Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1964, Side 6
Skylmingar í Leiklistarskóla Þjóffleikh ússins einhver þeirra kæmi til með að hreppa hiutverkið, hver veit.“ Við skulum ekki fjölyrða um þá smekkvísi að tala um Marilyn Monroe í þessu sambandi, eftir að höfundurinn er margbúinn að lýsa því yfir, að hann sé ekki að draga upp mynd af henni í verkinu. En hvað skyldu leikkonur Þjóðleikihússins hafa sagjt um þennan dóm yfirboðara sí'ns? Viku eftir að fiéttaklausan birtist lýsti Þjóðleikhús- stjóri því yfir í sama blaði, að vitan- iega. yrði fyrsit athugað hver af hinum starfandi leikkonum Þjóðleikhússins kaemi til greina, og þótti víst engum mikið. En það skiptir kannski ekki höfuð- máli í þessu sambandi, heldur sú yfir- lýsing skólastjórans, að í Leiklistarskólá Þjóðleikhússins hafi aldrei verið betri leikkonur en nú. Gott, ef satt væri! En ætlast hann raunverulega til, að við tökum það í alvöru, að óreyndar stúlkur í leikskóla, þó aldrei nema þæor séu niiklum hæfileikum búnar, séu hæfari til að takast á hendur eitt 'viðamesta hlutverk í nútíðarleikbókmenntum (að §ögr. bandarískra gagnrýnenda) en þær reyndu leikkonur sem Þjóðleikhúsið hefur þó enn á að skipa? Um þetta er ég að sjálfsögðu ekki bær að dæma hlutlægt, því ég hef ekki orðið vitni að leikafrekum þeirra ungu stjarna, sem um er að ræða, en mér er spurp, hvar hafa þær fengið eldskírnina? Er líklegjt að reynslan í kennslustundum Leiklist- arskólans hafi skorið úr um hæfni þeirra? Þann möguleika er vissulega vert að íhuga nánar. Hvernig er þá kennslunni í þess- um makalausa Leiklistarskóla háttað? Ég hef vitaskuld ekki sótt kennslustund ir þar, en hef fyrir mér orð fyrrver- andi kennara við skólann og núver- andi nemenda, og sé enga ástæðu til að vefengja þau. Reglugerð Leiklistarskóla Þjóðleik- b.ússins gekk í gildi 15. október 1951. Þar segir m.a. að tilgangur skólans sé að veita þeim, sem leggja vilja stund á leiklist, nauðsynlega undirbúnings- menntun. Stjóm skólans skipa þjóð- leikhúsráð og þjóðleikhússtjóri, en sá síðarnefndi hefur á hendi forstöðu skól- ans og ræður kennara. Getur hann falið einum af kennuram skólans daglega umsjón, ef vill. Skólinn starfar vetrar- mánuðina eins og aðrir skólar, og er námstími tvö ár. Kennsla fer fram tvær stundir hvern virkan dag. Námsgrein- ar skulu vera þessar: taltækni, fram- sögn, leikur, svipbrigði, látbraríðslist (plastík), andlitsgervi, skylmingar, — leikfimi, leiklistarsaga og sálfræði. — Ennfremur getur stjórn skólans ákveð- Framhald af bls. 5 ingana aö gera!) Launabœtur þess ara manna eru því allverulegar, elcki sízt þegar slcattfríöindin eru höfö i huga. Þaö siögæöi, sem lýsir sér í skattfriöindum alþingismanna, skal ekki rœtt hér, en kannski dreg- ur viöskiptalíf íslendinga meiri dám af þvi en hæstvirtir þingmenn kœra sig um aö játa. Þaö sem mér viröist fyndnast í þessu máli er sjálfsálitiö sem þing- menn okkar hafa, þegar haft er í huga hvernig búiö er aö þeim mönn um sem framtíö þjóöfélagsins velt- ur mest á. Þingmenn eru mislit hjörð og eiga fátt sameiginlegt nema flokkshollustu og kjaftavit: Þeir hafa enga þá menntun eöa aöra _________________. MIMMMiMBHMWHMIM ið, ef þörf þykir, að.upp sé tekin til- scgn í söng og danslisit. Inntökuskil- yrði í skólann em þrjú: 1) nemendur skulu vera á aldrinum 16—25 ára, 2) gagnfræðapróf eða önnur sambærileg menntun, 3) lýtalaust málfar. Undan- þágur frá 1. og 2. lið má veita, ef sérstakar ástæður em fyrir hendi. Hér hafa verið rakin nokkur helztu atriðin úr reglugerðinni, og nánari at- hugun á þeim leiðir til heldur rauna- legrar niðurstöðu. Ég held að um það verði alls ekki deilt, að skólinn veitir verðandi leikumm ekki nauðsynlega undirbúningsmenntun, og ber margt.til þess. í fyrsta lagi er námstíminn mikils ti! of stuttur og kennslan með öllu. ófullnægjandi. Með öðmm þjóðum, þar sem menntun leikara og þjálfun er tek- in alvarlega, er námstími þeirra minnst þrjú ár og daglegt nám strangft, að jafnaði fimm. til sex klukkustundir á dag. Þar kenna sérfróðir menn hverja námsgrein og hvergi er slegið slöku við. Nemendur em lítið notaðir við leiksýningar af þeirri einföldu ástæðu, að nám þeirra gengur fyrir öllu öðru. í þessu sambandi nægir að minna á frásögn Haraldar Björnssonar í ævisögu hans, „Sá svarti senuþjófur", af nám- inu í leikskóla Kommglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Margir íslenzkir leik arar, sem stundað hafa nám við aðra leikskóla erlendis, hafa sömu sögu að segja af ströngu námi og kröfuhörðum kennumm, agasamri og einbeittri skóla stjórn. Hér em þessi mál tekin slíkum vettlingatökum, að námið er nánast grín, enda sögðu tveir helztu kennar- ar skólans af sér á liðnu hausti, þeir Haraldur Björnsson og paldvin Hall- dórsson. í blaðaviðtali kvaðst Haraldur ekki geta verið þekktur fyrir það leng- ur, hvorki sem maður né listamaður, að vinna við skólann áfram, og hefði hann m. a. sagt af sér til að vekja athygli á niðurlægingiu skólans og til að mót- mæla opinberlega þeirri vansæmd, að Leiklistarskólinn hefði ævinlega verið hornreka, en nú keyrði þó um þver- bak á sama tíma og ríkisleikhúsin á Norðurlöndum væru að endurskoða og bæta aðstöðu leikskóla sinna. Helztu ar.nmarka á rekstri skólans taldi Har- aldur vera húsnæðishrak, algera vönt- un á talkennslu, alltof lágar kröfur til þeirra sem teknir væm í skólann, of mikla kauplausa aukavinnu leiknema á fyrra ári við leiksýningar Þjóðleik- hússins. Haraldur lýsti því jafnframt yfir, að öll þau ár sem hann sat í þjóðleikhúsráði hefði málefnum skólans iítið sem ekkert verið hreyft, og er þó ráðið hin eiginlega skólastjórn. J. öllu þessu máli hefur ríkt slíkt tómlæti af hálfu allra ábyrgra að- hæfileika sem geri þá öörum mönn- um fremri. Ööru máli gegnir um langskólaöa sérfrœöinga t vísindum og tækni, sem lagt hafa út í rán- dýrt og langt nám erlendis. Þegar þeir koma heim til sinnar kæru fósturjaröar, er þeim boöið upp á slík kjör, aö flestir þeirra flýja land hiö bráöasta og koma kannski aldrei aftur. Véra má aö þjðöfélag okkar rísi eklci undir aö greiöa sin- um bezt menntuöu og hœfustu mönnum þau laun, sem þeir verö- skulda eöa eiga kost á erlendis, en þaö munar ekkert um aö borga 60 málskrafsmönnum Alþingis tvöföld laun meö skattfríðindum og ööru tilheyrandi. s-a-m. ila, að furðu sætir. Lítum t.d. bara á námsgreinarnar, sem taldar em upp í reglugerðinni. Þær em tíu talsins. Nú _ starfa við skólann fjórir ungir kennarar, og þeir kenna samtals fjórar þeirra greina, sem lögskipaðar eru: leik, skylm- ingar, sminkun, afslöppun og sviðshreyf ingar. Auk þess er kenndur ballet. — Engin kennsla fer fram í undirstöðu- greinum eins og taltaékni, framsögn og leiklistarsögu. Og samt er þetta eini opinberi leikskólinn í landinu! Um inntökuskilyrði í skólann má vit- anlega deila. Þau þyrftu ekki að vera ýkjaströng, ef kennslunni væri þannig _ háttað, að nemendur lærðu raunveru- lega eitthvað að gagjni. Eins og stend- ur er inntökuskilyrði í rauninni aðeins eitt: lýtalaust málfar! Leiklistarskóli Þjóðleikhússins virð- ist ekki vera annað en hégómleg skraut fjöður, sem hvorki kennarar né nem- endur geti tekið alvarlega, af því öll starfsemi hans einkennist af káki og fúski. Fróðlegt væri að fá tölur yfir það, hve margir af nemendum skólans á liðnum 13 árum hafa lagt fyrir sig leiklisit að námi loknu. Ég er hræddur um, að hlutfallstalan sé lág, og það getur ekki stafað af neinu öðm en slæ- legum vinnubrögðum. Segja mætti mér, að áhugi margra nemenda á frekari viðleitni á þessum vettvangi hafi hrein- lega verið drepinn í skólanum. Ég kem ekki auga á aðra skynsamlega skýringu á því undraverða fyrirbæri, að afrakst- ur skólans verður minni og lélegri með hverju árinu sem líður. Á sama tímá er haldið uppi fjölmennum og rúmfrekum dansskóla í musteri leiklistarinnar! E g vek ekki máls á þessu hér, af því ég telji mig sjá heppilegri leiðir til úrbóta en þeir menn sem eru hnútun- um kunnugastir, heldur vegna þess að þeir hafa flestir þagað hingað til, og nú er svo komið að gera verður róttæk- ar ráðstafanir, ef leiklistin hér í höf- uðstaðnuim á ekki að lenda á köldum klaka. Málið verður að endurskoða frá rótum nú þegar. Hér þarf að koma upp fu!lgildum ríkisleikskóla með hæfum kennurum, sem gera strangar kröfur til nemendanna og útskrifa ekki aðra en þá, sem einhver veigur er í. Séu ekki til hæíir innlendir menn til að sinna öll- um námsgreinum, verður að leita út fyrir landsteinana. Allar þær náms- greinar, 'sem reglugerðin telur upp, verð ur að kenna rækilega, og þar ætti að bæta við kennslu í leikstjórn sem er höfuðatriði eins og nú er komið leik- listarmálum hérlendis. Sennilega færi bezt á því að reka slíkan ríkisleikskóla sjálfstætt, og gæti Reykjavíkurborg tekið þátt í rekstri hans með það fyrir augum, að vænt- anlegt borgarleikhús nyti einnig góðs af honum. Að slíkum skóla yrðu ráðnir sérmenntaðir kennarar, helzt ekki fæirri er 6—8. Nemendum verði gert að stunda nám í þrjú ár og jafnframt sett það skilyrði, að þeir sinni ekki öðru en leiklistinni um námstímann. Þeir verði ekki látnir leika í almennum leiksýn- ingum, hvorki sem statistar né í smá- hlutverkum, fyrr en á þriðja námsári, og þá aðeins með sérstöku leyfi kenn- ara og skólastjóra. Hins vegar verði á hverju vori haldnar sérstakar nesm- endasýningar, þar sem forstjórar begigja leikhúsanna meti frammistöðu leiknem- ar.na með tilliti til væntanlegra ráðn- iiiga að leikhúsunum. í leikskólann fái þeir einir upptöku, sem stundað hafi undirbúningsnám hjá viðurkenndum leikurum og fengið meðmæli þeirra til áframhaldandi náms. Reglugerð fyrir þennan skóla ætti menntamálaráðherra að semja í samráði við valda leikara. Þetta kann að virðast umfangsmikið fyr irtæki í fyrstu, en ég sé ekki að fram- tíð og viðgangi leiklistar á Islandi verði borgið með öðru móti. að sem mér finnst einna ískyggi- legast nú er hræðslan við opinskáar umræður um þessi mál. Mér virðist það t d. í hæsta máta óviðeigandi, að ekki sé dýpra í árinni tekið, þegar þjóðleik- hússtjóri vænir mann eins og Harald Björnsson um óhreinar hvatir, af því hann kveður upp úr um mál sem öllum kunnugum var raunar löngu farið að blöskra. Út yfir tekur þó, þegar þessi fyrrverandi leikari og leikstjóri Þjóð- leikhússins og meðlimur þjóðleikhúsráðs frá upphafi er fyrirvaralaust sviptur frumsýningarmiðum sínum í hegning- arskyni fyrir tímabæra gagnrýni. — Þetta er óhæfa og mælskur vottur um stjórn leikhússins og skólans. Það er leikhúsið en ekki forstjóri þess, sem lætur umrædda frumsýningarmiða í té, og þjóðleikhússtjóra væri hollt að hafa það hugfast oftap en hann virðist gera, að Þjóðleikhúsið er ekki einkafyrirtæki hans, heldur eign allrar þjóðarinnar. — Um þá hlið málsins verður væntanlega tóm til að ræða nánar við annað tæki- færL R A B D 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.