Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 13
Göngur fiskanna II Hér birtist annar hluti greinaflokksins um „Göngur fiskanna“ eftir A. D. Woodhead. Fyrsti hlutinn birtist í Lesbók í marz sl. ER ÞAÐ EÐLISHVÖT? Það er oft fullyrt að fiskar og fuglar rati af eðlisávísun, en það gefur enga skýringu á þeirri hvöt sem fær þá til að ferðast. Fjöldi fisktegunda hrygnir á víðáttumiklum svæðum og hrognin flytjast til í yfirborðsstraumi um óra- vegu, þannig að þegar þeir komast til lífs eru þeir fleiri mílur frá hrygning- arstaðnum. Fjöldi ungfiska sem hrygna í fyrsta sinn synda yfir svæði sem þeir hafa aldrei áður þekkt, en komast þó hikláust á hrygningarstaðinn. Því er stundum haldið fram, að eldri fiskar sem hafi lært að þekkja leiðina vísi yngri fiskunum til vegar, og vissu- lega er það staðreynd, að á ýmsum hrygningarsvæðum virðist eldri fisk- urinn koma fyrst á hrygningarsvæðin eins og t.d. Noregs-síldin, Berents- sjávar-þorskurinn og Norðursjávar-lúð- an. Þessar tilgátur byggja á því, að ýmsir hlutar af ferðaleiðinni festist í minni yngri fiskanna, svo að þeir verði síðar færir um að vísa öðrum leiðina. Þessar tilgátur hafa fengið nokkurn grundvöll við tilraunir í margfalt minni stíl á einstökum fisktegundum, og einn- ig sérstaklega með tilraunir á dúfum, hefir þar komið í ljós, að ungar dúfur eiga auðveldara með að rata „heim“ ef þeim hefir verið sleppt fyrst í samfylgd með eldri dúfum. En í öðrum tilfellum koma úngfiskar fyrstir á hrygningarsvæðin eins og á sér stað um síldarhrygninguna í Dover- sundi og einnig Barentssjávar-þorskur á vissu svæði, sem ferðast frá Spitz- bergen-grunni til Lofoten, til þess að hrygna, og ferðast einnig til miðanna við Murmansk, svo að þeir yrðu að endurlæra algjörlega nýja leið til Lofot- en. Állinn og Kyrrahafslaxinn hrygna að- eins einu sinni og deyja svo, þannig verða engir eldri fiskar til þess að kenna ungviðinu eða stjórna hinni löngu ferð þeirra til hrygningarsvæðanna. Þegar þess er gætt, virðist ástæða til, að falla alveg frá fyrrgreindri tilgátu og leita annarrar skýringar, á því hvern- ig fiskurinn leitar til hrygningarsvæð- anna. Það hefir verið bent á, að fiskurinn hrygni við ákveðin hita- og seltustig í sjónum og fjöldi fisktegunda er ákaf- lega viðkvæmur fyrir slíku, t. d. finna sumir fiskar hitamismun um 0,3 gráður celsius og saitbreytingu um 0,2%. Hins vegar eru slíkar hita og seltu breytingar í sjónum oft tiltölulega viðfeðmar þann- jg, að þó t. d. Barentssjávarþorskurinn, ferðist úr kaldari sjó til hrygningar, í 7 gráðu hita, þarf hann að ferðast til jafnaðar með 30 mílna hraða yfir 600 til 800 mílna svæði til þess að finna hitamismun áður en hann finnur lág- marks hitamismun, og svipuð hlutföll og jafnvel enn stærri gilda um seltu- Btigið. Þroskaðasti tilfinningaeiginleik fisk- ins er lyktnæmin og hjá mörgum teg- undum mjög háþróuð. Álar hafa verið Ijjálfaöir til þess að greina lyktar- mismun, sem samsvarar einum billjón- asta hluta af vatni og allmargar fisk- tegundir geta skilgreint vatn úr mis- munanði ám, þótt það hafi verið bland- að allt að þúsundfalt. Lyktnæmin gerir silungi og laxi sem er á leið til hrygningar mögulegt að rata á heimaslóðir og finna upprunalega á $ína. Þó slíkir laxar séu fluttir úr heima- ánni aftur út á víðsævi, tekst þeim strax að rata „heim“ aftur, en séu þeffæri þeirra lokuð með bómull, tekst fæstum þeirra að komast „heim‘ aftur. Sérilmur heimkynnisárinnar hlýtur að berast tugi mílna út með landsströndinni og laxinn að synda meðfram ströndinni þar til hann kemst alla leið að heimaánni. Ef til vill er alltaf einhver hluti, sem ekki kemst alla leið og hry.gnir þá í öðrum ám, en yfir 30 aðrar fisktegunir hafa sýnt að þær hafa svipaða skynjunar- hæfileika, til þess að rata rakleiðis heim, þó í smærri stíl sé. Allmargar tegundir sjávarfiska sýna sömu hæfileika, sem gæti m. a. skýrt hvernig á því stendur að flatfiskur frá þremur aðalhrygning- arsvæðunum í sunnanverðum Norður- sjó, kemur nákvæmlega hver fyrir sig á sitt heimasvæði. Svipað virðist gilda um síldina í Doversundi að hún kemur nokkurn veginn reglulega á hina mis- munandi fiskibanka. HAFA STRAUMAR ÁHIRF Á HRYGNINGUNA? Straumar hafa grundvallaráhrif á hegðun fisksins og útbreiðslu. Ef fyrir hendi er staðbundinn straumur, kemur fiskurinn til hrygningar með því að andæfa hægt í hann meðan á hrygningu stendur, eða með því að láta berast með honum öðru hvoru. Hrogn margra sjávarfiska berast með yfirborðsstraumum eftir hrygninguna og á sama hátt berst ungviðið með straumnum eftir hrygninguna aftur til baka á næringarsvæðin. Þó er í ýmsum tilfellum víst, að straumurinn hefir ekki í öllum tilfellum slíku hlut- verki að gegna. Á svæðum þar sem sjávarfallastraumur er mjög mikill eins og í Norðursjó, er neðansjávarstraumur aðeins pendúll á milli þeirra ag oft veikari, svo að hrygnandi fiskur sem andæfði £ hann, yrði að synda allhratt gegn sjávarfallsstraumnum til þess að halda sér á hrygningarsvæðinu. Það væri einnig ofraun smærri fiskum eins og sardínu, sem ekki getur staðizt meira en hálfrar mílu straumþunga. ÁLAR Ungállinn ferðast mjög hægt í opnu hafi, eða sem næst ríkjandi straum- hraða. Þegar þeir fara að nálgast land, sem þeir skynja af vatnsilmi, halda þeir sér að botni meðan f jörustraumur stend- ur yfir, en koma upp með vaxandi flóði og láta þannig sjávarflóðsstrauminn bera sig hratt að landi. Þessari tækni- aðferð beita sennilega fleiri fisktegundir að meira eða minna leyti; síldin syndir nærri yfirborði að nóttu til, en sígur niður að botninum á daginn, svipað er með rauðsprettu og hvíting sem hafa tilhneigingu til að lyfta sér frá botni að nóttu til, en síga niður að botni aftur á daginn, þó er eklci vitað með ná- kvæmni um hvað þessar tilfærslur standa lengi yfir hverju sinni. Því fisk- urinn hagar sér ekki eins allan árstím- ann; þannig lyftir síldin sér fyrr frá botni í upphafi hrygningar, heldur en síðar, en hrygnandi fiskur lyftir sér ekki UPP, fyrr en orðið er aldimmt. Stærri fiskur eins og þorskur á til- tölulega auðvelt með að ferðast á móti straumi til hrygningarsvæða sinna, og getur áttað sig auðveldlega á úthafs- straumunum, sem bera í Sér bæði seltu- magn, hitastig og fleiri sérkenni. Haf- fræðilegar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós, að aðrir straumar falla oft í gagn- stæða átt við aðalstrauminn ýmist á hlið eða undir hann, og má ætla að jafnvel stærri fiskar notfæri sér slíka aðstöðu tit þess að auðvelda ferð sína til hrygn- ingarsvæða sinna. Rannsóknir fara nú fram á því, að finna nákvæmlega út hvernig fiskurinn notfærir sér strauma á hverjum árstíma. SÓLIN SEM LEIÐARVÍSIR? Það hefir verið sýnt fram á að far- fuglar og skordýr notfæri sér sólina til viðmiðunar á ferðalögum. Það hafa einn- ig verið gerðar athyglisverðar tilraunir er sanna, að vatnakarfi Og silungur geta einnig notfært sér á einfaldan hátt sól- birtuna til ferðalaga. Við tilraunir með vatnakarfa, sem tekin var frá hrygn- ingarsvæði sínu og settur á djúpt vatn, kom í ljós, að fiskurinn synti í norðlæga stefnu til þess að nálgast ströndina þar sem hrygningarsvæði hans var. Þetta var þó aðeins meðan sólskin var, en þegar dró fyrir sólu, synti fiskurinn í hring. Merkingatilraunir á ál í Eystra- salti sönnuðu, að hann ferðaðist í beina stefnu milli SV og VSV. Uppsjávar- fiskur sem syndir í hreinu yfirborði notfærir sér sennilega að einhverju sól- arbirtuna til viðmiðunar á ferðum sín- um, en varla getur verið um slíkt að ræða að neinu verulegu leyti hjá djúp- hafsfiskum eða fiskum sem ferðast að vetrarlagi. HVAÐ ORSAKAR FERÐAHVÖTINA? Hluta úr árinu, sveimar fiskurinn um fæðusvæði sín, en á venjulegum árs- tíðum, fer hinn kynþroska fiskur að ferðast til hrygningarsvæða sinna. Venju lega er botnsvæði það sem fiskurinn sækir fæðu sína á, í mjög svipuðu ástandi jarðfræðilega séð, svo að það hlýtur að vera líffræðileg bylting í fram- ferði fisksins, sem hvetur hann til ferðalaga. I fljótu bragði mætti virðast að það væri æxlunarhvötin sem hvetti þá til ferðalagsins. En um álinn stendur þann- ig á, að hann byrjar ferðalög sín löngu áður en æxlunarhvötin segir til sín, og lax veiddur í nágrenni við árnar í Bret- landi í desember eða eftir hrygningu, hlýtur að vera með óstarfhæf æxlunar- færi og ekki í hry.gningarformi fyrr en næsta nóvember. Ennfremur hefir það komið í Ijós að ungfiskur fer oft í lang- ar „tilgangslausar“ ferðir í áttina að fæðingarheimkynnum sínum, þó hann sé enn alveg ókynþroska. Og úr því að hrygningar og „til.gangslausar“ ferðir falla saman án nokkurrar sýnilegrar æxlunarhvatar, hljóta að vera einhverj- ar aðrar grundvarllarástæður, sem stjórna þessum ferðalögum fiskanna. Vetrarferðir Barentssjávar-þorsksins virðast hefjast samtímis því, að kirtla- vökvar myndast í tálknum hans og byrja starfsemi sína í september, eða um svip- að leyti og hann fer á hrygningarhreyf- ingu og þessi kirtlastarfsemi heldur á- fram þar til hrygningu er lokið; í gotn- um fiski hættir þessi kirtlastarfsemi. Þessi kirtlavökvastarfsemi er því í beinu hlutfalli við ferðalög fisksins. Þetta á við um kynþroska ungfipk- inn, en ókynþroska fiskur er einnig á miklum árstíðabundnum ferðalögum, stundum hundruð mílna í suður og vest- ur að vetrinum til og kemur svo til baka til fæðusvæðanna á vorin. Kirtla- starfsemi þessara ókynþroska fiska, stendur hins vegar einnig : beinu hlut- falli við vetrarferðir þeirra, og varir lengst hjá þeim fiskum, sem ferðast lengst. Þessar uppgötvanir virðast benda til þess að kirtlastarfsemin sé orsök ferða- laga ungra og eldri þorskfiska; og það styður enn betur slíka tilgátu, að þess- arar kirtlastarfsemi hefir orðið vart einnig hjá öðrum fiskum sem eru á ferðalögum eins og t. d. hjá laxi og ál. Að sjálfsögðu eru ástæðurnar sem stuðla að ferðalögum fiskanna marg- víslegar. Þessi kirtlastarfsemi er senni- lega einn þátturinn í þeim, en sam- einast allt í „aðal“ vökvanum, sem ligg- ur nærri kvörnunum. Samstarf þessara þátta myndar „taugakerfi“, sem ræður öllum' hreyfingum. Ennþá er þörf mik- illa rannsókna til þess að fá fullnaðar- lausn á þessum getgátum, en augljóst er, að fyrrgreind kirtlastarfsemi er meg- inþáttur í því að styrkja sundorku Og hreyfingarlöngun fisksins. Ferðalög fiskanna eru athyglisverð á margan hátt, ekki aðeins vegna þeirra vegalengda sem þeir fara, heldur einnig vegna þeirrar nákvæmni sem gætir um ferðir þeirra og óskeikulleika ýmissa tegunda til þess að finna nákvæmlega lokatakmarkið. Hvernig fiskurinn nær þessum árangri er engan veginn upplýst ennþá, en þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar sanna, að fiskurinn hefir mjög háþroskað tilfinningakerfi, sem gerir honum auðvelt að skynja minnstu efnislegar og líffræðilegar breytingar í umhverfi hans. Það er aug- ljóst að hann er búinn ,tækjum“ sem jafnvel yfirstíga það fullkomnasta hjá nýtízku rannsóknarskipum mannsins, og að sumu leyti eru ennþá fullkomnari. Ef til vill líður langur timi þar til mönnum tekst að komast að því hvern- ig fiskurinn beitir þessari tækni sinni við náttúruleg skilyrði, á ferðalögum sínum. Þegar frekari rannsóknir hafa farið fram, er ekki ólíklegt að það komi i ljós, að ekki sé urn eina einfalda skýr- ingu að ræða, heldur samsettar hvatir af ýmsum líffræðilegum ástæðum mis- munandi hjá hverri tegund. Hagalagðar FAGNAÐARFUNDUR Þá kom enn út í Reykjavík stúdent danskur, ungur að aldri, Rasmus Kristján Rask. Hafði hann ritað mál- fræði islenzka, því að hann var manna skarpastur til tungumálanáms og svo vel að sér í íslenzkri tungu, að fáir munu innlendir fremri verið hafa. Fyrst hafði hann numið ís- lenzku af Árna Helgasyni presti að Reynivöllum, er þeir voru saman í Khöfn. Reið hann því til Reynivalla að finna hann og með honum Gísli Guðmundsson er þá bjó á Signýjar- stöðum. Rask bjó sig á leiðinni síð- hempu, reiðsokkum og hatti allillum og villti á sér heimild. Kenndi Árni prestur hann eigi í fyrstu, en liann lézt vera bóndi sunnan af Nesjum, kunni þó engin tíðindi þaðan að segja og það furðaði prest. Spurði hann þá Gísla einslega hver sá væri svo heimskur, en eigi heyrði hann á máli hans að hann væri útlendingur, því að hann talaði mjög rétt þótt hann væri linmæltur nokkúð. Gísli brosti að þeim og grunaði þá prest fleira. Eftir það kenndust þeir. Fagn- aði hvor öðrum og gerðu af þessu mikið gaman. (Annáll 19. aldar) 21. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.