Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 10
 SIMAVIÐTALIÐ Ánægður með starfið í Iðnó — 37139. — Brynjólfur Jóhannesson. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Hvað er helzt frétta? — Ég er á kafi í æfingum. Ég leik í 3 leikritum um þessar mundir og er að æfa það íjórða. Við erum að æfa Rómeó og Júlíu allan daginn og leikum svo á kvöldin. Ef ekki væri svona gaman að vinna með leikstjóranum, Tomasi Mac- Anna, þá er ekki að vita, hvort ég mundi nenna þessu. Ég er annars alltaf mjög heilsuhraust uir og skapgóður. Heilsuna þakka ég því, hve mikið ég iðkaði iþróttix á mínum yngri áanim. Ég tel það mjög nauð- synlegt að vera alltaf í góðu skapi. Annars verður starfið mikiu erfiðara og manni vaxa ailir hlutir í augum. — Hefur þú ieikið í Shake- speare-verkum áður? — Já, Rómeó og Júlía er 5. leikrit Shakespeares, sem Leik- félag Reykjavíkur sýnÍT. Ég hef leikið í þeim öllum. Fyrst var Þrettándakvöld, sem Indriði heitinn Waage stjórnaði. Indriði Einarsson þýddi leikritið. Árið eftir setti Indriði á svið Vetrar- franskbrauð, 1 srtór smátt- skorinn laukur, 1—2 msk Poultry Seasoning krydd (ómissandi krydd í gæsir), 1 tsik sellerisalt, 14 tsk salt, ca 14 b simjörliki, ca % b sjóðandi vatn, sem súputen- ingux hetfur verið leystur upp í. Laukurinn látinn malla smástund í smjörlíkinu en ekki látinn brúnast, sdðan er franskbrauðið sett á pönnuna og allt kryddið lát- ið út á, síðast sjóðandi vatn ið og öllu hrært vel saman. Að svo búnu er fyllingin sett inn í gæsina. Venjulega vef ég gæsina inn í alúminí- umpappir og læt hana inn í 350° F heitan ofn. Eftir um það bil þrjár klukkustundir er hún gegnbökuð. Þessi tími er miðaður við fremur stóra gæs. Að síðustu kemur hér rétt ur, sem Jóhannes lætur ailtaf vel af. Það er kjötsósa m.eð spagihetti. í hann fer: 500 g hakkað nautakjöt, 1 stór saxaður laukur, 1 hólf úr hvitlauk, sömuleið- is fínt skorinn, 14 b seilerí, smátt skorið (ef það er ekki fáanlegt má nota selleri- rjómasúpu), 14 grænn pip- ar (má sleppa), 2 dósir tómatsósa eða vatn og nýir tómatar (um 2 bollar), 1 tsk cayenne-pipar (malaður cihili-pipar), 1 msk karrí, 1 msk persille, 1 msk Ore- gano (krydd). Auk þess bragðbæti ég réttinn með tómatkrafti, þvi Jöhannes er fyrir sterkan mat. Kjötið er brúnað og sett í pott með öllu kryddinu. Látið sjóða við vægan hita í 2—3 klst., sjóðandi vatni bætt í eftir þörfum. Borið fram með spaghetti. sevintýri. Næst kom Kaupmað- urinn í Feneyjum, sem Lárus Páisson stjórnaði. Það var árið 1944. Síðan var Hamlet undir leikstjórn Edwins Timroths árið 1-947. — Hvernig finns-t þér starf- semi Leikfélagsins ganga? — Ég er mjög ánægður með starfið í Iðnó. Það var mjög gott að fá Svein Einarsson í leikhússtjórastöðuna. Einnig er afar hoilt fyrir leikara, einkum hina yngri, aö fá erienda leik- stjóra, sem eru eins vel að sér og MacAnna. Ég held líka, að við höfum haft rétt fyrir okkur, þegar við fólum yngri leikur- unum stjórnarstörfin, enda hafa þeir ekki brugðizt vonum okk- ar. — Er ekki óvenju mikið að gera í vetur? — Jú, það eru mörg ár síðan hér hefur verið slíkur erill. En hér áður fyrr var nú yfirieitt æft á nóttunni. Þá var nú ekki verið að víla fyrir sér, þótt æfingarnar stæðu til klukkan sjö eða átta á morgnanna, og fólkið þyrfti að rnæta til vinnu kl. 9. — Annars er næsta skref að Sigrún Ragnars og Alfreð Clausen: Hin gömlu kynni gleymast ei og fjórtán önn- ur luig. Komin er á markaðinn þriðja platan með þeim Sig- rúnu og Alfreð þar sem þau syngja lög frá hinum „gömlu og góðu“ tímum, og enn eru fimmtán lög á þessari plötu eins og tveim hinum fyrri. Lögin eru sitt úr hverri áttinni og er það kannski til gangurinn, en flotið hafa með lög, sem söngvararnir ráða ekki við, og hefði slíkt ekki þurft að henda, því af nógu er að taka. Hins vegar er platan í heild allvönduð, hljóðfæraleikur hlutlaus og kór notaður smekklega. — Áberandi góður er gítar- leikurinn í laginu Nú andar hinn blíði blær, og getur varla verið um aðra að ræða þar en Eyþór Þorláks- son. Söngur þeirra Sigrúnar og Alfreðs er þokkalegur en framburðurinn ekki nógu góður, sbr. kauba, Tóda, úd og annað eftir þessu. — Reyndar er framburður Sunnlendinga ósköp letileg- ur, en menn reyna yfirleitt að gæta sdn þegar sungið er SPURNINGUNNI svarar frú Ama Hjörleifsdóttir, eigin- kona Jóhannesar Snorra- sonar, yfirflugstjóra, Hlið- argerði 17. Ég svara spurningunni eins og flestar aðrar: Mað- urinn minn er ekki mat- vandur, og ég hef ekki tölu á þeim réttum sem honum þykja góðir. En bezt þykir bonum rjúpa eða gæs, sér- staklega þær sem hann skýt ur sjálfur. Sama má segja um fiskinn sem hann veiðir á handfæri hérna úti í Fló- anum, eða laxinn sem hann dregur úr ánum. Og einni fisktegund má ekki gpeyma, þó ég viti ekki til að hafi nokkru sinni bitið á hjá hon um, og það er skata, vel kæet og bragðsterk. En snúum okkur aftur að gæsinni. Ég fylli hana á sérstakan hátt, nota aldrei epli og sveskjur sem fyll- ingu eins og svo oft er gert. Fyllingin er búin til á svo- hljóðandi hátt: 4 bollar niðurbrytjað koma upp borgarleikhúsi. Við höfum þegar safnað nokkru fé til þess og ég vonast fastlega til að borgaryfirvöldin geri allt sem í þeirra valdi stendur, til að hraða framkvæmduim. Ég vil gera það að tillögu minni, að gamla Iðnó verði síðan flutt upp að Árbæ og leikið í því þar endrum og eins. inn á hljómplötu. Upplýsingar um lög á piötuumslagi eru ítaxlegar en hræddur er ég um að Kak- ali hafi ekki ætlað að gerast konungsson, heldur var það konungsþjónn, og þar sem þessi vitleysa kemur líka fram á plötunni sjálfri þá er þetta óafsakanlegt. En fyrri syrpuplötur þeirra Sigrúnar og Alfreðs hafa orðið vinsælar og er ekki að efa að þessi síðasta verður það, því þrátt fyrir al.lt hefur alltaf vantað slík- ar plötixr á markaðinn hér. Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins — Nemendamót Framhald af bls. 7. um árangxi; ennfremur kenn- arabrag, en slíkt efni er alltaf gulls ígildi, þar sem skóla- nemendur koma saman. Auk nemenda komu og fram tveir valinkunnir leikarar og fluttu þátt, sem flokkaður var undir grín. Vakti „spaug“ þeirra félaga okkur til umhugs unar um það, hve íslenzkur húmor er lágkúrulegur, þegar tviræðir brandarar og grín að pólitíkusum er sett í öndvegið. Að lokinni dagskrá var dans troðinn, þar til tók að gjrána fyrir nýjum degi. ★ Aður en við hurfum á braut, heppnaðist okkur að ná fundum Guðmundar Lárusson- ar, formanns skólafélagsins & nemendamótsnefndar. Hann tjáði okkur, að slik mót hefðu verið haldin einu sinni á ári hverju undanfarin 32 ár og væru eingöngu fyrir nemend- ur skólans. Vegna fjölda nem- enda yrði að halda það tivö kvöld. — Er ekki ketnnsla gloppótt þessa daga? ■— Jú, — vegna þess, hve mótið er umfangsmikið fyrir- tæki, fellur kennsla niður í þrjá daga. — Hvað segja kennararnir við þvi? Sumir þeirra líta þetta held- ur óhýru auga, og virðast ekki skilja það, að þátttaka í félags- starfsemi er mjög.þroskandi, og engu þýðingarminni en hið bók lega nóm. En allfiestir skilja þetta mjög vel og standa ekki á aðstoð sinni. Annars er félags- starfsemin algjörlega í höndum nemenda, sem skipta á milli sín hinum ýmsu verkefnum henn- ar. Við erum samhent og sam- taka um að leysa þessi verkefni sem bezt. Og árangurinn er: Mjög blómlegt félögslíf. a. i. 10 ÍÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.