Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 5
Poul P. M. Pedersen: við PETER HALLBERG i Gautaborg 9 Einn æstasti andstæðingur af- hendingar íslenzku handriit- anna til Háskóla íslands sagði fyrir nokkru eitthvað á þá leið, að sænsk- ir vísindamenn væru andvígir slíkri afhendingu, þar eð þeir teldu að staðsetning safnsins í stofnunum í Reykjavík drægi úr skilyrðum sænskra rannsókna. Ekki var nefnt, hverskonar sænskar rannsóknir hér væri um að ræða né heldur hvaða rannsakendur; fullyrðingunni var bara slegið fram óljóst og almennt tekið án nokkurra sannana. Ég ákv- að að athuga þetta nánar og gerði mér því ferð til sænsiku háskóla- borganna. Einn dag hafði ég mælt mér mót við dósentinn í bókmenniasögu við Gautaborgarháskóla, dr. Peter Hall berg, sem er lærður bókmennta- fræðingur og þekkir vel til á ís- landi. Hraðlestin ekur inn á aðal- j árnbrauitarstöðina í Gautaborg. Hér er ekki eins kalt og í Uppsölum og Stokkhólmi, golan er ekki alveg eins nöpur, en ber mildan svala frá hafinu. lV stöðvarpallini.un bíður dr. Hall- berg mín. Hann varð 49 ára í janúar, en sýnist miklu yngri. f bílnuim á leið til bústaðar hans í rólegu úthverfi hinn- ar miklu og föigru hafnarborgiar spyr ég hann, hvort hann sé hér fasddur, og hann svarar: — Já, en í bemsfku minni vorum við talsvert á ferð og flugi; þó tók ég stúdentspróf hér, síðan licentiaitspróf og varð loks do'ktor fyrir ritgerð um nátt- úrutáknin í sænskum ljóðskáldskap, frá nýrómantíkinni til Karlfaldts. Það var 1951, og sama ár varð ég dósent við háskóilann hér. — f bókmenntasögu? — Já, og innan þeirrar greinar hef ég lagt sérstaka stund á Norðuriancbbók- menntir. — Einkum ís'.enzkar? — Já, ekki hvað sízt íslenzkar, svar- ar Peter Hallberg búosandi. Eftir nokkrar mínútur erum við komnir heim til Harlbergs dósents, og þar heilsa ég upp á konu hans, íslenzka. Frúin er skyld sendihexra íslands í Dan- mörk, Stefáni Jóihanni Stefánssyni. — Já, segir frú Kristín Hall'berg, nú er ég farin að sletta ta'lsverðu að sænsk- um glósuim í dönskuna mína. Ég er efnaverkfræðinguir frá verkfræðinga- skólanum í Kaupmannahöfn, og þar var ég öill styrjaldarárin; svo vann ég dá'lítið á rannsóknarstofu háskólans í Reykjavík. En nú er ég búin að eiga Dr. Peter Hallberg. heima hér ein tíu ár; samt förum við oft til íslands. vo skeliti ég fram þessari vanda- spumingu minni við Peter Hallberg: — Yrði það sænskum visindarann- sókruum til tjóns, ef Danmörk skilaði íslenzku handritunum aftur, eins og þingið samiþykkti 1961 — enda þótt vegalengdin til rannsóknastaðarins yrði eitthvað lenigri? — Nei, svarar Hallberg dósent tafar- laust og laggur áherzlu á orðin, — einn ig fyrir sænska vísindamenn er það mik ils virði að kynnast ísiandi. Mörg atriði sem standa í sambandi við íslenzku handritin, verða yfirleitt ekki rannsök- uð án þekkingar á upprunalandinu. — En hvað um þessa auknu fj arlægð? — Hún skiptir engu máli með þeim samgöngum sem menn ráða yfir í dag, hvort sem farið er loftieiðis eða sjóleið- is. Satt er það að vísu, að vegalengdin héðan frá Gautaborg, eins frá Osló, Stokkhókni, en þó einkuun Lundi, er meiri til Reykjavíkur en Kaupmanna- hafnar. En þessi aukna vegialengd kem- ur mest niður á Norðúrlöndunum. Eng- land og Ameríka, þar sem mikill áhugi er á norrænum rannsóknum, ekki sízt á forníslenzku, eiga skenunri leið að fara til rannsóknastaðarins. — Sumir færa það sem rök, að ferð- in til Reykjavíkiuir sé dýrari en til Kaup- inanna'hafnar. — Það á nú ekki við nema um Skandi naviu, oig þá Lund fyrst og framist. En siík rökseimdafærsila er býsna léttvæg. Þetta verður ódýrara fyrir Englendinga og Ameríkumenn. Sænskir vísindamenn og sj álfsagt norskir lika fara ósjaldan miklu lengri ferðir en héðan tii Reykja víkur. Og venjulega fá þeir einhvem opinberan styrk til fararinnar. Rann- sóknaferðir til ÍSlands koma tæplega tii að verða nein undantekning frá gildandi styrkjavenju í Svíþjóð, og sönnilega ekki heldur í Danmörku eða Noregi. Nei, þessi röksemd stendur ekki undir sér. Auk þesis er það, að vilji menn fást við ís'lenzka tungu og bók- menntir, verða menn að kynnast land- inu. Mál og bókmenníir verður að læra á upprunastaðnum, eins og óg hef þagar tekið fram. M iðað við aldur hefur Peter Haffl- berg afkastað miklu verki: Hann hefur samið tvær bækur um Halldór Laxness og verk hans, sem nú eru báðar upp- seldar. Fyrra bindið er nú til á íslenzku (Helgafell). Auk þess hefur hann ritað bók um íslendingasögUr, sem er allþýð- leg að framsetningu en byggð á miklum lærdómi. Sú hefst á þesisum línum: „Ætt arsögurnar íslenzku eru sem bókrr.mnta grein í algerum sérflokki. Ýkjulaust má segja, að þær séu eina samanhangandi Framhald á bls. 6. Norrœnt samstarf er mal mál- anna á íslandi þessa dapana, meöan hið fjölmenna frœndaliö situr hér á rökstólum. Þing eins og þaö, sem nú er haldiö, eru kannski fremur táknrœn en raunhœf, og þó veröur því ekki neitaö aö liöin tólf þing Noröurlandaráös hafi látiö œöi margt þarflegt af sér leiöa, og mun- um viö íslendingar brátt sjá einn áþreifanlegan vott þess, þegar Nor- rœna húsiö rís af grunni, en œtlun- in er aö Ijúka byggingu þess fyrir veturnætur 1966. Oklcur er bœöi skylt og hollt aö staldra viö og íhuga í fullri alvöru, hvort viö þurfum á samstarfi viö norrænu frændþjóöirnar aö halda, og ef svo er, hvaöa raunhœfa skerf viö getum lagt til þess sameigin- lega átaks aö varöveita og efla hina norrœnu menningarlieild, sem vissu lega er virkara afl í heiminum nú en höfðatala Norðurlandabúa kynni aö gefa ástœöu til aö œtla. Verkefniö, sem er brýnast hér- lendis, er aö vekja og rœkta áhuga þjóðarinnar á menningu frœndþjóö- ra anna, bókmenntum þeirra, listum og félagsmálum. Til þeirra höfum I R) m meira aö I Kg H sœkja en ann- ■ arra þjóöa, af BbS því við erum I þeim skyldast- I ir og búum I viö áþekkar aöstœöur í r®B menningu, fé- I I I lagslífi og I efnahagsmál- um. Viö cett- um vitaskuld líka aö gera okkur meiru far um aö kynna okkar eigin menningu meöal frœndþjóðanna, þó hitt sé víst, aö þær hafa sýnt íslandi og því sem íslenskt er meiri áhuga og skilning en viö veröskuldum. Aö sleppti'i fornmenningunni, sem Noröurlandaþjóöir hafa eðlilegan sögulegan áhuga á, blasir viö sú staöreynd, aö þaö litla sem berst út fyrir landsteinana af lifandi íslenzk um menningarverömætum fer til Noröurlanda, og berst svo stundum fyrir þeirra tilstilli víöar um heim. Þetta á við um þá íslenzka rithöf- unda sem oröið hafa kunnir erlend- is, og þaö á ekki síður viö um aörar listgreinir, þó kannski megi finna einstaka undantekningu í málara- list og tónlist. Noröurlandaþjóöirn- ar hafa einar þjóöa í veröldinni virkan áhuga á því sem er aö ger- ast í íslenzkri nútímamenningu, og er þetta mjög mikilvægt atriöi þeg- ar höfö er í huga þörf hverrar menningar á lifandi og gagnkvœm- um samskiptum við aörar menning- ar. íslenzk menning er angi af hinni norrœnu menningaiheild og vekur því af eölilegum ástœöum forvitni og dhuga meöal frændþjóöanna. Er óþarft aö tína fram dœmi þessu til staðfestingar. íslendingar hafa lengi veriö hörmulega sinnulausir um norrœnt samstarf, og mun þar nókkru valda gráthlœgilegur sjálfsþótti margra íslendinga, sem telja Noröurlönd „of lítil“ fyrir okkur og vilja leita á vit stærri þjóöa og öflugri menn- ingurheilda. Viö þvi er aö sjálfsögöu ekki nema gott eitt aö segja, aö sem víöast sé leitaö fanga í menn- ingarlegum efnum, enda hafa náin menningartengsl Noröurlandia aldrei falið í sér útilokun annarra menn- ingaráhrifa, en hitt gefur auga leiö aö skynsamlegust veröa náin sam- skipti viö þœr þjóöir sem geta miöl- aö okkur verömætum, er liæfa okk- ar eigin menningu og frjóvga hanu. Viö erum þannig í sveif settir, ccð engilsaxnesk menningaráhrif hljóta aö veröa hér mikil og einhliða, en þau eru í flestu tilliti framandi okk ur eigin menningu og geta lítiö fœrt oklcur annaö en menningarlega oq þjóöernislega upplausn. Á Jiinn bóg- inn geta hin norrænu samskipti styrkt bœöi menningu okkar og þjoð erni, af því frœndþjóöirnar hafa fullan skilning á hvoru tveggja, en enskumœlandi þjóðir eru svo til á- hugalausar um hvort tveggja af á- stœöum sem óþarft er aö rekja hér. Niöurstaöan lilýtur því aö veröa sú, aö sem allra nánast norrænt sam- starf sé íslendingum lífsnauösyn. s-a-m. S. tbd. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.