Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 3
Eftir Simon etta hlaut að vera eitthvað alveg einstakt. Gull og gljásteinar —■ og jök- ull, sem enginn þekkir. Ég kastaði því kveðju á Björgvin og flaug til Ála- sunds. Við formann ferðafélagsins átti ég eftirfarandi samtal: Hann: Gullgljárdalsjökullinn — er nokkuð eftir af honum? Ég: Það vona ég sé. Hann: Þér ættuð heldur að fara yfir um og líta á Kolásjökulinn. Ég: En ég er nú hingað kominn til að sjá Gullgljárdalsjökulinn. Og þar við sat. Klukkan fjögur fór ég með bátn- um inn í Hjörundfjörð — og þegar ég gekk til hvíldar um kvöldið í Urke var það í þeirri fánýtu ’ von, að þessi ferð yrði farin strax daginn e-ftir. Morguninn eftir gekk ég með leið- sögumanni af staðnum upp Urkedal og inn Langaselsdal. Morgunþo-kan virtist á undanhaldi o-g allt lofaði góðu veðri. Töfrandi eins og Alpatindur gnæ-fði Geithorn andspænis okkur, — herskár og metnaðargjarn eins og ungur frama- gosi í lævísri konungs-hirð, en til hægri handar hafði hans hátign Slókur dreg- ið sængina yfir höfuð og leit ekki út fyrir að ætla að rísa úr re-kkju. Á bak við mókti Smjörskriðutindur í grárri tign. Það var þó ills viti, að þokuslæðing- urinn vildi ekki láta undan síga, þeg)ar á leið. Og þegar við vorum komnir fram hjá Langadalsseli, sýndi Hans Hátign sig sem snöggvast með ró-tgró- inn fýlusvip og blés no-kkrum skýbólstr- um yfir á Geithorn, sem þar með var fallið í ónáð. Héðan af þéttist þokan sífellt og stutt frá uppgöngunni á jök- ulinn gaf ég skipunina: Snúum við! Það var þýðingarlaust að halda áfram. — Heimamenn hér eiga erfitt með að skilja, að ókunnu.gur jöklafari, þurfi annað að sjá en ísinn. í fyrstu vekur þessi hugsunarháttur undrun, seinna \ ekur hann aðeins stundarathygli eins cg þúfa við veginn. eir, sem þráir eru, eiga ekki allténd jafn gott hér í heimi. Þetta á ekki sízt við um þá, sem allt eiga .undir veðrinu, en í þeim hópi er sá, sem þetta ritar, en ánægjan yfir því er stundum beggja blands. Við vitum, hvers við ósk- um helzt, og þannig á það að vera, — fyrir okkur er málamiðlun aldrei end- anle-g lausn, heldur aðeins til bráða- birgða. Sá, sem á allt undir veðrinu og hefur einsett sér, ekki aðeins að ganga yfir Guilgljárdalsjökulinn, heldur einni-g njóta alls, sem hann hefur að bjóða, verður að vera við því búinn að sitja um kyrrt í Urke, unz heiðríkur dagur rennur upp. í þetta sinn var útlitið etrlega ískyggile-gt. Það var ekki aðeins, að mestar líkur voru til, að nokkrir dagar liðu til einskis gagns, en sjálft íerðalagið yfir jökulinn var orðið vanda- mál, þvi að ekki var unnt að halda áfram að draga með sér leiðsögumenn úr Norðangursfirði af fjárhagisástæðum. Þetta var leiðinleg-t kvöld. En síðdegis daginn eftir stóð ég samt við Slóksvatn, efst í Langaselsdal. Og valdsmannslegur Englendingur sagði: „Við gefum yður klukkus-tundarfrest. Ef við verðum þá ekki komnir upp að jöklinum, snúum við aftur.“ Grabowski Það, sem gerzt hafði, var kraftaverki líkast. Hópur manna frá heimavistar- skólanum í Harrow í Englandi — sex nemendur og kennari, Tim Warr — höfðu kvöldið áður komið til Öye og reist tjöld sín í garðinu-m við Hotel Union. Veitingamaðurinn á Union fann tækifæri handa mér, þegar þennan leið- agur bar að garði, því að útbúnaður þessara manna sýndi, hverra erinda þeir voru. Ef ég gæti fengið Englendingana með mér yfir jökulinn, væri leiðsögu- mannsvandinn úr sögunni. Þetta bjóst ég við að geta, og jafnvel veðrið þorði ekki að standa í vegi fyrir þessari ágætu lausn. Með aðdáunarandvarpi dró veð- urguðinn frá skjánum. Himinninn varð blár. Leiðin að Gullgljárdalsjöklinum er eig inlega ekki sjálfsögð eða eðlileg. Leið- in, sem Kristofer Randers lýsir í ferða- handbókinni Sunnmæri, liggur frá Langadalsseli uppeftir til vinstri á norð urhlið Geithornseg-gjar yfir sléttu, sem á milli liggur, Langaselssléttu, beint að neðstu jökulröndinni og áfram upp að Gullgljárdalsþröminni, sem stefnir að syðsta og þrengista hlutanu-m af Gull- gljárdalnum, þar sem leiði-mar tvær skerast aftur. Eftir lýsin-gunni að dæma hafa bæði Þrömin og Suðurleiðin verið undir jökli á tímum Randers, en í dag er lítil jökulganga á leið hans, já, það lítur jafnvel út fyrir, að hægt sé að ganga aurinn með-fram jökulröndinni frá sléttunni og að Þröminni o0 sleppa þannig alveg við jökulin-n. Ef maður vill vera um kyrrt í Norðangursfirði, er sá ágæti mögtuleiki fyrir hendi að sameina þessar tvær leiðir og ganga jökulinn endilangan frá austri til vest- urs. Ef áfram skal haldið til Brúnstað- ar, verður að velja milli Sléttunnar og Slóksvatns. Fyrri leiðin er langt um styttri og sjálfsagt mjög auðveld, en sá, sem heimtar allt í einu, velur hina síð- arnefndu. T il allra-r hamingju veit hen-a W arr og nemendur hans ekkert um þetta, þar sem við höldum leiðar okkar fram hjá Langadalsseli. Ég vil fyrir alla muni fara leiðina um Slóksvatn. Warr er skarpskyggn fjallamaður og veit nokkurn veginn, hvar jökullinn liggur. Fyrr eða síðar kemst hann ef til vill að því, að til sé bein leið og skilur, hvernig í öllu liggur. — Til allrar ógæfu höfum við líka séð jökulfossinum bregða fyrir upp af Sléttunni! — Ef svona færi, mundi frekari þátttaka þessara félaga að líkindum fara út um þúfur s-trax á fyrstu dagleiðinni. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvilíka umhyggju ég sýni þeim síðasta í lestinni, þessum, sem alltaf ér að spyrja, hvað langt sé nú að jöklinum. Við Slóksvatn er líka mín vizka þrot- in. Nú verð ég bara að vona, að upp- gangan að jöklinum taki ekki of lang- an tíma, en ég má ekki leggja í neina áhættu til þess að fyrirætlunin fari ekki út um þúfur. Ég legg því til með var- færnum orðum, að þeir þreyttustu verði skildir hér eftir. Staðurinn er tilvalinn: bæði fallegur og skemmtilegur hvíldar- staður — hentugur var hann líka, þeg- ar ætlunin var að halda áfram gegnum Skjólstað niður til Eyjar. Herra Warr fellst á þetta — en ákveður tímann: Eina klukkustund að jöklinum! Ég finn, að tortryggni hans er að vakna — skyldi ég annars fá þá með mér yíir jökulinn, ja-fnvel þótt við næðum þang- að í tæka tíð? Og hvernig skyldi svo leiðin þangað upp vera? Svartar hett- ur Brekkutindsins glampa sundurtætt- ar yfir höfðum okkar — eins og sprottn- ar upp úr kynlegri martröð — eins og stórkostlegt háðsmerki yfir fyrirætlun- um og vonum mannskepnunnar. Helmingurinn af hópnum snýr til norðurs. Við sniðskerum okkur upp brattann eftir sléttum mosa. Ég hefði fremur viljað ganga dálítinn spöl að lsaknum, sem rennur niður fjallshlíðina no-kkuð til hliðar, og síðan upp með honum ■— en nú er bezt að halda sér í skefjum ..... Við hittum lækinn fyrir, þegar við erum komnir næstum alla leið upp. Ég berst við spenninginn í sjálfum mér, reyni að láta sem ekkert sé. Og nú — stöndum við í lítilli skál un-dir suðurhlíð Brekkutinds, og beint fram undan sjáum við tjörnma sem lækurinn rennur úr, lengra frá tvo snjóskafla, og sá, sem nær liggur, virðist lengri. Frá þeim skaflinum, sem fjær er, liggur cnnur og brattari brekka upp í hátt skarð milli Brekkutinds og álmunnar á Geithorni. Þarna uppi á bak við skarð ið hlýtur þá Gullgljárdalsjökullinn að liggja. Þangað er enn talsvert la-n-gt að fara. Herra Warr talar i uppgjafartón um uppgönguna í skarðið. Ég geri eins lítið úr öllu og ég get og bið fyrir mér um leið í huganum. Svo smyrja Englehd- iiigarnir jöklakremi framan í sig og við stígum út á fyrsta skaflinn. E g kalla fram í minningunni Hestdalinn, (austurleiðina að Surtn- ingssui) í Jötunheimum. Þessar tvær eii.angruðu uppgönguleiðir minna mikið hvor á aðra, og þó var þessi í rauninni allt önnur. Hér var fjallið ekki fjall, heldur afturganga í steini, dauðar ver- ur, og þó bráðlifandi umhv-erfis okkur, á þöglu flakki milli hinna ýmsu stiga steingiervingsins. Og eins o-g’ allt annað fær líka leiðin líf undir fótum okkar: Seinni fönnin, sem áðan virtist svo stutt frá, hæ-kkar smám saman og teyg- ist fram undan okkur og lykst um okk- ur í mjúku einræni, þar sem maðurinn hverfur í skugga fótataks síns, og fóta- takið glymur við snjóinn eins og hæg, ei,dalaus röð sjöunda og fortóna. Síð- asti veggurinn rís upp af skaflinum. Hvað jafnast á við nafnlausa skarðs- brúnina, sem ber hátt við heiðan him- in fram undan? Hér skal ég upp og yfir — þetta verður allt inntak lífsins. Við göngaim upp dásamlegan brattann í góðri, fas-tri möl, sem er samanlímd með lágvöxnum mosa. Eftir síðasta stökkið á síðustu hæð- ina liggur hann þarna: Gullgljárdals- jökullinn. k? kyndilega virtist það nú merki- legt, að hann skyldi I raun réttri vera til! Ég þekkti hann jafnvel ekki af korti, — að lokum virtist hann aðeins vera til í huga mínum. Þess vegna er hann ólíkur öllu og einstakur. í raun réttri ei hann þó sjálfsagt öðrum jöklum lík- ur. En í augum einstaklingsins efst í skarðinu er þetta varla jö-kull, heldur sparifjall, mótmæli gegn úr sér gengn- um aðdáunarefnum fjallapáfa-gauka „og reglubundinni leiðsögu í báðar áttir Framhald á bls. 6. LÖNIN HORFNA EFTIR ÖRN SNORRASON Sólin rann til sævar niður, svona eins og hún er vön. Allt í kring var eirð og friður. Ein við hvíldum bak við lön. — Loforð, bæði ljúf og heit, læddust inn í heyið mjúka. Rökkurgullin glóði sveit. Glöðum degi var að ljúka. Fer minn hugur víða vega, veit ei nokkra bakaleið. Niðar lækur liðins trega. Lifnar glóð, er forðum sveið. Þar, sem litla lindin rann, lön er engin skammt frá brúnni. Þú batzt ást við annan mann. Allt var heyið gefið kúnni. 8. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.