Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Page 3
Köttur sem var albinói og sem hafði
verið að hlusta á samræðurnar, lagði
nú sitt til málanna:
„Eitt sameiginlegt atriði er það, að
við sáum allir, eða héldum að vi'ð sæj-
um, mús, í fyrsta lagi. Mér virðist, að
eimhverskonar fjöldasefjun eigi sér
stað.“
„Hver er sefasjúkur, almáttugur
minn,“ aepti brúni kötturinn.
„Ég er alveg eins og aðrir kettir,“
hrópaði sá bröndótti.
„Það ert þú, setm ei-t sefasj úkur“,
kallaði persneski kötturinn til albinó-
ans.
„Þú lest of mikið", hrópaði sá flekk-
ótti. „Allur þessi heimskuiegi sál'fræ'ði-
þvættingur."
„Eins og þið óskið, heiðursmenn og
lábjánar," sagði albinóinn. „Ég var að
reyna að hjálpa. Samt sem áður sé étg,
að ég verð að gera þetta einn. Ég ætla
til baka til þess að bjóða byngin varð-
hundinum, Elsass-hundinum, írska úlf-
hundinum, risa-rottuhundinum, mjó-
hundinum að ég nú ekki minnist á minn
eigin skógar-úlf, sem ég sá í rökkrinu.
Verið þið sælir, samsjúklingar mínir.“
* egar 'út á götuna kom, var al-
binóakötturinn, samt sem áður, ekki eins
hugrakkur, sérstaklega þar sem síð-
degissólin blindaði hann. Hann rakst á
ljósastaura og öskutunnur, féll niður í
ræsi, varð fótaskortur á steinum og einu
sinni slapp hann naumlega vi'ð að dýra-
sjúkrabíll með fullfermi af sefasjúkum
köttum æki yfir hann.
„Þessir heimskingjar á hælinu eru
blindari en ég“, sagði albinóakötturinn
við sjátfan sig og herti á sér með mestu
einbeitni.
Þegar langt var liðið á daginn, nálg-
aðist hann sitt fyrra heimili. Hann var
að draga djúpt að sér andann nokkrum
sinnum, áður en hann færi inn, þegar
hann heyrði andardrátt músar. Þetta var
unga, námfúsa músin, sem var að koma
aftur frá því áð útbreiða þúsundára-
ríki músarinnar á öðrum heimilum.
„Augnablik, mús,“ sagði albinóakött-
urinn og þreifaði sig áfram.
Framihald á b's. 9
Dal Stivens:
U ng, námfús mús sökkti sér nið-
ur í bækurnar sínar og lýsti síðan yfir
í vi'ðurvist aldraðrar músar:
„Ég hef fundið leiðina til þúsundára-
ríkisins."
Aldraða músin, sem var með nefkvef,
Iþurrkaði annað augað, áður en hún
svaraði með fyrirlitningu, „Aliir þekkja
leiðina — við höfum þekkt hana öldum
saman — en ennþá hefur enginn fund-
ið leið til þess að hengja bjölluna á
köttinn".
„Óþroskað og óvísindalegt," sagði
unga, námfúsa músin. „Dáleiðsla er
lausnin."
„Ja hérna,“ sagði gamla músin. „Dá-
leiddu mig — eða hvað sem sagnorðið
nú er —“
Unga músin hreyfði hægri löppina
Xiokkrum sinnum fram og aftur og yfir-
gaf þá öldruðu, þar sem hún tugg'ði
eápumola, í þeirri blekkingu, að það
væri fyrsta flokks Limburger. Hún
rétti úr bakinu, gekk meðfram inn-
veggnum, fór út úr holunni og gekk
beina leið yfir gólfteppið þangað sem
brúni kötturinn lá við eldinn og svaf.
Þegar músin átti eftir ófarin um það
bil tíu fet, vaknaði kötturinn. Hann
deplaði augunum, þegar hann sá m.ús-
ina ganga djarflega í áttina tiii hans, og
*ag'ði við sjálfan siig:
„Mig hlýtur að vera ennþá að dreyma.
Augljóslega hefur þessi síðasta mús orð-
ið mér ofviða.“
„Það mun þessi líka verða", sagði
unga, námfúsa músin með einbeitni í
röddinni.
á settist kötturinn upp í einu
vetfangL
„Þú afsakar spurninguna, vona ég,“
cagði hann siikimijúkri röddu, „en hef
ég ef til vill bitið þig fyrir aftan
eyrun í sambandi vi'ð fyrri fund okk-
ar?“
„Nei,“ sagði músin hörkulega og hélt
áfram ferð sinni.
„Óvenjulegt," sagði brúni kötturinn.
Hann yppti öxlum. „Hver er ég, að
ég geti deilt við kvöldverðinn minn?"
Músin einbeitti sér til hins ýtrasta,
lygndi aftur augunium, þar til þau glóðu
eins og í varmenni í harmleik frá Vikt-
oríu-tímabilinu, og hreyfði hægri löpp-
ina nokkrum sinnum um leið og hún
sagðL „Köttur, þú ert mjög syfjaður.
Þú ert mjög syfjaður. Þú ert mjög syfj-
aður.“
„Ó, en ég er alls ekkert sy—“ hóf
kötturinn máls og geispaði síðan.
„Þú sérð fyrir framan þig stóran,
grimman hund,“ sagði músin.
„Almáttu-gur, ég held þú hafir rétt
fyrir þér,“ sagði kötturinn við sjólfan
sig. „Óvenjulegt. Grimmur, þar að au'ki.
Hlárin risu aftan á hálsinum á honum
og hann skalf af ótta. Hann stökk fjög-
ur fet í loft upp, datt á bakið af skelf-
ingu, þaut út um dyrnar, út úr húsinu
og hélt förinni áfram.
Sigur ungu músarinnar var algjör og
hinar mýsnar í húsinu lýstu því yfir,
að hún væri bjargvættur ættbálks
þeirra; brátt barst frægð hennar til
annarra heimila og mýsnar leituðu hjálp
ar hennar.
„Ég verð a'ð hjálpa þeim“, sagði unga
músin. „Allir meðlimir ætbbálks okkar
eiga rétt á góðu lífi.“
Hún varð óþreytandi í greiðasemi
sinni og frelsaði fyrst heilar götur og
síðan heil úthverfi.
A meðan þetta gerðist var brúni
köttuj’inn á kattahæli og var að
útskýra ta.ugaveiklun sína fyrir hin-
um flóttaköttunum:
„Ég hefði getað svari'ð, að það væri
mús, og svo, almáttugur minn, var það
stór varðhundur með tennur jafn stór-
ar og slátrarahnífar.“
„Reynsla mín var sú sama, nema
hvað það var Elsass-hundur“, sagði
bröndóttur köttur.
„frskur úlfihundur gerði mig heimilis-
lausan," sagði persneskur köttur. „Ég
átti fegursta heimilið í öllum heimin-
um.“
„Risa-rottuhundur hræddi úr mér sjö
af líftórunum", sagði flekkóttur köttur.
„Mjóhundur þvaðraði úr mér átta og
hálfi’L" sagði svartur köttur veiklulega.
HUGLEIÐING
Eftir Cyril Upton
Ég má ei finna mig sem einan hér:
mannsandans eilífð dreymir drauma í mér.
Djúpt mér í brjósti finn ég, hvar hann fer
farveg míns hjarta, einmana og sér.
Hans takmark veit ég eitt, að til það er,
við örlaganna tinda fjarri ber.
Óendanleikans veg það vísar þér,
vafið í skýja ógegnsæjan her.
Ég má ei finna mig sem ekki neitt:
Hin mikla eilífð dreymir drauma í mér, —
dreymir um eining dýrðlega, sem er
dulín af gullnu skini, er mér er veitt.
Þar sé ég, hvernig sæðið öðlast líf, —
sé, hvernig stjörnur aldrei vegum týna;
lævirkjans söngva eg skil, hví rósir skína,
hví skapai döggin engjum fró og hlíf.
JAKOB JÓH. SMÁRI
þýddi úr ensku.
LÆRDA MÚSIN
1. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3