Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Side 2
IVIartin Luther King hefur nú hlotið friðarverðlaun Nobels. Hann er fæddur í Birmihgham, ham, Alabama — og andstæðingam ir í fæðingarborg hans hafa lýst honum býsna hrottalega og kallað hann „svartan djöful, sem felur sig bak við kross hvíts guðs“. f>að em samtök negraandstæðinga, „Hvíti borgarinn“, sem standa að baki slík- ra hreystiyrða. Margir talsmenn mannréttindaskrár- innar segja, að hann sé lævís tækifæris- sinni, sem þekki til hlítar gildi auglýs- ingastarfseminnar. 63 ára gömul negrakona í Macon, Georgia, segir um hann: „Hann er of ungur til að stríða við svona stór við- fangsefni, en guð skal vita, að fætur okkar gætu ekki borið okkur á leið- inni til frelsis, ef hans nyti ekki við. Hann er gjöf guðs, og við höfum sann- arlega þörf fyrir fleiri slíkar“. Enn aðrir, sem taka þátt í baráttunni, sem hvorki fordæma né fyrirgefa gjörð- ir hans og óskýranlegum styrk hræri hið bezta í mönnum, svörtum jafnt hvítum, bæði í Ameríku og annarsstaðar í heim- inum. Maðurinn, sem allt þetta margbreyti- lega álit snýst um, er Martin Luther King. Hann er ímynd foringjans í bar- áttu negrann í Ameríku fyrir fullu frelsi. K.ing er aðeins 35 ára að aldri, en hefur þegar öðlazt tvær doktorsnafn- bætur, aðra -— í guðfræði — frá presta- skólanum í Chester, Pennsylvaníu, en hina — í heimspeki — frá Háskólanum í Boston — fæðingarborg forsetans sál- uga, Johns F. Kennedy. Faðir hans var mikilmenni og tók þátt í frelsisbaráttu negranna í Atlanta, Alabama, löngu áður en sonur hans, Martin Luther, varð nafnkunnur mað- ur. Hann var smábóndasonur og kom til Atlanta sem ólærður verkamaður. Þar komst hann í háskóla, gerðist pre- dikari og kvæntist dóttur stofnanda Ebeneser-baptistakirkjunnar. Síðar gerð ist hann prestur í þessari kirkju, sem var hvorttveggja í senn trúarleg og stjórnmálaleg. Martin Luther King yngri kemur úr íhaldssömu umhvérfi, enda þótt að- ferðir hans í baráttunni fyrir réttind- um negranna kunni að þykja allmjög róttækar. Á bamsaldrinum var hann mjög til- finninganæmur, og hændist mjög að ömmu sinni. Tvisvar á uppvaxtarárum Martins Luthers var gamla konan í lífs hættu og í bæði skiptin varð drengur- inn frá sér af örvæntingu. í fyrra skipt- íð, sem ástandið var alvarlegt, hljóp hann upp á aðra hæð í húsinu og stökk út um gluggann. Fallið var nú ekki nema 10—12 fet og hann meiddist ekk- ert. Hitt skiptið — þegar hann var 11 ára og vonlaust var að bjarga lífi ömmu hans, var hann aftur gripinn örvænt- ingu. Hann endurtók þá gluggastökkið, en slasaðist heldur ekki í það skiptið. Hann er þekktir fyrir tilfinningaupp- þot sín, og ræður hans einkennast oft af slíkum uppþotum, en þetta gæti eins Martin Luther King vel stafað af hinni hrottalegu meðferð, sem hann varð fyrir af lögreglunni á unga aldri. 1 Hinn þekkti negrarithöfundur James Baldwin, sem hefur haft margt að athuga við álit Kings á kynþátta- baráttunni í Ameríku, hefur sagt um hann: „Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, tók ég sérstaklega eftir því, að líkamsburðir hans voru ekki í réttu hlut falli við persónuleik hans. Hann er lítiíl vexti en með sterklegan hnakka. í stórum hópi manna er hann nánast feiminn og vottar fyrir taugaóstyrk hja honum. En bráðlega kemur í ljós að undir þessari skel sýður í eldgíg, og þessi persónuleiki mannsins og styrk- ur og jafnframt innileg sannfæring, kemur jafnvel áhrifagjörnum mönnum, sem ekki eru á sama máli og hann, til að sýna honum djúpa virðingu. Ég skal játa, að áður en ég hitti hann, trúði ég ekki mikið á heilaga menn, en ég yfirgaf Martin Luther King, sannfærð- ur um, að geti nokkur maður talizt dýr- lingur þá var það þessi maður. Þessi maður með bjargfasta trú á hið góða í fari manna, þessi hálf-sorgmæddu augu og lága rödd — hreinræktaður negri frá Alabama — hann verður án alls vafa Jeanne d’ Arc Ameríku. En jafnframt gat ég ekki annað en hugsað til þess verðs, sem Jeanne D’ Arc varð að gjalda fyrir sannfæringu sína“. Bking er forstöðumaður fyrir „The Southern Christian Leadership Con- ference", en það eru samtök, sem stofn- uð voru eftir „verkfallið" á negra- strætisvágnana í Montgomery, Ala- bama. Hann hefur verið tekinn fastur meira en 16 sinnum fyrir virka þátt- töku sína í kröfugöngum án ofbeldis- verka. Hann er eindregið fylgjandi „non-violence“. Hann skoðar líka sjálf- an sig — eins og svo margir aðrir svart- ir og hvítir — sem einskonar táknmynd krossferðanna. Trúarstyrkúrinn, sem rekur hann áfram, nær yfir allt megin- iand Ameríku og er hátt hafinn upp yfir hatur hvítra og svartra meðborg- ara. En hinn óskiljanlegi styrkur hans og þrotlaus barátta hefur komið mörg um hvítum, trúðuðum forustumönnum í Suðurríkjunum til að mótmæla ákafa hans, og segja, að hann krefjist of mikils og of fljótt. Svar Kings við svona mótmælum er: „Ég var næstum kom- inn að þeirri sorglegu niðurstöðu, að grimmustu andstæðingar negranna í frelsisbaráttu þeirra væri ekki „The White Citizens Council" eða „Ku-Klux- Klan“ — heldur hinir hægfara hvítu menn, — sú manntegund, sem metur friðinn meira en réttlætið. Sem kýs friðinn, hvað sem hann kostar, heldur en frið með réttlæti öllum til handa. Til eru þeir menn, sem segja: „Ég er tilgangi þínum samþykkur, en mér líka ekki aðferðirnar“. Til eru þeir raenn, sem þykjast eiga rétt á að semja stunda- töfluna fyrir frelsi annarra“. Utgefandl: H.f. Arvakur, Keykjavfk. Framkv.stj.: Slgfús Jönsson. Rltstjórar: Slguröur Bjarnason frá Vlgur. Matthías Johannessen. K.vjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Aml GarSar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Sími 22480. Hagalagöar Kvenréttindi með Skotum. Árið 1288 voru sett lög í Skotlandi um rétt kvenna til að biðja sér eigin manns þegar hlaupár eru. Þar segir svo: „Svo eru lög í landi voru, að á hverju því ári, sem kunnugt er um að er hlaupár, má sérhver kona, ung og gömul, voldug og vesæl, vera þess frjáls og fullrétta að biðja sér hvers þess manns, er 'hugur hennar girnist“. Umsókn sr. Ögmundar. Séra Ögmundur Sigurðsson fékk Tjörn á Vatnsnesi og vígðist þangað 1837. Kom hann þá frá Kaupmanna- höfn. Þau voru laus í einu bæði brauðin, Bægisá og Tjöm og sótti Ögmundur um bæði með því að senda þessa stöku í Kanseliið, sem auð- vitað varð að vera á dönsku: Til præstekaldet Bægisá er underdánigst min attrá. Men kan jeg ikke dette fá sá beder jeg om lille bitte Tjörn som med sæl og Grönlandsís kan fodre sine börn. Skilið því, sem af gengur. Þegar sr. Árni Sigurðsson var prest ur í Holti u. Eyjafjöllum (1793— 1805) var Ingiríður systir hans bú- stýra hjá honum. Hún var knöpp í útlátum og líkaði sr. Árna það mið- ur vel. Eitt sinn komu ferðamenn að Holti, hittu Ingiríði og báðu hana gefa sér að drekka. Voru þeir langt að reknir og heitt í veðri. Engin tregða var á því að þeim væri veitt- ur svaladrykkurinn, en úrlausnin numin við neglur, því að þeim var öllum borið í einum aski. Séra Árni sá það og dámaði ekki fastheldni systur sinnar. Sagði hann við ferða- mennina í skopi: „Drekkið ykkur fyrst afþyrsta piltar, en skilið henni Ingiríði því svo sem af gengur." (Eyfellskar sagnir) Hrekklausir og hjartahreinir. íslendingar eru staðfastir mótmæl- endur, enda þótt enn eimi eftir af hinum gamla sið, því að enn eru í kirkjum þeirra ölturu, kerti, dýr- lingamyndir og krossar, og þeir eru guðhræddasta, hrekklausasta og hjartahreinasta þjóð í heimi. Glæpir þjófnaðir, saurlifnaður og grimmd í hvaða mynd sem er, eru óþekkt fyrir brigði hjá þeim. í landi þeirra er ekk- ert fangelsi, engin gálgi, hermaður ert fangelsi, enginn gálgi, hermaður þeirra eru svo fábreytilegir og virðu- legir, að manni kemur ósjálfrátt i hug það, sem sagt var um þjóðhöfð- ingja fyrr á tímum. Af þeim iór það orð, að þeir væru réttlátir og góð- gjarnir, forðuðust að láta illt af sér leiða og væru hreinir í hjarta. (Lord Dufferin) Lítill hestamaður. Sr. Eggert var þá prestur í Vogs- ósum. Um leið og við fórum þaðan, brugðum við okkur ofan að Strand- arkirkju og tókum mynd af henni og fengum prest með okkur þangað. Við vildum setja undir hann hest, en við það var ekki komandi. Hann sagðist verða eins fljótur og við, þó hann labbaði. En sannleikurinn var sá, að hann fór sjaldan á hestbak. Að vísu hafði hann hest með sér, þegar hann fór til Krísuvíkur að messa, vegna þess að á vegi hans þangað var lækjarós, sem ekki var 'hægt að komast þurrum fótum yfir, en annað reið hann ekki hestinum á þeirri leið. (í áföngum) 2 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 32. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.