Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Side 2
Hinn nýi forsætisráðherra brezka samveldisins, Sir Alec Douglas-Home, er maður lát- laus og alúðlegur í viðmóti. Hann er góður heimilisfaðir, og þegar degi hans er lokið og hann kemur heim frá vinnu, borðar hann mögl- unarlaust þann graut, sem konan hans hefur sjálf mallað. Hann hefur aldrei reykt um sína daga, en whiskyglas þykir honum gott að fá sér við og við. Á hinu gamla feðraóðali, Hirsel við Coldstream, býr fjölskyldan látlausu iífi og neytir máltíða sinna án allrar viðhafnar, og án þess nokkrir þjónar stjani þar við borðið. Fólk í Bretlandi segist yfir höfuð ekki lengur hafa efni á því að halda þjóna. Það er líka erfitt sem áður fyrr var um 27 að höfðatölu, að fá þá í vist ,svo þessi stétt er ger- samlega að hverfa. Þjónustulið hússins, er nú aðeins fjórar stúlkur. Ókunnugir mættu halda að húsbóndinn þyrfti að sjá í hvern pening, en allt um það á hann þó það sameiginlegt með fyrir- rennara sínum að vera margfaldur millj ónamæringur. Við skulum skyggnast dálítið aft- ur í fortíðina og sögu ættar þessa manns, sem var borinn til þess að verða 14. jarlinn af Home. Sá forfaðir, sem ættin er venjulega rakin til, komst fyrst í álnir, þegar Vil- hjálmur Skotakonungur gaf honum all- miklar landeignir í Skotlandi, fyrir langa auðsýnda hollustu. Þetta var á 13. öld, eða nánar tiltekið um 1214. Það verður að vísu ekki sagt, að Home-ætt- in hafi unnið sér mikla frægð á spjöld- um sögunnar, en samt tókst henni að öðíast barónstign og jarldóm, og henni tókst líka að stórauka landeignir sínar, að nokkru leyti með nýjum ættatengsl- um, svo þar kom að lokum, að jarlarn- iy af Home urðu aðal-landdrottnar í Suður-Skotlandi. Fyrsta skýrslan um eignir ættarinnar var þó ekki gerð heyr- inkunn fyrr en árið 1883, en þá kom í ljós, að fyrir utan lausafé námu þær 106.550 ekrum lands (ein ekra er 4046 ferm.), hér með talin hin söguríka byggð Douglas-ættarinnar í Lanarkskíri sem langafi Sir Alecs hreppti, þegar hann gekk að eiga sonardóttur fyrsta barónsins af Dougflas. Árið 1883 fékk hann 53.000 sterlings- pund í leigur, en Lanarkskíri hafði fleira að geyma en víð akurlendi og blómlega skóga og hina frægu kastala, Douglas og Bothwell. f jörðu niðri lágu óhemjuauðugar kolanámur, sem jafnvel 80 árum áður höfðu gefið ættinni 6000 punda árlegt afgjald. Um aldamótin síðustu voru tekjur fjölskyldunnar áætlaðar 63.000 sterlings pund. Árið 1913 höfðu landareigmirnar aukizt í 134.000 ekrur, sem gáfu af sér alls 98.000 pund árlega. Mestur hluti þessa fjár rann þó frá kolanámunum. Það er enginn efi, að fyrir hálfri öld, þegar Sir Alec var aðeins 10 ára dreng- ur, 'sem hugsaði mest um að veiða sil- 2 fÆSBOK MORGUNBLAÐSINS ung og safna fiðrildum, var fjölskylda hans orðin hin auðugasta í Skotlandi. Hvað hefur síðan á daga hennar drif- ið? Hefur efnahag hennar hrakað svo, að hún þurfi að lifa með allri hófsemi? Tekjurnar af kolanámunum hafa gex- samlega þorrið, síðan sá atvinnurekst- Ur var þjóðnýttur árið 1946. Margar milljónir punda voru þó greiddar námu eigendum í bætur, en hve há upphæð kom í hlut Homeættarinnar, hefur aldrei verið gefið upp. Miðað við þær tekjur, sem hún hafði haft af Lanark- skíris-námunum einum, er ólíklegt að upphæðin hafi verið undir 100.000 pund um, en gætí hafa verið nokkru hærri. I viðbót við hinar fornu tekjur af nám- unum, eru þúsundir ekra af landi fokn-* ar út í veður og vind. Miklar sölur, bæði landa og ættar- dýrgripa, fóru og fram eftir lok fyrri heimsstyrj aldar, greiða þurfti erfða- fjárskatt, sam nam þúsundum punda, þegar 12. jarlinn af Home og kona hans létust bæði í sama mánuði árið 1918. egar faðir Sir Alees dó árið 1951 nam erfðafjárskattur dánarbúsins 350. 000 pundum. Þessi skaitur hefði þó orð- ið miklu hærri, ef ekki hefði verið sætt undir lekann í tíma, eða árið 1937, þeg- ar meginhluti landeigfeanna var yfir- færður á einkahlutafélagið Douglas & Angus. Jafnframt var sjóður, að upp- hæð 445.000 pund, settur í vörzlu sama félags til þess að mæta væntanleyum erfðafjárskatti og fleiri gjöldum. Tveim ur fjármálafyrirtækjum var á sama tíma falið að veita viðtöku meginhluta lausafjár ættarinnar og ávaxta það, en þar sem reikningar þeirra félaga eru leynilegir, verður ekki í þessar eignir ráðið. En hvers virði eru þær eignir í dag, sem fyrir ófriðinn námu 445.000 sterl- ingspundum? Sennilega mætti þrefalda upphæðina. Sem dæmi um þá verð- hækkun, sem orðið hefur, má geta þess, að fyrir sex árum seldi Sir Alec 4300 ekrur í útkjálkahéraði Bervíkur og fékk fyrir þær 150.000 pund. Laxveiðiréttindi, á tveggja mílna svæði við ána Tweed, eru sögfð hafa gefið 100.000 sterlingspund. En þrátt fyrir allar landasölur, og enda þótt gróðinn af kolanámunum sé horfinn, þarf forsætisráðherrann tæp- lega að hafa fjárhagsáhyggjur. Það eru ekki litlar eignir, sem hann hefur enn milli handa. Má þar nefna herragarðinn Hirsel við Coldstream með 3000 ekrum lands, Castelmains með víðáttumiklum og fögrum veiðilöndum, og 50.000 ekrur 1 Lanarkskíri. Bróðir ráðherrans, Henry, telur að Sir Alec eigi enn lönd, sem nema 80.000 ekrum. Það er að vísu 50 000 ekrum minna en ættin átti á sín- um velmektardögum, en verðhækkun á þeim löndum, sem óseld eru, gerir þó meir en jafna metin. að er athyglisvert, að Sir Alec hefur aldrei þurft að vinna sér inn fé eða reka neina fjármálastarfsemi, eins og fjölmargir landeigendur hafa verið neyddir til, til þess að láta tekjur og gjöld mætast. Þess ber þó að minnast, að þau fimm ár, sem hann var utan þings, eftir að hafa tapað kosningu I Lanark 1945, tók hann að sér stjórn fimm félaga, ekki í þeim tilgangi að afla sér fjár, heldur til hins að fylgja fordæmi ættarinnar. Þau laun, sem féllu í hlut jörlunum af Home, fyrir að mæta mánaðarlegia á stjórnarfundum banka og vátrygging- arfélaga, voru smávægileg samanborið við þau 50.000 sterlingspund, sem land- areignir þeirra gáfu árlega af sér. Og þannig er það enn í dag. Þau embættislaun, sem Sir Alec nýtur sem forsætisráðherra, er nema 10.000 pund- um á ári, fylla aðeins löggina á þeim mæli, sem honum er tilreiddur. /Xjttin er búin arfgengum fjármála hyggindum, og hefur jafnan verið laus við þánn oflátungshátt, sem orðið hef- ur mörgum auðmönnum að fótakeflL Þetta tvennt hefur búið henni og tryggt henni sæti við háborð auðsins. Þrátt fyrir áðurnefnda hófsemi í öllu líferni, sem vakið hefur athygli margra og undrun sumra, eða jafnvel vegna þessarar hófsemi, er annar milljóna- mæringurinn í viðbót orðinn forsætis- ráðherra Breta. Bretar kunna manna bezt með fé að fsra og gæta jafnan hófs í meðferð þess og í uppeldi hverrar kynslóðar. Hinn nýi forsætisráðherra gæti veitt sér hvern þann munað, sem heimurinn hefur upp á að bjóða og falur er fyrir jarðneskan auð. En hvað er það svo sem hann kýs helzt sér til handa? — Nákvæmlega það sama og fjölmargir bjargálna Islendingar njóta á hverju sumri. Þegar vor er komið, og hvenær sem hann á frjálsa stund, hraðar hann sér upp í sveit, axlar litlu flugustöng- ina sína og fer á silungsveiðar. E ins og kunnugt er afsalaði Home sér lávarðstigninni, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Sú ákvörðun hans er afleiðing af hinni hörðu baráttu Breta fyrir því að kocma á fullkomnu pólitísku lýðræði og vernda það fyrir konungsættinni og aðlinum. Síðasti að- alsmaður sem myndaði ríkisstjórn í Bretlandi var Salisbury lávarður, og það var árið 1895. Síðan hafa það verið óskráð lög, að forsætisráðherrann geti ekki setið á „hinum staðnum", eins og þingmenn neðri málstofunnar nefna lávarðadeildina. Tvisvar hafa flokks- foringjar orðið að hlaupa yfir aðals- menn og velja þingmenn úr neðri mál- stofunni til stjórnarforustu. Árið 1923 hreppti Stanley Baldwin embættið í staðinn fyrir Curzon lávarð, og árið 1940 varð Halifax lávarður að láta í minni pokann fyrir Winston Churchill. En þessi regla þarf ekki framar að svipta hæfileikamenn möguleikanum á að mynda stjórn, því í fyrrasumar voru samþykkt lög, sem heimila aðalsmönn- um að afsala sér titlum sínum ævilangt, ef þeir kæra sig um. Þess vegna er 14. jarlinn af Home nú orðinn Sir Alexand- ei Frederick Douglas-Home. Þó Sir Alec hafi lagt frá sér titilinn er hann eftir sem áður hinn dæmigerði Framhald á bls. 4 Utgefandl: H.Í. Arvakur, Reykjavflc. Framkv.stJ.: Stgfús Jónsson. Ritstjórar: Stgurður Bjarnason fri Viaur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arnl GarSar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Simi 22480. 6. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.