Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 6
BOKMENNTIR Framhaild af bls. 5. og frumlegt tillag NorffuB'anda til heims bókmenntanna. Aff efnisvali, mannlýs- ingum og stíl eru þessar sögur algjör- lega sérkennilegar fyrir ísland .... ís- lenzku ættarsögumar eiga sér enga liiiff- stæðu, hvorki á Norffurlöndum sérstak- lega, né í Norðurálfu yfir'eitt á sama tíma.“ Þessi bók er frá 1956. Fyrir ein- um tveimiur árum gaf dr. Haillberg út samskonar bók um fomíslenzkain skáld- slkap, þ.e. Eddiukvæðin. Einnig þar er hann allur í viðfangsefni símu. Hann lýkur verkinu með þessari setningu: „Fortíff íslenzks skáldskapar er hin lif- andi fortíff.“ Um það bil samtímis þess- ari ágætu bók gaf hinn mikilsmetni há- akólamaður út iærða ritgerð um málið á Egils sögu. Víðtækar rannsóknir Pet- ers Hallbergs leiða hann að þeirri niður- stöðu, að Snorri hafi samið þetta nafn- fræga bókmenntaverk. P eter Hallberg hefur einnig með miklum ágætum starfað sem þýðandi og fyrirlesari. Meðal annars hefur hann þýtt nokkrar skáidsogur eftir Halldór Laxnese. Árið 1959 gaf hann út í sam- ráði við höfundinn nokkrar ritgerðir hans. Sumar þeirra eru þær sömu sem til eru í danska úrvalinu, sem Erik Söndeiholm gerði 1963, en að öðm leyti bæta þessar bækur hvor aðra upp. — Hvenær fóruð þér að hafa áhuga á íslandi? — Ég held, að það hafi verið fyrir á- hrif frá Hjalmar Lindroth sem var pró- fessor í norrænum málum hér í Gauta- borg, 1919-1945. Hann varð háskólakenn ari minn; sem vísindamaður og rithöf- undur var hann mjög fjölhæfur og fékkst við málsögu, málsálarfræði og örnefni. Árið 1930 gaf hann auk þess út talsvert stóra bók: ,ísland, eyja and- 9tæðnanna“. — Hvenær komuð þér fyrst til ís- lands? — Eftir að ég hafði lokið licentiats- prófi 1943. I>á var ég 27 ára. Þetta var eitthvert versta stríðsárið. Héðan frá Sviþjóð var ftugsamband við England, og þanigað flaug ég, og svo þaðan til íslands. — Það hefur varla verið hættulaus ferð? — Jæja, ég komst að minnsta kiosti leiðar minnar. Svo varð ég sendikenn- ari við Háskóla íslands þangað til 1947. Ég tel sjáilíur, að mér hafi tekizt að ,,lifa“ landið, læra málið og skáldskap þess, og kynnast fólki og landslagi. Ég var á bátíðinni miklu á Þingvöllum 1944, þegar ísland varð sjálfstætt lýð- veldi. Þráin eftir að verða frjálst ríki átti ekki upptök sín í síðustu styrjöld. Hún á sór rætur lanigt aftur í tímanum, og hennar gætir mikið í skáldskap þjóð- arinnar. En margir Norðurlandabúar hafa enga hugmynd um það. Ég reyndi líka að skapa mér skoðun um innan- ríkissitjórnmál landsinis. Síðasta árið, sem ég var sendikenmari, 1947, var Stef- án Jóhann Stefánsson forsætisráðherra. Hann er atkvæðamikiU stj óm.mál aimað- ur. Síðan ég kom aftur til Gautaborg- ar, hef ég heimsótt ísland nokkrum sinnum og einnig átt þar heima til lang- frama. — Finnst yður ósk Islands að fá aft- ur handritin saningjörn? — Já, ég skil mætavel þá von þess. Nú heifiur Island með mikilum framlög- um þjóðar og einstaklinga haft sinn eig- in háskó’a í rúm 50 ár mieð færum og heimsþekktum vísindamönnum og vax- andi aðsókn nemenda og vísindamanna hvaðanæva úr heiminum. Árið 1961 tókst dönskum andstæðingum afhend- inigarinnar að fá liðveizlu einstöku sænskra vísindamanna, þó fárra, og víst frekar sagnfræðinga er. mál- og bók- menntafræðiniga. En ég stend við það sem ég hef sagt: Heimsending íslenzku handritanna mun ekki verffa sænskum rannsóknum til hnekkis. MATTERHORN FramJhald af bls. 1. um. Stormviðri á tindinum kom í veg fyrir sigurinn. Hann bjó sig undir sjöttu tilraunina, en Carrel neitaði að íara með honum. Hann hélt þá af stað rneð kryppling sem aðstoðarmann, en mistóíkst. aftur. Mr egar hann var kominn aftur til þorpsins frétti hann sér til mikillar skeif ingar, að annar Englendingur væri þangað kominn til að freista uþ-pgöngu. Fáeinum dögum síðai' Morfði hann á hópinn leggja af stað og beið á nálum afturkomu hans. Þegar hann sá þá koma aftur um kvöldið skrifaði hann ánæigð- ur í dagbólkina sína: „Það var enginn léttleiki í skrefum þeirra. Þeir voru líka sigraðir." Árið 1865 kom hann aftur til Zermatt. í Breuil réð hann Carred, en um það bil sem hann hatfði lokið undirbúningi sínum, kom sendiboði að kvöldi hins 8. júlí með þær fréttjr, að Englending- ur nokkur væri hættulega veikur í þorpi neðar í dalnum. Whymper hætti þá við tilraun sína og hélt af stað til að hjálpa landa sínum. Á leiðinni mætti hann Carrel og sagði honum, að þeir myndu gera tilraun til uppgöngu á Matterhorn þann 11. júlí. Hann varði mestum hluta þess 9. júlí til að fara um fjöllin til að ná í lyf handa veika manninum. Þann 10. júlí sneri hann aftur tiil Breuil o-g Iþmst þá að því, að Carrel nafði svikið hann. Leiðsögumaðurinn ætlaði að stjórna hópi ítalskra fjallgöngumanina á tind- inn. 1. ofsareiði ákvað Whymper að flýta sér til Zermatt og reyna að vera á undan ítölunum þaðan. Hann leiitaði fyr ir sér í miklum ákafa í þorpinu, en tókst ekki að ráða leiðsögumann eða leigja múlasna til að flytja faranigur sinn og útbúnað í gegnuim Théodule-skarðið Svisslandsmegin. Þagar hér var komið kom annar Englendingur, Francis Dougl as, lávarður. Þar sem hann hafði leið- sögumann, ungan mann, sem hét Peter Taugwalder, stakk Whymper þegar upp á því, að þeir slægjust í félagsskap, og Slysið á Matterlsorn, eins og teiknari hefur hugsað sér það. Edward Whymper. saman flýttu þeir sér yfir skarðið til Zermatt, þar sem þeir réðu einnig föð- ur leiðsögumannsins, Peter Taugwalder, eldri. Þeir voru ekki fyrr búnir að ljúka þessu en tveir Englendingar til viðbótar ko-mu, einnig ákveðnir í að sigrast á Matterhom. Þessir menn voru 37 ára gamiali prestur, séra Charles Hudson, (Og 19 ára gamall stúdent frá Harrow, Douglas Hadow að rafni. í fylgd með þeim var Michel Croz, leiðsögumaður, sem hafði orð fyrir að vera ekki á- nægður nema hann væri í 10 þúsund feta hæð eða meir. Hudson var reynd- ur fjallgöngumtaður ems og Whymper. Hadow var áhugamaður, sem var óvan- ur erfiðum tinduim. Whymper hafði áhyggjur af þessari nýju samkeppni og stakk því upp á því, að þeir reyndu allir uppgöngu saman, og héldu þeir af stað kluikkan 5.30 ár- degis föstudaginn 13. júlL Hadow, sem var taugaóstyrkur og óöruggur með sig, þurfti sífellt á aðstoð að halda, en Whymper rak ákveðinn á eftir, enda var hann haldinn stöðugum kvíða um, að ítalirnir yrðu á undan honum. Sér til mikillar undrunar reynd ist hon-um, og hinum reyndari göngu- mlönnum, leiðin upo miklu auðveldari en þeir höfðu búizt við. Leyndarmál „fjallsins ókleifa“ var einfaldlega, að hlið þess Svisslandsmegin virtist miklu erfiðari á að barfa en hún var í raun- inni. Þeir kornust í 11 þúsund feta hæð mjög auðveilcLiega og á-n erfiðleika. Þar tóku þeir sér nætursrað. Næsta dag gekk ferðin jafnvel betur. Gangan var svo auðveild, að þeir hirtu ekki einu sinni um að binda reipi á milli sín í ör- ygigisskyni. Aðeins á leiðinni upp hlíð- ina frá austri til norðurs várð gangan erfiðari, en varð svo auðveldari á hýj- an leik. Þegar þeir voru aðeins örfá hundruð fet frá því áð ná tindinum uppgötvaði Whymper sér til mikiliar ánægju, að jökullinn var með mjög litlum halla. Hann og Croz hlupu upp á tindinn, litu yfir klettana og sáu ítalina langt þar fyrir neðan. í ákafri gleði sinni tóku þeir að höggva ísklumpa af grjótinu og henda þeim niður tindinn eins og tveir smástrákar. Á meðan þeir hvíldust á tindinum nufcu þeir „stundar hins gleðiþrungna lífs" eins og Whymper orðaði það. Svo lögðu þeir af stað niöur. Þeir höfðu með sér þrjú reipi. Eitt þeirra var, eins og átti eftir að sýna sig, ekki eins sterkt og hin tvö. Það var það, sem valið var handa Francis Douglas lávarði og Pet- er Taugwalder eldri. F erðin niður gekk seinit og erfið- lega, aðalle-ga vegna hins óreynda Hadows. Á uppleið iiorfir göngumaður- inn upp fyrir sig til að leita að haildi. Á niðurleið neiddist hann til að líta niður í hyldýpið til að sjá hvar hann eigi að fóta sig. Croz var í fararbroddi á niðurleið- inni. Hadow var næstur honum, svo kjarklaus, að Croz varð að taka um fæt ur hans hvað etftir annað og setja þá á hinar litlu klettanibbur. Þeir voru svo taugaspenntir, að a.ðeins einn hélt áfram í einu. Þá gerðist það, er Croz sneri sér við til að taka sjáifur skref niður, að annar fótur Hadows rann til og skall á baki hans. Báðir mennirmr hröpuðu saman. Hudson, som var næstur í röðinni, dróst niður af bergmu, svo og Franc- is Douglas, lávarður, sem var næstur honum. Fyrir ofan lávarðinn bjuggust þeir Peber Taugwalder eldri, sonur hans og Whymper til að stanaast átakið. Þung- inn skall á þeim, þeir börðust við að haida sér. Þá hrökk hið ótrausta reipi í sundur. Whymper horfði á mennina fjóra renna niður hlíðina. Hendur þeirra kröfsuðu í bert bergið til að leita hand festu. Að andartaki liðnu hurfu þeir niður fyrir brún 4 þúsund feta þver- hnípts bjargsins. í háilifa klukkustund voru mennirnir þrír, sem björguðust, of skelfingu lostnir til að hreyfa sig. Svo héldu þeir áfram, þumluhg fyrir þumlung. Leiðsögumennirnir voru svo skjáifandi, að Whymper óttaðist, að þeir yrðu fyrir öðru slysi, en þeim heppnaðist að ná til búða sinna og þar voru þeir undir beru lofti um nóttina, hnipruðu sig saman í skelfingu minningarinnar. Slysið alli háværri gagnrýni. Biöð- in skrifuðu gegn fjallgöngum og fjaill- göngumönnium. Viktoría drottning ve ti því fyrir sér, hvort ekki væri unnt að banna íþróttina með lögum. En Alpa- fjöllin urðu nú enn vinsælli en áður — að nokkru leyti sökiuim þess, að ferða- menn flykktuist til að sjá fjallið, þar sem slysið varð. O.g innan fárra ára renndi fóik sér jafnvel á skíðum í fjöllunum, jafnframt því að klífa þau. Hvað um þá, sem 'ifðu Matterhorn- slysið af? Meðan gagiuýnin vegna slyss- ins var hvað háværust hófst sá orðróm- ur, að Taugwalder eldri hefði skorið á reipið til að bjarga sjálfum sér, syni sínium og Whymper. (Þótt sagan hafi verið við líði árum saman, trúir henni enginn nú til dags). Sem margt fjal a- fóik vöru lei'ðsöigumennimir tveir við- kvæmir, en þögulir, og , tóku engan þátt í deilunum. Þeir lifðu sínu lífi £ svo miklum kyrrþey og svo miklu stolti, að fáum uitan Zermatt kom til hugar hversu þunglega þeim og nágrönnum þeirra féll orðrómurinn. Nærri 80 ár- um síðar var lítill koparskjöldur sett- ur á hús þeirra við torgið í Zermatt til minningar um þá. Það lýsti þeirri trú þorpsbúa, að þeir hefðu gert skyldu sína. Whymper varð frægur, en hélt áfram að ve-ra einmana fram til hinztu stund- ar. Árið 1906, þegar hann var 66 ára að aldri, hætti hann á að kvænast tvít- ugri stúlku, en hjónabandið varð ekki langlíft. Árið 1911 veiktist hann í Chamonix, læsti dyrunum að herbergi sínu og lézt eins og hann hafði varið ævi sinini — einn. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 6. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.