Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 1
k7 ögunni má skipta í nokkra kafla eða tímaskeið, og athuga hvað skeð hef- ir a hverju skeiði og hvernig miðað hef- ir „annað hvort aftur á bak, eilegar nokkuð á leið.“ Fyrsta tímaskeiðið er lengst og lang- minnst um það vitað. >á búa sjálfseign- arbændur í Reykjavík og hafa margir þeirra verið merkir menn. Allan þann tíma, eða um rúmlega sjö aldir, hefir búskapur verið rekinn þar á svipaðan hátt, nema hvað jörðin hefir gengið úr sér, hlunnindi skipzt milli heimajarð- arinnar og útjarða, eða þeim hefir hrakað. Reykjaví'kurbændur hafa aðal- lega stundað sjóinn og útræðið var í Grófinni, sem nú er horfin. Þar var líka naust þeirra, þar sem nú er Veiðar- færaverzlunin Geysir, og hét Ingólfs- Árni Cla: Úr sögu Reykjavikur HVENÆR VARÐ REYKJAVÍK til þess að reisa þar verksmiðjurnar, en ekki Hafnarfjörð, sem var miklu betri höfn. Að vísu voru aðdrættir á landi miklu erfiðari þar en í Reykjavík vegna hraunsins, sem þá var illfært. En ég bygg að ekki þurfi að fara í neinar graf- götur um það, hver verið hafi aðalá- stæðan til þess að Skúli vaidi Reykja- vík. Það hefir verið vegna þess, að kon- ungur átti Reykjavík og bauð að gefa verksmiðjunum jörðina. En Garðakirkja átti Hafnarfjörð og mundi hafa reynzt örðugt að fá þar viðhlítandi athafna- svæði, með jafn góðum kjörum. Sann- aðist hér, að fátt er svo illt, að ekki geti eitthvað gott af því hlotizt, því að nú varð það að óvæntu happi, að kon- ungsvaldið hafði fyrrum lagt svo mikið kapp á að eignast Reykjavík og næstu jarðir. Skúli var maður mjög þjóðrækinn og má því vera að það hafi einnig verið metnaðarsök hjá honum að reisa fyrsta fyrirtæki landsins einmitt þar, sem fyrsti landnámsmaðurinn hafði byggt bæ sinn, og að ísland endurheimti land- námsjörðina úr klóm hins erlenda valds. En hvað sem um það er, þá er það rétt hjá Jóni sagnfræðingi Aðils, a^ Skúla fógeta megi með réttu kalla annan föð- ur Reykjavíkur. . Reykjavík varð að visu ekki höfuð- borg, þótt verksmiðjurnar væri reistar þar, en hitt er víst að þær voru fyrsti vísir að Reykjavíkurkaupstað. , Verksmiðjurnar veittu mikla atvinnu. Arið 1762, er þær voru tiu ára gamlar, höfðu þær 95 manns í þjónustu sinni, en á Því ári voru íbúar Reykjavíkur taldir 177 og auk þess 34 á Arnarhóli og 39 í Hlíðarhúsum, eða alls 250. A rið 1786 gerðust merkir atburð- ir hér. Þá var lokið sögu einokunarverzl unarinnar og verzlunin gefin frjáls öll- um þegnum Danakonungs. Um leið fékk Reykjavik kaupstaðarrettindi og segir Espólín í Árbókum að þá hafi átt að efla hana til höfuðstaðar. Sama ár var Skálholtsskóli fluttur hingað. Fluttust þá hingað kennarar og nemendur. Var talið að þetta mundi setja mikinn menn- ingarbrag á hinn unga kaupstað. En ekki nægði það til þess að gera hann að höfuðborg, því að niðurlæging var á næsta leiti. Áður en öldin var liðin, höfðu verksmiðjurnar veslazt upp og orðið að hætta störfum, en skólinn var fluttur héðan til Bessastaða 1804. Fólki hafði þó fjölgað í bænum, svo að á kaupstaðarlóðinni áttu 300 heima, eða helmingi fleiri en 1762. Þetta voru að- skotadýr, allskonar rusllýður, sem kaup- menn, aðallega danskir, fluttu hingað. Þetta voru yfirleitt ómenntaðir og sið- lausir menn, og settu þeir nýan og ó- Framhald á bls. 4 naust, kennt við sjálfan landnámsmann- inn. Seinasti sjálfseignarbóndi í Reykja- vík var Narfi Ormsson. Hann sameinaði jörðina, sem áður hafði verið skipt, og er hún þá talin 60 hundruð. En um 1580 fer konungsvaldið að ágirnast jörð- ina og beitir brögðum til þess að ná í helming hennar. Það mistekst, því að Narfi var karl í krapinu og lét ekki hlut sinn fyrir konimgsvaldinu. Þó missti hann Hlíðarihúsin, sem talin voru sjöttungur jarðarinnar, eða 10 hundruð. Narfi mun hafa fallið frá fyrir 1613, því að það ár selur ekkja hans konungi jörð- ina, ásamt hjáleigum. Hafði konungur þá áður eignazt Arnarhól og Rauðará. Og nú hefst niðurlægingarsaga Reykjavíkur, eins og flestra eða allra þeirra jarða, _ sem konungsvaldið náði eignarihaldi á. Sú niðurlægingarsaga stóð í 140 ár. En þá hefst næsta tíma- Skeið. O .Á. rið 1752 byrjar Skúli Magnússon landfógeti að reisa verksmiðjurnar (eða innréttingarnar, eins og þær voru kall- aðar) þar sem áður hafði staðið bærinn í Reykjavík síðan á dögum Ingólfs Arn- arsonar. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvers vegna Skúli valdi Reykjavík Keyivjavík kráigum árið 1792 uðirnir vísuðu fyrsta land- ^ jr námsmanninum á hvar hann ætti að reisa „höfuðtóftir“ sínar. En ekki mun Ingólf Amarson hafa grunað, né nokkurn annan mann um næstu 8 aldir, að guðirnir höfðu einnig ætlað þessum stað að vera „höfuðtóftir“ heillar þjóðar. Reykjavík bar ekki af öðrum höfuð- bólum á landinu. Að vísu var landnám- ið stórt upphaflega, en það hefir snemma verið brytjað niður, þar til Reykjavík var ekki orðin meira en miðl- ungsjörð, og yfir henni var engin reisn um aldir. Hennar er hvergi getið í sögu landsins um langa hríð. Hún beið síns vitjunartíma. Hún var líkust öskubusku ævintýranna, eða kóngsdóttur í álögum, sem „bíður með þrá eftir þeim sveini, er leysi hana úr böndum“. En forlög- in höfðu ekki gleymt ætlunarverki henn ar.' „Kvörn guðanna malar hægt, en bún malar örugglega". Og svo vakna börn Reykjavíkur upp við það einn góðan veðurdag, að hún er orðin höfuð- borg landsins. Og þau spurðu undrandi: Hvenær gerðist þetta, hvenær gerðist þessi merki atburður? Og enn í dag epyrja menn: Hvenær varð Reykjavík Ihöfuðborg fslands? Þeir hyggja að auð- velt sé að fá svar við því. Þá hljóti að hafa verið tímamót í sögu lands og þjóðar, einhver stóratburður hljóti að (hafa orðið til þess að leysa hana úr á- Jögum. En þetta er ekki rétt, enginn einn at- burður hefir orðið þess valdandi að Reykjavík er höfuðborg, nema þá sú ákvörðun guðanna að velja fyi-sta land- námsmanninum bústað hér. En það tfinnst efnishyggjumönnum nútímans líklega heldur veigalítið og telja að of langt hafi liðið frá landnámi Ingólfs þar til Reykjavík varð höfuðborg, til þess að nokkurt samband sé þar á milli. En ýmsir góðir menn, sem um Reykja- vík hafa ritað, láta sér þó sæma að trúa þvx, að Ingólfur Arnarson hafi lagt íyrsta steininn í byggingu höfuðborgar- innar. S é þessu sleppt, þá eru það marg- ir atburðir, sem hafa skapað höfuðborg- ina í sameiningu og á löngum tíma. Und- ir þróun Reykjavíkur hafa runnið marg- ar stoðir, misjafnlega viðamiklar, en hafa þó allar átt sínu hlutverki að gegna, hver á sinn hátt og þó í sam- bandi við hinar aðrar stoðir, alveg eins og er í hverri annarri merkilegri bygg- ingu. En hvenær þeirri byggingu var svo langt komið, að óvéfengjanlega mætti kalla Reykjavík höfuðborg ís- lands, verður þó torleyst reikningsdæmi. Nú eru þó slík dæmi girnileg viðureign- ar, svo ég vona að enginn lái mér þótt ég reyni að fást við þetta dæmi. Það er ekki hundrað í hættunni þótt ýmsum sýnist dæmið rangt reiknað, og aðrar reikningsaðferðir hefði hentað betur, því að hitt er meira um vert, að rifja upp fyrir almenningi söigu staðarins í stórum dráttum. Fáir þekkja þá sögu nógu vel, en flestir alltof lítið. HÖFUÐBORG?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.