Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 6
Þróun búning-anna í Bayreuth gefur góða hugmynd um þró unina frá prjáli til einfaldleika samkvæmt nútímasmekk, sem
einkennir Bayreuth-hátíðina eftir stríðið. Myndirnar til vinstri á 5. síðu og þessari síðu eru af búningum Brynhildar og
Óðins, báðar frá árinu 187G, en slíkir búninigar voru notaðir með litlum breytingum allt fram til 1913. Myndirnar til hægri
eru af Astrid Varnay og Theo Adam í hlutverkum Bryn liildar og Óðins í fyrrasumar.
Þýzkalands, og annar hver áheyrandi
í Bayreuth er útlendingur.
<
Hringur Niflungsins.
Ólíkt meiri tign og minni tilrauna-
bragur var á sýningum viðamesta sviðs-
verks sem til er, „Der Ring des Nibel-
ungen“. Eins og kunnugt er, tekur flutn-
ingur verksins fjóra daga. Þó ekki sé
nema vegna lengdar verksins er flutn-
ingurinn ætíð bæði þolraun fyrir flytj-
endur og mikið afrek. Æfingatimi í Bay-
reuth er sérlega stuttur, því á tæpum 4
vikum verður að meðaltali að æfa 8
verk. Því getur komið fyrir, að jafnvel
þeir, sem litið tR þekkja, verði varir við
smámisfellur stöku sinnum. Þrátt fyrir
dálítið misjafnan blæ á sýningunum er
flutningurinn mikið listaafrek. Wilhelm
Kempe var í fyrra tónlistarstjóri eins
og undanfarin ár, en hann hefur breytt
mikið um blæ. í fyrra forðaðist hann
alla tilfinningasemi í tónlistarflutningi,
svo að nálgaðist kuldalegan flutning. —
Það samsvarar betur en áður sviðsetn-
ingu Wolfgangs Wagners, sem er ákaf-
lega spartversk, en lyftir jafnframt tón-
listinni í æðsta sess, eins og vera ber.
Glæsilegt lið.
í fyrra voru enn sem endranæsr
margir af frægustu einsongvurum heims
ins í Bayreuth. Má þar nefna Astrid
Varnay, Grace Bumbry, Anja Silja,
Wolfgang Windgassen, Josef Greindl,
Eberhard Wáchter, Franz Crass, Hans
Hopf o. fl. 180 hljómsveitarmenn voru
ráðnir og komu úr mörgum stærstu
borgum Evrópu til að leika þarna í sum-
arleyfi sínu. Mjög margir þeirra bera
prófessorstitil. Sama gildir um kórinn,
sem ætíð syngur af fágætri snilld undir
stjórn Wilhelms Pitz. Sýningarnar í
Bayreuth eru yfirleitt óviðjafnanlegar,
og breytir smávegis gagnrýni engu um
'það. En mikið fé kostar þetta allt. —
Margir velunnarar, auk ríkisins, gefa
árlega stórar fúlgur, til þess að ekki
skorti fé til að halda gæðunum, enda
þótt kostnaðurinn við sýningarnar auk-
íst ár frá ári.
★
Hátíðin í Bayreuth var varla gengin
um garð, þegar tilkynnt var að Tann-
h’áuser yrði sýndur í nýrri uppfærslu
á næsta ári, en auk þess yrðu sýningar
á Tristan og Isolde, Meistarasöngvur-
ur,um, Parsifal og Hring Niflungsins.
Miðasala fyrir næstu hátíð byrjaði í
október, en samkvæmt reynslunni í
fyrra má búast við, að upp úr áramót-
um hafi þegar verið uppselt á allar
sýningar 1964.
SMÁSAGA
Framhald af bls. 3.
allt sumarið". Einnig þetta er hégóma-
skapur, víst er það, en það er hégóma-
skapur hugsunarinnar, en ekki vanans.
Klukkustundin er nákvæmlega liðin.
Við stöndum í skarðinu fjórir saman,
þrír -hárnákvæmir Bretar og þrjózkur
Daninn, óumbreytanlegir hver með sinu
móti. Þetta er hámark ferðarinnar, ef
nokkuð getur kallazt því riafni. í norðri
iiggur þessi heitt þráði jökull fyrir fót-
um okkar, í suðri fjallasýn, sem okkur
hafði ekki dreymt um. „Farið nú vel,
Jötunheimar,“ tauta ég með sjálfum
mér himinlifandi. Englendingarnir eru
orðnir þreyttir, en herra Warr svíkur
ekki. Sá drengjanna, sem þreyttastur er,
verður eftir í skarðinu, .meðan við, þrír
þeir síðustu, hefjum gönguna yfir jökul-
inn og fikrum okkur á ská niður fyrstu
bröttu brekkuna. Brátt erum við á jafn-
sléttu og göngum í hægðum okkar yfir
efsta hluta jökulsins, en Geithorn og
Brekkutindur mynda krans eins og
kápa á öxlum okkar. Hversu tvíbent
vera, þessi hertogi einmanaleikans í ísi
og snæ! Ástríðulaus rís hann frá slétt-
unni langt þarna niðri í sólbliki upp
til okkar, hallar sér léttilega að baki
Brekkutinds, en í skyndilegu æði, sveifl
ar hann handlegignum til hægri, beint
upp að klettavegg Geithorns að norðan.
S njórinn verður blár undir fótum
okkar, nú göngum við á ísi—leysingar-
vatnið sýður hvæsandi i sprungunum, en
djúpt niðri holar drunur eins og hófa-
slög riddara dauðans. Við tökum stefnu
á urðina beint á móti að flötu útskot-
inu frá Brekkutindi í norðri, en upp að
því liggur jökullinn sléttur. Héðan ligg-
ur leiðin beint að Gullgljárdalsvatni.
Og hér á ég að skiljast við Engjlending-
ana og halda einn áfram ferðinni til
Brúnstaðar. Ég geng aftastur og er
ennþá úti á jöklinum, þegar herra Warr
snýr sér við. Svipur hans er ekki svip-
ur þess, sem hefur náð áfangastað. Svo
segir hann þessi örlögþrungnu orð: —
„Því er verr — en nú getum við ekki
fylgit yður lengur.“
Undur og skelfing! Úr urðinni, þar
sem við stöndum, breiðir sig nýr jökull
í brattri skál niður að Suðurleiðinni,
aðeins tengdur aðaljöklinum með
mjórri snjóræmu. Urðin var aðeins
tangi! Eftir þessum óvænta jökli er mér
fyrirmunað að komast niður í Gullgljár-
dalinn. Herra Warr telur mig algerlega
innikróaðan. „Ég ráðlegg yður eindregið
að snúa við með okkur!“ segir hann
þungbúinn. Hvað á ég að gera? Ég hef
litið jökul drauma minna, ég hef jengið
hann, — en það var ekki aðeins þetta,
sem ég hafði ætlað mér. Ég ætlaði alla
leiðina, fara sögulega férð yfir jökulinn
endilangan á leið milli tveggja staða.
Nei! Það hlýtur-að vera fært niður á
Gullgljárdalsþröm þarna niður til
vinstri. Herra Warr skyggnist fram á
brúnina. „Kannski,“ segir hann stuttur
í spuna.
Ég verð einskis vísari, þegar ég
skyggnist um sjálfur. Héðan sést ekki,
hvernig komizt verði niður, og það gæti
verið mikill bratti. Fyrsti spölurinn
virðist þó þolanlegur — ég kalla upp,
að ég ætli að reyna að halda áfram.
Kveðjukall — ósköp stutt, eftir allt,
sem undan er gengið! — og svo hverf ég
alveg úr augsýn Englendinganna. Héð-
an af breiðist út hjalli eftir hjalla fyrir
fótum mínum. Á gönguferð með hendur
í vösum held ég niður eftir unz ég sit
á ÞröminnL
E n hér verð ég líka að stanza
drykklanga stund — hér þarf að gera
reikningsskil og kveðja Gullgljárdals-
jökulinn, og Þrömin er yndislegur stað-
ur, tilvalinn til reikningsskila og kveðju.
Fúslega hsagir tíminn á sér, en sólgiull-
inn Langaselsdalurinn býður auganu
hvíld. Rétt fyrir neðan mig get ég fylgt
jökulstígnum og upp þangað, sem við
fórum yfir, — og hér neðra breiða
sprungurnar úr sér eins og her af
bogaskyttum, röð eftir röð, með trölls-
iega bogana spennta til vesturs.
Hvernig hafði þá Gullgljárdalsjökull-
inn verið? Ekki var friðsæld og blíða
einkennismerki hans, en víst var hon-
um allt annað gefið, og hann gat svo
sem verið jökull allra jökla: ævintýra-
legur hafði hann boðið mér inn í víg-
girðfngu sína, ljómað, er ég fór yfir
hann, grimmur hafði hann látið verða
á vegi mínum óvæntan jökul, þar sem ég
ætlaði að yfirgefa hann og leyst hann
upp aftur, þegar ég kom að Þröminni
eins og í guðdómlegu gamni. Þó að hann
kunni að minnka ár frá ári, stendur
hann þó fyrir mér í óbreytanlegri stærð
og lætur sig engu skipta vanvizku
strandbúans. Ég hafði nú fengið allt,
sem ég gat krafizt, og meira þó, en
samt sem áður var eins og eitthvað
vantaði í þá heildarmynd, sem mér
fannst ég eignast hér á Þröminni, eins
og ég ætti ekki að öllu leyti það, sgm
ég hafði safnað saman, kannski undan-
skot einhvers viðburðar, eina mótstað-
an sem ferða.maðurion þarf raunveru-
iega að óttast, já er blátt áfram magn-
laus andspænis. Vantaði kannski eitt-
hvað áþreifanlegt, sem aðeins þurfti að
fylla út þessa stóru umgerð og sem ég
mætti vænta að ég fyndi lengra norður
frá? Nógur var vegurinn eftir til þess
ég mætti vona það.
Að áliðnum degi geng ég yfir Þröm-
ina, fram hjá ljómandi fallegri tjörn. Ég
geng hægt og get varla slitið mig frá
henni. Leiðin niður Suðurskarðið, til
hægri liggur jökullinn, sem kom mér
á óvart, til vinsfri lokar stór og brattur
skafl leiðinni, en utan í svörtum hömr-
unum mitt á milli, skýtur upp viðfelldn-
um smáhjöllum, og liggur stuttur bugur
niður í dimman botn Suðurskarðsins.
Hér niður frá verður maður að hafa sig
allan við að þumlunga sig yfir skafla
og tröllslega urð. Allt of fljótt vikkar
gilið að veizlusal Guligljárdalsins, og
áður en mig varir, stend ég við Gull-
gl j árdalsv atnið.
essi ferð er eins og lifandi vera.
Þetta er ekki spölur, sem genginn er,
eins og oftast er, ekki maðurinn, sem
gengur yfir fjallið, heldur leyfir fjallið
manninum að ganga sig. Það er
skrímslið í ævintýrinu eftir eilífu lög-
máli, völundarhús, sálu gætt. Varla er
eitt vandamál úr sögunni og áhyggju-
laus ganga fram undan, þegar annað
hreykir sér upp í þess stað. Og nú
breiðist þetta einræðislega vatn hér yfir
dalinn til beagja handa án þess að skilja
vegfarandanum eftir minnsta stíg til að
ganga. Miðgarðsormur glottir við tönn.
í þessari ferð hefði verið við hæfi að
óska sér að sjá völundarhúsið breytast
í tröll hér við suðurenda vatnsins og
bíða í bát eftir að flytja ferðamanninn
yfir, já, það er í rauninni undarlegt, að
ekkert slíkt skuli gerast. En þrátt fyrir
allt hlýt ég að komast fram hjá vatn-
inu. Ég vel austurhlíðina, hún sýnist
ekki jafn brött og hin. Þolinmæði er
lausnarorðið. Fjallshlíðin er jafnhall-
andi alveg niður að vatnsborðinu. —-
Steinarnir vella alveg niður í vatnið,
Framhald á bls. 14.
Q LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
8. tölublað 1964