Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Blaðsíða 10
SÍIMAVIÐTALIÐ
12951.
— Reykjavíkurhöfn.
— Má ég tala við Kristján
Kristjánsson, yíii'bryggjuvörð
i Vesturhöfninni?
—• Augnablik.
— Kristján hér.
— G-óðan da.g, þetta er hjá
Lesbák Morgunblaðsins, er
ekki allt í fullum gangi við
Grandagarðinn?
— Jú, það má nú segja.
Aldrei hafa eins margir bátar
róið frá Reykjavík á vertíð.
Alls eru um 80 bátar gerðir
út héðan nú, flestir heimabát-
ar, sem allir róa með net eða
nót. Margir aðrir rekast inn
og leggja hér upp endrum og
eins. Metfjöldi var hér í höín-
.. . ♦
Svetv ar GcsH skrih ir usn:
N ÝJAR PLÖ tur
•
Nokkrar nýjar plötur. All-
mikið af nýjum tveggja laga
hljómplötum I|::m í Hljóð-
færaverzlun Sigríðar Helga-
dóttur í Vesturveri fyrir fá-
einum dögum. Þar er fyrst
að minnast á lagið, ,The
Wedding" eða Brúðkaupið í
útsétningu þeirri, sem selzt
hefur mest um heim allan
og er það enska söngkonan
Julie Rogers, sem syngur.
Meðferð hennar á laginu er
ágæt og þá einnig á hinu lag-
inu á þeirri plötu, sem heit-
ir „Without your love“.
Síðan er það stúlknasöng-
flokkurinn The Supremes
með metsölulagið „Come see
about me“. Söngflokkar í
Supremes-stíl hafa blómstr-
að vestan hafs undanfarin
2—3 ár þó ekki þekkist þeir
í Evrópu, það er aðeins á síð-
ustu mánuðum að plötur
með svona söngflokkum eru
farnar að seljast í Englandi.
Þá er það önnur ensk söng
kona, hún heitir Marianne
Faithfull, og er í hópi þess-
ara ungu ensku stúlkna, sem
skotið hafa upp kollinum
síðustu mánuðina, Cilla
Black, Sandie Shaw, Lulu,
Twinkle og fleiri. Marianne
syngur „As tears go by“,
sem var metsölulag í Eng-
landi fyrir nokkrum mánuð-
um. Fallegt lag, sem mundi
njóta sín betur með radd-
meiri söngkonu. Svo syngur
Marianne gamla þjóðlagið
„Greensleeves" og hefur það
verið betur sungið af flest-
um öðrum.
Þá er það ameríski söngv-
arinn Bobby Vinton, sem
löngu er orðinn frægur í
heimalandi sínu þó ungur sé.
Hann er með lagið „Mr.
Lonely", sem var efst á vin-
sældalistanum í XJSA fyrir
nokkru. Fallegt lag, sem
Bobby fer mjög vel með.
Svo eru það The Zombies,
sem leika og syngja „She’s
not there“ og „You make me
feel so good“, fyrra lagið
mun eiga að vera það betra
en hitt gefur því ekkert
eftir.
Lestina rekur svo gamal-
kunn ensk söngkona, Petula
Clark, sem var orðin þekkt
löngu fyrir endurvakningu
beat-tónlistarinnar. Hun
söng mörg falleg dægurlög
inn á plötur fyrir 5—-8 árum
en svo hvarf hún af sviðinu,
fór að syngja í Frakklandi
og varð þar stór stjarna um
leið og The Beatles lögðu
England undir sig. Nú. er
Petula komin með afburða
gott lag, það heitir „Down-
town“, það er reyndar í
beat-stíl, mjög vel sungið og
undirleikur frábær. Þetta er
plata, sem maður tekur fram
aftur og aftur og hlustar á.
essp.
a
inni laust fyrír jólin, þá lágu
128 bátar við Granda og voru
þá allt að 9 bátum yfir 200
tonn, hver utan á öðrum. Þá
var nú þröngt á þingi.
— Er ekki geysilegt erfiði
hjá ykkur bryggjuvörðunum
þegar svona margir bátar
koma inn?
— Jú, það er dálítið erfitt.
Við þurfum bæði að afgreiða
alla bátana með vatn og sér
staklega að raða þeim í höfn-
ina þannig að bryggjurýmið
nægi. Við reynum að haga
því s\lo, að þeir geti rennt upp
að bryggju, strax og þeir
koma inn, landað, teikið vatn
og vistir og fært sig svo ut-
an á einhverja röðina. Það er
mikil vinna við þessa skipu-
lagningu. Ekki eru það bara
þeir bátar, sem leggja hér upp,
er koma hingað inn, heldur
koma allskonar bátar j til
Reykjavíkur í vélarhreinsun,
smiðjuaðgerðir, slipp og fleira.
Erfitt er að þurfa að taka við
þeim í bryggjupláss um há-
vertíðina, meðan er svona
þröngt.
— Hefur ekki bátafjöldinn
aukizt mjög á undanförnuim
ámm?
— Jú, aldeilis ótrúlega. Þeg-
ar ég tók við starfinu hér, fyr-
ir fimm ámm, reru aðeins 28
bátar á vertíðinni, og var bara
einn þeirra yfir 100 l:nn, hin-
ir um eða innan við það. Nú
em milli 20 og 30 bátanna 150
til 320 tonn. Bryggjurýmið
hefur að vísu aukizt verulega
á þessum árum, en alls ekki
í réttu hlutfalli við bátana.
Svolítið stendur biyggjukost-
urinn til bóta, þar sem verið
er að fullgera nýja bryggju
við Faxaverksmiðjuna. Hún er
70 metrar á lengd og geta 4
bátar landað þar í einu.
— Hvernig hefur vertíðin
gengið?
— Fiskiríið byrjaði frekar
vel, miðað við undanfarin ár.
Ég hef trú á þvi, að vertíðin
verði góð, svo framarlega sem
fiskigöngur haga sér að venju.
Bezti aflamánuðurinn hefur
yfirleitt verið í april.
— Ganga ekki viðskipti ykk-
ar við skipstjórana brösótt?
— Nei, alls ekki. Þeir em
mjög liðlegir og samvinnuþýð-
ir. Eðlilegt er, að þeir vilji
flýta sér áð landa, því að
langt er á miðin og hver
klukkustund er o<ft mikils
virði. Ennþá hefur þó verið
mjög lítið um það, að bátar
hafi orðið að bíða löndunar.
— Hvað eru margir bryggju-
verðir við Vesturlhöfnina?
— Þeir eru fjórir auk miin:
þeir skiptast á vöktum, tveir og
tveir í einu allan sólarhring-
inn. Geysimikið er að gera á
þessum tíma árs og finnst mér
sennilegt, að bæta þurfi við
mönnum á næstu vertíð mieð
auiknu biyggjurými oig lengri
yfirferð.
Ú r annálu m mi ða!d a
Guðmundur Guðni Guðmundsson fók
1267
Elztu pappírsskjöl í Evröpu verða
til á Ítalíu þetta ár.
Jón rauði verður erkibiskup 1
Noregi. Hann fékk í lög leidd ýms
réttindi handa klerkum.
Island.
Gizur jarl og Þorvarður Þórarins-
son sættast.
Jón Einarsson verður lögsögu-
maður.
Jörundur Þorsteinsson verður
biskup að Hólum og er það til
1313.
1268
Orusta við Togliacozzo er ætt
Hoensláfa missir völd sín. Konra-
dín, sonur Konráðs IV, konungs
Þjóðverja, fer í stríð við Karl af
Anjou, konung í Neapels-ríki, en
ér fangaður og tekinn af lífi í
Napólí. Konradín var þá 15 ára
er hann var hálshöggvinn úti á
torgi borgarinnar.
Japanir neita eindregið kröfum
Mongóla um að beygja sig fyrir
vilja voldugasta mannsins er þá
var í heiminum, Kublai khan.
ísland.
D. Gizur jarl Þorvaldsson 12-1.
59 ára.
Konungur Noregs og íslands,
Grænlands, Færeyja, Orkneyja og
Hjaltlands felur þeim Hrafni
Oddssyni af Vestfjörðum og ,Þor-
varði Þ.órarinssyni af Austfjörð-
,.,um öll ,völd íslenzka „jarlsins.
D. Sigvarður biskup ' í' Skálholti.
Þorleifur hreimur verður lögsögu
maður í annað sinn.
1269
Eðvarð I (Játvarður), vinnur sig-
ur á Skotum við Dunbar, hand-
tekur konung þeirra og flytur tii
Lundúna, en setur enskan jarl
yfir Skotland.
Nicolo Polo og bróðir hans koma
heim úr ferð sinni til Kína og
höfðu þeir þá heimsótt keisarann
eða stór-khaninn í Kína.
Berbar vinna Marokkó og drottn-
ar sú ætt, Meridínar, til 1470.
Island.
Staða-Árni Þorláksson verður
biskup í Skálholti.
Lýsingar til hjónabands teknar
upp hér á landi að boði Staða-
Árna biskups.
Staðamál hefjast með biskups-
dómi Árna Þorlákssonar. Staða-
mál eru þessi mál kölluð af deilu
um kirkjustaði. Var það deila
milli kirkjuvalds og veraldlegs
valds út af auði og völdum.
saman
ísland.
Hrafn Oddsson og Ormur Orms-
son settir yfir ísland. Ormur
drukknaði við Noreg á leið heim.
1271
Marco Polo leggur af stað til
Kína ásamt föður sínum og íóö-
urbróður, er fóru ferð þessa sem
sendiboðar keisarans í Kína. Þeir
áttu að hafa með sér munka til
að fræða Kínverja um kristna
trú.
ísland.
Hætt að nota Lögberg á Þingvöll-
um.
Magnús Hákonarson sendir lög-
bók til íslands er kölluð var Járn-
síða. Magnús sendi þá Þorvarð
Þórarinsson, Sturlu Þórðarson og
Indriða böggul með löbókina.
Þetta ár var lögleiddur þingfarar-
bálkur og þegngildi.
Þorleifur Ketilsson kosinn lög-
maður. Var þetta síðasta þlngið,
sem lögsögumaður stjórnaði fund-
um á Alþingi íslendinga.
1270
Sjöunda og síðasta krossferð. For-
ingi í krossferð þessari var Lúð-
vík IX hinn helgi, konungur
Frakka. Hann dó í Túnis þetta
sama ár. Filippus III hinn djrafi
verður ltonungur Frakka.
Rocca V, Inka-höfðingi í Perú,
vinnur sigur á Indiánum við And
esfjöll hiður með Amazon-íand-
inú, en lengra náðí ríki' 'Ink'ána
áldrei!
10 LESBÓK WORGUNBLADSINS-
11,- tbl. 1965: