Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 9
irtgton, fyrsti bátmrinn af fimm, sem smiðaðir voru með þessum hætti. Hann- var tekinn í notikun árið 1960. „Heili“ Polaris'bátanna er hið full- komna siglingafræðikerfi þeirra, SINS kerfið. í hverjum báti eru þrjú SINS kerfi, sem saman standa af rafeinda- heilum, gyroskópum og alls kyns leyni- legum tækjum, sem fylgjast með hverri smáhreyfingu bátsins. >au vinna sjálf- stætt úr sömu upplýsingunum, og senda svo niðurstöður sínar í einn heila, NAV DAC, sem ber saman útreikningana, til að atihuga hvort þeim beri ekki saman. Og ef eitt SINS kerfið skilar öðrum nið- urstöðum en hin tvö, tekur hann efcki imark á þeim, þannig að engin villa verði í staðarákvörðunum. NAVDAC heil inn fylgist því stöðugt með lireyfing- um og stöðu bátsins og sendir stöðugt upplýsingarnar til sjálfstjórnarkerfa eld- flaugarma, svo þau vita stöðugt afstöð- una til hinna fyrirfram ákveðnu skot- marka. Hvar og hvenær sem er vita bæði stjórnendur bátanna og flugskeyt- in nákvæmlega hvar báturinn er, hvað er rétt norður, hvað er lárétt og hvað lóð- rétt, staðsetningu skotmarkanna og af- stöðuna til þeirra. Margir kunna að furða sig á því hve mikil áherzla er lögð á að vita svo stöðugt og nákvæmlega staðsetninguna, en ástæðan' fyrir því er sú, að því ná- kvæmar sem skeytin vita um staðsetn- ingu sína og stefnuna til skotmarksins Iþeim mun nákvæmar hæfa þau í mark. Polaris flaugarnar eru með nákvæmustu eldflaugum i heimi, hug'sanleg geigun hverrar flaugar er aðeins um hálf mila frá miðunarpunkti. r VFeorge Waáhington bátarnir fimm, sem allir eru nú í notkun, eru búnir Polaris A—1, sem draga um 2000 km. Þeir eru 380 feta langir og vega 6,700 tonn í kafi. Næsta gerð Polaris bátanna er Ethan Allen gerðin, þeir eru einnig firnm talsins og eru 410 fet á lengd og vega 8,600 tonn í kafi. Þeir eru búnir Polaris A-2, sem draga 2500 km. Nýlega var tekinn í notkun nýjasti Polaris bát- urinn, Lafayette, en alls verða 31 bátur af þeirri gerð smiðaðir. Þeir 10 fyrstu verða búnir Polaris A—2 en frá og með þeim 11. verður Polaris A—3 tek- in í notkun, en hún dregur 4000 km. Lafayette bátarnir eru svipaðir Ethan Ailen bátunum að stærð, en búnir meiri þægindum fyrir áhöfnina og enn full- komnari tækjum. Allar gerðirnar hafa um 148 manna áhöfn, hver. Til fróð- leiiks má geta þess að mihnst 700 menn þurfti til að stjórna herskipum sömu stærðar í síðasta stríði. En þrátt fyrir það að Polaris bátarnir eru búnir miklu flóknari tækjum, hefur sjálfvirknin leyst 600 meim af hólmi. Hver bátur hefur tvær áhafnir, Blue og Gold, og skiptast þær á um að vera með bátinn í hafi, þrjá mánuði í einu Þannig er hver bátur aðeins örfáa klukku tíma í höfn á þriggja mánaða fresti, rétt á meðan verið er að skipta um áhöfn, setja vistir um borð og lagfæra það sem aflaga hefur farið. Því er hverfandi lit- il hætta á að hægt sé að granda bátun- um í höfn. Á meðan báturinn er í hafi er hann stöðugt neðansjávar, en þó er alltaf hreint og ferskt loft í honuim, því sér- stök tæki vinna súrefni úr sjónum og dæla koldíoxýði og öllum reyk og guf- um útbýrðis. Árið 1968 verða 41 Polaris- bátur fullbúinn og verða þeir samtals búnir • 656 Polaris flaugum. Sú stað- reynd að þessir bátar verða stöðugt á varðbergi ætti að reynast hverjum ó- friðarsegg nægileg öftrun frá því að hefja stríð, og víst er það, að Krernl- verjar bera mikila virðingu fyrir þeim. E n ein gerð kjarnorkukáfbáta hefur algerlega fallið í skuggann af Pol- aris bátunum, en það eru varnarkaf- bátarnir, eða „hunter killer“ kafbátarn- ir, sem hafa það hlutverk að finna, eita uppi og granda óvmakafbátum. Meiri áherzla er nú lögð á smiði slíkra báta en nokkurra annarra. Atihyglisverðasti og stærsti flokkur slíkra báta er Thresher flokkurinn, en fyrirhugað er að smiða minnst að kosti 27 slíka báta á næstu árum, og nokkrir eru þegar komnir í notkun, þar á með- ai Permit og Plunger. Fyrsti báturinn af þessari gerð, sem flokkurinn er nefnd- ur eftir, fórst fyrir skömmu eins og kunnugt er. En flotinn hefur haldið fast við allar fyrri áætlanir varðandi srniði þessara báta, enda eru þeir end- urbættir samkvæmt þeirri reynslu sem fékkist af Thresíher. Auk þess munu fleiri endurbætur auðvitað verða gerðar, ef rannsóknir á Thresher slysinu leiða í Ijós þörf á slíku. Þessir báitar eru hraðskreiðustu, djúp- skreiðustu og hljóðminnstu kafbáitair, sem smáðaðir hafa verið til þessa. Þeir Þeir eru búnir öllum fullkomnustu tækj- um sem völ eru á, m.a. er í þeim nýtt stjórnkerfi, er gerir það kleift að stýra þeim með því að þrýsta á hnappa. Þetita gerir þá jafnvel enn stjórnhæfari en Skipjack bátana. Þeir eru búnir nýjum gerðum bergmálsleitartækja sem geta fundið óvinakafbáta í mikill fjarlægð. Auk þess er um allan skrokk þeirra komið fyrir sérstökum „eyrum“, sem heyra vélarhljóð í mikilli fjarlægð. Meira en 1000 slík „eyru“ eru í hverj- um bát. Þá eru þeir búnir langdrægum radartækjum og tækjum er finna kaf- báta með því að mæla þá truflun er þeir valda á segulsviði jarðar. Til að sam- ræma og fullnýta öli þessi fullkomnu og margvíislegu tæki eru bátarnir búnir raf- eindaiheilum af ýmsum gerðum, er gera það mögulegt fyrir stjórnendur bátsins að taka skjótar ákvarðanir byggðar á nýjustu upplýsingum um óvinakafbát- inn. Auk þessa eru bátar þessir búnir nýju vopni, sem gerir þeim kleift að Framh. á bls. 12 Kafbátur af venjulegri gerð. Slíkir bátar voru byggðir í hundraðatali í síðasta stríði. Allir byggðir sem árásarbátar, margir hafa nú verið endurbættir. Nautilus. Fýrsti kjarnorkukafbáturinn. Aðeins einn smíðaður af þess- ari gerð, en fjórir voru smíðaðir af „Skate“-gerð, og eru þeir svipað- ir að lögun, en minni Allir eru árásarbátar. Seawolf. Annar kjarnorkukafbátur Bandarikjamanna. Aðeins einn byggð- ur af þessari gerð. Var upphaflega með sodium-kældan kjarnorkuofn, en lionum var skipt fyrir vatnskældan kjarnorkuofn. Seawolf setti 60 daga köfunarmet 1959. Halibut. Fyrsti kjarnorkukafbáturinn, sem borið gat flugskeyti. Hann var búinn 2 Regulus-flaugum, sem nú eru úreltar, og verður bátuum liklega breytt í vcnjulegan árásarbát. 1 smíðaður. Triton. Var upphaflcga ætlaður sem radarkafbátur, en er notaður sem árásarbátur. Hann er lengsti kjarnorkukafbátur Bandaríkjamauua. Tri- ton sigldi neðansjávar umhverfis jörðina á 84 dögum 1960. Skipjack bátur. Sex slíkir bátar voru smíðaðir. Þeir eru byggðir með hliðsjón af líkamsbyggingu hákarlsins. Mjög hraðskreiðir og djúpskreið- ir. Þeir eru aliir árásarbátar. Polaris-kafbátur. Hver þessara báta ber 16 Polaris-flaugar, sem skotið er neðansjávar. 41 slíkur bátur er í smíðurn, 5 George Washiugton bátar og 5 Ethan Allcn bátar eru nú í þjónustu. Bátur af Thresher-gerð. Bátar þessarar gerðar eru taldir fullkomn- ustu og hraðskreiðustu kafbátar í heiminum. 2 slíkir eru nú í þjónustu, en 23 í viðbót í smíðum. Heyrzt hefur að áhugi sé á því að láta smíða meira en 40 slíka báta. 21. tölublað 1963 LESBOK MORGUNBLAÐSINS CJ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.