Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 2
Moíse Tsjombe, hinn bros- hýri og viðmótsþýði for- sætisráðherra Kongó, er mest um- talaði og sennilega mest hataði atjórnmálamaður i allri Afríku. I augum yfirgnæfandi meirihluta Afríkubúa er hann orðinn tákn „svikarans“. Hann er sagður hafa selt sig hvítum mönnum — „ný- lendusinnum“ (Belgum) og „heims- valdasinnum“ (Bandaríkjamönn- um) — og sagður njóta verndar hinna stóru auðvaldsfyrirtækja, eins og t.d. „Union Miniére de Haut Katanga“, sem halda áfram að hag- ný.a sér auðlindimai í Kpngó. Hvers vegna er hatrið á Tsjombe svona magnað? Megirorsökin er af tilfinningalegum toga spunnin. Afríku- búar kenna Tsjoimbe um morðið á Patrice Lúmúmba íyrsta forsætisráð- herra Kongó árið 1961, en hann er orðinn nokkurs konar písiarvottur af- riskrar sjálfstaeðisbaráttu. Lúmúmba og tveir lelagar hans voru drepnir í Katanga-fylki, sem þá laut stjórn Tsjombes og var í uppreisn gegn Kjongó-stjórn. Ekki hefur enn fengizt nein fullnaegj- andi skýring á drápi þremenninganna, en Tsjombe hefur jafnan haldið því fram, að hann sé saklaus af þessum glæpi. Hann var a.m.k. eklki sekari en mennirnir sem þá fóru með völd í Leopoldville, Kasavúbú forseti, Jósef á’.eó þáverandi forsætisráðherra og Mó- bútú hershöfðingi, yfirmaður herafla Kongó-stjórnar, en beir réðu því að Lúmúmba var seidur á vald óvinunum. En hvaða þátt sem Tsjombe kann að hafa átt í morðinu á Lúmúmba, þá geta Afríkubúar ekki fyrirgefið honum að hafa staðið fyrir uppreisninni í Katanga, sem miðaði að því að kljúfa fylkið frá Kongó. Er ekki úr vegi að rifja þá atbu.ði upp í stuttu máli. V egar sjálfstæði Kongó var lýst yfir 30. júní 1960, hófust viðsjárnar svo að segja sam-stundis. Herinn geiði uppreisn. Belgar voru myrtir eða lim- lestir, og Lúmúmba reyndist ekki fær um að koma á reglu í iandinu. Um miðjan júlí komu fyrstu sveit- ir gæzluliðs Sameinuóu þjóðanna til Kongó að beiðni Lúmúmba. Um svip- að leyti tók Tsjomba, sem var forsæt- isráöherra Katanga-iiylkis og áhrifa- lítill meðlimur þjóðþm.gsins, það til bragðs að lýsa yfir aðskihaði Ka.tanga og biðja um vernd beigísikra hersveita. Skömmu síðar lýsti hann yfir fullu sjálfstæði Katanga og lét útnefna sig forseta. í augum Afríkubúa voru þessar að- gerðir augljós landráð og svik við mál- stað blökkumanna. A3 þeirra dómi var Tsjombe ekki annað en verkfæri belg- ískra öfgamanna og -fjármálahagsmuna, og var fengið það h utverk að tryggja áframjhaldandi völd Belga og arð þeirra af áðurnefndu námuféiagi með því að lýsa yfir svokölluðu sjálfstæði Kat- anga-fylkis. I>ó þessi röksemdafærsla væri ef- laust einifaldari en ninar raunverulegu staðreyndir í málinu, þá var samt sann- leikskorn í henni. Aðskilnaðarstefnan í Katanga naut stuðmngs þeirra afla í Afríku og Evrópu, sem voru fjand- samleg afriskri sjálfstæðisviðleitni. Tsjombe fékk öflugan stuðning frá Norður-Rhódesíu, Suðut-Aíríku og An- góla. í .Belgíu og Frakklandi voru það hægri öfli'n sem stuidu hann, og all- stór hópur franskra herforingja úr O.A.S.-samtökunum (!ey n i s am töku n.u m sem unnu gegn de Gaulle) kom á vett- vang til að berjast undir merkjum Tsjombes. Að sjálfsögðu fellst TsjUmbe sjálfur ekki á þessar sögiisKýringar. Hann segir, að uppreisn Katan.ga-stjórnar gegn Kongó-stjórn liafi aðeins haft þann tilgang að bjarga fylkinu frá al- geru öngþveiti og stjórnleysi. Og svo bætir hann gjarna vjð, að tilgangur- inn hafi lika verið sá að berjasf gegn undirróðri kommúnista og verja krist- na menningu. Seint á árinu 1962 gerði gæz'.ulið Sameinuðu þjóðanna öflugt átak og bældi að fullu niður uppreisnina í Kat- anga. Tsjombe flúði til Spánar, og pólitískum ferli hans virtist þar með lokið. En þá gerðist tvennt sem breytti rás viðburðanna. í ryrst lagi brauzt út vopnuð uppreisn gegn Kongó-stjórn, sem náði yfir heliming landsins og leiddi tii þess að sett var upp í Stan- leyville „sósíalistastjóm11, er hlauit opinbera viðurkenningu Kína. í öðru lagi voru Sameinuðu þjóðirnar komnar í fjárþröng og urðu --.ð kalla heim her- sveitir sínar. Heimkvaðningu gæzlu- liðsins var að fullu lokið 30. júní í fyrra. Um þetta leyti var ástandið í Kongó orðið iskyggilegt. Tsjombe hélt heim úr útlegðinni og var falið að mynda stjórn í Leopoldville. 10. júlí í fyrra varð hann forsætisráðherra. Síðan h.ef- ur hann aukið á hatur annarra Afríku- búa í sinn garð með því að leita aftur eftir hjá'.p hvítra manna. Kúbanskir úblagar, fjandsamlegir Castro, fljúiga flugvé!um hans. Belgar stjórna hersveit- um hans, og hvitir málaiiðar mynda framvarðarsveitirnar ’ herafla hans. „Lítið bara á“, segja afrískir andstæð- ingar hans. „Við höfum áþreifanlegar sannanir fyrir því að Tsjombe er svik- ari. Hann borgar hvitum mönnum fyrir að brytja niður afríska bræður okk- ar“. Bæði Be!gar og Bandaríkjamenn vioru sáróánægðir með val Tsjombes i embætti forsætisráðherra í fyrra. Belg- ar báru lítið traust til hans. Banda- ríkjarnenn gerðu sér ijóst, að stuðning- ur við hanm gæti grafið urudian áhrif- f’j'ainKV.stj.. tíiglús Jonsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. E.vjólíur KonráS Jónsson. Auglýslngar: Arni Garðar Krtstlnsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22400 Utgefandi: H.f. Arvakur. ItoyKjavIK. Sem forsætisráðherra vinnur Moíse Tsjombe 16 tirria á sólarhnng, en hann vinnur á l’Africaine — þ.e.a.s. án nokkurrar reglu. Það sem er raun- alegast fyrir þennan tiltölulega un..a ríkisleiðtoga (hann verður 47 ára á þessu ári) er, að hann verður að gera allt sjáfur. Hann á nokkra fyria flokks samverkamenn, sem hann ber traust til, meðal þeirra Godefroid M i- ongó innanríkisráðherra og hóp „Ev- rópumanna“ sem einnig unnu m.eð hon- um í Katanga. En Tojotnbe hefur kom- Framhald á bls 14. MOÍSE TSJOMBE uim þeirra í öðrum ríkjuim. En þeir áttu enga völ, meðan allt reið á því að finna einhvern til að bæla niður uppreisnina í landinu. Góður árangur er svo sjaldgæfur í Kongó, að jafnvel há!fmisheppnuð tilraun eins og aö- skilnaðarbröltið í Katanga getur geiið manni yfiibragð mikilmennis! 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 6. thl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.