Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Side 9
[mrnnanmnniiiiniTnnmnimnTnnmmiiiiiiilinir
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiuiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHuiiifiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiHiiiiimiiiiimiiiimmimiiiiiiiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiii
Ei
i itt verkefnið í geimferða-
áætiunum okkar er að læra að
lifa úti í geimnum. Með öðrum
orðum að eta, sofa og vinna eins
eðlilega og unnt er.
Geimförum er nauðsynlegt að
hafa nægilegt vatn og jafnvægi í
mataræði. Tveir menn í Gemini-geim-
fari geta verið allt að hálfum mánuði
- úti í geimnum. í Apollo-geimfari
gætu þrír menn haft hálfsmánaðar
útivist frá jörðu í tilraunaferð til
tunglsins og til baka.
Að halda við lífi úti í geimnum er
býsna miklu flóknara 'mál en á jörðu
niðri. Rannsóknarmenn verða að
íaka með í reikninginn atriði eins og
þyngdarleysi, minnkað aðdráttarafl,
tómrúm eða algjöran skort á lofti,
banvæna geislun af sólgosum og ör-
smáa loftsteina, sem geta farið í
gegnum yzta lagið á geimfari.
Auk þess er mismunur hita og
kulda margfalt meiri en á jörðinni.
Tii dæmis má nefna, að hitastigið á
yfirborði tungls getur hreyfzt milli
-f- 243°F og 212°F, undir beinni sólar
geislun.
í
sambandi við það að matast í
geimfari eru aðallega tvö vandamál—
þungaleysið og þungaþörfin, og þau
krefjast hvort sinnar lausnar. Tak-
mörkun á þunga er nauðsynleg vegna
þess hvílíkt gífurlegt eldsneytismagn
þarf til að senda hlut út í geiminn,
og því verður að hafa allt eins létt og
mögulegt er. Um það bil 100 punda
þrýsting þarf til að koma hverju
ananas og jarðarberjum, í för sína,
sem var meira en hálfrar milljónar
mílna löng.
í Gemini-ferðunum, sem hefjast
1965, verður öll fæða efin með hita-
stigi klefans. Hitasellur inni í geim-
farinu eiga að framleiða vatn til
drykkjar og til að væta matinn með
og þær eiga einnig að framleiða raf-
magn fyrir ýmsan útbúnað í geimfar
ínu.
í Apollo-geimfarinu kann að vera
einllver heitavatnsgeymir eða áhöld
til að þíða þurnfrysta fæðu, sem hef-
ui áður verið blönduð vatni.
E,
Geymir úr fíbergleri fundinn upp til að geyma drykkjarvatn handn Gemini-
geimförum. Mennirnir geta einnig fengið vatn frá hitasellum, sen:. fram-
leiða rafnjagn með kemiskri verkun.
Heppileg, lystug geimfarafæða
I n að framleiða allt þetta og
tilbúna fæðu er ekki nema eitt vanda
málið af mörgum. Annað er geymslan
á því og þriðja er meðferðin á matar
geyminum meðan etið er. Við er-
um að reyna að framleiða geymi eða
mataráhald, sem maðurinn geti ráðið
við, þó að hann sé með hanzka á
höndum, ef á þyrfti að halda. Við
erum að finna upp einhvem geymi,
sem gefi frá sér eina fæðutegund í
ejnu, eftir því sem þörf gerist.
Eitt viðfangsefnið til viðbótar, og
það mikilvægt, er það, að plasthúðin
í geymunum má ekki rifna eða
springa. Sumt þessarar fæðu er egg
hvasst meðan það er þurrt og gæti
skorið gat á jafnvel sterkt plast.
Enda þótt aðaltilgangurinn með
svona matartilbúningi sé sá að upp-
fylla kröfur geimfara, hefur 'hann
einnig iðnaðarlega þýðingu. I>urr-
frystar fæðutegundir eru þegar á
markaðnum, handa venjulegum ferða
mönnum, útilegumönnum og stórum
stofnunum.
Aðferðir til innpökkunar á sWona
n:at valda áreiðanlega framförum
á'nýjum, rakaþéttum og loftþéttum,
fisléttum umbúðum utan um venju-
legan mat. Og sú aðferð að matast
gegnum pípu eðá úr skáipi getur
vel haft þýðingu fyrir sjúkrahús og
farlama sjúklinga.
einu pundi áleiðis. Geimförunum í
Gemini-geimfari verður ætlað um
það bil eitt pund af mat á dag.
Þyngdarleysi í lengri tíma er nýj-
ung manninum, sem hefur vanizt að-
dráttarafli jarðar og að hver hlutur
sé kyrr á sínum stað.
Úti í geimnum, þar sem enginn
þungi er til, er hægt að hvolfa fullri
ílösku eða glasi, án þess að vökvinn
ílói út. Þá geta lausir molar eða drop
ar af vökva stvifið um og komizt í
augu eða lungu geimfaranna.
Kjöt er ekki hægt að skera á
diski með venjulegum hreyfingum,
vegna þess að það rennur burt og
svífur um, inni í klefa geimfarsins.
Mr egar John Glenn fór geimför
sína 1962, prófaði hann nokkra lina
skálpa með mat í — sem var þykk
súpa. Hann átti ekkert erfitt með að
kreista matinn út úr þessum „tann-
sápu“-skálpi og eta hann og hann
drakk vatn gegnum pípu úr öðrum
geymum.
Þessi mjúka fæða var sæmileg, en
geimfararnir báðu samt um eitt-
hvað, sem hægt væri að tyggja. Scott
Carpenter át fasta fæðu á ferð sinni
1962 — kex í smáum teningum.
Einn galli var sá, að molar af því
svifu um í klefanum, og hætta var á,
að þeir lentu í einhverjum áhöldum
og trufluðu gang þeirra.
Áherzla lögð á heilbrigði.
Þ egar geimfarafæði er sett sam
an, verða vísindameinnirnir að velja
fæðu, sem er heilsusamleg geimfar-
anum. Gæta verður þess að yfirhlaða
ekki fæðuna með feiti með of mörg-
um hitaeiningum til dæmis að taka,
af því að maðurinn getur ekki lifað
á miklu fitumagni, sázt þegar hann
er ekki að líkamlegum störfum.
Manneldisfræðingar eru að gera til
raunir með alveg nýjar næringarað-
ferðir, matartilbúning og framreiðslu,
bæði hvað snertir meðferð Oig umbúð
ir. Sumir matvælaframleiðendur eru
farnir að framleiða þurrfrysta rétti.
Þar á meðal má nefna kjöt með
sósu, ýmisíegt grænmeti og svo á-
vexti eins og epli, ferskjur, perur og
jarðarber. Næstum hvaða vökva sem
er má þurrka, og þeir, sem það hefur
þegar verið gert við, eru t.d. epli,
vínber, greipaldin, appelsínur og an
anas.
Með því einu að bæta vatni við
þessa fæðu í plastpokum, getur geim
farinn sett saman lystuga og nærandi
máltíð handa sér, úr ýmsum efn-
um. Þegar hann hefur etið nægju
sína, getur hann sett rotvarnartöflu
í pokann, brotið hann saman Oig
geymt sér leifarnar.
X il getur það verið, að geimfar
inn sé mjög önnum kafinn við önn-
ur störf og þarfnist þá tilbúinnar
fæðu eða bráðræðisbita. Þessvegna
hafa verið framleiddir munnbitastór-
ir teningar úr fleski eða annarri
íæðu. Jafnvel munnbitastórar sam-
lokur. Einnig eru framleiddir tening-
ar af steiktum eggjum.
Af öðrum tilbúnum mat má nefna
brauðferninga og teninga úr ávaxta-
köku. Mercury-geimfarar átu hita-
ríka teninga, samsetta af feiti, sykri
og þessháttar, með jarðhnetuflísum
og kókoshnetum tii smekkbætis. Nýj-
ustu teningarnir eru úr siítrónu- og
appelsínuberki, rúsínum, kúrenum
og ýmsum hnetum.
í mai 1963 tók Goixion Cooper með
sér pressaða teninga úr apríkósum,
R.
Lannsóknir okkar eru fjöl-
breyttar og stöðdgt eru teknar upp
nýjar hugmyndir. Geimrannsóknirnar
geta orðið til framdráttar möi'gum
hagkvæmum nýjimgum.
Framhald á bls. 14
Þurrkaöur matur í munnbitastærð var fraru'eiddur handa Mercury-geimför-
um og verður það einnig lxanda hinum, sem fara í Gemini. Þrískiptu umbúð-
irnar innihalda munnbitastóran mat o g plastpokárnir þurrkaðar rækjur, epla-
safa og kartöflusalat, seir. eru gerðar ætar með því að blanda þær vatni.
Vísindumenn eru einnig að finna upp næringarríka fæðu handa Apollo-geim-
förum.
S2. tbl. 1964
- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9
........................iiiiiiiiiiiiiíi........ ..........................................iiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii......