Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Blaðsíða 8
Eftir Kjartan Sveinsson
G uðmundur Kamban rithöf-
•undur var fastagestur þjóðskjala-
safnsins meginpart sumarsins 1928.
Ég var einn við safnið þetta sum-
ar, því Hannes var í skjalaheimt-
um í Kaupmannahöfn Guðmimdur
vann að sínum Skálholtsbókum.
Þau snilldarrit spruttu sannarlega
ekki upp úr steinunum. Hann las
allar hinar þykku vísitazíubækur
Brynjólfs biskups. staf fyrir staf,
og urmul bréfa og skjala á hans
öld. Handan við vegginn, í næsta
herbergi, var kjaminn úr öllum
heimildum, sem Brynjólf biskup
varða, embætti hans og
einkamál. í ritum Hannesar Þor-
steinssonar, en þau hefðu
Siðari hluti
komið Kamban að mjög tak-
mörkuðum notum. Hann varð sjálf
ur að vinna sig inn í hljómfall ald
arinnar, hversu mikla fyrirhöfn,
sem það kostaði. Góðar bækur
verða ekki skrifaðar með bleki,
heldur blóði. — Ég minnist enn
niðurlags í ritdóani, sem ritstjóri
Eimreiðarinnar skrifaði um þetta
ritverk ; „Svona ritar enginn nema
sá, sem kynnzt hefir skáldgyðjunni
og heyrt þytinn af vængjum henn-
ar.“ Guðmundur Kamban var með
glæsilegustu mönnum og næstum
með ofurmannlegri fágun í allri
framgöngu. Það var grátlegt fyrir
okkar þjóð og okkar bókmenntir,
Séra Einar Xhorlaciuis
að þessi maður skyldi falla fyrir
aldur fram.
Séra Björn frá Dvergaisteini.
Hann hafði um langan a'idur ver-
ið prestur á Dvergasteini í Seyðisfirði,
en var nú aftur fluttur til Reykjaivíkur
og kom oift í safnið. Séra Björn var
hægur cig settur í allri framgöngu, með
brúnan hökutopp, sterklegur eins og
skógarbjörn. Hann var fróður og lang-
minnuigux og var mér oft hjálplegur
að grafast fyrir rætur Vesur-íslend-
inga, sem settaðir voru af Austfjörðum.
Séra Björn var alla tíð svarinn ó-
vinur ,3akkusar, og hefir vist ekki
veitt af, að einhverjir reyndu að hamla
á móti öllu hinu norsk-íslenzka brenni-
víns-fióði á Austfjörðum fyrir og eftir
aldamótin.
Það mun hafa verið árið 1928, að
ríkisstjórnin skipaði séra Björn til
bess að rannsaka í lyifjabúðum allan
þann sæg áfengislyfseðla, sem læknar
höfðu gefið út fyrir þyrsta menn. Það
var óhætt að trúa honum fyrir þessu
starfi. Séra Björn kom til mín í safnið
meðan á þessu stóð, kallaði mig á eintal,
langt afsíðis og minntist á Hannes, en
fyrir honum bar hann jafnan djúpa
virðingu. Björn spurði: „BDvernig í ó-
sköpunum getur staðið á því, að í þess-
ari rannsókn minni hefi ég fundið þó
nokkur recept gefin út á safnið, hrein-
lega upp á spíra?“ Ég sagði við séra
Björn: „Það sannast á yður, að skýzt
þó skýrir séu“. „Nú, hvernig þá?“
„Skiljið þér ekki að hér í safninu höf-
um við þúsundir skinnhandrita, og ef
við ekki sótthreinsum þau úr spiritus,
minnst einu sinn á ári, mundu þau ét-
ast upp af maur og gerlum. Brennslu-
spritt er forboðið að nota“. Séra Birni
létti, skilningsljósið var runnið upp.
„Það hlaut eitthvað að vera!“ Hann
kvaddi mig og bað mig jafnframt að
nefna þetta aldrei við Hannes. Það lof-
orð hélt ég. En árið eftir frétti ég
það, að einmitt þessi aðferð væri notuð,
bæði í Kaupmanniaihöfn og víðar, til
þess að sótthreinsa gömul skinnhandrit.
Vinur minn, Björn P. Kalmann lög-
maður, sonur Pá!s Ólafssonar skálds,
kom eitt sinn til min og bað mig að
finna ákveðið mál í safni Norður- og
Austuramtsins. Við tókum líklegan
böglgul af ölluim þessum sæg og opnuð
um hann. Ánnað mál en það sem við
Teituðum að, var efst, kæra til am.ts-
ins frá séra Birni, að Páll Ólafsson,
hefði meinað sér að húsvitja. Páll færði
sér aftur til varnar og málsbóta, að
prestur húsvitjaði „ókristilega“.
Á sínum emibættisárum lenti séra •
Björn alloft í málaferlum, en flest mál
vann hann, og gæti það bent á réttan
málstað. Stundum var hann hreinlega
að verja hagsmuni þeirrar kirkju, sem
honum hafði verið trúað fyrir.
E ggert Briem fyrrum bóndi í Við
ey, kom alloft til mín í safnið. Hann
hafði jafnan hug á fornum fróðleik.
Eggert var búinn góðri greind, svo sem
hann átti kyn til, og jafnan var mikil
reisn yfir honum.
Eftirfarandi frásöign hefi ég frá fyrstu
hendi. Það var sumarið 1907, að Friðrik
konungur VIII. sótti ísland heim. í
Séra Einar Jónsson
föruneyti konungs voru yfir 30 danskir
þingmenn, auk danskra fjármálamanna.
Eggert, sem þá bjó í Viðey, var um
þetta leyti staddur í Reykjavík. Hann
frétti á skotspónum, að þetta fylgdar-
lið konungs ætlaði um kvöldið út í
eyjuna. Efalítið mun sú för hafa verið
farin í sambandi við stofnun Milljóna-
félagsins, sem svo var nefnt, en það var
þá að komast á laggirnar og hafði bæki
stöðvar í Viðey. En þingmannaskarinn
skoða um leið hið sögufræga klaustur-
ftjartan Sveinsson
og höfðingjasetur oig hina dansk byggðu
Viðeyjars'tofu og kirkju. En í ö:lum
ærslum konungsmóttökunnar mun hafa
láðst að gera Eiggert og konu hans við-
vart um þessa óvæntu heimsókn.
Eggert brá snöggt við, fór í Thoms-
ens Magasin og tók út dýrindistegundir
af víni fyrir 400 krónur, sem var mikið
fé í þá daiga, leigði sér lítinn vélbát,
kom birgðunum á land og flutti þær
heim í bæ
Um kvöldið kom hópur manna rölt-
\ andi heim í Viðeyjarhlað. Eggert kom út
prúðbúinn, leit undrandi yfir gestahóp-
inn og bauð öllum að ganga í hús sín.
Heimsóknin stóð lengur en til hafði ver
ið ætlazt Þarna var slegið upp dýrindis
veizlu. Ekkert hefir hinuim dönsku
gestum þótt eðlilegra en að íslenzkur
herragarður ætti sinn vínkjallara.
Eggert gat horft ánægjulega á eftir
hinni góðglöðu hersingu, þegar hún
sigldi til baka út Viðeyjarsund. Virð-
inigu hins forna höfuðbóls hafði verið
haldið í heiðri.
Enga greiðslu fékk Eggert fyrir alla
þessa risnu við gesti landsins og fór
heldur ekki fram á hana. Þessi reikn-
ing.ur er enn til. Þegar Thomsens Maga
sin var lagt niður, voru allar höfuðbæk-
ur féagsins, sem fylltu nær 40 hillur,
gefnar þj'óðskjalasafni. Fyrir fáum ár-
um voru þær, ásamt þrem bílförmum
af öðrum verzlunarbókum víðsvegar að
af landinu, fluttar suður að Bessastöð-
mun hafa viljað nota tæikifærið að
um og komið fyrir uppi á kirkjulofti.
Öfdungur kemur í heimsóki:.
Það var miðsumars árið 7931, að til
mín kom í safnið hár og virðulegur
gamall maður með mikið hvítt skegg.
Hann hafði um langan ald ir búið suð-
ur á Vatnsleys'Uströnd. Ha m bað mig
að gluiggr fyx-ir sig í kirkjueck Kálfa-
tjarnar. Það var aldamótaá :;ð að bróð.
ir hans, kvongaður maður.. búandi x
Miðhúsum, fertugur að aldri og hraust-
menni, var að huga að kind'im í hraun •
breiðunni upp af Vatnsleys ’s.rönd, sem
hefnd er Strandarheiði, en rún er full
af háskalegum gjám, sem enjó festir
oft yfir. Maðurinn hvarf eins og jörðin
hefði gleypt hann, en það \ar einmitt
það, sem hún hafði gert. Þótt múgur
manns leitaði dauðaleit dögum saman,
kom allt fyrir ekki.
Rúm 30 ár liðu. Menn vcru á ferð
með fé á þessum slóðum. Kind hrapaði
í ókleifa gjá, svo síga varð crtir hennL
Þarna á botni gjárinnar bljsu við bem
hin.s horfna manns, svo og broddstaf.
ur hans, lærlaggurinn var brotinn. ÞaS
var ljóst, að þetta höfðu orðið hörð
örlög.
Það er næsta einkennileg úlviljun, aS
maðurinn hvarf á sólstöðum ó vetri, en
fannst á sólstöðum á sumri svo ekki
skeikar einum degi. Beinin \oru síðan
jarðsett að Kálfatjörn við fjölimenni.
Framhald á bls 12
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
32. tbl. 1964