um langt skeið. Á næstunni hefst hann handa um að gera nýja kvikmynd, „A Global Affair“, þar sem hann leikur aðalhlutverkið. Þegar Dolores kona Hopes var spurð, hvað hún hefði um mann sinn að segja á sextugsafmælinu, svaraði hún: „Skop- ið er hans trúarbrögð.“ Smælki SÍÐASTLIÐIÐ sumar bað Brigitte Bar- dot franska póst- og símamálaráðherr- ann, Jacques Marette, um að hún fengi síma með leyninúmeri í orlofsvillu sína í Saint-Tropez, svo að hún gæti dvalizt þar í friði fyrir sífelldum upphringing- um angurgapa, sem elta hana á röndum. Brigitte fékk loforð um leynisímann — og hún varð svo hrifin og þakklát ráðherranum, að hún bauð honum að koma einhvern tíma til Saint-Tropez og snæða með sér miðdegisverð — en jafn- framt bað hún hann að hringja til sín áður, svo að hún yrði viðbúin komu hans. Ráðherrann þáði boðið með þökkum. En Brigitte gleymdi að segja honum hið leynilega símanúmer sitt — og þegar hann svo ætlaði að fá númerið upp gefið í ráðuneyti sínu, fékk hann að vita, að B. B. væri komin á hinn svonefnda „rauða lista“, en símanúmer þeirra, sem á hann eru séttir, eru svo leynileg, að ekki er hægt að gefa neinar upplýsingar um þau — ekki einu sinni sjálfum ráð- herranum. — En Monsieur Marette vildi ekki missa af því að borða með sjálfri Brigitte Bardot, svo að hann sendi bara símskeyti þess efnis, að hann hygðist „mæta til leiks“ daginn eftir. ★ FAÐIRINN hafði ákveðið, að sonurinn skyldi feta í fótspor sín — og gerast kaupsýslumaður. Og hann gaf syninum ógrynni af hollráðum í vegarnesti. Lauk hann máli sínu með þessum orðum: — Og gleymdu aldrei, að það eru tvær gullnar reglur, sem aldrei má brjóta, ef maður vill ekki stingast á hausinn sem kaupsýslumaður; þær eru fólgnar í orðunum heiffarleiki og varúff. Sonurinn bað föður sinn að nefna sér dæmi til frekari skýringar. — Jú, sjáðu nú til, drengur minn. Ef þú hefur lofað einhverjum að útvega honum ákveðna vörutegund á ákveðn- um degi, þá verðurðu að standa við það — eins þótt það færi þig fram á gjald- þrotsbarm. — Nú-já, en hvað þá um varúðina, pabbi? — Já — hm — fullkomin varúð i við- skiptum er m.a. í því fólgin að gefa aldrei slík loforð. g LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.