Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 6
■okka, handklæði og sængur í Dynekærs
Magasin?" Er ekki rétt að skammast
sín fyrir hönd bæjarins og auglýsand-
•ns?
Þegar Ungverjalandssamskotin stóðu
sem hæst, setti eitt heimsfyrirtaeki aug-
lýsingu í dagblöðin, sem hófst þannig:
„Hlustuðuð þér á útvarpið í gær-
kvöldi? spurði hvíti flibbinn og reigði
sig. „Gamla skáldið skrifaði um ind-
ælasta flibba heims, og það var föður-
bróðir hans langalangafa míns .. “ Grái
fli'bbmn sagði ekkert, því að hann var
ekki einn af ættinni".
Og heimabakaða ævintýrinu lýkur
þannig:
„En grái flibbinn sagði enn ekkert,
því að sá sem er ekki PlXO-þveginn
hefur engan atkvæðisrétt."
E n eftir þessa klunnalegu mis-
notkun kom einn keppinautur með aðra
engu miður „velheppnaða“ auglýsingu,
með mynd af skáldinu og einhverskonar
mynd af svani, en undir myndinni stóð:
„Sama breytingin, sem varð á andar-
unganum Ijóta, verður á fötunum yðar,
ef þér þvoið þau í PAXO-dufti“.
Milli teikninga af skáldinu og Óla
lokbrá hefur eitt sængurdýnufyrirtæki
komið fyrir útgáfu af Óla lokbrá, sem
verkar að minnsta kosti ekki svæfandi
á unnendur H.C. Andersens. Hér er hún:
„Við höfum, í staðinn fyrir hugmynd
ævintýraskáldsins að blása sandi í
þreytta augað, komið með nútímahug-
myndina um FJAÐRADÝNUNA Nú
heitir ævintýrið um svefninn: Dormirs
fjaðradýna.
Fyrir nokkrum árum mátti í stóru
blaði utan höfuðstaðarins finna getraun
þar sem ýmis fyrirtæki birtu glefsu,
hvert af sínu ævintýri, Gáfaður lesandi
átti svo að finna út, hvaðan tilvitnunin
væri tekin. Fá dæmi nægja til að sýna
menningarstig auglýsendanna:
„Hann er ekki í neinu!“ æpti litli
drengurinn .... o.s.frv."
Og fyrir neðan kemur svo ályktun
auglýsandans:
„Hefði hinn ágæti keisari lifað í dag,
hefði hann vafalaust látið Buksemand
leysa úr vanda sínum“.
Önnur til:
„Æ, ég hef sofið svo hræðilega illa I
alla nótt, sagði prinsessan. Og það var
ekki nema leiðinlegt fyrir hana, þessa
elsku. Já, blessunin hann Andersen
gamli vissi vel, hvers virði góður svefn
er. Það vitum við líka. Húsgagnaverzlun
Dormands.“
E itt grenjandi dæmi um svona
misnotkun er hin skrautlega hátíðadag-
skrá fyrir ballettinn „Litlu hvítu
rúmin“ í París 1952. í raun-
inni er þetta bara auglýsinga-
hefti, þar sem skotið er inn ævin-
týrum frá ýmsum löndum. Hér verður
aðeins minnzt á Andersens-ævintýri,
sem því miður tóku þátt í þessu hvim-
leiða fyrirtæki. Svona vitnisburðar um
vinsældir Andersens hefðum við gjarna
viljað vera án, m.a. vegna þess, að æv-
intýrin eru þarna gefin út mjög stytt,
en með nafni höfundar. Á blaðsíðunni
gegnt Óla lokbrá er auglýsing um ryk-
sugu (með öðrum orðum: engan sand
í augun!), gegnt Nýju fötunum keisar-
ans er klæðskeraauglýsing! „Paradísar-
garðurinn“ er settur gegnt loftflutninga-
fyrirtæki, ásamt teikningu af nakinni
paradísar-píu með hið óslítandi fíkju-
viðarblað á sér. „Litla stúlkan með eld-
spýturnar" er raunverulega mynd-
skreytt með stúlkunni sjálfri, en gegnt
henni er auglýst: Cognac Martell. „Næt-
urgalínn" er myndskreyttur með teikn-
ingu af syngjandi fugli, sem sýndur er
með Philips Radio, og svo kemur rús-
ínan, sem sé prinsessan á bauninni í
sambandi við smekklausa sængurdýnu-
auglýsingu. Það er næstum óskiljan-
legt, að franskt andríki skuli ekki hafa
komizt inn í auglýsendastéttina þar í
landi.
Ævintýrið um stagnálina lenti á af-
mælisárinu 1955 í klónum á tveim aug-
lýsingahöfundum, og annar þeirra sagði:
„Stagnálin.....hún lá langsum í
göturæsinu, og þar má hún liggja á-
fram.... því að árið 1955 getur Zig-
Zag-saumavélin nýja leyst hvern vanda
í nútímahúshaldi....“
Hinn höfundurinn skrifaði:
.....nú þarf enginn mín með, sagði
stagnálin. Það voru sem sé KK-sokkar,
se a lágu í sáumakörfunni“.
Einn leðurvöruframleiðandi auglýsti
með marglitum dáta, sem er á gangi við
hola tréð alþekkta.
„Dáti nokkur kom þrammandi eftir
þjóðveginum ... Hann er hrifinn af níð-
sterku bangsaleðursólunum sínum“.
Stælt eftir „Eldfærum" H. C. Ander-
sens.
S tórt brugghús auglýsir einkar
smekklega:
„í fyrsta lagi á sem kunnugt er hinn
heimsfrægi ævintýrahöfundur Danmerk
ur, H.C. Andersen, 150 ára afmæli 2.
apríl. í öðru lagi eru páskarnir bráð-
um komnir. Hvorttveggja heldur N.N.
(nafn brugghússins) hátíðlegt.“
Og loksins úrklippa úr blaðinu 3.T.
frá 1962:
,,A matvælasýningunni í London, þar
sem Danmörk sýnir, hefur mönnum þótt
viðeigandi að nota einnig H.C. Ander-
sen í þjónustu auglýsingastarfseminnar
með því að telja, að uppáhaldsmatur
ævintýraskáldsins hafi verið rúgbrauð
með lifrarkæfu og fleski“.
En sérstakur kafli i sögu þessarar mis-
notkunar í ábataskyni er hið svokallaða
H.C. Andersenssafn á herrasetrinu
„Lerchenborg". Fyrir því stendur hin
verzlunarsinnaða greifadóttir Louise
Lerehe sem að vísu heitir Louise að
skírnarnafni, en hefur samt ekki verið
jafn óeigingjörn í sambandi við H.C.
Andersen og hinar mörgu Louisur, sem
við sögu hans koma: Yngsta dóttir Coll-
ins, sem hann leitaði huggunar hjá, eft-
ir að honum hafði mistekizt við Riborg
Voigt; Louise Bille, sem ásamt Caroline
Meldahl og Dorothea Melohior stóð fyr-
ir samskotum i styttu Andersens í Rós-
enborgargarði; Louise dóttir Moritz Mel
chiors sem getið er sem „litlu vinkon-
unnar hans H.C. Andersens"; og loks
Louise drottning Kristjáns IX, sem
sagði: „Dömurnar gera of mikið veður
af H.C. Andersen".
T
J-i ouise Lerche greifadóttir er vit-
anlega löglega afsökuð frá að feta í fót-
sporin eftir nöfnur sínar, en annars er
langt þaðan í hitt að nota sér skáldið
í ábataskyni — með leyfi að segja —
og það meir en áður eru dæmi til. f
Berlingi 6. júní 1962 mátti lesa, hvern-
ig lénsgreifinn af Lerohenborg ætlaði
að halda hátíðlegt aldarafmæli fyrstu
heimsóknar H.C. Andersens á þetta fagra
herrasetur. Hér má bæta því við, að
skáldið dvaldi þarna rétta viku og kom
þar aldrei framar. Samband greifaætt-
arinnar við skáldið var því mjög svo
lauslegt og án sögulegrar þýðingar. Þeg-
ar verið er að segja, að Andersen hafi
samið „Sommergækken" þarna, er það
vægast samt mishermi, þar eð hann
hafði samið söguna á Basnæs, áður en
hann fór til Lerchenborgar! Þessa getur
hann í bréfi frá Lerchenborg til Henri-
ftte Collins, og í dagbók hans má finna
„fæðmgardag" ævintýrisins: 24. júní
1862 — eða hálfum mánuði áður en
hann kom til Lerohefjölskyldunnar! f
Lerdhenborg, þar sem hann varð að
sitja í yfirfrakka í herberginu sínu,
samdi hann ekkert.
Og samt hefur verið sett þama upp
„safn“ með kaffistofu í sambandi við
það, i nafni H.C. Andersens, en svo
sannarlega ekki í hans anda. Víst þótti
honum gaman að láta sjá sig og heyra,
en það bítur samt höfuðið af allri
skömm að setja nafn hans í samband við
mjög tætingslegt og sumpart falsað
minjasafn, þar sem t.d. er sýndur ein-
hver og einhver pípuhattur (e.t.v. af
greifakúskinum?) sem Andersen-minja-
gripur!
Það er ekkert hneykslanlegt þó að
herrasetur vilji hressa upp á óstyrkan
fjárhag sinn með aðgangssölu, en það er
einum of mikið að fara að efna til
„minjasafns“ fyrir það eitt, að frægur
maður hefur heiðrað fjölskylduna með
heimsókn sinni í vikutíma.
Já, H.C. Andersen verður að þola
sitt af hverju!
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3.
reykta flesksíðu? Og þó að ég þurfi að
flýta mér og leyfi mér að hlaupa á heim-
leiðinni, þá hélt ég, að enginn hefði
beðið þig að hlunkast másandi og blás-
andi á hælunum á mér.
L ögregluþjónninn varð reiður á
ný og öskraði:
— Viltu reyna að koma með flesksíð-
una, þrjóturinn þinn! Eða láttu hana að
öðrum kosti liggja þarna á bakkanum,
cg farðu sjálfur til helvítis, því að þér
getum við alltaf náð. En síðuna skal
ég hafa með mér til baka.
— Ég held að nóg sé fyrir þig að
hafa þessar tvær, sem þú átt sjálfur,
svaraði Hænsna-Bjarni ísmeygilega, og
síðan skokkuðu þeir af stað á nýjan
leik.
Frá næsta áningarstað sást kaupstað-
urinn í móðu úti við sjóndeildarhring.
— Eftir næsta sprett verðum við
heima, upplýsti 3jarni ósköp rólega og
lagði flesksíðuna í grasið á bakkanum,
þar sem hann settist.
Lögregluþjónninn gáf honum illt auga
og andaði þungt og ótt.
— Áttu ekki einhverja bykkju? spurði
hann loks.
— Hest á ég. En hvað varðar þig um
það?
— Þú skalt fá að aka mér, sjálfum
þér og síðunni til bæjarins aftur. Og ef
þú hagar þér eins og maður, getur ver-
ið að ég reynist þér hliðhollur í réttar-
höldunum. Við gætum sagt, að þú hafir
fengið sólsting og ekki vitað, hvað þú
gerðir.
— Þú getur kysst mig á bakhlutann.
Ég keypti síðuna, eins og ég sagði þér
áðan, og svo ætla ég að láta þig vita,
að ég skrölti það sem mér sýnist um
akvegi krúnunnar. Ég hef greitt minn
vegaskatt.
Þeir gengu síðasta spölinn. Bjarni
leit um öxl annað veifið, flautandi
„Ég berst á fláki fráum“, og gekk í takt
við hljóðfallið.
Lögregluþjónninn haltraði bölvandi
og tautaði eitthvað um lífstíðar þrælk-
unarvinnu.
Þegar sá borðalagði kom inn í bað-
stofuna, sat Hænsna-Bjarni við borðið,
og konan var að renna kaffi í bollann
hans. Flesksíðan lá á sófanum. Lög-
regluþjónninn settist þyngslalega hjá
henni og lagði aðra höndina ofan á
hana.
—■ Láttu síðuna óhreyfða! Lena,
þú ert til vitnis um það, að hann hefur
ráðizt hér inn á heimili okkar og tekið
flesksíðu, sagði Hænsna-Bjarni.
— Ekkert slúður, hvæsti lögreglu-
maðurinn þrotinn að þolinmæði.
Gleyptu í þig skólpið og spenntu trunt-
una fyrir vagninn, svo að við náum til
bæjarins fyrir kvöldið.
— Þá ferð skaltu sjálfur fá að borga.
Og ég segi þér það í síðasta sinn, — ég
keypti síðuna, sagði Hænsna-Bjarni.
Það var glettnisvipur í augum
Hænsna-Bjarna, þegar hann leit til kerlu
sinnar og reis á fætur til þess að
fara út og setja hestinn fyrir vagngarm-
inn.
Þegar því var lokið, færðist þýðingar-
mikill örlagasvipur yfir andlit lögreglu-
mannsins um leið og hann lagði síðuna
íyrir aftan sætin í vagninum, en settis-t
sjálfur við hlið Bjarna.
— Eg sendi einhvern náunga með
hestinn og kerruna til baka. Bjarni verð
ur áreiðanlega eftir hjá o-kkur, sagði
hann við kerlinguna, sem stóð álengdar
og fylgdist með brottförinni.
— Þú verður b-úin að sjóða kartSfl-
urnar, þegar ég kem aftur með síðuna,
sagði Bjarni, og konan kinkaði kolli hin
rólegasta.
V erzlunarstjórinn var í þann veg-
inn að loka búðinni, þegar lögreglu-
þjónninn birtist með flesksíðuna í hend-
inni, en Hænsna-Bjarna á undan sér.
Kaupmaðurinn gekk dálítið órólegur
til móts við þá.
— Var síðan eitthvað gölluð, BjarniT
spurði hann.
— Ekki svo að ég viti, en lögreglan
hefur lagt hald á hana samt sem áður.
— He — hefur hann borgað síðuna?
spurði þjónn réttvísinnar gapandi afl
undrun.
— Já, auðvitað. Hér er allt staðgreitt
gegn tvö prósent afslætti.
— Þú ... þinn satans ... byrjaði lög-
regluþjónninn.
—- Komdu með síðuna og fimm-kall
fyrir flutninginn, greip Hænsna-Bjarni
fram í. Annars getum við reyndar gert
þetta upp á lögreglustöðinni, bætti hann
við hirðuleysislega.
Lögreglumaðurinn var nú allt í einu
að flýta sér.
— Þú þarft ekki að koma með mér
þangað, sagði hann. Ég borga sjálfur
flutninginn í bili. Ef þú getur svo haldið
kjafti, þá skaltu ekki tapa á því...
Bjarni ók heimleiðis með flesksíðuna
í vagninum.
—Hænsna-.Bjarni, strákar! heyrðist
kallað frá ánni.
En Bjarni sat rólegur og brosti við
sólarlaginu.
iHHHMIMHNMMMiM
SVIPMYND
Framhald af bls. 2.
arorðum um) kom hún heim til Eng-
lands til að undirbúa mjög umfangs-
mikla heimsókn til Ástralíu, sem hún
varð að takast á hendur í stað föður
síns. Hún var ekki komin lengra en til
Kenýa, þegar hún var kvödd heim aftur
til að setjast í hásætið.
Hi-nn 8. febrúar 1952 — tveimur dög-
um eftir lát Georgs VI — talaði hún I
fyrsta sinn á fundi leyndarráðs síns i
Lundúnum og gat þá um „hin þungu
verkefni sem mér hafa verið lögð á
herðar svo snemma ævinnar."
Snemma á árinu 1955 hófst undir-
búningur hinnar glæsilegu krýningar
drottningarinnar, sem fór fram í rign-
ingu og súld 2. júní sama ár. Var það
viðhafnarmikil athöf-n sem síðan var
sýnd í kvikmyndahúsum um víða ver-
öld. í ræðu sinni eftir krýninguna tal-
aði drottningin ekki um athöfnina sem
tákn þess valds og dýrðarljóma, er væri
horfinn, heldur sem „yfirlýsingu um
þær vonir er bundnar eru við árin, sem
ég fæ fyrir Guðs náð og miskunn að
ríkja og þjóna yður.“
ííinn 23. nóvember 1953 la"ði
Elizabeth upp í langa för til Ástralíu
og annarra samveldislanda og kom ekki
heim aftur fyrr en 15. maí árið eftir.
Síðan hefur hún farið marga frægðar-
för víða um heim, komið til nálega allra
samveldislandanna, heimsótt Norður-
Ameríku tvisvar (1957 og 1964), farið
í opinberar heimsóknir til Frakklands,
Portúgals, Svíþjóðar, Noregs, Danmerk-
ur, Hollands, Eþíópdu og nú síðast til
V estur-Þýzkalands.
Heima í 3retlandi hefur hún einnig
verið önnum kafin, lagt sig fram um að
kynnast þegnum sínum af öllum stétt-
um, heimsótt verksmiðjur og vísinda-
stofnanir, sjúkrahús og barnaheimili,
vígt mannvirki og fylgzt með kappleikj-
um. Hún hefur ekki haft mikil afskipti
af stjórnmálum, en varð samt fyrir að-
kasti í blöðum 1957, þegar Sir Anthony
Eden fór frá og Harold Macmillan tók
við embætti forsætisráðherra. Var þvi
þá haldið fram, að aðallinn hefði haft
óæskileg áhrif á val forsætisráðherrans.
Annars munu festir ljúka upp einum
munni um, að hin unga drottning hafi
rækt störf sín af samvizkusemi og
skyldurækni, háttvísi og virðuleik.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
20. tbl. 1965