Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Page 10
er áreiðanlega ekki hollt fyrir nemendur, sem sitja 8 ménuði ársins inni yfir bókum, að þurfa að eyða sumarleyfi sínu við slík störí. — Hvað finnst þér um þser kröfur sem gerðar eru til þeirra nemenda, sem ætla að leggja fyrir sig langskólanám. Þykir þér t-d. landspróf of þungt? Nei, það held ég að það sé í sjálfu sér ekki. Hins vegar er ég sannfærður um að marg- ir þeirra, sem falla á landsprófi og sérslaklega í 3. bekk mennta skóla, hefðu getað komizt upp, ef skólatiminn væri lengri í barna- og framhaldsskólum. Þessi stóri hópur, sem þarna fellur, er mjög illa korninn, eins og málum er háttað nú, þar sem hann hefur glatað mögu- leikunum til framhaldsnáms og flestir gefast hreinlega upp. Það þartf að finna einhverja lausn á þessu vandamáli, því að þarna fara áreiðanlega margir góðir starfskraftar til spiilis. — Telur þú, að skóiakerfi okk.gr sé að verða úrelt að mörgu leyti? — Ég held að fræðslulögin séu ekki á etftir timanum, held- ur framkvæmd þeirra. Mér ligg ur við að segja að kennsiuhætt ir séu að sumu leyti eins og um aldamót. Skólar þurfa að visu að vera allíhaldssamar stofn- anir, en fyrr má vera. Þarna þarf gagngerðrar brey tinga við. Félag gagnfræðaskóla- stjóra hafa gert tillögur til menntamálaráðherra, þar sem meðal annars er ein dregið lagt til að kom ið verði á fót fastri stofn un á vegum fræðslumálastjórn arinnár, sem fylgist með nýj- ungum í skóla- og fræðslu- (tnálum erlendis og gang- ist fyrir tilraunum um tilhög- un náms og vinni stöðuigt að endurbótum námsskrár og kennslutækni. Þetta teljum við frumskilyrði og er helzta á- hugamái okkar nú. hugamál okkar nú. Brýnt verki efni slíkrar stofnunnar væri t.d. að kanna, hvernig unnt væri að losa um þá prótffjötra, sem naer allir íslenzkir skólar eru nú reyrðir í og móta start þeirra svo mjög. ------------ SÍMAVIDTALID ------- NauBsyn á tilrauna- og leiBbein- ingastofnun í skólamálum — 10801. •— Hagaskólinn. — Er skólastjórinn við. ■— Augnablik. — Árni Þórðarson. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Hvernig gengur að koana skól- anum af stað? — Það gengur svona að von- um. Þetta er talsvert umfangs- mikið. Hagaskóinn er nú Stærsti gagnfræðaskólinn í Reyk j a vík með um 700 nemendur. Skól- inn er fjórskiptur í 1. 2. 3. og 4. bekk, alls 24 bekkjardeildir. Kennarar eru 45, 24 fastráðnir og 21 stundakennari. Því er ekki að leyna, að nokkur kenn- araskortur hetfur verið, einkum tvö síðastliðin haust, en mér þylcir rétt að geta þess, að unga fólkið í háskólanum hefur bók staflega bjargað kennaravand- ræðunum á gagnfræðastiginu. Ég hef haft mikið af mjög ungu fólki við kennslu og það hefur reynzt mér alveg prýðilega. — Þú starfrækir við skólann deild, sem nefnist verzlunar- deild, er ekki svo? — Jú, við riðum á vaðið með hana 1956 og .höfum hatft hana síðan, eina deild í þriðja og fjórða bekk. Síðan hafa aðrir gagnfræðaskólar tekið upp slík- ar deildir. — Hver er mismunurinn á almennri og verzlunardeild í stórum dráttum? — í verzlunardeildirani leggj- um við megináherzluna á mál, vélritun og kennum auk þess ofurlitla bókfærslu. Við höfum færri gréinar, en fleiri kennslu stiundir í hverri þeirra. Mark- miðið er að búa stúl’kurnar und ir almenn verzlunar og skrif- stofustörf. — Nú eru þetta bara stúlk- ur? — Já, aðeins stúlkur hér hjá okkur, en arrnars staðar munu þó vera blandaðar deiidir. — Hvernig hefur þessi deild reynzt? — Mjög vel. Það er fjarska mikil eftirspurn eftir stúlkum úr þessar verzlunardeild til starfa í fyrirtækjum. Auk þess gildir próf úr verzlunardeild- inni sem gagnfræðapróf og nokkrar stúlknanna hafa farið í Kennaraskólann að lokinu fj órðabekk j arprófi. — Hvernig væri að ég spyrði þig um álit þitt á skólatiman- um hér með tilliti til nágranna landanna? Ég heyrði þig halda svo skelegga ræðu um slíka hluti við setningu Hagaskólans fyrir skömmu. — Allmiklar umræður hafa orðið í blöðum og á almennum vettvangi um þá ákvörðun fræðsluyfirvalda Reykjavikur að lengja skólatíma nokkurra aldursflokka, en flestir skóla mienn telja þetta brýna nauð- syn og það er óhjákvæmileigt að skólinn lengist eittlhvað hjá okkur. Mismunurinn á lenigd skólagöngu hjá okkur og ná- grannaþjóðunum er svo geysi- lega mikill, að sumarleyfi eru á íslandi í framhaldsskólum u.þ.b. 18 vikur, en á Norður- löndum í mesta laigi 6—8 vikur, að það segir sig sjálft að ekki er hægt að ná sama árangri mieð svo miklu færri starfsdögum og annars staðar gerist. — Eru kennslustundir ekk- ert fleiri hér, til þess að bæta þetta upp? — Nei, tala þeirra er mjög svipuð. Hins vegar hefur verið lagt miklu meira á íslenzka nemendur við heimavininu, til þess að reyna að vinna upp fcímann, en notin af því ráði fara minnkandi, m.a. végna þess að í þétfcbýlinu er svo margt, sem glepur hugann fyrir unglingum á umræddum aldri, að varla er hægt að ætlast til þess af krökkunum, að þau festi sig að nokkru ráði við heimavinnu, er þau hafa setið á skólabek'k 5—6 klukku- stundir. Auk þess eiga margir nemendur við erfiðar heimils- ástæður að stríða, sem sáður en svo létta þeim heimanámið. — Hvað villt þú leggja til að námið verði lengt mikið? — Ég tel rétt að fara að öllu hægt um lenginguna. T.d. að ganga ekki lengra en svo í bili að hetfja skólagöngu á gagnfræðastigi 2 vikum fyrr en nú tíðkast. — Er það einigöngu til þe’ss að vekja ekki of mi’kla mót- sfcöðu nemenda, sem þú vilt fara hægt í sakirnar? — Nei, ekki eingöngu, en þó er það önnur höfuðástæðan, að lá ekki krakkana, heimili þeirra og þar með allan almenning upp á móti breytingunni. Hin á- stæðan er sú, að nokkur hluti nemendanna hefur mjög heppilega vinnu yfir sum artímarm. Það er eftirsjá í því að taka þá unglinga úr vinnunni. — Þú siegir „heppilega"? — Já, það er tiltölulega lítill hópur, sem hetfur heppilega vinnu og hann fer minnkandi. Með heppilegri vinnu á ég t.d. við sveitarstörf, þar sem ekki er otf mikið á krak'kana lagt, og reyndar ýmis önnur útistörf. Hins vegar tel ég til óheppi- legrar vinnu langan vinnudag í iðnfyrirtækjum innan'húss, þar á meðal í frystihúsum. Það i ÞEGAR ég leit inn í Fálk- ann fyrir fáeinum dögum til að kíkja á nýjar plötur, þá voru allar hillur tómar, fáeinar plötur liggjandi á af greiðsluborðinu og búið (að undanskildum 33 snúninga plötum). Sala á dansplötum hefur líklega aldrei verið eins mikil hér á landi og síð 1 ustu mánuðina. Auðvitað er ný sending væntanileg í Fálkann um þessa helgi, en hér skal drepið lauslega á nokkuð af þvi litla sem fékkst. Þarna var hann Fats Domino með ágæta plötu, hið gamal kunna „I don’t want to set the world on fire“, hér út- sett njeð kór og strengja- hljómsveit, þokkaleg útsetn ing. Svo var það „Lazy Lady“, sem er í hinum gamalkunna Domino-stíl, og aftur er kórinn með og not- aður mjög smekklega. Svo kemur annar Bandarikjamað ur, P.J. Proby, sem var að Ígefast upp í Ámeríku og fór til Englands, þar sem hann varð frægur á einu kvöldi, með því að syngja eitt laig i sjónvarpsþætti. Lögin hans á þessari fyrstu plötu hans í Englandi eru „Hold me“, sem reyndar er gamalt lag og „The tip of my fing- ers“. Hann gerir báðum, lög unum góð skil. Proby likist nokkuð Presley, en svipar þó jafnframt til hinna ungu söngvara Breta, og hann er hvorki meira né minna eh með passíuhár! Hann hefur nýlega sungið lagið „Toget- her“ inn á plötu og er það á hraðri uppleið í Bret- landi. Þá em það hinar á- gætu „Shadows", sem staðið hafa af sér storma Beatles- æðisins og halda alltaif sínu striki: Aðeins það bezta er nógu gott. Plata þeirra með lögunum „Theme for young lovers“ og „This hammer" er ein allra bezta platan þeirra. í „This hammer" syngja þeir og syngja ófalskt og fallega. Svo er það hljóm sveit sem heitir „Trendsett- ers Limited“ og er hiún með lögin „Move on over“ og „Hello Josephine", þetta er ágæt plata, þó ekki sé hljóm sveitin þekkt. Síðara lagið er reyndar eftir Fats Dom- ino, kom út á plötu með hon- um fyrir fáeinum árum. Og lestina reka svo „The Rolling Stones“, sem er um- deildasta' söng-hljómsveitin í Englandi í dag. Þeir em með fjögur lög, sem þeir léku og sungu inn á plötu þegar þeir voru í Ameríku fyrir nokkrum mánuðum. Þetta er eiginlega allt blues lög, en slík tegund tónlistar hefur aldrei fallið í smekk íslendinga, þó veit ég ekki hvað unga fólkið gerir, þegar það em Rolling Stones sem flytja hana, en þeir eru í miklu uppáhaldi hér á landi, þ.e.a.s. hjá unglingunum. Lögin em „If you need me“ „Empty heart", Contfessin the blues“ og „Around and around" essg. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 32. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.