Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Blaðsíða 12
A -TJl morgnana, pegar nnoin voru opnuð, sleppti hann hundinum út. Múlli hljóp beint heim til húsbónda síns, en eftir hádegi var hann aftur kominn í garðinn, reiðubúinn að fylgja Andrési litla. Um nóttina sváfu þeir aftur sam- an, næstu nótt einnig síðan þá þriðju. En lánið er valt í heimi þessum. Andrés litli lifði sínar hamingjustsundir á brún hengiflugsins. Dag einn þegar við vorum allir að tuskast í garðinum, heyrðum við allt í einu að baki okkar tvö hræðileg öskur: — Kyrrir! — Kyrrir! Allir sneru sér við í einni svipan, eins og við hefðum verið þræddir upp á eitt og sama bandið og frammi fyrir okkur reis Eineygði risinn í öllu sínu ógnar veldi. — Hver ykkar er litli þrjóturinn, sem leggur hald á hundinn minn á hverri nóttu? Segið til! Það ríkti grafarþögn í hópnum. Skelf- ingin hélt okkur í helgjargreipum, og við urðum stífir eins og trjádumbar. Og enn á ný kvað við þessi þrumurödd okk- ar hinztu stundar: — Hver er sökudólgurinn? Hver er ræninginn? Hver er þorparinn? Stálhvöss einglyrna risans gleypti okk- ur einn af öðrum, og Múlli starði líka á okkur sínum tryggu, saklausu augum og bærði skottið örlítið, eins og honum væri alls ekki rótt. Þá gaf Andrés litli sig fram. Hann var fölur sem nár, þegar hann sagði: — Hafið engan fyrir rangri sök, herra. Það er ég. — Hvað segirðu? — Það er ég, endurtók drengurinn og hækkaði róminn. — Jæja! Svo það ert þú! sagði ofurst- inn og glotti grimmdarlega. Og veiztu ekki, hver á þennan hund? Andrés litli steinþagði. — Veiztu ekki, hver á þennan hund? öskraði ofurstinn aftur. Jú, herra. — Hvað segirðu? .... Talaðu hærra! Og hann brá hendinni upp að eyranu til að heyra betur. — Já, herra. — Jæja! Hver er þá eigandinn? — Eineygði risinn, herra. Ég lokaði augunum. Ég held, að fé- lagar mínir hafi gert það líka. Og þegar ég opnaði þau aftur, bjóst ég við, að Andrés litli væri þegar útþurrkaður úx lifenda tölu. Til allrar hamingju var hann það samt ekki. Ofurstinn góndi á hann miklu fremur forvitinn en reiður. — Og hvers vegna tekurðu hann með þér? — Af því að hann er vinur minn og honum þykir vænt um mig, svaraði drengurinn ákveðinn. Ofurstinn virti hann aftur rann- sakandi fyrir sér. — Það er ágætt sagði hann að lokum. En varastu að taka hann með þér einu sinni enn! Ef þú gerir það aftur, þá skaltu vera viss um, að ég sný af þér eyrun! Síðan snérist hann á hæl í allri sinni reisn. En áður en hann tæki eitt skref, iór hann í vasa sinn og tók upp tvo peseta og sagði um leið og hann vatt sér aftur til baka: — Þú getur keypt þér súkkulaði fyrir þetta. En varaðu þi/g að taka hundinn aftur! Varaðu þig! Að því búnu skálmaði hann af stað. En þegar hann hafði gengið fjögur eða fimm skref, datt honum í hug að líta við. Andrés litli hafði látið peningana falla niður og jörðina og snökkti með hendurnar fyrir andlitinu. Ofurstinn flýtti sér til baka: — Ertu að gráta? Hvers vegna? Gráttu ekki, drengur minn. — Mér þykir svo vænt um hann . . . og hann er sá eini í heiminum, sem Hjarðmaður með hjörð sína í fjallaskarði Kákasus. Rússland Framhald af bls 4 Krúséff komið í gagnið viðbótarrívæði sem svarar til alls ræktaðs lands í Canada. En landið verður ekki atmennilega ræktað fyrr en Sovétstjórnin fær bænd ur á sitt band. Og það fær hún ekki fyrr en hún hættir að þveita þeim til og frá, í hverri æðisigenginni sókninni eftir aðra, frá miðstöðinni í Moskvu gegn um gífurlegt net af fáfróðum augnaþjónum flokksins, sem bændurnir hafa viðbjóð og fyrirlitningu á. Hér er ég ekki að gefa í skyn, að leggja beri niður samyrkjubúin og rík- isbúin. Samvinnurekinn búskapur verð- ur áfrom í einhverri mynd. En landið vcrður aldrei almennilega ræktað fyrr en stérbúin eru hlutuð í sundur í ein- ingar, sem hægt er að ráða við, og kunnáttusamir bústjórar fá að ákveða sjálfir takmarkalítið hvaða ræktun jarðir þeirra eru hæfastar fyrir, og þau bú, sem bezt eru rekin fá að kaupa eða heimta vélar, áhöid, áburð og allt ann- að, sem þau kynnu að nota, og hinum einstöku búum verði veitt einhver upp örvun — sæmileg greiðsla frá ríkinu fyr ir afurðir sínar, en ágóðinn renni til umbóta á jörðinni. Einstökum bændum verði veitt persónuleg hvatning til að leggja fram sína beztu vinnu á sam- eiginlega búinu, og ríkið sjálft leggur fram stórar upphæðir til að festa í lanabúnaðinum. En þangað til þetta allt verður, er aðeiiíS ein lausn — að auka í staðinn fyrir að minnka stærð einkablettanna áðurnefndu, þar sem það hefUr verið sýnt svart á hvítu, að afurðir þessara bletta eru svo miklu meiri en af sam- yrkjubúunum. Þegar bóndinn getur haft eins mikið upp úr samyrkjúbúinu og hann getur nú haft upp úr einka- blettinum, þá fyrst er samyrkjufyrir- komulagið að bera árangur, og gera svipbreytingu á rússnesku landi. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 urinn átti að vera honum til aðstoðar á daginn. • Dag einn fór hann svo með hundinn heim á hælið og kom ekki aftur. Þvilík undursamleg nótt fyrir þennan vansæla dreng! Atlot Múlla voru þau einustu, sem hann hafði komizt í kynni við á lífs- leið sinni. Fyrst umsjónarmennirnir og síðan matreiðslumaðurinn höfðu aldrei talað svo til hans, að þeir hefðu ekki ætíð refsivöndinn á lofti. Morguninn eft- ir fann drengurinn ennþá hitann og svið- ann í herðunum eftir högg og slög mat- reiðslumannsins kvöldið áður. Hann fór úr skyrtunni: — Sjáðu, Múlli; sagði hann lágróma og sýndi honum marblettina. Hundur- inn var ríkari af samúð en mennimir og sleikti bláröndótt bak drengsins. Konur við uppskerustörf á samyrkjubúi nálægt Kiev. er goour við mig, sagði Andrés litli grátandi. — Hver á þig? spurði ofurstinn undr- andi. — Ég er á fátækrahúsinu. — Hvað segirðu? æpti ofurstinn. ■— Ég er á munaðarleysingjahælinu. Þá fengum við . að sjá kraftaverk. Ofurstinn laut yfir drenginn, tók hend- ur hans frá andlitinu, þurrkaði burt tár- in með vasaklútnum sínum, kyssti hann og faðmaði og endurtók í sífellu: —■ Fyrirgefðu mér, drengur minn! Fyrir- gefðu mér! Hugsaðu ekki um það, sem ég sagði við þig .... Taktu hundinn með þér, hvenær sem þú vilt .... Þú mátt hafa hann hjá þér, þegar þér dettur það bara í hug .... Skilurðu það? .... Eins lengi og þú villt .... Þegar hann hafði sefað Andrés litia með þessum og öðrum líkum orðum, og það í svo mildum tón, að við gátum varla trúað okkar eigin eyrum, þá gekk hann sína leið á ný, en leit við mörgum sinn- um og kallaði: — Þú mátt taka hann með þér, þegar þú villt .... Skilurðu það, drengur minn .... Þegar þú vilt .... Megi Guð fyrirgefa mér, — en ég þori að sverja, að ég sá tár blika í blóðþyrstu auga Eineygða risans. Og Andrés litli hljóp af stað með vini sínum, sem gelti af gleði. Armando Palacio Valdés fæddist í borginni Entralgo á Spáni árið 1853. Hann lagði stund á lögfræði og heim- speki við háskólann í Madrid, gerðist bókmenntagagnrýnandi að nánu loknu og síðar rithöfundur. Valdés er án efa í hópi hugþekkustu rithöfunda Spánar, ekki sízt fyrir húm- orinn, sem telja verður til undantekn- ir.ga í spönskum skáldskap. Ýmsir hafa líkt honum við Oharles Dickens. En þótt hann hlyti tæpast verðskuldaða viður- kenningu í heimalandi sínu, sérstaklega vegna hreinskilni sinnar, er hann samt utan landamæranna einn þekktasti rit- höfundur Spánar. 40 ÁRA MINNING Framhald af bls. 8 Gamli maðurinn kvaddi og hvarf ú? safninu. Hann var dálítið dapur í bragði fundurinn hefir eðlilega rif j >.?. upp forn ar sorglegar minningar. Svipur í safnahúsinu. Enginn embættismaður á landinu gat verið reglusamari og skyldurækrari en Matthías Þórðarson þjóðminjavörð- ur. Hann var oft að vinna og paufast í safni sínu fram á rauðar nætur. Ég minn ist þess, að kerling ein hafði sálazt hjá afa mínum í Syðra-Langholti, hún fár- aðist mest um að þurfa að skilja rokk- inn sinn eftir. Hvað þá um allar þær þúsundir muna í forngripasafninu, var enginn slæðingur kring um þær? Ég spurði Matthías einhverju sinni, hvort hann hefði aldrei orðið var við drauga í öllum sínum næturferðum um safnið. ,,Nei“, svaraði Matfchías, ekki drauga, heldur aðeins einn mann, sem ekki var lengur af okkar he:mi, en þá var ekki um neitt að viliast. Það var vefcurinn eftir að dr. Jón Þorkelsson dó. Jón tók í nefið, í lifanda lífi að minnsta kosti, snýtti sér konunglega með einni drunu og snyrti sitt hvíta skegg. Engirm mað- ur í heiminum snýtti sér á sama hátt. Það var um hánótt, ég var aleinn í hús- inu og blæjalogn úti. Ég var að ganga niður stigann, og er ég gekk fram hjá dyrunum hérna, þar sem dr. Jón hafði haft sína skrifstofu, þá heyrði ég ein- hvern snýta sér heidur hressilega, rétt fyrir innan dyrnar. Þarna var ekki um neitt að villast. Dr. Jón var stundum dálítið glettinn, §vona gerði hann vart við sig. Ég er fjarri að dæma um raunveru- leika þessa atburðar, en hvað sem hon um líður er hitt víst, að hin gamla 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 32. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.