Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 11
s i 9 9 • i s I x P e n s a r • i — Og mundu nú, að þú faerð höfuðverk á stLaginu níu. Skáldsögnr. Count Bohemond. Alfred Duggan. Faber and Faber, London 1964. 21s. Alfred Duggan hóf rithöfunda- feril sinn seint. En hann hefur verið mikilvirkur, hver bókin rak aðra og hann varð að lokum einn vinsælasti þeirra höfunda, sem skrifuðu sögulegar skáldsögur. Þessi bók er sú síðasta 15 sögu- legra skáldsagna, sem hófust með Knight with Armor 1950. Hann lauk þessari bók skömmu fyrir dauða sinn, en hann dó 4. apríl 1964. Evelyn Waugh skrifar ágætan formála að sögunni, sem er einnig góð lýsing á höfundinum og rit- ferli hans. Sagan geiist á krossferðatíman- um og segir frá Bohemundi greifa og hernaði hans. Hann er Nor- manni og elst upp á Ítalíu við hernað og ævintýri. Tekur þátt í fyrstu krossferðinni og verður einn foringjanna. Hér er góð lýs- ing á krossferðinni og samskipt- um krossfara innbyrðis og skipt- um þeirra við Grikki og Armena, sem bandamenn. Einnig segir frá töku Antiokkiu og Jerúsalem. Frjótt ímyndunarafl, kátlyndi og írónía prýða þessa bók eins og aðrar bækur Duggans. The Adventures of Peregrine Pickh. Tohias Smollett. Edited with an Introduction by James L. Clifford. Oxford English No- vels. Oxford University Press 1964. 35s. Þetta er nýr bókaflokkur Ox- ford-’ítgáfur.nar, og er ætlað að birta sigildar enskar skáldsögur. Þetta er nokkurskonar hliðar- grein af Oxford Standard Authors. Skáldsögur frá 18. öld verSa fyrst gefnar út. Textinn byggist á fyrstu útgáfum og tekið verður tillit til þeirra breytinga, sem höfundarnir gerðu f síðari út gáfum. Hver bók verður gefin út af fræðimanni, sem ritar inngang, Þar sem rakin verður útgáfusaga bókarinnar og gildi hennar mið- eð við önnur verk höfundarins. Peregrine Pickle var fyrst gef- in út 1751, en flestar síðari út- gáfuv hafa verið gefnar út eftir Styttri útgáfu, sem kom út 1785. Þessi útgáfa fylgir fyrstu útgáfu. Tjtgefandinn telur að þessi skáld- saga sé þýðingarmeiri en menn hafa talið fyrr og síðar. 1 sögunni birtist daglegt líf og hættir manna á 18. öld, aðalper- sónan er fantur, sem er f senn hinn mesti hrokagikkur og sjar- merandi. Smollett var um tíma við nám við háskólann í Glasgow, sem mátti segja að væri hádegi ævi hans Eftir það var hann á hálf- gerðum hrakningi, hann var um tíma skurðlæknir í flota hans há- tignar, og þar var vistin ekkert sældarbrauð, um tíma var hann f fangelsi. Þótt hann ætti alltaf við óhægan fjárhag að búa, var hann mikið lesinn og ýmsir samtíðar- menn hans töldu hann standa jafnfætis Fielding. Þetta er löng skáldsaga, tæpar 800 blaðsfður, þéttprentuð. Frá- sögnin líður áfram eins og lygn móða ,það er róandi að lesa þessa bók, stíllinn þægilegur, kryddað- ur humor og íróníu. Það er hollt fyrir nútímafólk að lesa slíkar skáldsögur, og sleppa nokkur kvöld lestri stytts og samanþjapp aðs efnis. Ferðasögur. Travels in Arabia Deserta. I-II. Charles M. Doughty. Jonatan Cape 1964. 50s. Þetta er bókin, sem vakti áhuga Arabíu-Lawrence á Arabíu. Bók- in kom fyrst út hjá Cambridge 1888. Lawrence las hana ungur. Hann ritaði formála 1921, og segir þar að hann hafi lesið bókina aft ur og aftur í tfu ár. Hann líkti henni við nokkurs konar biblíu. Þegar Lawrence ritar formálann hafði hann að baki ferðir og hern aðarleiðangra í Arabíu og hann segir að því meira sem hann kynntist þessum landsvæðum og íbúunum, jókst aðdáun hans á verki Doughlys. Þetta er fyrst rit sem sett var saman um Araba eyði merkurinnar og það yfirgrips- mesta og póetískasta. Doughty fæddist í Suffolk 1843 og lézt 1926. Hann var ferðalang- ur, skáld og rithöfundur. Hann ferðaðist í tvö ár um Arabíu og setti saman þessa bók, sem er ein frægasta ferðasaga heimsbók- menntanna. Kvæði hans náðu lít- illi hylli, sökum þess hve þau eru torskilin og myrk. En þessi bók mun halda nafni hans á lofti með- an byggð stendur. Hann ferðaðist um þessi landsvæði sem hálfgerð- ur umferðamaður, aflaði sér lífs- viðurværis sem læknir. Og það var oft engan veginn auðvelt, þar eð ibúar höfðu meiri trú á göldr- um ti! lækninga en læknismennt Þegar hann hóf ferðina, var hann sjúkur maður, og loftslagið þarna var ekki heiisubætandi, og hann lítt fjáður. Arabarnir fæddu hann þar sem hann kom, gestrisni þeirra er frábær. Hann deildi með þeim fæði og klæðum og var sem einn af þeim. Þessvegna varð þekking hans á hugsunarhætti þjóðarinnar og háttum svo víð- tæk. Hann ferðaðist um með hirð ingjum og var það ekki lítið þrek virki. Þeim sem ferðast um þessi svæði nú, þykir það fullerfitt með öllum hjálpargögnum nútímans. Þrátt fyrir veikindi og erfið- leika tókst honum það, sem eng- um hafði tekizt, að ferðast um landsvæði, þar sem Evrópumenn höfðu aldrei stigið fæti og flytja heim fróðleik sem er með ein- dæmum. Hann hreifst af þjóðinni og eyðimörkinni. Hann segir á ein um stað: „Hafi maður kynnzt eyði mörkinni einu sinni, dvelur hún ætíð í sál manns“. Bókin er listi- lega skrifuð og er ennþá og mun vissulega verða eitt bezta heimild arrit um Arabíu og mannlíf í þeim auðnum. Náttúrulýsingar eru frábærar, án þess að vera nokkru sinni væmnar og öll er bókin sönn, engin óþarfa orð eða skrúðmælgi, einföld og hófsam- leg. Þetta rit var mjög torfengið. Útgáfan er vönduð, í tveim bind- um, með uppdráttum og myndum og ágætu registri. The Climber‘s Firesíde Book. Wil- frid Noyce. Heinemann, London 1964. 30s. Wilfrid Noyce var mikill fjalla- garpur. Skömmu áður en hann lagði upp í sitt síðasta ferðalag, skildi hann handritið að þessari bók eftir á skrifstofu útgefanda síns. Hann tók þátt í Everest-leið- angrinum 1953 og mörgum fleiri leiðangrum, og setti saman bæk- ur um fjallaleiðangra. Þessi bók er safnrit ferðalaga um fjöll og firnindi. Bókinni er skipt í rokkra kafla eftir tímaröð. Fyrsti kaflinn fjallar um ferðalög fyrr á öldum og allt fram á 19. öld. Þar er að finna kínversk kvæði um fjallaferðir eftir Tao-yun, sem var uppi um 400. Hún var eiginkona herforingja nokkurs, sem var svo heimskur, að hún varð að yfir- gefa hann af þeim sökum. Ferð Hannibals yfir Alpana er þarna í frásögn Polýbiusar og frásögn Marco Polo um ferð hans yfir Pamir Petrarca á þarna lýsingu á ferð hans á Ventoux-fjall. Þarna eru kaflar um fjallagöng- ur eftir Shelley, Byron, Cliateau- briand. Síðan kemur kafli um 19. öldina. Með rómantísku stefn- unni vaknaði mikill á hugi á Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR Meng-tze (Mencius) var einn mannúðlegasti og snjallasti spekingur Kínverja í fornöld (372-289 f. Kr.). Áhrif hans á kínverska menningu eru ekki síðri en Kung-tze, meistarans, sem uppi var hálfri annarri öid áður. Mannúðar- og réttlæt- ishugmyndir Meng-tze voru langt á undan samtíð hans. Það sem varðveitt er af verkum Meng-tze hefir að geyma sér- kennilega samstæðu af siðfræði, stjómvizku, sálfræði og him- intrú. Honum tókst að tengja saman þessa mangbrotnu vizku svo að heild varð úr, ekki aðeins í orðum, heldur einnig í verkum. Oft var Meng-tze ráðgjafi konunga, en í þá daga var Kína skipt í allmörg smáríki. Stundum tók hann greiðslu fyrir störf sín í þjónustu ríkjanna, en þegar hann þurfti eikki á fé að halda, þá endursendi hann launin. Að taka við fé (af ríki) þegar ég þarf ekki á því að halda, það gengur þvi næst að þiggja mútur. Ein snjallasta saga þessa meistana fjallar um „gádruna í ríkinu“, en of langt mál yrði að fjalia um hana hér. En kjami sögunnar er ádeila á lúxus og óhóf af konungs hálfu, en þetta óhóf leiddi til furðulegra ákvæða, og að hans dómi ranglátra. Aðvaranir gegn „gi!drum“ finnast einnig viðar í verkum hans. Milii smáríkjanna vom sífelldar skærur, en þá neyttu kon- ungar ailra biagða til að fá atþýðu manna tíl að bera kostn- aðinn af metingi þeirra, með því að leggja fram fjármuni, vist ir og menn. „Gildrurnar" voru ákvæði til að ha.lda uppi hern- aði, lúxuis og óhófi, án þess að láta auðmenn bera byrðar með aimenningi. Kínverskar gildrur til dýraveiða em ýmist gryfjur, sem dýrin detta í, eða ofanjairðar smíðar með a.gni, oft í tveim hólfum, og gan.ga dýrin inn í annað hólfið um leið og þau sækjast eftir því aigni, sem er í hinu. í gryfjugildrur geta fal'l- ið menn ekki síður en dýr, því að gryfjurnar eru þaktar grein- um og laufi og sjást því ekki. Að vara nútímariki við því að leggja gildrur fyrir borgiara sína kann að virðast fjarstæða á vorum tímum, þegar réttar-. óryggi er mikið og menn ná að jafnaði rétti sín-um. Aðvörun- in ætti e.t.v. að beinast í þveröfuga átt, það er að vara þegnana við of mikilli ágen-gni í garð ríkisins, vara við léleigum vinnu- brögðum í þjónustu ríkisins og skeytingarleysd um verðmæti þess. Meng-tze varaði einnig við of smáriðnum netum, líkt og nútímasérfræðingar gera á vorum tímum. Hann ski'ldi fullvel að græðgi einstafclinga og ríkis var jafn hættuíleg velferð og framtíð þjóðfélagsinis. En í embættum ríkisins vildi hann að- eins hafa valda menn, svo réttsýna Dg vel siðaða að þeir væru almenningi til fyrirmyndar og ynnu þar með „hjarta lýðsins". — Að öðrum kosti áttu þeir á hættu að g:ata ,',umboði Him- insins“, það er að segja réttinum til að fara með stjóm. í voru þjóðfélagi eru sumir menn fíknari í rangfenginin gróða en Meng-tze í sin réttmætu laun. Samanburðurinn er oss ekki til sæmdar, heldur lærdóms. Ríki \^>rt þarf á veið- arfærum að haJda til að ná fjármagni, sem það á inni hjá að- ilum, er árum saman hafa villt um fyrir ríidnu og velt byrð- um sínum yfir á aðra. Ekki má þó nota alltof smáriðin net við veiðarnar. Ég fæ efcki betur sé en að slífct h.afi stundum átt sér stað, t.d. með lögtaikshótunum gagnvart unglingum, sem í öllum greinum hafa haldið og vilja halda landslö-g, en verja aflafé sinu til að afla sér þjóðnauðsynlegrar menntuniar. Án samráðs við aðstandendur er slík uppeldisaðferð o-f gró-f gagn- vart heiðarlegum ungilingum, og efcki ti! þess fallin að vinna „hjarta lýðsins" til þjóðholilustu. Vena má að en-ginn persónu- legur aðili eigi hér neina sök, heldur skrifstofuvélar, sem tekn- ar eru upp á því að stjórna mönnum án dómgreindar. Sum af þessum „lögtöikum“ koma eins og Deus ex machina þar sem sízt skyldi ætla, en efcki þar sem eðlilegt væri að vænta þeirra. Lík't og grísku spekingarnir talar Meng-tze um fjórar höf- uðdyggðir, en setur mannúðina og réttlætið efst. Þessar^tvær dyggðir mega ebki verða viðskila í rikinu, pví að öðrum kosti eru gildrur komnar fyrr en varir, annaðhvort smíðaðar af ríkinu sjáíMu eða einstaklingum, sem ga-nga á lagið þar setrn réttlætið heltist úr lestinni. fjallaferðum, hrikalegu og dul- úðgu landslagi og eyðistöðum. Þá hefjast hinar eiginlegu fjallaferð- ir ferðanna vegna. Síðan koma kaflar frá upphafi 20. aldar og tímabilið milli stríða og loks kafli um fjallaferðir eftir 1945. Þetta er mjög skemmtilegt safn rit fyrir alla þá er fjöllum unna, og yndi hafa af hrikalegu lands- lagi og erfiðleikum og dýrum iaunum þeirra í fjallaferðum. 6. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.