Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 14
ICELANDIC IMPRESSIONS Ljóðin sem hér birtast eru eftir þrítugan Breta, Ronald J. Wathen að nafni, sem nú er staddur á íslandi. Hann kom hingað fyrst 17 ára gam- all 1952 í hópi brezkra skólasveina og dvaldist þá mest á Austfjörðum, austan Loðmundar. Hann kveðst ekki hafa hitt marga íslendinga þá, en orðið hugfanginn af landinu og forn- sögunum. Síðan hefur hann víða far- ið, og árið 1962 hitti hann í ísrael íslenzka stúlku, Ástu Kristinsdóttur (Björnsso-nar læknis), sem hann gekk að eiga. Þau hafa eignazt eina dótt- ur, Sunnu, sem kom með þeim til íslands fyrir þremur mánuðum. Hingað komu þau frá Tyrklandi, þar sem þau höfðu dvalizt um þriggja mánaða skeið í litlu sveita- þorpi, en áður höfðu þau verið í Grikklandi tæpt ár. Þau hafa einnig verið á Majorka hjá skáldinu fræga, Robert Graves, sem margir kannast við. Síðan þau komu til íslands hefur Ronald verið á Norðurlandi og bæði skrifað og unnið með íslendingum („Öðru vísi er ekki hægt að kynnast landinu“, segir hann). Hann kveðst ekki hafa neinar óvenjulegar skoð- anir um ísland. Menntun sína hlaut Wathen í Marlborough (þar -sem þeir íslands- visiirnir William Morris og Louis Mac Neice voru einnig skólaðir) og í Trinity College í Dýflinni. Hann er fæddur í Englandi en bjó í írlandi eftir tvítugsaldur. f átta .ár var hann áhugasamur fjallgöngumaður, en hætti því til að gerast ljóðskáld. Ronald J. Wathen hefur gefið út tvær ljóðabækur, „Bricks“, sem kom út í Dýflinni 1963, og „Rock“, sem var gefin út í Tyrklandi 1964. Hann vinnur nú að löngu ljóði sem hann hyggst gefa út undir nafninu „Book“. Meðfylgjandi ljóð, sem hér birtast í fyrsta sinn, lýsa nokkru af reynslu höfundar á íslandi síðustu mánuðina. Endurprentun er ekki heimil án sér- staks leyfis skáldsins. Ronald J. Wathen I. The waterfalls drone in my ears like lorries commg up behind me. The waterfalls groan like gearchanges among the old greygreen river of lava. I sit down on a bridge in tune with the busy fisher-chatter of the friendly river. I watch geese following the river for their rations, as I follow the road for my visions. Twelve years since my first visit here. Layers of me intervene. Everybody’s in Reykjavik, the tough saga people grow fat like athletes who have given up. Those who live in cities are cowards. I don’t blame them- Might as well have it out now. Television, overheated houses. Hell is paved with good ínventions. Spring! in the rocks! though no green thing in miles colour sprinigs in the shadows of the rocks. 3. The sea is a rubber mirror more mirror-glass than in Greece a clean morning, a puritan morning dawn hard as in Ireland it is soft as silver is purer than gold. 4. The hill is bare, pure men come carrying a tree they untie its arms and tell it to grow as it did in Norway but the tree says: „beautiful is the hillside I will not grow ihöfðu verið teknir frá skipalestum sín- um og skipað að koma til flotadeildar- foringjans. En framkvæmd é þeirri skip- un hefði verið hindruð ef ekki að engu ger, ef tundurspillarnir hefðu orðið fyr- ir áföllum við næturárásina. / Rétt er í þessu sambandi að athuga, að sú ákvörðun Vians höfuðsmanns að leggja til atlögu var augsýnilega vel séð á hæstu stöðum, þegar hún var gerð. End'a þótt hann vissi ekki af því hafði áætlunin um næturárás þegar orðið til- efni orðsendinga milli flotamálaráðu- neytisins og deildarforingjans. Um kl. 19 hafði Sir John Tovey fengið skeyti á dulmáli, sem tundurspillarnir skildu ekki, þar sem spurt var, hvort hann hefði í hyggju að fyrirskipa næturárás tundurspillanna. Þetta skeyti, sem flota- deildarforinginn hefur sennilega ekki orðið neitt feginn að fá, var sent fyrir árás Arks Royals og því áður en stýrið á Bismarck laskaðist. En það var ekki afturkallað eftir að ráðuneytið hlýtur að hafa vitað af uppteknum skeytum, að jBismarck væri sennilega orðinn stjórn- laus, og heldur ekki eftir að skeytin um árásir tundurspillanna voru tekin að berast. Það liggur því nærri að trúa, að sú framkvæmd Vians höfuðsmanns að leggja til atlögu hafi haft fullt sam- þykki ráðuneytisins. Þeim sem biðu um borð í orustuskip- unum Rodney og King George V, reiðu- búnir til orustu, fannst dögunin lengi að koma. Hóparnir á skipinu voru látn- ir vera reiðubúnir, hver á sínum stað, en þeim var leyft að sofa helminginn af tímanum á varðstaðnum. Hvorugur höf- uðsmannanna yfirgaf stjórnklefann um nóttina, þótt hvor um sig sofnaði öðru hverju sitjandi í stól og hallandi höfði upp að einhverju stjórntækinu. L oksins kom þessi óljósa tilfinn- ing, að myrkrið væri ekki út af eins svart og áður hafði verið, en það þýddi aftur, að morgunskíman var að gera vart við sig. Robertson skipherra, sem var næsti maður aðmírálnum, mundi allt í einu, að stálhjálmurinn hans var niðri í káetunni hans og honum fannst tími til kominn að ná í hann. En þegar hann kom niður stigann og niður í káetu- hæðina, sá hann furðulega sjón. Fjórar stórar rottur hlupu hringinn í kring á gólfinu, sýnilega dauðskefldar. Þær tóku alls ekki eftir honum en héldu áfram þessu æðisgengna hringsóli, runnu og rákust hver á aðra, eftir því sem skipið valt. Eins og á stóð, var þetta ekki sérlega uppörvandi sjón, og Robertson skipherra var þeirri stundu fegnastur, þegar hann hafði niáð í hjálm- inn og komið sér upp aftur. Um borð í Ark Royal, sem var í 20- 30 mílna fjarlægð, höfðu fyrstu eltinga- flugvélarnar verið sendar af stað. Þeg- ar þær komu upp á pallinn, var enn koldimmt og svo snarpur var vindurinn á flugvélaþilfarinu, að vélarnar sýndust stíga næstum lóðrétt er þær tóku sig upp. Þegar birti, sást að nú var sami veðurruddinn og daginn áður, og uppi yfir var sami bakkinn af blýþungum regnskýjum, sem þutu um himininn. Það stórrigndi og skyggnið var ekki uppá það bezta. Sir John Tovey fylgdist með veður- farinu, eftir því sem það kom smám- saman í Ijós. Hann hafði verið á fótum mestalla nóttina og fylgzt með hreyf- ingum Bismarcks, eftir skýrslum tund- urspillanna. Aðaláhyggjuefni hans var, hvernig útreiknaðar stöður tundurspill- anna væru í samræmi við hans eigin útreikninga. Hvorki flaggskip hans né þeir höfðu séð til sólar dögum saman og þessvegna mátti búast við mikluim villum og ágizkunum hjá báðum. Það var þessvegna, að aðmírállinn hafði skip að tundurspillunum að skjóta stjörnu- kúlum, til þess að geta séð til þeirra og tekið þannig stefnu. En rigningin var svo mikil, að ekkert sást frá flagg- skipinu, og skipin, sem voru að skjóta, tilkynntu, að skotið væri á þau. Aðmir- állinn fyrirskipaði þá útvarpssendingar á meðaltíðni í þeirri von, að ná þannig í stefnuna. En ýmissa ástæðna vegna tókst þetta ekki betur en stjörnukúl- urnar. Þegar dagur rann, var aðmiráll- inn enn í sömu óvissunni um staðsetn- ingu óvinarins. Þetta ásamt hinu slæma skyggni á stormasaman sjónhringinn sannfærði aðmírálinn um, að skilyrðin væru slæm til að leggja til atlögu og betra væri að bíða eina eða tvær klukku stundir eftir fullri dagsbirtu. kJ ir James Somerville hafði kom- izt að mikið til sömu niðurstöðu við- víkjandi fyrirhugaðri loftárás í dögun. í þessu hundaveðri var það alltaf yfir- vofandi hætta, að flugvélarnar villtust á vini og óvini, svo að betra væri að fresta árásinni. Sir James var heldur ekki neitt viss um stað Rodneys og King George V og Bismarcks, og eftir að svo nærri hafði legið, að Slheffield sigldi fyrir tundurskeyti daginn áður, kærði hann sig ekki um fleiri samskon- ar mistök. Sk'ömmu fyrir sólarupprás sendi Sir John Tovey skeyti íil Rodneys sem var fyrir aftan hann um að segja Dalrymple- Hamilton höfuðsmanni, að í komandi árás hefði hann frjálsar hendur, þó því aðeins hann færi í aðalatriðum eftir hreyfingum aðmírálsins. Tundurspillam ir tveir, sem voru með Rodney, höfðu neyðzt til að yfirgefa skipið og leita til stöðva sinna eftir eldsneyti. Þeir höfðu beðið með skipinu eins lengi og þeir gátu, en gátu nú ekki beðið leng- ur. Og eins og síðar kom í ljós, höfðu þeir beðið of lengi. Fyrirætlun flotadeildarforingjans, sem nú var kunngerð flaggkafteini hans og foringjaráði, var að umkringja óvininn eins fljótt og hægt væri, í u.þ.b. 15000 metra fjarlægð og snúast siðan til stór- skotaárásar. En fyrst þurfti að staðsetja Bismarck og vafi lék á um nákvæma stefnu hans frá staðnum En Norfolk kom með svarið við þessari mikilvægu spurningu.. Það skip hafði þotið suður á bóginn á fullri ferð, alla nóttina, af íhræðslu við að koma of seint í loka- leikinn. Kl. 8.15 kom það auga á orustu- skip um átta mílur beint fram undan og sá í enda þess. Bhilips höfuðsmaður hélt, að þetta væri Rodney, og skipaði að kalla á það. Þegar ekkert svar kom, tók hann að athuga þetta nánar, og sá þá að skipið, sem hann var að nálgast á 20 hnúta ferð, var ekkert annað en Bismarck sjálft. Enn einu sinni var lagt hart á stýrið á Norfolk, eins og gert hafði verið að kvöldi hins 23. maí, hálf- um fjórða sólarhring áður, þegar það hafði komið fram úr þokunni í Græn- landshafi og fundið þýzka orustuskipið í hættulegri nálægð. E n þegar Norfolk flýtti sér aftur að forða sér úr skotmáli, kom það auga á tvö brezk orustuskip í fjarska og tókst að gefa þeim sj ónarsamband við óvininn. Þetta sýndi Tovey aðmíráli, að hann hafði stefnt of mikið norður og nú breytti hann stefnu orustuskipanna samkvæmt því. Þau voru nokkurnveg- inn hlið frá hlið með innan við mílu millibili og ultu talsvert og höfðu sjó- ina á afturhlutann. Hjá Dalrymple-Ham ilton var þetta einskonar fjölskyldu- tækifæri, þar eð sonur hans var for- ingjaefni um borð í King George V. (Framhald í næstu Lesbók). 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 20. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.